Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 22

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 Lágmenningin lifi! __________Bækur______________ Árni Matthíasson Rokksaga íslands frá Sigga Johnnie til Sykurmolanna. Gest- ur Guðmundsson skráði, For- lagið gaf út. íslensk dægurtónlist hefur verið í litlum metum hjá „alvarlegum“ tónlistarmönnum og þá jafnan í minni metum eftir þvi sem vegur hennar er meiri meðal almenn- ings. Sumir vilja meina að ekki sé hægt að telja hana til tónlistar, heldur verði að ríota yfir hafa önn- ur heiti — hún sé lágmenning en ekki list. Þrátt fyrir þetta láta aðdáendur og flytjendur dægur- tónlistar ekki bilbug á sér finna, enda telja þeir sig réttilega vera að fást við alþýðumenningu sem, líkt og svo margt annað í íslensk- um menningarheimi, er undir áhrifum af ýmsu sem gerist í öðr- um löndum. Síðustu ár hafa íslen- skar dægurhljómsveitir, sem flest- ar halda fast um þjóðemisvitund sína, átt snaran þátt í að kynna íslenska menningu ytra og eftir því sem við nálgumst „þjóðaþorp- ið“ (global village) verður sá þátt- ur veigameiri. íslensk alþýðu- og unglinga- menning hefur ekki fengið þá at- hygli sem vert er undanfarin ár og áratugi og það er því mikill hvalreki á fjörur allra tónlistará- hugamanna, ekki síður en þeirra sem hafa hug á að skilja betur þann veruleika sem blasir við í dag, þegar út kom fyrir stuttu Rokksaga íslands 1955-1990, sem Gestur Guðmundsson skráði og rekur sögu íslenskrar rokktónlist- ar frá 1956 til sumars 1990 með grúa mynda til stuðnings frásögn. Gestur hefur áður verið áhuga- samur um þennan hluta íslenskrar menningar og fyrir nokkrum árum sendi hann frá sér bók um 68-kyn- slóðina við annan mann. Hann nálgast efnið með augum félags- fræðings, sem vill skilja af hveiju, frekar en að hengja sig í þrá sagn- fræðingsins að segja frá öllu „ná- kvæmlega eins og það gerðist“ (wie es eigentlicht was). Bókin hefst á fróðlegum kafla um upphaf íslenskrar rokksögu, kafli sem hefði að ósekju mátt vera ýtarlegri, enda þar að fínna marga helstu þætti unglinga- menningarinnar í mótun. Frásögn- in er skilmerkileg, en ekki er ég sammála greiningu Gests á því hvers vegna rokkinu bandaríska hnignaði, ýmsar nærtækari skýr- ingar eru fyrir hendi en að um sé að ræða hálfgert samsæri ráðandi afla í bandarískum menningar- og stjórnmálaheimi. Mönnum hefur hætt til að ofmeta stærð banda- rísku rokkbylgjunnar og sjá hana í hillingum, enda margir sem um hana skrifa snortnir af henni. Rokkið bandaríska hvarf í skugg- ann af skemmtiiðnaðinum, enda gerðist Elvis Presley snemma skemmtikraftur og söng dægur- tónlist og fram komu „unglinga- stjömurnar“ eins og Fabian, Rick Nelson og fleiri. Áhrif hafði einnig þróun rytmablúsins í soul í tengsl- um við aukna sjálfsvitund banda- rískra blökkumanna, sem ekki er getið í bókinni. Gestur virðist síðan ekki átta sig á því að „kvennasveit- imar“ eins og Shirelles og Ronett- es vom merkar í rokksögunni, þvi þær voru tákn þess að ný mann- gerð var að líta dagsins ljós, „producer“, sem felur í sér laga- smið, útsetjara, upptökustjóra og ímyndarsmið, menn eins og Phil Spector (Ronettes, Crystals o.fl.) og fleiri, en þeirra vinna átti eftir að hafa dijúg áhrif á rokkið síðar. Að þessu slepptu eru næstu kaflar bráðskemmtilegir aflestrar og er það reyndar eitt af einkenn- um bókarinnar að oftast tekst Gesti vel að gera frásögnina skemmtilega. Sérstaklega er gam- an að vangaveltum um íslenska texta og tilurð þeirra og ekki hefði verið úr vegi að birta í heild sem viðauka erindi Andreu Jónsdóttur og Marðar Ámasonar, sem vitnað er í nokkrum sinnum. Frásögn Gests af hippatímanum og tónlist þeirra tíma er skemmtileg. Gaman hefði þó verið ef hann hefði kafað dýpra í hvaða áhrif hass og ámóta efni höfðu á íslenska rokktónlist- armenn, enda er það opinbert leyndarmál að flestar fremstu hljómsveitir landsins reyktu mikið hass á þessum ámm, aukinheldur sem sumir átu lýsergíðsým. Líklega er þó of stutt síðan til að menn geti talað opinskátt. Hvað varðar hnignunina um miðjan ára- tuginn og sigur diskósins, bendir Gestur réttilega á að þar réð miklu að fremstu rokktónlistarmenn landsins litu flestir á ísland sem stökkpall út í heim. Saga Pelican er nokkuð dæmigerð fyrir það bil sem myndaðist á milli þeirra sem vildu sinna þeirri þörf sem fyrir hendi var og þeim sem gáfu frat í íslenskan markað. Ekki má svo gleyma því að það var einfaldlega ódýrara að setja upp diskótek en fá hljómsveit til að troða upp og að auki var margt af þeirri tónlist sem íslenskar sveitir ætluðu að flytja út ekki vel fallið til dansæf- inga. Ekki gerir Gestur nógu góða grein fyrir því að það vora ýmsar íslenskar hljómsveitir sem héldu vinsældum sínum á þessum tíma, þrátt fyrir mótlætið og því varð diskóið aldrei eins ráðandi og gef- ið er til kynna i bókinni. Rótleysið sem var undanfari íslensku rokkbylgjunnar, sem Gestur bendir réttilega á að var ekki hrein pönkbylgja, líkt og ytra, er vel skýrt í bókinni og einnig það andrúmsloft sem skapaðist í kjölfar þess, þar sem allt var leyfi- legt. Einnig er skilmerkileg grein- ing á skallapoppinu og þeirri iðn- aðarmennsku. sem þar réð ríkjum, en menn látnir njóta sannmælis hafi þeir verið að gera eitthvað skapandi. Það skín þó í gegn að Gestur hefur ekki fylgst eins vel með sjálfur á þessum ámm og hann hefur gert á áttunda ára- tugnum. Til að mynda er ekki gott að gera sér grein fýrir af hveiju mörgum hljómsveitum er sleppt, sem þó hefði verið ástæða til að geta í samhengi sögunnar og einnig em klaufalegar skekkjur í frásögn, eina og t.a.m. að Bubbi hafi samið lag Hilmars Oddssonar Eins og skepnan deyr. Dæmi um yfirsjónir er einnig að telja Dúk- kulísurnar arftaka Grýlanna, því nær öll lög Dúkkulísanna voru samin af Karli Erlingssyni, sem var einskonar „hljómsveitarstjóri" sveitarinnar. Ekki er svo nákvæm frásögnin af samskiptum Bubba við Mistlur (hann var samnings- bundinn í nokkur ár), sem þó skýra að nokkm „fríið“ 1985. Einnig hefði mátt nefna tölvurokkið og -poppið sem sveitir eins og Mogo Homo og Sonus Futurae lögðu fyrir sig. í þessum kafla, sem er í raun lok rokksögunnar, hættir Gesti og um of að láta sinn smekk ráða mati á tónlist og flytjendum, en fram að því tekst honum vel að láta lítið á honum bera. Gott dæmi um það er hve þungarokkið fær kaldar kveðjur, en uppgangur þess síðari hluta þessa áratugar er merkt athugunarefni. Einnig fellur hann í þá gryfju að sjá ekki húmor- inn í Ham, en sú sveit er ein fyndn- asta rokksveit seinni tíma, af- sprengi „kaldhæðnu kynslóðarinn- ar“. I þessu fellur Gestur því á sama prófí og aðrir sem afskrifa tónlist sem er á skjön við það sem þeir hafa mætur á. Lokakafli bókarinnar, Sam- hengið í íslensku rokki, er um margt skemmtilegur og þó okkur Gest greini oft á, er því ekki að EN ÞAÐ BORGAÐISIG Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Iðunn Steinsdóttir. Myndskreyting: Ragnheiður Gestsdóttir. Útgefandi: Barnabókaráð íslandsdeild IBBY. Bókarkomið er gefíð út í tilefni af ári læsis, og það gladdi mig, eitt fómarlamba' lesblindu, mjög. Sú var tíð, að þessi hömlun var talin mikil skömm fyrir gáfaða þjóð, mátti helzt ekki vitnast. Böm, oftast strákar, vom hýdd, snuprað, fyllt minnimáttarkennd vegna skiiningsskorts hinna fullorðnu, rænd gleði bamsins, rænd árangri í skóla. Oftast var þvermóðsku og leti kennt um, því í flestum tilfell- um gátu þessir krakkar lært, ef ekki þurfti leskunnáttu til. Mörg felldi ég tárin yfir skilningsskorti og þeirri skömm er ég taldi mig valda fólki mínu. Slíka sögu kann- Iðunn Steinsdóttir ast þjáningasystkin mín sjálfsagt við. En nú era augu fólks að opn- ast, skilningi beitt í stað högga. I stærilæti höfum við talið alla á íslandi læsa, því á margur erfitt með að skilja, að annað er að koma í ljós. Mér koma í hug orð eins fyrrverandi menntamálaráðherra, er hann sagði: „Hvaða bull er þetta? Þegar ég var ráðherra, þá voru allir læsir.“ Það era fleiri en strútar, sem grafa haus í sandinn. Að það skuli vera staðreynd, að í menntaskólum landsins nú skuli enn finnast stautandi nemar hlýtur að vekja spurnir um kjark okkar við að horfast í augu við sannleik- ann, kunnáttuleysi að bregðast við. Bókin segir frá strák sem lét systur sinni eftir lesturinn. Honum er vel lýst, glímu hans við stafí og orð. Eg hefði kosið fleiri dæmi, lengri frásagnir. Bráðgreindur strákur, en í klóm lesblindu, klóm þjándingar. Þökk sé þeim stöllum báðum, sem gáfu vinnu sína alla. Leggist hér fleiri á árar, og ungl- ingavandamálum mun fækka, gleði vakna á margra andlitum. Gestur Guðmundsson neita að hann leggur mál sitt fram yfirleitt skilmerkilega og styður það gildum rökum. Ég er t.a.m. sammála honum í því að til sé íslensk rokkmenning; að íslenskir tónlistarmenn hafði ná að skapa eitthvað séríslenskt, en um leið alþjóðlegt ,og einnig að íslensk rokksaga er um leið saga íslenskr- ar alþýðu- og unglingamenningar. Það er einmitt það besta við menn- inguna að hún tekur ekki mark á þeim sem eru að fjalla um hana. Skiptir engu þó einhveijir hafi skrásett vörumerkið tónlist og telji allt sem utan þeirra skráningar fellur lágmenningu; lágmenningin lifir. Texti á bókinni er lifandi, en á það til að vera samhengislaus og staglkenndur. Ég hefði viljað meiri sagnfræði og sleppa innganginum að hveijum kafla, þar sem reynt er að draga upp mynd af tíðarand- anum, en hann kemur líklega ófróðari til góða. Of mikið er af prentvillum og sumar seinni tíma myndir eru alls ekki góðar, t.a.m. á bls. 212, 250, 252 og 265. Svigr- úm hlýtur að hafa verið til að finna betri myndir, eða í það minnsta í fókus (bls. 265), en annars er út- lit bókarinnar lifandi og margar myndir hreinar perlur. Hvað sem öllu jóssi líður er þetta bráð- skemmtileg bók og veralega eigu- leg, Gestur Guðmundsson hefur unnið þrekvirki sem lengi verður í minnum haft og ekki er að efa að hann eigi eftir að auka enn við bókina og styrkja, því bók sem þessa á að gefa út reglulega, end- urskoðaða og aukna. Hraunhellar __________Bækur_______________ Haraldur Sigurðsson Björn Hróarsson: Hraunhellar á Islandi. Mál og menning. 174 blaðsíður. Hellafræðin (speleologie) er ekki ýkja forn vísindagrein á íslandi. Upphaf hennar má sennilega telja för þeirra Eggerts Ólafssonar og Bjarna Pálssonar, þegar þeir rann- sökuðu og mældu Surtshelli árið 1754. Matthías Þórðarson þjóð- minjavörður og Einar Benediktsson skáld könnuðu nokkra kunna hella á fyrstu áratugum þessarar aldar, einkum með fornminjar í huga. Ýmsir fleiri koma hér við sögu, t.a.m. jarðfræðingamir Guðmundur Kjartansson og Sigurður Þórarins- son. En það var ekki fyrr en á síðustu árum, sem farið var að kanna þá af nokkurri alvöra. Að þeim rannsóknum stóðu bæði inn- lendir menn og erlendir, og stofnað var Hellarannsóknafélag Islands. Síðan rannsóknir þessar hófust hef- ur fjöldi hella fundist. Þeirra á meðal hefur höfundur bókarinnar fundið ekki færri en um þijátíu. Frægastur íslenskra hella er Surtshellir eða hellirinn Surtur, og hefur hann verið kunnur síðan í fomöld. Þar átti Surtur jötunn sér bólfestu, og vora honum færðar drápur sem konungi. Ef til vill hef- ur hann verið eitthvað skyldur Surti þeim er „fer sunnan með sviga lævi“ (þ.e. eldi) við heimsslit og því við hæfi að blíðka hug hans með snotra lofkvæði. Seinna varð hellir- inn frægt ræningjabæli, sem mikið orð fór af í þjóðsögum. Næstur Surtshelli að frægð er Víðgelmir, sem er kunnur af heimildum frá því í lok 14. aldar. Báðir þessir hellar eru í Hallmundarhrauni efst í Borgarfirði. Þar er'líka Stefáns- hellir, en hann fannst ekki fyrr en fyrir nokkram áratugum. Allir eru þeir á annan km að lengd ásamt Raufarhólshelli. Aðrir hellar eru styttri. í sumum hellanna hafa fundist mannvistarleifar, og ýttu þær að sjálfsögðu undir duldina, vöktu for- vitni, en buðu um leið ógninni heim. Þetta voru bústaðir útilegumanna, hinna válegustu trölla og annarra forynja. Auk þess voru sumir þeirra svo langir, að ef menn hættu sér inn í þá, áttu þeir á hættu að koma út á öðru landshorni, og brást þá ekki, að gullsandur var í skóm þeirra. Björn Hróarsson jarðfræðingur hefur nú rltað bók um alla hraun- hella á íslandi sem kunnir era og er tala þeirra nálægt 150. Hefst lýsingin á Reykjanesi, þaðan er Björn Hróarsson haldið upp í Borgarfjörð, vestur og norður um land. Síðan víkur sög- unni til hrauna á Suðurlandi og lýkur í Surtsey. í bók sinni leiðir Björn lesandann Tnn í sannkallaða töfraheima, þar sem skrautsmíð náttúrunnar og víðátta yfírgnæfir jafnvel hinar frægustu og stórfenglegustu kirkj- ur. Raunalegt er að vita til þess, hve mikil skemmdarverk hafa verið framin á allri þessari viðkvæmu prýði og henni bijálað í hellum, sem lengi hafa verið kunnir og margir heimsótt. Dropsteinar og önnur djásn hafa verið brotin og flutt burt. í hellinum var þetta eins og fagurt en fáránlegt víravirki, heima á stofuborði einskisvert drasl. Von- andi fer þeim mönnum nú fjölg- andi, sem í framtíðinni sjá þetta í friði, svo að það megi njóta sín um komandi ár og aldir. Frásögn Björns er glögg og lýs- ing hellanna skilmerkileg og virðist á taustum undirstöðum þekkingar og vandvirkni. Frásögninni fylgja myndir, sem höfundurinn hefur sjálfur gert, flestar í litum, og gefa þær lesandanum nokkra innsýn í þennan lítt kunna myrkheim. Þær era að vísu nokkuð misjafnar, en sumar prýðisfallegar. Ég vil þar aðeins benda á myndimar úr Arnar- keri, Lofthelli og Jörundi. En auð- vitað verður sjón bæði sögu og ljós- myndum ríkari. Loks eru kort af helstu og markverðustu hellunum, og koma þar ýmsir til sögunnar auk höfundar. Bókinni lýkur á örstuttu yfirliti um helstu aðra hella í landinu og rækilegri skrá um heimildir og nöfn. Af hálfu prentsmiðju og forleggj- ara virðist ekkert sparað til að gera bókina vel úr garði og snotran grip.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.