Morgunblaðið - 05.12.1990, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
23
Hótunum herforingja
harðlega mótmælt
Belgrad. Reuter, Daily Telegraph.
LEIÐTOGI þjóðernissinna í júgóslavneska sambandsríkinu Serbíu, Vuk
Drascovic, segir að sumir hershöfðingjar landsins hóti íbúum Serbíu
öllu illu ef þeir kjósi ekki kommúnista í fyrstu frjálsu þingkosningun-
um eftir stríð en þær fara fram nk. sunnudag. Drascovic er talinn
hættulegasti keppinautur Slobodans Milosevic, forseta og leiðtoga
kommúnista, um völdin í landinu. Varnarmálaráðherra Júgóslavíu
sagði á mánudag að beitt yrði valdi til að brjóta á bak aftur sjálfstæð-
ar varnarsveitir sambandsríkjanna; ekki verði þolað að fleiri en einn
her sé við lýði í landinu.
Leiðtogar Króatíu og Slóveníu,
sem vilja aukið sjálfræði og e.t.v.
fullt sjálfstæði, hafa vísað ummæl-
um Veljkos Kadíjevic vamarmála-
ráðherra, sem birt voru í sjónvarpi
og fiestum dagblöðum, harkalega á
bug og segja Slóvenar að varnar-
Handtöku
Honeckers
frestað vegna
veikinda
Beelitz. Berlín. Reuter.
RÁÐGERT er að handtaka Erich
Honecker, fyrrum leiðtoga
Austur-Þýskalands, en því var
slegið á frest á mánudag þar sem
hann var fluttur á sjúkrahús
vegna hækkandi blóðþrýstings.
Svo kann að fara að fresta verði
handtöku Hpneckers um nokkrar
vikur eða þar til yfirvöldum sovésks
hersjúkrahúss skammt frá Berlín
þóknast að sleppa honum.
Dómsmálaráðuneytið í Berlín gaf
út handtökuskipun á hendur Honec-
ker sl. laugardag en í tilkynningu
ráðuneytisins sagði að fyrir lægju
sannanir þess efnis að hann hefði
sjálfur gefið fyrirmæli um að skjóta
fólk sem reyndi að flýja yfir Berlín-
armúrinn til Vestur-Berlínar.
Honecker veiktist aðfaranótt
mánudags og var fluttur af sovésku
hersjúkrahúsi þar sem hann hefur
hafst við frá í apríl yfir á hjartalækn-
ingastöð. Friedrich Wolf, lögmaður
Honeckers, sagði á mánudag að
hann væri ekki í lífshættu en leiðtog-
inn fyrrverandi er 78 ára.
Verðir á sovéska sjúkrahúsinu
neituðu að framselja Honecker um
helgina og sögðust ekki myndu gera
það fyrr en þeir fengju fyrirmæli frá
yfirboðurum sínum. Talsmaður so-
véska sendiráðsins í Berlín sagði að
annað kæmi ekki til greina en fram-
selja hann, ' aðeins tímasetningin
væri óljós. Hik Sovétmanna hefur
reitt ýmsa stjórnmálamenn til reiði
og hafa þeir sakað sovéska herinn
um aðgerðir sem séu orðnar órétt-
mætar eftir sameiningu þýsku
ríkjanna 3. október sl.
sveitirnar muni ekki láta vopn sín
af hendi baráttulaust. Kadíjevic
sagði að tilvist varnarsveitanna byði
heim hættunni á blóðugum, innbyrð-
is þjóðaátökum eins og á stríðsárun-
um þegar fleiri Júgóslavar féllu fyr-
ir löndum sínum en hernámsliði
Þjóðveija. „Júgóslavía getur ekki
orðið og mun ekki verða nýtt Líban-
on,“ sagði Kadíjevic.
Talið er að flestir æðstu foringjar
hersins vilji halda í kommúnískt
skipulag og einingu ríkisins í Júgó-
slavíu. Leiðtogar margra sambands-
ríkja krefjast þess að herinn hætti
afskiptum af stjórnmálum. Komrri-
únistar hafa víða goldið afhroð í
fijálsum kosningum í fjórum sam-
bandsríkjum en nú er aðeins eftir
að kjósa í Serbíu og Svartfjallalandi.
neucer
Fyrsti Japaninn á braut umjörðu
Japanski sjónvarpsfréttamaðurinn Toyehiro Akiy-
ama (t.v.) og sovésku geimfararnir Viktor Afanasjev
(í miðjunni) og Músa Manarov (t.h.) kveðja yfirmenn
sína við athöfn skömmu áður en þeim var skotið út
í geiminn um borð í sovéska geimfarinu Sojúz-TMll
á sunnudag. Akiyama er fyrsti blaðamaðurinn og
fyrsti Japaninn sem skotið er á braut um jörðu en
vinnuveitandi hans, TBS-sjónvarpsstöðin, greiddi
Sovétmönnum fyrir að taka hann með í geimferð
og er hermt að þeir hafi orðið að borga 8-10 milljón-
ir dollara fyrir, jafnvirði 440-550 milljóna ÍSK. Mun
hann dveljast átta daga um borð í sovésku geimstöð-
inni MÍR og senda nokkrum sinnum fréttapistla
beint til sjónvarpsáhorfenda.
Geimferjan Kólumbía:
Bilun í mið-
unarbúnaði
Houston. Rcutcr.
ÁHOFN geimferjunnar Kólumbíu
hefur náð nokkrum myndum af
geimfyrirbrigðum í órafjarlægð
frá jörðu þrátt fyrir bilun í miðun-
arbúnaði stjörnusjónaukanna
fjögurra sem um borð eru. Hvorki
áhöfninni né vísindamönnum á
jörðu niðri hefur tekist að gera
við bilunina.
Stjarnfræðirannsóknimar um
borð í Kólumbíu eru nýstárlegar
sakir þess að reynt er að kanna fyrir-
brigði sem ekki er hægt að rannsaka
með tækjum á jörðu niðri. Var áhöfn
Kólumbíu ætlað að skyggnast millj-
arða ára aftur í tímann með mæling-
um á geislum fyrirbæra í órafjar-
lægð frá jörðu.
Um borð í Kólumbíu eru fjórir
sjónaukar og er ætlunin að rannsaka
með þeim svarthol, sprengistjörnur
og dulstirni en svo nefnast fyrirbæri
sem líkjast stjörnum en virðast miklu
iengra í burtu og senda frá sér gífur-
lega geislun.
Starfsfólk Radíóstofunnar og IMorsk Data á íslandi
kynnir starfsemi fyrirtækjanna 5.-8. desember
næstkomandi á Dvergshöfða 27
Á sýningunni veróa m.a.:
AM Ijósritunarvélar
ANDOVER hússtjórnarkerfi
ARITECH og H0RMANN öryggiskerfi
BOUYER hljóðkerfi
TEKNICARD aðgangskortakerfi
ERICSSON farsímar
HITACHIDENSHI og UWE BISCHKE myndbandseftirlitskerfi
RING MASTER sjúkrakallkerfi
EINNIG OKKAR ÞEKKTI RAÐSTEFNUBUNAÐUR
VERIÐ VELKOMIN A SYNINGUNA
Dvergshöfða 27
Sími 673737
NorskData
ÁÍSLANDI
Andstæðingar kommúnista í Júgóslavíu: