Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 18

Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 18
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5.'DESEMBER 1990 Fíkniefni og jólahassið eftirKristin T. Haraldsson Nú er sá tími að hefjast hvað varðar mestan innflutning á hassi inn í landið, svokölluðu jólahassi. Allir hassneytendur vilja eiga hass um jólin og bestu félagar gefa hveijir öðrum 5 grömm af hassi í jólagjöf og þykir það höfðingjaleg gjöf á milli vímuefnaneytenda. Um jólin er sá tími að fíkniefnaneyt- endur koma saman í hópum heima hjá veijum öðrum, til þess eins að komast í vímu og geta verið í friði. Þurfa margar íjölskyldur að líða fyrir það eitt að vita af sínum unglingi í þeim hópi. Margar eru þær fjölskyldur sem komast aldrei í hátíðarskap yfir jólin vegna þessa. En því miður eru það allt of margar fjölskyldur í landinu sem verða að horfa firam hjá vandanum og láta sem ekkert sé og geta ekkert gert í málinu. Ert þú lesandi góður foreldri lít- ils bams? Ef svo er, hefur þú nokk- um tíma sest niður og horft á það og velt fyrir þér framtíð þess? Hefur þú hugsað út í það að þar sem nóg virðist vera til af fíkniefn- um og auðvelt að komast yfir þau, Höfn: GARÐEY SF-22 fékk á sig hnút er hún var að koma inn til Hafn- ar á laugardaginn. Rúða brotnaði og rafmgansstýri varð óvirkt um tíma, og lenti báturinn strax upp í Austurfjörutanga. Það var um eittleytið á laugardag að að Garðeyjan var að koma úr túr og var komin inn í ós að hún fékk á sig hnút. Rafmagnsstýrið varð óvirkt um tíma og voru menn að þitt bam gæti átt eftir að verða að fíkniefnaneytanda í framtíðinni, jafnvel seljanda. Hvernig hefur þú hugsað þér að koma í veg fyrir það? Ávani og fíkn Neytendum ávana- og fíkniefna er oft skipt í fjóra flokka. í fyrsta flokki era svokallaðir tilraunaneyt- endur, þeir sem aðeins prófa efnin í fáein skipti. í öðram flokki eru þeir sem neyta fíkniefna stöku sinnum, svokallaðir félagslegir neytendur. Til þriðja flokksins telj- ast svo þeir sem neyta fíkniefna að staðaldri, svokallaðir vananeyt- endur. Þá er neyslan og áhrif henn- ar farin að skipta meira máli en annað í hinu daglega lífi. Undir fíórða flokk heyra svokallaðir iyfja- þrælar, þeir sem haldnir era áráttu eða fíkn. Oftast nær stendur þeim alveg á sama hvernig þeir komast yfír efnin, ef þeir aðeins fá þau, hvort það er með góðu eða illu, með þjófnaði eða limlestingum, ef ekki era til peningar fyrir efnun- um. Smygl I síðustu grein minni í Morgun- blaðinu föstudaginn 23. nóvember sagði ég frá nokkrum aðferðum ekki nægilega snöggir að grípa til handvirka stýrisins. Báturinn var því kominn upp í Austurfjörutanga á svipstundu og sat þar framundir klukkan 16.00. Það var lán í óláni að Garðey var komin það innarlega að er hún strandaði var hún í veru- legu skjóli af Hvanneynni. Einu skemmdimar sem urðu á bátnum við þetta óhapp var ofangreint rúðubrot. - JGG. til að smygla efnum inn í landið. En nú erum við að tala um jólahas- sið og taka fiestir enga áhættu á að smygla inn efnunum með flugi. Þess vegna hafa menn tímann fyr- ir sér og notast við sjóleiðina. Þar era minnstar líkur á því að vera gripnir. Þar era það fiskibátamir sem era í aðalhlutverkinu við að koma efnunum inn í landið. Eru dæmi þess að heiiu áhafnirnar standi saman í að smygla efnunum inn í landið. Það er mikið um að fiskibátar sigli með aflann og stundi veiðar í bakaleiðinni. Fara þá menn í land og kaupa sér efni. Til að koma efnunum í land veit ég að sumir hafa notast við það að troða þeim ofan í maga fisks- ins. Það er engin leið að koma í veg fyrir þessa starfsemi eins og málum er háttað í dag. Dómstólar Það er alveg forkastanlegt hvernig dómskerfíð virkar í dag. í blöðunum lásum við um daginn um mann sem staðinn var að innflutn- ingi á hassi í leikfangabrúðum. Eftir að búið var að yfirheyra hann og hann hafði játað var honum sleppt. Þannig er farið með alla sem játa. Ég veit um menn sem hafa orðið fyrir því að vera teknir og misst allan ávinninginn og ekki látið staðar numið, heldur hafa þeir skundað í banka og slegið sér lán og drifíð sig strax utan og keypt sér efni og komið þeim heim eftir öðrum leiðum. Á meðan er mál hans að veltast um í kerfínu í 2 til 3 ár þar til dæmt er í því og síðan er áfrýjað til hæstaréttar sem tekur 1 til 2 ár. Málið er því allt að 3 til 5 ár að veltast um í kerf- inu, í stað þess að dæma manninn strax í varðhaid og láta hann taka út refsinguna þegar í stað. Ég þekki alltof marga menn sem hafa lent í því að vera hættir allri neyslu og komnir með fíöiskyldu þegar þeir era látnir taka út sína refsingu og hefur það oft lagt fjöi- skyldur þeirra í rúst. Einn kunningi minn, sem stund- ar sömu félagasamtök og ég, kom til mín eftir að hafa lesið síðustu grein mína og tjáði mér eftirfar- andi sögu. Hann sagðist hafa verið tekinn fyrir að smygla inn hassi fyrir mörgum árum og hélt að því máli hafí verið lokið eftir að hafa undir- ritað einhvem pappír. Hann dreif sig í meðferð og hætti allri neyslu. Það tók hann nokkurn tíma að aðlagast umhverfinu og lifa venju- legu lífí. Hann kynnist svo stúlku og fór að búa með henni. Sökum Kristinn T. Haraldsson „Til að koma efnunum í land veit ég að sumir hafa nótast við það að troða þeim ofan í maga fisksins. Það er engin leið að koma í veg fyrir þessa starfsemi eins og málum er háttað í dag.“ þess hve langur tími hafði liðið frá undirritun pappíranna, hélt hann að málið væri fymt og sagði henni ekkert frá þessari handtöku. Þau eignuðust litla dóttur og lifðu hamingjusömu lífí. Hann var kominn í góða vinnu og þau keyptu sér grunn og hófu að byggja, en til þess tóku þau sér lán. En þá kom reiðarslagið. Einn daginn birt- ust hjá honum tveir menn og til- kynntu honum að hann ætti að taka út sína refsingu, 18 mánuði. Hann gjörsamlega brotnaði niður. Hann sat inni allan tímann og í millitíðinni misstu þau allt sem þau höfðu komið sér upp og litlu síðar skildu þau. Þegar hann losnaði var hann skuldum vafinn upp fyrir haus, og ætlaði hann sér að selja fíkniefni til að koma sér út skuld- unum. Niðurbrotinn maður hóf hann að neyta fíkniefna aftur, búinn að missa alla von um að komast út úr skuldasúpunni. Þegar flytja átti inn efnin var hann aftur handtekinn og bíður þess nú að verða settur inn. Því ekki að taka málin upp að nýju í svona tilfellum Garðey SF-22 fær á si g hnút í Osnum Hðfn. HREINSISVÆÐI hindrar að óhreinindi berist inn Coral hreinsisvæði er sérstakur gólfbúnaður sem fangar óhreinindi og bleytu. Hver fermetri af Coral getur sogað upp 6 I af vatni eða 5 kg af götuskít. Coral gólfbúnaður burstar óhreinindin af og þegar gengnir hafa verið 6 metrar af Coral verða að jafnaði 90% óhreininda eftir á hreinsisvæðinu. Coral góHbúnaður lækkar ræstingarkostnað, eykur hreinlæti og bætir útlit. KJARAN GóKbúnaður SÍÐUMÚLA 14 • SlMI (91) 83022 og dæma skilorðsbundið fangelsi þegar menn eru hættir allri neysiu og komnir með íjölskyldu og lifa heilbrigðu lífi. Er ekki kerfið farið að virka afturábak þegar svona mál koma upp? Sökudólgar og Alþingi Hvemig stendur á því að vanda- mál fíkniefna er orðið svona mikið upp á síðkastið? Þessu velta eflaust margir fyrir sér. En fæstir gera sér grein fyrir því að vandamálið hefur alltaf verið til staðar, en í annarri mynd hér áður fyrr. Þá voru það neytendurnir sem fluttu utan til að komast yfir hörðu efn- in. Þeir fóra til Bandaríkjanna eða settust að í Kristjaníu í Kaup- mannahöfn, því efnin fengust ekki hér á landi í þá daga. Margir hveij- ir komu svo til baka svo illa haldn- ir eftir neyslu, að þeir voru nær dauða en lífí og fóru í meðferð. Aðrir voru ekki eins heppnir og komu til baka í líkkistum. í dag gegnir þetta öðra máli. Markaðurinn er orðinn forhertari og menn hika ekki lengur við að bjóða unglingum efni á götunni og á samkomustöðum unglinga víða um borgina. Oft er spurt: „Hvemig stendur á þessu?“ „Hveijum á að kenna um?“ Á að kenna lögreglunni um að hafa ekki betra eftirlit með ungiingum? Á að kenna samkomu- stöðum unglinga um að vera sölu- staðir fyrir fíkniefni og skella skuldinni á borgarstjóra og láta hann loka öllum félagsmiðstöðv- um? Á að kenna ríkisstjóminni um að taka ekki betur á málinu? Á að kenna foreldranum um að ala ekki börnin sín betur upp? „Hveijum er þetta að kenna?“ „Hver er sökudólgurinn?" Við ís- lendingar viljum alltaf fá svör við öllu. Það er ekki hægt að sakast við einn eða neinn eins og málum er háttað í dag. Vandamálið er komið til landsins og það er í höndum Alþingis að taka á málinu. Vita alþingismenn að það fjármagn sem fer í það að fjármagna fíkniefni erlendis er áætlaður um einn millj- arður ísl. kr. á ári sem skipt er í erlendan gjaldeyri og fer bakdyra- megin út úr landinu. Það er Al- þingi sem þarf að átta sig á vand- anum, en ekki flýja hann. Alþingis- menn verða að gera sér grein fyr- ir því að þetta vandamál er óumf- lýjanlegt og semja þarf nýjar regl- ur og lög um fíkniefnavandann sem duga. Höfundur er starfsmaður hjá utanríkisráðuneyúnu og dhugamaður um vímuefnavandann. Amaro, Akureyri • Embla, Hafnarfirði • Fell, Mosfeilsbæ • H. búðin, Garöabæ • Kaupstaöur i Mjódd • KF.Þ. Húsavik • KF.VH. Hvammstanga • KF.H. Egilsstöðum • Mikligarður v. Sund ^ Perla, Akranesi • Rut, Glæsibae/Kópavogi __________• Vöruhús KÁ. Selfossi S<hi< B/RGIR

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.