Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 37

Morgunblaðið - 05.12.1990, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990 37 Minning: Gestur Geirsson Fæddur 5. apríl 1943 Dáinn 26. nóvember 1990 í dag kl. 13.30 verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju Gestur Geirsson. Mig langar að minnast vinar míns nokkrum orðum. Við Deddi kynntumst þegar hann gerðist félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða og höfum við innan hans starfað saman í nær 18 ár. Þeir eru orðnir mörg hundruð fundirnir sem við höfum setið og ávallt kom hann sjónarmiðum sínum á framfæri af einstakri hógværð. Eins eru þau orðin mörg skiptin sem við höfum skemmt okkur saman og þar gilti einnig sama prúðmennskan. í gegnum árin höfum við aðstoð- að hvor annan, hann með hamrinum sínum og söginni en ég með reikni- og ritvélinni. Á svipuðum tíma urðu miklar og erfiðar breytingar á einkahögum okkar sem urðu til þess að við kynntumst enn betur og urðum hvor öðrum nokkur styrk- ur. Hann var mjög stoltur af mann- vænlegum börnum sínum og bjart- sýnn á framtíð þeirra og reyndist þeim eins vel og hann mátti. Hann hafði frá því hann veiktist hastarlega sl. vetur háð baráttu við illvígan sjúkdóm og þó svo litið hafi út um tíma að tekist hafi að stöðva hann, reyndist það lognið fyrir storminn. Það var aðdáunar- vert að fylgjast með hvernig Gestur varðist þennan tímá með góða skap- ið að vopni og vonina að leiðar- ljósi. Að vorkenna sjálfum sér var honum fjarri skapi og kom þá vel í ljós geðprýði hans og aldrei sleppti hann spaugsyrðum sínum. Nokkr- um dögum áður en hann lagðist banaleguna kom hann í heimsókn til mín og lék á alls oddi, þrátt fyr- ir mikla vanlíðan. Hann samgladd- ist mér og Stínu, frænku sinni, inni- lega með að hafa stofnað nýtt heim- ili. Að sinni skilja leiðir okkar Dedda og honum fylgja mínar bestu óskir um að hann hafi nú eignast gott heimili á nýju tilverustigi um leið og ég þakka af alhug samfylgdina. Ingibjörgu, móður Gests, bömun- um hans, Guðrúnu, Gerði, Geir, Ásu og Ingibjörgu, sendi ég mínar inni- legustu samúðarkveðjur og bið góð- an Guð að styrkja þau í sorg þeirra. Ingþór H. Guðnason Ég vil með örfáum orðum minn- ast góðs vinar á kveðjustund. Þessi orð eiga fyrst og fremst að vera þakklæti fyrir þá miklu vináttu og tryggð sem hann sýndi mér frá fyrstu kynnum, en þeir eiginleikar ásamt einstaklega góðri skapgerð voru fyrst og fremst það sem ein- kenndi Gest Geirsson. Enda var það svo að allir sem kynntust honum hvort heldur var á vinnustað eða við önnur tækifæri þótti vænt um hann. Lífsstarf Gests var við smíðar eða störf þeim tengd, en hann var mjög góður smiður og eftirsóttur til þeirra starfa af þeim sem þekktu hann og vissu hve vandvirkur hann var og skilaði fallegri vinnu. Hann hafði mjög glöggt auga fyrir því hvernig allur frágangur væri sem best af hendi leystur eða eins og hann sagði oft sjálfur í léttum tón: „Glöggt er Gests augað.“ Sá sem þetta ritar naut oft þess glögga auga í vinnu hans og þeirri vinnu sem var skilað á fullkominn hátt. Þá var Gestur einnig mjög virkur á félagsmálasviðinu. Hann var virk- ur félagi í Kiwanisklúbbnum Elliða frá fyrstu dögum hans og til dánar- dags og gegndi þar flestum ef ekki öllum embættum klúbbsins. Gestur fæddist 5. apríl 1943 og var því aðeins 47 ára gamall er hann lést. Ég vil senda móður hans innilegar samúðarkveðjur en hún á nú að baki að sjá eldri syninum, en hún hefir misst báða syni sína, þann yngri fyrir nokkrum árum, aðeins 25 ára gamlan. Við hjónin minnumst Gests Geirssonar sem góðs og tryggs vin- ar og þökkum kynni okkar af hon- um. Að lokum vil ég endurtaka sam- úðarkveðjur til móður hans og einn- ig sendi ég börnum hans og öðrum ástvinum innilegar samúðarkveðj- ur. Þórir Guðmundsson Vinur minn í rúma tvo áratugi, Gestur Geirsson, er látinn, aðeins 47 ára. Eftir að hafa fylgst með veikind- um hans kom þetta ekki á óvart. Samt er svo erfitt að trúa því að þessi glaðværi, góði drengur sé all- ur, að eiga þess ekki kost að heyra framar glaðværan hlátur hans, né að eiga þess kost að hlusta á fram- tíðaráform hans sem öll voru full af bjartsýni þótt hann ætti við mik- ið mótlæti að stríða á síðustu árum sínum. Kynni okkar hófust er fjölskylda mín fluttist að Grýtubakka þar sem hann bjó þá með-fjölskyldu sinni. Leiðir okkar lágu strax saman í störfum fyrir húsfélagið og þar lá Gesturinn, eins og hann nefndi sjálfan sig stundum, ekki á liði sínu. Ékkert mál að smíða sæti og bólstra í fundarherbergið né að smíða fund- arborð sem einnig þjónaði því hlut- verki að vera veisluborð á heimilum þeirra félagsmanna sem voru að láta ferma eða við önnur tækifæri. Já, það var ólatur maður til verka fyrir náungann hann Deddi blessað- ur. Þegar hann hóf svo að byggja sér raðhús í Norðurfelli 74, nú þá var kominn tími til að gera slíkt hið sama, því svona iagað getur orðið bráðsmitandi yfir ótöldu kaffi- bollaspjalli sem við áttum oft og tíðum. Nú, eina rökrétta leiðin til að hrinda því í framkvæmd var að fá Gestinn til að reisa húsið okkar í Engjaseli, hann var jú húsasmiður og það var auðvitað ekkert mál, enda fluttum við inn rúmum 7 mánuðum síðar. Ekkert iðnaðar- mannafúsk þar á ferðinni. Þegar svo Kiwanisklúbburinn Elliði var stofnaður í Breiðholti, fyrstur þjónustuklúbba í borginni, kenndur við borgarhverfi, nú þá var Gesturinn að sjálfsögðu með og upp frá því söng K-línan í bijósti hans. Þegar dagana tekur að stytta, vetur konungur tekur vold. Þá er gott sína félaga að hitta, í Kiwanis kvöld og kvöld. Þar saman blöndum við leikjum og störfum, því að mörgu við þurfum að gá. „Velja verður úr allra þörfum og þvi næst að stefna að markmiði og ná.“ (Erindi úr söng Kiwanismanna.) Það voru fá störfin í klúbbnum okkar sem við byggðum saman, sem hann hafði ekki gegnt bæði í nefnd- um og stjórn, en klúbbforseti var hann 1981 til 1982. Hann var söng- maður góður og afbragðs minnugur á texta og þurfti aldrei að syngja BRÉFA- BINDIN frá Múlalundi... ... þar eru gögnin á góðum stað. af blaði. Hann kunni sitt hlutverk. Þegar uppákomur voru í klúbbnum svo sem á konukvöldum var einfald- ast að leita til hans til að taka þátt í skemmtiatriðum, hann var alltaf tilbúinn í slaginn. Þeir voru ekki margir sem höfðu jafnbrennandi áhuga fyrir Kiwanisstarfinu og hann. Það eru eldhugar eins og hann sem gera veröldina aðeins betri búsetustað, þó ekki fari hátt um störf þeirra út á við. Ský dró fyrir sólu fyrir einum sex árum er hann gekk í gegnum erfið- an skilnað. Hann sá mikið eftir samvistum við fjölskyldu sína en lét ekki bugast. Hugsun hans snerist um það að gera sitt besta fyrir börnin sín sem hann unni svo heitt og voru sífellt í huga hans. Þá vopn- aðist hann bæninni og bjartsýninni sem honum var svo eiginleg og það dugði til. Fljótlega upp úr þessu kom í ljós að hann var kominn með sykursýki, en hann gaf ekki eftir í neinu, enda virtist hann alltaf vera í framför eftir að hann hafði fengið viðeigandi læknismeðferð. Því mið- ur þá reyndust veikindi hans vera alvarlegri en nokkurn grunaði og í mars sl. fór hann bráðsjúkur á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir stóra aðgerð. Aftur lifnaði vonin hjá okkur vinum hans. Hann virtist allur vera að braggast eftir að hafa jafnað sig eftir aðgerðina, en þær vonir urðu þó að engu er hann aftur veiktist nú í nóvember sl. Allan þennan tíma neitaði hann að gefast upp og beitti gömlu vopn- unum sínum sem áður um gat, en nú var tíminn kominn. Tími kominn til að kveðja þessa lífsvist og halda á eftir föður sínum, Geir Gestssyni, sem einnig var trésmiður og yngri • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • Á STIGAHÚS • LITAVER • LITAVER • LITAVER • LITAVER • bróður sínum, Áskeli, en hann lést einnig langt fyrir aldur fram, en allir féllu þeir feðgar fyrir sama mannskæða sjúkdómnum. Við Deddi vorum alltaf meira og minna að gantast og því sagði ég við hann er ég heimsótti hann á sjúkrahúsið og hitti hann þar fyrir hressan að vanda þó þreyttur væri, að við yrðum nú að hætta að hitt- ast svona, við yrðum að finna okk- ur annan fundarstað. Hann er nú farinn blessaður að undirbúa endur- fundi okkar sem ég er viss um að framundan eru, enda ekkert mál fyrir hann að sjá um það. Ég kveð nú góðan vin minn og drengskaparmann með söknuði í þessum fátæklegu orðum mínum, en mér er tregt um tjáningu á skiln- aðarstundinni. Ég bið góðan Guð að blessa og styrkja ástvini hans, börnin hans, Guðrúnu, Gerði, Geir, Áskel og Ingibjörgu, svo og móður hans, Ingibjörgu Sigurðardóttur, sem hef- ur þurft að sjá á eftir öllum drengj- unum sínum yfir móðuna miklu sem skilur okkur að frá horfnum ástvin- um okkar. Fari Deddi í friði og friður Guðs blessi hann. Hafi hann þakkir okkar Lonniar fyrir samfylgdina og vin- skapinn. Gangi hann með Guði nú sem endranær. Örn Egilsson Kveðjuorð frá Kiwanis- klúbbnum Elliða Gestur er dáinn! Þessi harma- fregn barst okkur félögunum mánu- daginn 26. nóvember sl. Með Gesti er genginn einn af máttarstólpum klúbbsins okkar og á fundinum þetta kvöld mátti iesa söknuð og sorg úr hveiju andliti. Gestur er fyrstur okkar félaganna sem flytur til æðri heima, aðeins 47 ára gam- all. Gestur gekk í Elliða á fyrsta starfsárinu og hefur ávallt síðan starfað vel. Hann var nefndarfor- maður starfsárin ’73-’76, í vara- stjóm ’76-’77 og starfsárin ’77-’83 sat hann í stjórn klúbbsins, fyrst sem gjaldkeri, síðan féhirðir, ritari og varakjörforseti. 10. forseti klúbbsins var hann starfsárið ’81-’82 og fórst honum það vel úr hendi. Síðan hefur hann setið í ýmsum nefndum klúbbsins. Við félagarnir þökkum honum fyrir það mikla og óeigingjarna starf sem hann vann og víst er að það sem klúbburinn hefur áorkað til góðs í íslensku samfélagi væri minna en raun ber vitni ef hans hefði ekki notið við. Einnig erum við þakklát- ir fyrir að hafa kynnst þeessum prúða dreng og minningin um hann mun lifa með okkur um ókomin ár. Við sendum móður hans og börn- um okkar innilegustu samúðar- kveðjur. t Hugheilar þakkir fyrir samúð og hlýhug við andlát og útför SIGFÚSÍNU SIGFÚSDÓTTUR, Langholtsvegi 188. Margrét Þorvaldsdóttir, Þorsteinn Þorvaldsson, Magrét Ágústa Þorvaldsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför sambýliskonu minnar, dóttur okkar, móður, tengdamóður og ömmu, AÐALBJARGAR JÓNASDÓTTUR, Túngötu 7, Húsavik. Sigtryggur Sigurjónsson, Anna Guðrún Jóhannesdóttir, Jónas Aðalsteinsson, Anna Guðrún Jónsdóttir, Hafliði Jónsson, Klara Sigurðardóttir, Marinó Jónsson, Ólöf Kristín Arnmundsdóttir og barnabörn. t Þökkum af alhug auðsýndan hlýhug og samúð við andlát og út- för ástkærrar eiginkonu, móður, tengdamóður og ömmu, KRISTÍNAR HELGU GUÐMUNDSDÓTTUR, Túngötu 14, Sandgerði. Guð blessi ykkur öll í nútíð og framtíð. Einar Júlíusson, Júlíus H. Einarsson, Sveinbjörg Eydís Eiríksdóttir, Einar Kr. Friðriksson, Maria Vilbogadóttir og barnabörn. ÍANDSINS MESTA URVAÍ afáhöldum og búnaði fyrír örbylgjuofna Lítið inn til okkar - úrvalið er ótrúlegt. íslenskar leiðbeiningar fylgja mörgum áhöldunum. Fagleg ráðgjöf. Áhald í örbylgjuofninn er góð og nytsöm gjöf, sem kemurað gagni. Einar Farestveit&Co.hf. Borgartúni 28, sími 622901.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.