Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
'.•'.■'sy. V:
Dfectar býöur heilati heim af
súyrtivvrum, htírefnum og
itmefnum untium úr náttúrunni.
Vörumqr iúniháMa allar olíur,
tíiárna óe kraft beint tU&**"""
riátlúrunni. 1§f| & „■,
ýectar vörur eru
jumhverfisijaniar'og.
viöhaföatt; tilfaunir,
framleiösift þeirra.
•ö eru ekk
lýrum viö
JÓLAGJÖFIN FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
Gjafakörfur með snyrtivörum frá NECTAR fyrir börn og fullorðna af báðum kynjum
T T fr Körfur af ýmsum gerðum og stærðum, og á verði við allra hæfi.
Verð á frá kr. 500.- tU 5.000.-
verslun
á Laugavegi 32, sími 62 64 80
Böndin bresta minnir um sumt
á gömlu neðanmálssögurnar þar
sem alltaf var eitthvað að gerast
og eitthvað varð einatt að gerast
til að lesandinh héldi sambandinu.
Þetta er þó ekki sagt sögunni til
iasts. Að baki liggur hugsun og
reynsla. Sem sagt: Fjörleg og efn-
ismikil skáldsaga, grundvölluð á
alvarlegri ihugun, þótt ýmislegt
megi að henni finna.
ur til: Erfitt er að kortleggja hrær-
ingarnar meðan þær standa yfir
og svo hitt að skáldsaga er skáld-
saga en ekki mannkynssaga.
Pólitískt andrúmsloft hlýtur
engu að síður að skipta máli fyrir
einkalífið, ekki síst á óróatímum
(sbr. Óbærilegan léttleika tilve-
runnar eftir Kundera). Og það er
í þessu tilliti sem lesandinn skynj-
ar þverbresti í persónusköpuninni
í þessari sögu. Ólgan í samfélaginu
ætti að kristallast með afgerandi
hætti í lífi persónanna. Unga fólk-
ið — og það sem það hugsar, seg-
ir og gerir — ætti að koma lesand-
anum töluvert við — en því fer
fjarri. Hví þá?
Þótt höfundur sýni fram á að
hann hefur óvenjusterk tök á
tungumálinu og stíll hans sé ljóð-
rænn þá er textinn ekki að sama
skapi innihaldsríkur.
Samtöl persóna snúast að mestu
leyti um hluti eins og mat og vín,
tónlist og myndir. Slíkt þyrfti að
vísu ekki endilega að vera lítils
virði. Þetta gæti t.a.m. verið
írónískt bragð af hálfu höfundar-
ins. Allt masið um frumþarfimar
gæti verið til að sýna fram á tóm-
læti persónanna gagnvart því sem
er að gerast í kringum þær. Um
væri þá að ræða háðsádeilu á fólk
sem lætur smáatriði teppa athygli
sína þegar veraldir eru að hrynja
fyrir utan glugga þess.
Slíkt er samt ekki raunin.
Það mistekst í þessu verki að
láta umbreytingarnar endurspegl-
ast í daglegu lífi persóna: athöfn-
um þeirra, þankagangi og sam-
tölum. Sjaldgæft er að það sé tek-
ist á um málefni eða tilfinningar.
Þegar blóðrauð þrætuepli eru á
ferðinni heyrir lesandinn yfirleitt
aðeins bergmál af samræðunum í
óbeinni ræðu og þær koðna niður
í yfirborðssnakki um listir og lyst:
„Eftir nokkur staup af Búda-
pestarbrandíi fór einhver að tala
um hugsjónirnar, fór að líkja þeim
við ástina eins og skáldið forðum,
hvort þær væru hreinlega ekki
Þéttur stíll en þunnt efni
Bókmenntir
Ingi Bogi Bogason
Einar Heimisson:
Villikettir í Búdapest
(203 bls.) Vaka-Helgafell 1990.
Sagan gerist á einu ári, frá
hausti 1988 til hausts 1990. Hún
byijar á þeim tíma þegar fátt nýtt
virðist geta gerst og endar í ólgu
þeirra tíðinda þegar gamlir múrar
falla og allt getur gerst.
Hér segir frá ári í lífí mennta-
manneskjunnar Hervarar Ólafs-
dóttur, aðallega erlendis, lengst
af í Búdapest. Hún ætlar að læra
söng en snýr við blaðinu og tekur
að sækja tíma í bókmenntum. Um
miðbik sögunnar, eftir að álitleg-
um fjölda persóna hefur brugðið
fyrir, hittir hún ungan mann. Og
þar með hefst ástarsagan.
Hervör kemur frá þjóð hvalveiða
og landi svartra sanda. Hún er
dálítið rótlaus, tilbúin að fanga
nýjar hugmyndir og er í rauninni
í leit að áhrifum. Elskhuginn,
Míhály, rekur uppruna sinn til allt
annars menningarumhverfis en
hún. Hann er frá Ungverjalandi.
Hann naut öruggrar æsku sem
barn forréttindastéttarinnar; faðir
hans hafði verið dyggur kerfiskarl.
Það vekur eftirvæntingu lesand-
ans að sjá hvernig höfundur moð-
ar úr þessu efni. Ytri tíminn, sem
söguþráðinn er vafinn í, er býsna
forvitnilegur og ætti að geta orðið
uppspretta góðs skáldskapar.
Samt væri til of mikils mælst að
krefjast þess að skáldsaga geti
sýnt okkur hvað „raunverulega“
hefur verið á seyði í Mið-Evrópu
undanfarin misseri, bæði í stjóm-
mála- og einkalífinu. Tvennt kem-
tíðum verið afar snjall til að leggja
áherslu á ákveðna hugsun eða
kennd. Vísanir í margvísleg
sagnaminni geta brugðið upp
skæru Ijósi í kolli lesandans og
gert lesturinn að sannri nautn.
Vandséð er að eitthvað slíkt sé
hér á ferðinni, frekar er um að
ræða endurtekningarsamar upp-
talningar. Ótal sinnum er drukkið
franskt rauðvín eða Urquell Pils,
ótölulegur fjöldi tónskálda nefnd-
ur, flaggað spekingum eins og
deSaussure og Chomsky og við
fáum að vita að hvítlaukspítsan
með pepperóni og brokkóli hafði
alltof mikinn hvítlauk.
Til hvers þá öll þessi nöfn? Er
þetta helber merkjafíkn? Ef per-
sónurnar væru ekki stúdentar
heldur vel efnað millistéttarfólk
mætti þá allt eins búast við nöfn-
um eins og Remy Martin, Jill
Sandérs, BMW og Boss?
Það er enginn vafi á því að Ein-
ar Heimisson hefur alla burði til
að skrifa merkileg verk, það sýnir
menningarsöguleg þekking hans
og öguð málbeiting — að ógleymd-
um sefjandi stílnum. En til að ná
slíku marki hlýtur hann að velja
sér þungvægari efnivið en í þess-
ari sögu.
Einstaklingnrinn, ættin og þjóðfélagið
liðna tímans, hins vegar borgina
með andstæðum sínum og mót-
sögnum, vettvang nýja tímans sem
»hefur hólfað þjóðarsálina niður í
tveggja til fimm herbergja íbúðir
með rennandi heitu og köldu vatni,
símasambandi við umheiminn og
sjónvarp til að fullnægja forvitn-
inni með leiknum gervimyndum«.
Með söknuði horfum við á eftir
þeim sem hverfa. Með eftirvænt-
ingu tökum við á móti þeim sem
heilsa. Við reynum að fjötra saman
það sem er okkur kært, hvort held-
ur það er gamalt eða nýtt, við-
halda samhenginu í lífinu. Einn
góðan veðurdag gerist þó það sem
einatt má búast við: að böndin
bresta eins og skráð er á titilsíðu
þessarar bókar.
Megingalli sögu þessarar er sá
að hún er með köflum óhæfílega
langdregin. Textinn er sums stað-
ar orðmargur úr hófi: »Þeir voru
svo furðulegir, svo einstakir, svo
karlmannlegir, grófgerðir, uppá-
tektarsamir og skemmtilegir.«
Sá er á hinn bóginn kosturinn
að leitast er við að draga saman
hina margvíslegustu reynslu og
koma fyrir innan eins heildar-
ramma. Það er nefnilega ærin
hugsun á bak við þessa sögu. Og
til að vera nú hvorki væminn né
Arnmund Backman
tilfinningasamur né falla í þá
freistni að predika leggur höfund-
ur lífsfílósófíu sína í munn fólki
sem hann lætur þá jafnframt tjá
sig með hálfkæringi. En sá er
kækur okkar hér við nyrsta haf
að blanda saman alvöru og alvöru-
leysi; tala út og suður um það sem
stendur hjarta nær. Samlíkingar
þær, sem lagðar eru í munn sögu-
hetjunum, eru stundum nokkuð
langt sóttar. Það er hvorki húmor
né spaug heldur einhvers konar
galsi. Kynslóðabilið er brúað með
ólíkindalátum og hundakæti.
Þarna er enginn hörgull á orðum,
þeim er ausið á báðar hendur.
Sama máli gegnir um efnið. Það
er yfirfljótandi. Og ekki er heldur
hörgull á fólki: »Sigga var komin
með fjölskyldu í Frakklandi. Finn-
ur og Badda voru komin á kaf í
hvítasunnusöfnuðinn. Helgi og
Klara drógu sig víst alveg inn í
skel eftir slysið og Klara var alltaf
öðru hvoru í áfengismeðferð. Ég
vissi ekkert um Árna trommara,
en Ásta, gamla kærastan mín,
giftist austur á Eskifjörð eða Fá-
skrúðsfjörð og var orðin tveggja
barna móðir.«
Nei, fyrir svona lagað marg-
menni dugir ekkert minna en heilt
ættarmót.
Þrátt fyrir áferð, sem er hvorki ■
hijúf né slípuð, er höfundur víða
skyggn á fínu blæbrigðin í
mannlífinu. Og þjóðfélagið með
kostum sínum og göllum er einnig
í sjónmáli. Félagslegar hræringar
eru höfundi ofarlega í huga, svona
almennt talað, t.d. áhrif þau sem
fjölmiðlunin hefur á mannlegu
samskiptin.
Frásögnin er þrungin málgleði
og laus við drunga en mætti vera
fastari í sniðinu. Stundum eru
notuð talmálsorðtök sem hæpið er
að eigi við: »Fljótlega fékk ég þó
þá bræður á heilann og var reynd-
ar með þá á heilanum árum sam-
an.«
Að láta söguna rekja sig sjálfa
er góð og gild aðferð. En einhvern
skipulagsuppdrátt verður styðjast
við. Sú hlið málanna er hér einum
of losaraleg. Stundum kemur
manni í hug að þetta hljóti að
vera uppkast, en að sönnu nokkuð
gott uppkast!
Undirtitillinn: Sagan af Helga
frænda, má gefa til kynna sö-
gumiðið: Að hér sé ekki verið að
leggja fram sjálfhverfa geðflækju
heldur útleitinn skáldskap, byggð-
an á lifandi veruleika.
Einar Heimisson
náskyldar ástinni, veruleikinn
álíka mikil andstæða beggja:
Eru listimar kannski ekki miklu
meiri hugsjónir: bókmenntimar til
dæmis — eða tónlistin? Hvernig
er það?
Já, frá Plató Tolstois, sagði Ján-
os og hló: Opinberun. Biblía.
Satt, sagði einhver.
Satt, sagði annar.“
Stíll af þessu tagi getur oft á
Bókmenntir
Erlendur Jónsson
Arnmundur Bachman:
BÖNDIN BRESTA. Skáldsaga.
188 bls. Fróði hf. 1990.
, Skáldsaga þessi gerist á mörk-
um gamla og nýja tímans. Annars
vegar gefur að líta sveitasamfélag