Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 16
16
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
■etecfcric
hárblásarar
L«iA 4 stoppar við dymar
kaffivélar
700-1000 wött.
Glæsilegirlitir. 5gerðir.
hitari
• fyrirdiska
• fyrir brauðmeti
• til að halda heitu
• aðeins 300 wött
• Verð kr. 5.330,-
•
• Heitt og gott kaffi
0 Engir eftirdropar
0 Veröfrákr. 2.890,-
Uer%/r/
Þeir munu flytja sem ekki
fá þörfum sínum fullnægl
eftirlngunni St.
Svavarsdóttur
Helstu ráðamenn þjóðarinnar
hafa nú af því þungar áhyggjur og
það ekki að ástæðulausu að fólkið
vilji ekki lengur búa í landinu. ís-
Iendingar muni flytja umvörpum
úr landi, ef ekkert verður að gert.
Við þurfum ekki að líta lengra en
til Færeyja til að fínna hliðstæðu.
ísland er jaðarbyggð Evrópu,
rétt eins og Norðausturhom lands-
ins er jaðarbyggð íslands. Hvað er
fólkið að flýja? Að sjálfsögðu eru
fólksflutningar upp að vissu marki
eðlilegt lyrirbæri, en hvar á að setja
mörkin? Hvenær má telja að flótti
sé brostinn í liðið? Mér virðist ógem-
ingur annað en horfa heildstætt á
málið og er hjartanlega sammála
háskólarektor um að tímabært sé
að kanna ofan í kjölinn hvað veldur
því annars vegar að fólk flyst af
landsbyggðinni til höfuðborgar-
svæðisins og hins vegar að fólk flyst
úr landi.
Það era ýmsar tilgátur um þessa
flutninga. Sumir segja að kjörín
skipti miklu máli, aðrir segja að það
standist ekki, oft flytji menn úr
betur launaðri vinnu í láglauna-
starf, en á móti komi minni kostnað-
ur við að lifa, en jafnframt verði
auðveldara að eyða peningunum í
„óþarfa“, svo útkoman virðist hin
sama.
Margir benda á ferðakostnað
landsbyggðarfólks, en ferðakostn-
aður höfuðborgarsvæðisins er líka
umtalsverður, ef vel er að gáð, ann-
ars vegar daglega í og úr vinnu og
skóla og hins vegar til annarra
landa, reyndar sleppa höfuðborg-
arbúar að mestu við ferðakostnað
út á land!
Svo eru þeir sem telja að mann-
valið skipti máli, á þeim stað, sem
búið er á, þ.e.a.s. samsetning fólks-
ins m.t.t. menntunar og starfsvals
og benda á að það sé ekki nógu
mikið af menntuðu fólki úti á landi
og listamönnum, við þyrftum meiri
fjölbreytni í störfum til að þetta
fólk geti sest að utan höfuðborgar-
svæðisins.
Á móti höfum við svo dæmi um
stöður úti um land, sem illa gengur
að manna eins og fóstrastörf, kenn-
arastöður, einmenningslæknisstöð-
ur og jafnvel á ekki minni stað en
Akureyri hefur reynst erfítt að fá
viðskiptafræðinga til starfa og það
hefur vantað fjóra heilsugæslu-
lækna á ísafjörð, til skamms tíma.
Ég vil ekki kenna barlómi sveit-
arstjómarmanna úti á landi um
hvernig komið er, trúi reyndar ekki
á þá leið að finna sökudólga í þessu
máli fremur en öðru. Mér virðist
hér margir samverkandi þættir að
verki. Ég held líka að jafnvel þótt
farið væri skipulega í að fækka
íslenskum sjávarþorpum og sveita-
bæjum og hætt verði að nýta ýmis
þau mannvirki sem reist hafa verið
víða um land þá leysi það ekki að
heldur vandann.
Það er auðvelt að falla í þá gryfju
að sjá flísina í auga bróðurins, en
ekki bjálkann í sínu eigin.
Uppi eru raddir um að það eigi
Ingunn St. Svavarsdóttir
„Það kann ekki góðri
lukku að stýra að láta
reka á reiðanum og
taka ekki á vanda sem
við blasir. En hvað er
tii ráða?“
að vera hluti af byggðastefnu að
hjálpa fólki til að flyta. Hið opin-
bera eigi að kaupa upp húseignir
fólks á smærri stöðum og í dreif-
býli og hjálpa þannig til við að rýma
þessi „pláss“, sem menn sjá ofsjón-
um yfír, og efla þéttbýliskjarnana
þess í0stað.
Gallinn er bara sá, að fólkið flyst
ekkert frekar til þéttbýliskjamanna,
það flytur á höfuðborgarsvæðið.
Okkur hættir til að grípa í eitt-
hvað eitt, sem allsheijar lausn, þeg-
ar vandi steðjar að ogéf þessi húsa-
kaupasjóður hins opinbera ætti að
koma til, þá er ég hrædd um að
það muni duga skammt, nema til
komi um leið stýring á því, hvert
fólkið má flytja?
Við höfum fengið staðfest að
undanfömu aukna eiturlyfjaneyslu
unglinga, ótta skólabama við of-
beldi, almennt hreyfíngarleysi og
skort á leikgleði æskunnar í höfuð-
borginni, fyrir nú utan þá skilnaðar-
öldu og upplausn heimila, sem ríður
yfír þjóðina. í mínum huga em
þessi mál margfalt stærra þjóðfé-
lagsvandamál, en það þótt einhverj-
ir telji það ekki „þjóðhagslega hag-
kvæmt“ að búa á friðsælum litlum
stöðum úti á landi.
Það kann ekki góðri lukku að
stýra að láta reka á reiðanum og
taka ekki á vanda sem við blasir.
En hvað er til ráða? Þeir era því
miður of margir, sem horft hafa
upp á hvert gjaldþrot fyrirtækisins
og einstaklingsins á fætur öðru,
atvinnuóöryggi, fólksflótta og jafn-
vel greiðsluþrot sveitarfélagsins
síns og hafa með því misst trúna á
byggðarlaginu sínu og jafnvel
landinu sínu.
Getur Alþingi nokkuð gert til að
efla trú vora á nýjan leik?
Líklega, höfum við landsbyggð-
arfólk verið of blinduð af stolti yfir
því að telja okkur fyrirvinnur hins
íslenska þjóðfélags með þátttöku
okkar í undirstöðuatvinnuvegunum
til þess, að taka eftir því að konum-
ar tóku að tínast í burtu af lands-
byggðinni, hljóðlega, ein af annarri
til höfuðborgarsvæðisins, til að
vinna við það sem þær helst kusu:
þj ónustugreinar nar.
Það er ekki fyrr en nú að við
vöknum af vondum draumi og
sjáum að til þess að fá konurnar
aftur heim í héraðin, þurfum við
að flytja þjónustuna með þeim.
Auðvitað er þetta jafnt vandamál
karlanna sem eftir sitja kvenmanns-
lausir á landsbyggðinni ■ og kvenn-
anna sem engan karlinn fá á höfuð-
borgarsvæðinu.
Hvaða réttlæti er líka í því að
landsbyggðarfólk þurfí að kosta sig
„suður“ fyrir þjónustu af hvaða
tagi sem er, sínkt og heilagt!
Er opinber þjónusta til fyrir fólk-
ið eða er landsbyggðarfólkið til fyr-
ir þjónustuna á höfuðborgarsvæð-
inu?
Við skulum líta nánar á örfá
dæmi um, hvað mætti gera:
Eflum þær stofnanir sem fyrir
eru á landsbyggðinni og
aukum við
* Stórátak verði gert í uppbygg-
ingu farskólanna, þannig að þeir
hafí fram að færa námstilboð, sem
svara til raunveralegra þarfa full-
orðinna um allt land, á hinum ýmsu
sviðum. Fjárframlög verði tryggð
skólunum, til að sporna gegn of
háum skólagjöldum.
* Nýjar deildir á háskólastigi
verði á Akureyri.
* Fræðsluskrifstofumar fái út-
hlutað frá menntamálaráðuneyti
þeirri fjárupphæð sem þeim er ætl-
að árlega, þar með talin kennara-
launin, útdeili og ábyrgist hver í
sínu umdæmi.
* Héraðslæknisembættin í hveiju
kjördæmi verði efld þannig að þau
hafí yfírstjórn með framkvæmdum
og rekstri, áætlanagerð og úthlutun
fjármagns til allra heilsugæslu-
stöðva á svæðinu, hafí umsjón með
starfi sérfræðinga utan sjúkrahúsa
og almennum sjúkrahúsum sem
jafnframt verði stórefld í kjördæm-
unum.
* Almannatryggingar verði flutt-
ar í sérstakar umdæmisskrifstofur
í kjördæmunum. Tryggingastofnun
virki hins vegar sem áfrýjunarvald,
ef menn ekki sætta sig við t.d. ör-
orkumat, sem gefið er heima í hér-
aði.
* Komið verði á fót umdæmis-
skrifstofum húsnæðismála sem
fullt vald í sínum málum í hveijum
kjördæmi.
* Skipulags- og byggingarmál
fái sínar sjálfstæðu umdæmisskrif-
stofur í kjördæmunum.
* Hafín verði skipulegur flutning-
ur opinberra stofnana út um
landið. Framkvæmdin getur verð á
margvíslegan hátt.
Þeir munu flytja, sem ekki fá
þörfum sínum fullnægt, hvort held-
ur er af landsbyggðinni til höfuð-
borgarsvæðisins eða af landi brott
til annarra landa. Þetta er stað-
reynd, sem ekki verður breytt, nema
við tökum höndum saman og sköp-
um sem víðast á „skerinu“ okkar
varanleg búsetuskilyrði fyrir breiða
hópa fólks með breytilegar þarfir.
Aðgerða er þörf!
Höfundur er formaður
Fjórðungssambunds
Norölendinga.
TILBOÐ
í DESEMBER
BARNABOX
HAMBORGARI, FRANSKAR, KOK, BLAÐRA,
SÆLGÆTI O.FL.
kr. 390.-
NAUTAGRILLSTEIK
MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI
OG GRÆNMETI
kr. 690.-
SVÍ N AGRILLSTEIK
MEÐ BAKAÐRI KARTÖFLU, KRYDDSMJÖRI
OG GRÆNMETI
kr. 650.-
Jarlínn