Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 4
oeer HaaMasan .02 ÁUQAŒUTMMia
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20.
ÍJia
1990
Karpov á vænlega biðskák og veika von
Skák
Margeir Pétursson
EFTIR hrikalega útreið Karpovs
í tuttugustu einvígisskákinui á
laugardaginn bjuggust flestir við
því að það yrði einungis formsat-
riði fyrir heimsmeistarann að
ljúka titilvörn sinni, því Karpov
þarf þrjá og hálfan vinning úr
síðustu fjórum skákunum. En
áskorandinn er oft beztur þegar
öll nótt virðist úti og það sannaði
hann eina ferðina enn í 21. skák-
inni í gærkvöldi. Hann stýrði fram
hjá öllum skerjum þrátt fyrir
hættulegar atlögur Kasparovs og
á mjög góða vinningsmöguleika í
biðstöðunni, sem tefld verður
áfram í kvöld.
21. einvígisskákin
Hvítt: Anatoly Karpov
Svart: Gary Kasparov
Kóngsindversk vörn
1. d4 - Rf6 2. c4 — g6 3. Rc3 -
Bg7 4. e4 - d6 5. f3
Karpov velur nú aftur hið hvassa
Saemisch-afbrigði sem hann hefur
ekki beitt síðan í fyrstu skákinni.
Upp á síðkastið hefur honum heldur
ekki orðið neitt ágengt með hinu
hefðbundna 5. Rf3.
5. — 0-0 6. Be3 — e5
. í fyrstu skákinni lék Kasparov 6.
— c6 7. Bd3 — a6, en nú velur hann
eldra afbrigði.
7. d5 - Rh5
Þegar Kasparov tapaði fyrir Gulko
í Linares, fyrr á árinu, beitti hann
peðsfórninni 7. — c6 8. Bd3 — b5!?
8. Dd2 - f5
Drottningarfórn Bronsteins, 8. —
Dh4+ 9. gð - Rxg3 10. Df2 -
Rxf 1 11. Dxh4 — Rxe3 hefur verið
nokkuð vinsæl síðustu ár en miðað
við fyrri taflmennsku Kasparovs í
einvíginu hefði hún áreiðanlega ekki
komið Karpov á óvart.
9. 0-0-0 - a6 10. Bd3 - c5!?
Taflmennska beggja er nokkuð
óvenjuleg miðað við það sem áður
hefur tíðkast í þessu afbrigði. Það
hefur þótt vænlegt fyrir hvít að
skipta úpp á f5 og á hinn bóginn
ekki þótt rétt fyrir svart að eyða tíma
í c7-c5. Karpov tekur nú þá ákvörðun
að opna miðborðið, þótt það geti
ekki talist í anda hefðbundinnar her-
fræði hvíts í þessu afbrigði.
11. dxc6 (framhjáhlaup) Rxc6 12.
Rd5 - Be6 13. Bb6 - Dd7 14. Re2
- Hac8 15. Kbl - Df7 16. Hhel
- Kli8 17. Bc2 - Rf6 18. Bd3
Karpov bíður átekta, en þessi
leiktöp hans valda því að Kasparov
reynir að ná frumkvæðinu á kostnað
öryggisins.
18. - Rd7 19. Bgl - Rc5 20. Rb6
- Hcd8 21. Rc3 - Rd4 22. Rcd5
- Bxd5?!
Það kemur nokkuð á óvart að
Kasparov skuli láta betri biskup sinn
af hendi í þessari stöðu, hann losnar
að vísu við hvíta riddarann á b6 og
kemur b-peði sínu á stað, en það
mótspil er dýru verði keypt.
23. Rxd5 - fxe4 24. fxe4 - b5 25.
Hfl — Dd7 26. cxb5 — axb5 27.
Hxf8+ - Hxf8 28. h3 - Dd8 29.
Bxd4
Svartur hótaði 29. — Dh4 og
Karpov sér ekki önnur ráð til að
mæta því en að láta biskupaparið
af hendi.
29. - exd4 30. De2 - Dh4 31. Hfl!
Karpov ætlar einfaldlega að skipta
upp á sem mestu liði til að geta í
rólegheitum sótt að peðaveikleikum
svarts á b5, d6 og d4. Nú væri t.d.
hægt að svara 31. — Hxfl 32. Dxfl
- Rxe4 með 33. De2 — Rf6 34.
De7! og svartur á mjög erfitt um vik.
31. - He8 32. Hf4 - Dg5 33. a3
VEÐUR
VEÐURHORFUR IDAG, 20. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Yfir Norðaustur-Grænlandi er 1.032 mb hæð en
990 mb lægð um 300 km suður af Reykjanesi fer austur og síðar
suðaustur. Vaxandi lægð við Nýfundnaland hreyfist norðaustur.
SPÁ: Norðaustan- og austankaldi víðast hvará landinu en stinnings-
kaldi við Suðurströndína. Þurrt á Vesturlandi en annars víða él.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR A FÖSTUÐAG OG LAUGARDAG: Sunnan- og suðaustan-
átt og skúrir eða slydduél um sunnan- og vestanvert landið. en
þurrt að mestu á Norður- og Norðausturlandi.
TAKN:
Heiðskírt
Norðan, 4 vindstig:
Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
10 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
ý Skúrir
*
V El
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
— Þoka
= Þokumóða
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
’ , ’ Súld
# * #
* * * * Snjókoma
* * *
OO Mistur
—J- Skafrenningur
Þrumuveður
Vfi / VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12.00 í gær að ísl. tíma hiti veður Akureyri +7 úrkomafgr. Reykjavik +7 skýjað
Bergen 1 rign. á s. klst.
Helsinki +1 frostúði
Kaupmannahöfn 1 alskýjað
Narssarssuaq 0 alskýjað
Muuk 0 snjókoma
Osló 1 slydda
Stokkhólmur Þórshöfn 1 súld á s. klst.
Algarve 15 alskýjað
Amsterdam 11 rigningás.klst.
Barcelona 7 mi9tur
Berlfn 0 snjókoma
Chicago +1 alskýjað
Feneyjar 6 þokumóða
Frankfurt +1 snjókoma
Glasgow 6 láttskýjað
Hamborg 0 þokumóða
LasPalrnas 20 lóttskýjað
London 3 mistur
Los Angeles 11 skýjað
Lúxemborg 0 vantar
Madrfd 6 hálfskýjað
Malaga 14 alskýjað
Mallorca 14 hálfskýjað
Montreal vantar
NewYork 8 alskýjað
Orlando 17 þokumóða
París 0 snjókoma
Róm 9 léttskýjað
Vín 0 þokumóða
Washington 8 alskýjað
Winnipeg 0 vantar
33. Bxb5? hefði verið glapræði
vegna 33. — d3 34. Bxd3 — Hb8
35. b3 — De5 og öll spjót standa á
hvíti.
33. - h5 34. Ka2 - b4!?
Tveir síðustu leikir hvíts eru dæmi-
gerðir fyrir Karpov. Hann býr sig í
rólegheitum undir að geta hirt peðið
á b5, en Kasparov vill ekki bíða
átekta, heldur fórnar peðinu fyrir
sóknarfæri.
35. axb4 - Ha8+ 36. Kbl - Rb3
37. Kc2 - Ral+ 38. Kbl - Rb3
39. Df2!
Eftir að hafa þráleikið til að
fækkja leikjum fyrir tímamörk held-
ur Karpov áfram að tefla til vinnings.
39. - Dd8 40. Hf7 - De8
í þessari stöðu fór skákin í bið og
Karpov lék biðleik.
Pálmi Jónsson um fjárlagafrumvarpið:
>
Utgj aldahækkun
orðin 2,3 milljarðar
ÞRIÐJA og síðasta umræða fjárlaga fer fram í sameinuðu þingi í
dag. Pálmi Jónsson, alþingismaður, sem sæti á í fjárveitinganefnd,
segir heildarhækkun á frumvarpinu frá því það var lagt fram nema
um 2,3 milljörðum króna. í gær hefði einnig verið lögð fram ný tekju-
áætlun sem gerði ráð fyrir aukinni skattlagningu upp á 2,1 milljarð
frá því frumvarpið var kynnt.
Önnur umræða um fjárlög fór
fram síðastliðinn fimmtudag og gert
er ráð fyrir að þriðja umræða fari
fram í dag. „Þrátt fyrir það var fyrst
boðaður fundur í fjárveitinganefnd
klukkan hálfþijú í dag [miðvikudag]
til að kynna fyrstu tillögur meiri-
hluta nefndarinnar í einstaka málum
sem biðu afgreiðslu þriðju umræðu,“
sagði Pálmi. „Þetta stafar af því að
meirihluti nefndarinnar hefur vísað
flestum þeim stærri málum sem biðu
þriðju umræðu til ríkisstjórnarinnar
og ríkisstjórnin hefur dag frá degi
verið að fljúgast á um það hvernig
eigi að leysa hin einstöku mál. Hef-
ur þetta leitt til þess að síðasti fund-
ur nefndarinnar er boðaður klukkan
hálfníu í [gær]kvöld.“
Pálmi sagði þetta vera óviðunandi
vinnulag og tæpast hægt að bjóða
minnihluta nefndarinnar að hafa
aðeins nóttina og fram yfir hádegi
sama dag og umræðan færi fram
til að fara yfir mál og ganga frá
þeim gögnum sem hann kysi að
leggja fram við þriðju umræðu.
Viðskiptahallinn hækkar um
milljarð
nefna útgjöld almannatrygginga en
vegna lífeyristrygginga vantaði 500
milljónir króna samkvæmt áætlun.
Þá gerði frumvarpið ráð fyrir að
tækist að spara 500 milljónir króna
í sjúkratryggingum við lyfjakostnað
sem ólíklegt væri að tækist miðað
við fyrri reynslu.
Einnig væri í frumvarpinu gert
ráð fyrir að lækka framlög til Lána-
sjóðs íslenskra námsmanna um 200
milljónir. Yrði athyglisvert að heyra
hjá ráðherra hvort að hann ætlaði
að skerða námslán sem þessu næmi,
skerða verksvið sjóðsins ellegar
mæta þessu með enn auknum lán-
tökum sem flýttu fyrir því að sjóður-
inn yrði gjaldþrota. „Enn er ótalið
að gert hefur verið ráð fyrir því í
gögnum sem fjárveitinganefnd hafa
borist að í liðinn niðurgreiðslur vanti
200 m.kr. eftir 1. september á næsta
ári til að halda hlutfalli þeirra
óbreyttu. Sé þetta rétt þá hækkar
verð á matvöru sem því nemur að
lokinni „þjóðarsátt“,“ sagði Pálmi.
Gífurleg fjölgun
ríkisstarfsmanna
Forstjóri Þjóðhagsstofnunar og
deildarstjóri hagdeildar fjármála-
ráðuneytinsins komu á fund nefnd-
arinnar síðdegis í gær og greindu
frá breytingum á þjóðhagshorfum.
Sagði Pálmi þjóðhagsstjóra gera ráð
fyrir að viðskiptahalli yrði milljarði
hærri en áður var talið eða 6,7 millj-
arðar. Ennfremur væri ljóst að verri
horfur í loðnuveiðum hefðu áhrif á
tekjumyndum í þjóðfélaginu. „Þrátt
fyrir þessar versnandi horfur þá er
kynnt ný tekjuáætlun þar sem ein-
stakir tekjuliðir eru hækkaðir með
fíngrafimi og handafli um 2,1 millj-
arð króna frá því að frumvarpið var
lagt fram sem auðvitað þýðir skatta-
hækkun á þjóðina sem því nernur,"
sagði Pálmi. „Það var tekið fram
af deildarstjóra hagdeildar að þessi
áætlun byggðist á óbreyttum horfum
frá því þjóðhagsspá var lögð fram
og ítrekað að ef spá um minnkandi
loðnuafla stæðist færi tekjuhliðin í
hundana. Þannig er Ijóst að verið
er að teygja úr tekjuhliðinni til að
fela hallann."
Aðspurður um hækkun útgjalda
sagði Pálmi að þær hækkanir sem
þegar hefðu verið afgreiddar í meiri-
hlutanum og kynntar fyrir minni-
hlutanum milli annarrar og þriðju
umræðu næmu um 840 milljónum
króna og sæi hann þó strax að meiri-
hlutinn hefði gleymt að lækka sér-
tekjur vegna hafnarskattsins sem
nú væri horfið frá að leggja á.
Hækkaði það útgjöldin um 560 millj-
ónir króna til viðbótar og lægi því
1400 milljóna útgjaldahækkun fyrir.
Stærsti liðurinn sem eftir væri að
taka ákvörðun um væru byggingar-
sjóðimir en þar vantaði stórar fjár-
hæðir ef standa ætti við þau fyrir-
heit sem gefin hefðu verið. Þá mætti
Þegar á heildina væri litið sagði
Pálmi að við aðra og þriðju umræðu
yrði hækkun samkvæmt þessu á
gjöldum frumvarpsins um að
minnsta kosti 2,3 milljarða króna
og væri þar mest um hækkanir á
liðum að ræða sem einstakir ráðherr-
ar eða ráðuneyti teldu að vanreikn-
aðir væru í frumvarpinu eða þá
nauðsynlegt að veita auknum fram-
lögum til. „Þar á meðal er gífurleg
aukning á starfsmannaijölda ríkis-
sjóðs og útþensla rekstrargjalda. í
sumum tilvikum er hér um hreinar
leiðréttingar að ræða en í öðmm er
um að ræða ákvarðanir sem eru
umdeilanlegar en eiga flestar rætur
til einstakra ráðuneyta að rekja sem
sýnir að ráðherramir, sem eru í raun
flutningsmenn fjárlagafrumvarps-
ins, vilja ekki sætta sig við frum-
varpið eins og það hefur verið lagt
fyrir Alþingi."
Pálmi sagðist ekki fá betur séð
en að vandinn við fjármá! ríkisins
væri nú meiri en nokkru sinni fyrr.
Þó að svo færi að fjárlagahallanum
yrði núna haldið njðri í 4-6 milljörð-
um króna þá væri afar stómm liðum
leynt í útkomunni bæði með óraun-
sæi í tekjuáætlun og gjaldahlið.
„Við aðra umræðu gerði ég grein
fyrir þeim mikla vanda sem ríkis-
stjómin skilur eftir sig og komst að
þeirri niðurstöðu að hann næmi 47
milljörðum og voru þá ekki taldar
með 20 milljarða skuldbindingar
lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins
umfram eigið fé sem þarf að standa
straum af á næstu 20-30 árum.
Þessar tölur eru geigvænlegar og
47 milljarða skuldbindingar sem
þannig hvíla á þjóðinni nema um 940
þúsund krónum á hveija fimm
manna fjölskyldu í landinu."