Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 22

Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 Persaflóadeilan; EB vill ræða við utan- ríkisráðherra Iraka Brussel, London, Bagdad, Nikosiu, Kaíró. Reuter. RÍKI Evrópubandalagsins ákváðu í gær að Italir, sem hafa á hendi forystu fyrir bandalaginu til áramóta, gætu átt viðræður við Tareq Aziz, utanríkisráðherra íraks, ef til fundar hans og bandarískra ráða- manna kemur í Washington. Utanríkisráðherrar bandalagsins söjgðu að efst á baugi í slíkum viðræðum yrðu örlög vestrænna gísla í Irak og Kúvæt, að sögn Douglas Hurds, utanríkisráðherra Bretlands. Hurd sagði að haft yrði samráð við Bandaríkjamenn áður en til við- ræðna við Aziz kæmi. „Irakar fá ekkert tækifæri til að sundra sam- stöðu okkar,“ sagði Hurd. Roland Dumas, utanríkisráðherra Frakk- lands, sagði að eining hefði verið á fundi EB-ráðherranna um að banda- lagið myndi hafa mikilvægu hlut- verki að gegna á Persaflóasvæðinu eftir að núverandi deila hefði verið leyst. Tom King, varnarmálaráðherra Bretlands, segir að Vesturveldin og bandamenn þeirra úr röðum araba- þjóða stefni að því að knésetja íraka á mjög skömmum tíma mistakist að leysa deiluna með friðsamlegum hætti. Haldið væri áfram að senda liðsauka til svæðisins til að tryggja að þetta verði kleift. íraskir fjölmiðl- ar vöruðu George Bush Bandaríkja- forseta við því í gær að árás á írak yrði ekki nein „skemmtiferð" eins og aðgerðirnar í Grenada og Pa- nama. ■ íraksstjóm sagði í gær að allir sovéskir borgarar í landinu, alls um 3.300 manns, fengju að fara heim næstu daga. Talsmaður yfirvalda sagði að Sovétstjómin yrði gerð ábyrg fyrir brotum á verksamningum sem gerðir hefðu verið en flestir Sovétmennimir vinna við verkefni á vegum íraksstjórnar. Sovétmenn hótuðu að senda herlið til Persaflóa fengju gíslarnir ekki fararleyfí. Jap- ansstjóm hyggst senda fulltrúa til að ræða við stjómvöld í Bagdad um málefni japanskra gísla. ■ Heimildarmenn úr röðum Pa- lestínumanna segja að tekjur Frelsis- hreyfingar Palestínumanna (PLO), sem Yasser Arafat stjórnar, hafi minnkað um 50% frá því írakar lögðu Kúvæt undir sig. Arafat hefur stutt Saddam í Persaflóadeilunni og Kú- vætar veita PLO engan fjárstuðning lengur. Saudi-Arabar hafa dregið mjög úr stuðningi sínum. Reuter Einn af leiðtogum stjórnarandstæðinga í Bangladesh, Begum Khaleda Zia, veifar til stuðningsmanna sinna í gær. Alls búa um 110 milljónir manna í landinu og er þjóðin meðal hinna fátækustu í heimi. Ershad segir setaembætti í Dhaka. Reuter. HOSSAIN Mohammad Ershad, forseti Bangladesh, sagði af sér í gær en hann hafði verið ein- af sér for- Bangladesh Flugslysið í Detroit; Þotan á rangri braut? Detroit. Reuter. ALLT bendir til þess að rekja megi orsakir flugslyssins á flugvellinum í Detroit í Michiganríki í fyrrakvöld til þess að önnur þotan hafi far- ið inn á ranga flugbraut, að sögn starfsmanna flugvallarins. Upplýsingar um orsakir slyssins og slys á fólki hafa verið afar mis- vísandi. í fyrstu var talið að 19 hefðu beðið bana en talsmaður Northwest Airlines sem átti báðar þotumar sagði í gær að átta menn hefðu beð- ið bana. Talsmaður lögreglu sagði hins vegar að níu hefðu látist og a.m.k. 22 hefðu slasast. Flugvellinum hafði skömmu áður verið lokað vegna veðurs og var svartaþoka þegar þotumar rákust saman. Önnur þeirra, Boeing-727 með 156 manns innanborðs, var í flugtaksbruni er hún rak vænginn í skrokk þotu af gerðinni DC-9 með þeim afleiðingum að hluti þaks henn- ar fór af. Eldsneyti rann úr tönkum beggja vegna skemmda á vængjum og kviknaði strax mikið bál sem tafði björgunaraðgerðir. Um borð í DC-9 þotunni voru 44 manns og var hún í akstri eftir flugbraut Boeing- þotunnar er áreksturinn varð. Engan sakaði um borð í Boeing- þotunni. ráður í landinu frá 1982. Á mánudag lagði Ershad fram áætlun um frjálsar kosningar og hét því að fella úr gildi neyð- arlög en andstæðingar hans sögðu tillögurnar einvörðungu klækjabrögð til þess ætluð að halda sem fastast í völdin. Yfir 70 manns hafa fallið og um 500 slasast í átökum mótmælenda og öryggislögreglu síðan forset- inn setti neyðarlög í síðustu viku. Ershad hefur kallað saman sér- stakan fund þingsins á laugardag þar sem hann ætlar stjórnarand- stæðingum að velja varaforseta ERLENT Þýskaland; er taki við af honum til bráða- birgða. Forsetinn segir jafnframt að þingkosningar verði haldnar á undan forsetakosningum. Um 100.000 manns gengu um götur höfuðborgarinnar Dhaka í gær, áður en tilkynning barst um afsögnina, og tóku undir kröfur stjómarandstæðinga um tafar- lausa afsögn Ershads. „Við erum að sigra. Einræðisseggurinn hat- aði er loks búinn að skilja að dag- ar hans eru taldir,“ sönglaði fólk- ið. Liðsmenn öryggislögreglunnar héldu uppi eftirliti á götum Dhaka en nokkrir mótmælendur réðust á hús borgarstjórans, Abuls Ha- snats, að sögn sjónarvotta. Einnig var reynt að stöðva bíl Kazi Za- fars Ahmeds forsætisráðherra er komst undan fólkinu en ók niður vegfaranda sem slasaðist hættu- lega. Ershad, sem rændi völdum fyrir átta árum, lagði til á mánudag að hann segði af sér 15 dögum áður en frambjóðendur í forsetakosn- ingum yrðu tilnefndir og léti völd- in í hendur hlutlausum varaforseta sem valinn yrði í samráði við stjómarandstöðuna. Haldnar yrðu fullkomlega fijálsar og lýðræðis- legar forseta- og þingkosningar undir eftirliti erlendra aðila og sagði Ershad Jimmy Carter, fyrr- verandi Bandaríkjaforsta, hafa þekkst boð um að fylgjast með kosningunum. Allir flokkar fengju aðgang að° ríkisijölmiðlum og loks hét forsetinn því að neyðarlögum yrði aflétt og efnt til samráðsfunda með fulltrúum stjórnarandstöðu til að tryggja að tillögurnar yrðu .framkvæmdar. „Hvers vegna getur hann ekki sagt af sér hér og nú í staðinn fyrir að vera með öll þessi láta- læti,“ spurði Begum Khaleda Zia, leiðtogi Þjóðernissinnaflokks Bangladesh. „Hann stendur uppi berskjaldaður og er að reyna að finna leið til að halda völdum.“ Forystumaður annars flokks, Aw- ami-bandalagsins, sagði tilboð Ershads gildru sem yrði að hafna og stúdentaleiðtogar hvöttu til þess að ekki yrði hvikað fyrr en Ershad viki. Átta klukkustunda allsherjarverkfall lamaði at- hafnalíf í borgunum í gær. Forystukreppa skollin á inn- an Jafnaðarmannaflokksins Bonn. Reuter. SÚ ákvörðun Oskars Lafontaine, kanslaraefnis jafnaðarmanna í þing- kosningunum á sunnudag, að hafna boði um að taka að sér embætti formanns Jafnaðarmannaflokksins, SPD, þykir verulegt áfall fyrir þýska vinstrisinna. Sýnt þykir að forystukreppa sé nú skollin á innan Jafnaðarmannaflokksins en fráfarandi formaður flokksins, Hans-Joc- hen Vogel, hafði lagt hart að Lafontaine að taka að sér þetta embætti. Jafnaðarmannaflokkurinn varð fyrir verulegu áfalli í þingkosning- unum í Þýskalandi á sunnudag en þegar talningu atkvæða var lokið kom í ljós að fylgi flokksins hafði ekki verið minna frá árinu 1957. Engu að síður var það viðtekin skoðun innan flokksins að ekki væri unnt að kenna Lafontaine, kanslaraefni flokksins í kosningun- um, um fylgistapið og að hann væri einna líklegastur til að höfða til vinstrisinnaðra kjósenda í framt- íðinni. Hans-Jochen Vogel kunn- gerði að hann vildi að Lafontaine tæki við embætti flokksformanns og kom það því mönnum gjörsam- lega í opna skjöldu er Lafontaine lýsti yfir því á mánudagskvöld að hann hefði afráðið að hafna þessu boði. Hann hygðist halda á ný til Saarlands en þar er hann forsætis- ráðherra og vinsælastur stjóm- málamanna. Vinir Lafontaine sögðu í gær að hann vildi ekki gefa eftir embætti sitt í Saarlandi auk þess sem honum væri umhugað um að vernda ein- kalíf sitt en slíkt væri með öllu ómögulegt í hringiðu stjórnmálanna í Bonn. Aðrir sögðu hann enn ekki hafa náð sér fyllilega eftir tilræði sem geðbiluð kona sýndi honum í aprílmánuði er hún freistaði þess að skera hann á háls á kosninga- fundi. Jafnaðarmenn hófu strax í gær að leita að arftaka Hans-Jochen Vogels og þykir Bjöm Engholm, forsætisráðherra í Schleswig-Hol- stein, eiga möguleika á að hreppa embættið auk Johannesar Rau, sem var kanslaraefni SPD í kosningun- um 1987 og beið þá lægri hlut fyr- ir Helmut Kohl kanslara. Niðurstöður kosninganna hafa einnig vakið upp harðvítugar deilur innan Græningjaflokksins. Flokkur- inn náði ekki tilskildum fimm pró- sentum atkvæða í vesturhluta Þýskalands og bandalag græningja, Búndnis, fékk einungis átta menn kjörna í austurhlutanum. Hafa enn á ný blossað upp deilur milli tveggja fylkinga í Græningjaflokknum svo- nefndra raunsæismanna („realos") og harðlínumanna („fundis"). Var því haldið fram að harðlínumenn hefðu fælt unga kjósendur frá flokknum með málflutningi sínum auk þess sem hvatt var til þess að gerðar yrðu breytingar á skipulagi flokksins til að tryggja að kjörin yrði raunveruleg forystusveit. Uppreisnarmenn íArgentínu yfirbugaðir Um 200 uppreisnarmenn í stjórnarher Argentínu, sem náðu á sitt vald höfuðstöðvum hersins og nokkrum opinberum byggingum, voru yfirbugaðir í fyrrakvöld. A myndinni sjást nokkrir þeirra gefast upp fyrir hermönnum hollum Carlos Menems forseta. Lögreglan var þó með mikinn viðbúnað í Buenos Aires eftir að sprengja hafði sprungið í gærmorgun fyrir utan útibú Bostonbanka í borginni. Enginn varð fyrir meiðslum í sprengingunni og ekki var vitað í gær hveijir stóðu að tilræðinu. George Bush Bandaríkjaforseti kemur til Buenos Aires í dag á ferð sinni til fimm Suður-Ameríkuríkja.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.