Morgunblaðið - 05.12.1990, Side 45
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 5. DESEMBER 1990
45
Kópasel:
SKAMMSYNIYFIRVALDA
Til Velvakanda.
Margir Kópavogsbúar kannast
við Kópasel við Lækjarbotna, sumir
hafa farið þangað í réttarkaffi á
haustin, aðrir tengjast leikskólan-
um þar á einn eða annan hátt. Li-
onsklúbbur Kópavogs gaf Kópa-
vogsbæ húsið fyrir allmörgum árum
til þess að það mætti nýtast börnum
bæjarins sem best.
Nú bregður svo við að Kópavogs-
bær hættir rekstri leikskóla í Kópa-
seli 1. desember til þess að sjálfs-
eignarfélagið „Ásmegin" getið haf-
ið þar rekstur leikskóla. Frá þessu
er sagt m.a. í októberblaði „Fram-
sýnar“, blaði framsóknarfélaga
Kópavogs. Á baksíðu blaðsins er
ijallað um Waldorf-uppeldisfræð-
ina, sem lögð er til grundvallar
nýrri leikskólastarfsemi í Kópaseli.
Ég kynntist starfsemi Kópasels
á sl. ári er ég frétti fyrir tilviljun
af „sveita“-leikskóla á vegum Kópa-
vogsbæjar. Ég get óhikað sagt, að
undrun mín var mikil, þegar ég fór
með syni mínum þangað í fyrsta
sinn, og ég átti erfitt með að skilja
að svona frábær starfsemi gæti lát-
ið svona lítið yfír sér. Ég hefði frem-
ur átt von á 100 barna biðlista en
að hægt væri að koma barni að á
tiltölulega skömmum tíma. Mér
virðist, að einhverra hluta vegna
hafi foreldrum almennt ekki verið
kynntur þessi valkostur (sonur
minn var áður í öðrum leikskóla á
vegum Kópavogsbæjar).
Börnin fara öll saman í rútu á
morgnana og koma öll saman í
bæinn aftur kl. hálf þijú. Þetta at-
riði skapar mikla samkennd barna
og starfsfólks í stað þess róts sem
skapast oft þegar börn eru sótt á
mismunandi tímum.
Kópasel stendur í skjóli og frið-
Skrifið eða hringið til
Velvakanda
Velvakandi hvetur lesendur til
að skrifa þættinum um hvaðeina,
sem hugur þeirra stendur til —
eða hringja milli kl. 1Q og 12,
mánudaga til föstudaga, ef þeir
koma því ekki við að skrifa. Með-
al eftús, sem vel er þegið, eru
ábendingar og orðaskiptingar,
fyrirspumir og frásagnir, auk
pistla og stuttra greina. Bréf
þurfa ekki að vera vélrituð, en
nöfh, nafhnúmer og heimiiisföng
verða að fylgja öllu efhi til þáttar-
ins, þó að höfundur óski nafn-
leyndar. Ekki verða birt nafnlaus
bréf sem em gagnrýni, ádeilur
eða árásir á nafhgreint fólk.
Sérstaklega þykir ástæða til að
beina þvi til lesenda blaðsins utan
höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti
sinn hlut ekki eftir liggja hér f
dálkunum.
sæld og það var eins og að koma
í annan heim úr skarkala borgarinn-
ar og samt svo stutt að fara. Ég
var strax gagntekin af hlýleika
heimilisins og ég legg áherslu á
heimili, því að allra síst datt manni
í hug stofnun. Það var einstaklega
góður andi meðal starfsfólks og
samheldni ríkjandi. Konurnar í eld-
húsinu mömmulegar og hlýlegar við
börnin og öll samskipti mjög eðlileg
og fijálsleg innan heimilisins.
Það brá svo við að þegar ég las
fyrrnefnda grein um Waldorf-upp-
eldisfræðina, að ég hugsaði með
mér að allt þetta og meira til gerðu
bömin í Kópaseli án þess að það
væri skýrt einhveijum fínum nöfn-
um. Waldorf-stefnan er góðra
gjalda verð, en venjulegar góðar
konur, hvort sem þær em menntað-
ar fóstmr eða sjálfar mæður, hafa
eðlilega tilfinningu fyrir því hvernig
best er að hlúa að börnum svo að
þeim líði vel og þau þroskist á eðli-
legan hátt. Og það hefur starfsfólki
í Kópaseli tekist á frábærlega góðan
hátt.
Ég gæti nefnt fjöldamörg atriði
þessu til staðfestingar, en eitt er
mér efst í huga. Einn fallegan sum-
ardag var foreldmm boðið í heim-
sókn með bömum sínum til þess
að skoða vinnu undangenginna
mánaða í tengslum við „þema-
vinnu" um hrafninn. Þarf ekki að
orðlengja hrifningu gestanna á öll-
um þeim listaverkum, sem þarna
var að sjá. Þar vom málverk, leir-
munir og ótal margt annað, sem
börnin höfðu unnið af óþijótandi
áhuga og gleði. í þessu umhverfi
var líka kjörið að fylgjast með ferð-
um hrafnsins og kanna náttúruna
í tengslum við híbýli hans. Á hveij-
um degi á undangengnum mánuð-
um hafði sonur minn komið heim
með nýja visku um hrafninn, vísur
og sögur. Á þessum fallega degi
fylgdumst við með börnunum að
leik í þessum sælureit og hverntg
náttúran varð þeim uppsþretta ótal
leikja.
Ég tek það fram, að sonur minn
er hættur í Kópaseli og byijaður í
skóla. Hann spyr samt öðru hveiju
hvort hann geti ekki fengið að byija
aftur í Kópaseli.
Það er dapurlegt að horfa upp á
skammsýni yfirvalda í þessu máli.
Mér liggnr við að kalla það glæp-
samlegt athæfi að leggja svo blóm-
lega starfsemi niður, umturna lífi
barnanna sem fara nú í annan leik-
skóla (reyndar var þeim gefínn
kostur á að vera þarna áfram, í
nýju skipulagi, með nýju starfs-
fólki, en af eðlilegum ástæðum voru
foreldrar samhuga í að láta þau
fylgja starfsfólkinu yfir í nýjan leik-
skóla) og eyðileggja góðan vinnu-
stað fyrir mörgum konum.
Mér verður hugsað til nýrra upp-
alenda í Kópaseli. Ætli það dragi
ekkert úr gleði þeirra í starfi að
vita hvaða fórnir þurfi að færa til
að rýma fyrir þeim?
María L. Einarsdóttir
Ný sending af
kuldaOlpum ug
kuldablússum
Ath.: Greitt er fyrir við-
skiptavini í bifreiða-
geymslu Vesturgötu 7.
GEísiP
Aðalstræti 2
A^t tréMr/l ÓMuwháss
Ekki bara fyrir augað.
Skemmtiieg og stíihrein nýj-
ung í loft- og veggklæðning-
um. Hönnuð með mýkt og
þægindi í huga. Varanleg
lausn, sem gefur umhverf-
inu hlýtt og notalegt yfir-
Frábær hönnun. örugggæði.
Mikil ending. Gott að velja.
BJÖRNINN
BORGARTÚNI28 S. 621566
F4966ELM
Sambyggður ofn/
örbylgjuofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill.
Full sjálfhreinsun,
kjöthitamælir, spegilútlit,
örbylgjuofn, tölvuklukka
og tímastillir.
O
!/)
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill, full
sjálfhreinsun, stálútlit,
tölvuklukka og tímastillir.
F3805ELM
Ofn
Yfir-undirhiti, blástur, grill
og snúningsgrill,
fituhreinsun, svart eða
hvítt spegilútlit,
tölvuklukka með tímastilli.