Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
19
Ljótur leikur
eftirSteinar
Guðmundsson
Sjúkdómur er sjálfstætt fyrir-
bæri. Sjúkdómur orsakar veikindi.
Oftast má reikna með að veikur
maður sé þjáður maður.
Diykkjuskapur er ekki sjúkdóm-
ur, en drykkjumaður er þjáður
maður. Drykkjumaður er veikur
maður.
Einhver kynni að kalla þessar
vangaveltur mínar rugl eða orða-
leik. En í mínu hugskoti blasir ann-
að við.
Árið 1958 lýstu heilbrigðissam-
■ tök Bandaríkjanna (American
Medical Assosiation) því yfir, að
alkóhólismi væri sjúkdómur (dis-
ease) — að alkóhólismi væri líkam-
leg, huglæg og andleg veikindi. Þá
voru liðin 22 ár frá því að AA-sam-
tökin lögðu af stað út í þá blekk-
ingaþoku sem öldum saman hafði
umlukt allt sem drykkjuskap snerti.
Allir virtust hafa rétt til að kalla
drykkjumanninn aumingja, fábjána
eða ræfil bara ef viðkomandi ekki
var viðstaddur. Þessu réðist AA-
stefnan gegn. í stað allra nafngift-
anna kom aðeins eitt orð — alkóhól-
isti.
Orðið „alkóhólisti" var ekki nýtt
orð, heldur margnotað og þvælt.
Skítugt og neikvætt. Að segjast
vera alkóhólisti hefur því staðið og
stendur enn í. mörgum drykkju-
manninum, en undirstaða þess, að
sá sem í vandræðum er með drykkju
sína, hætti að drekka, er að hann
viðurkenni ódrukkinn þá staðreynd
að hann sé hættur að ráða því
hvort, hvenær eða hvernig hann
drekkur. Þetta þekki ég af eigin
reynslu, enda sjálfur alkóhólisti.
Nokkuð fljótlega eftir að AA
komst á legg var farið að opna þjón-
ustumiðstöðvar til að aðstoða
drykkjumenn við að bijóta odd af
oflæti sínu og þiggja þá hjálp sem
fólst í AA-kerfinu. Þetta hefur gef-
ið svo góða raun að fullyrða má
að engin félagsleg þjónusta hefur
nokkum tíma orðið jafn mörgum
til hjálpar og blessunar — jafnt
þeim sem „fóru í meðferð" sem og
hinum er hjá stóðu.
En þetta ijöregg AA-stefnunnar
reyndist vandmeðfarið. Sumir
þeirra sem á héldu fóru að laga
AA-stefnuna til. Sumir vildu betr-
umbæta þetta einfalda form, aðrir
sáu í því peninga og enn aðrir tæki-
færi til að lyfta höku og þenja út
kassann og láta á sjálfum sér bera.
Hins vegar gat AA hvergi gripið
fram í, því óumdeilanleg stefna
samtakanna var, og er, að skipta
sér alls ekki af neinu sem fram fer
utan hópsins. AA-menn láta sér
nægja að varðveita það sem að
þeim var gaukað, að „alkóhólismi
er banvænn — andleg, huglæg og
líkamleg veikindi“. Takið eftir röð-
inni: „andleg, huglæg, líkamleg",
ekki: líkamleg, huglæg, andleg, eins
og amerísku læknasamtökin höfðu
' það. Kæruleysi, mont eða roluskap-
■ HJÁ Námsgagnastofnun er
komin út bókin Vertu með! sem
er 1. hefti námsefnis um félags-
málastörf. Efnið var upphaflega
unnið á vegum Æskulýðsráðs ríkis-
ins en hér er um nýja og endur-
bætta útgáfu að ræða. Höfundar
eru Erlendur Kristjánsson, Gunn-
ar Árnason og Margrét Pálsdótt-
ir. Heftið skiptist í fjóra kafla:
Náms- og starfsaðferðir. Fjallað
um hópvinnu í félagsfræði og vinnu-
brögð í starfshópum. Ræðu-
mennska. Gefin eru hagnýt ráð og
leiðbeiningar um ræðumennsku.
Framsögn og flutningur mál. It-
arlegt yfirlit er gefið um grunnat-
riði í þessum efnum ásamt fjölmörg-
um æfingum. Fundir. Fjallað er
um undirbúning funda, starfshætti
og fundarsköp. Hveijum kafla
fylgja verkefni og spruningar.
Höfundur myndefnis er Rebekka
Rán Samper.
ur, sem eru andlegir kvillar, fæða
af sér lygi og blekkingar, sem eru
huglægir kvillar, en líkamlegt nið-
urbrot siglir í kjölfarið. Ekki öfugt.
Takið nú eftir. Þegar líknarsam-
tökin gáfu sig undan þrýstingi
meðferðarstofnana, sem fjárhags-
ins vegna urðu að réttlæta þær
greiðslur af almannafé sem nauð-
synlegar voru til að koma skítblönk-
um drykkjumönnum í meðferð, þá
snerist keðjan við. Endirinn var
gerður að upphafi. Líkamleg veik-
indi komu fyrst, svo geðlæg og loks
siðferðileg. Kjúklingurinn grillaður
áður en haft var fyrir því að unga
egginu út. Hér helgaði tilgangurinn
meðalið. Þetta sættu AA-menn sig
við strax í upphafi, en dr. Bob,
annar höfundur AA-kerfísins, var-
aði stranglega við að láta menn
totta þessa dúsu þegar sæmilega
var af þeim runnið, enda rúmar
AA-kerfíð hvorki blekkingar né
óhreinskilni.
Ef þeir sem ráðum ráða innan
SÁÁ áttuðu sig á þessu og tækju
það alvarlega þá þyrftum við,
íslenskir borgarar, ekki að kvíða
því að sá óhugnanlegi spádómur
yfirlæknisins að Vogi rættist, að
þriðji hver íslenskur karlmaður
þyrfti að „fara í meðferð" áður en
Steinar Guðmundsson
„Mitt lán var, að þá var
ekki búið að f inna upp
þá patentlausn að hér
væri um sjúkdóm að
ræða.“
yfír lyki. Það er ljótur leikur að
rugla ráðvillta menn — ljótari en
svo, að réttlæta megi hann með
fávjsku.
Á mínum yngri árum fannst mér
áfengi vera sjálfsagður þáttur eðli-
legs lífs og hugleiddi því aldrei hvort
neysla þess kynni síðar meir að
verða mér fjötur um fót. Þá gerði
ég mér ekki ljóst að fyrstu sporin
að alkóhólisma felast í ranghug-
myndum eða brengluðum skoðun-
um og ruglaðri dómgreind, dóm-
greind sem reyndist eiga sér rót-
festu nokkuð innarlega í sálarlífínu.
Ég týndi sjálfum mér í eigin villu.
Afleiðingarnar urðu endurtekin fyll-
irí með tilheyrandi neikvæðri fram-
komu, sem mér var hulin þótt aðrir
fengju á henni að kenna.
Þegar allt stefndi í kaldakol, at-
vinna, heimili, lífslöngun, þá urðu
AA-samtökin á vegi mínum og ég
fékk að vita að sjálfur bæri ég
ábyrgð á því hvernig komið var og
sjálfur yrði ég að bjarga sjálfum
mér — ,en mér var boðin leiðsögn,
og hana þáði ég og þygg enn með
því að fara vikulega á minn AA-
fund.
Mitt lán var, að þá var ekki búið
að fínna upp þá patentlausn að hér
væri um sjúkdóm að ræða. Þá hefði
engum dottið í hug að frá sjúkra-
kerfinu íslenska yrði stolið fúlgum
til að rugla enn betur þá ruglukolla
sem heldur vilja totta dúsuna sína
en takast á við sjálfan sig.
Að setja fótinn fyrir villuráfandi
var og er ljótur leikur.
Höfundur er áhugamaður um
ofdrykkjuvarnir.
KORONAÐU
V E R K I Ð
QönS01^®.
Aaqkt. iftjfí
\ W 1 , i«vw«
...NMC-SVIPLISTUM
, OGRÓSETTUM
Áhrifarík í einfaldleika
M c Ara bötn u*
svipmót sem hæfír
þínum smekk.
k\ \Z \au9atd°q'nn
Opið
°P'ð tl!l'?ösWda9Q-
monUðQ9QtU '
******* Z*
.--tfsaawsu—^
(fiilurínn
Síðumúla 15, sími 84533