Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 24
2 í’ Sögustund hjá pabba __________Bækur______________ Eðvarð Ingólfsson Guðjón Sveinsson: Snjóhjónin syngjandi. Myndir og hönnun: Pétur Behr- ens. Bókaforlag Odds Björnssonar 1990. Guðjón Sveinsson hefur ein- göngu ritað bækur fyrir böm og unglinga, og eru þær nú orðnar tuttugu talsins. Hann hefur róið á ýmis mið í efnisleit og hefur m.a. samið sakamálasögur, ævintýri - og sögur sem kenndar eru við raunsæi. Nýjasta bökin heitir Snjóhjónin syngjandi og er ætluð ungum bömum. Meginefni hennar er æv- intýri sem sögumaðurinn, sjómað- ur nokkur, segir dætrum sínum síðustu dagana fyrir jól. Höfundi tekst að tengja prýðilega saman sögustundirnar og ævintýrið sjálft. í lok hvers sögutíma velta dætum- ar vöngum yfir atburðarásinni. Hvað skyldi koma næst? Stundum er það borið undir mömmu og ömmu. Lesandinn hrífst með og fer sjálfur að velta fyrir sér fram- haldinu. Ævintýrið gerist á köldum og snæviþöktum vetrardögum. Ref- urinn, Lævís loðnaskott, og Hrekkur hrafn finna sér ekkert til ætis og era orðnir sársvangir. Sulturinn tengir þá saman og þeir Guðjón Sveinsson finna ráð til að sá fyrmefndi geti veitt tjúpur fyrir þá báða. En það kemst upp um þá lymskulegu áætlun sem þeir hafa á pijónunum og þeir ganga sjálfir í þá gildra sem þeir ætluðu öðram. Snjóhjónin syngjandi eiga þar m.a. hlut að máli. Út úr ævintýrinu sjálfu má lesa að það sé ljótt að gera öðram mein; rebbi og krammi era þar tákn um hið vonda. Hins vegar bendir sögumaðurinn dætram sínum á það í lokin að í raun verði dýrin á sama hátt og mennirnir að drepa önnur dýr sér til lífsviður- væris, aðeins sé munur á veiðiað- ferðum. Lesandanum getur fund- ist að bókin flytji þarna tvöfaldan boðskap - en svo er þó ekki. 1 ævintýrinu sjálfu er hegðun dýr- anna og annarra sögupersóna, kynjavera í náttúrunni, tákn um mannlegan veruleika og verður að skoðast frá þeim sjónarhóli. í hin- um þætti sögunnar er hins vegar horft á málin út frá staðreyndum, óháð þeim boðskap sem ævintýrið flytur. Snjóhjónin syngjandi er fjörleg og skemmtileg saga. Ekki dregur skopvísi höfundar úr krafti henn- ar, ásamt öllum þeim fallegu og áhrifaríku myndum sem hann dregur upp af sögusviðinu, sjálfri náttúranni. Nokkrir lipurlegir söngtextar við þekkt lög, er tengj- ast efninu, bijóta upp hið hefð- bundna söguform - og lesandinn á auðvelt með að syngja þá ef hann vill. Málfar er blæbrigðaríkt en á einum stað, bls. 32, stingur enska orðið „respekt" í augu. Þó að það sé sett í gæsalappir í sög- unni er ég viss um að betur hefði farið á því að nota einfaldlega íslenska orðið „virðing". Óþarfi er að hampa erlendu orði með þessum hætti í sögu fyrir böm. Fjöldi mynda eftir Pétur Be- hrens prýðir bókina. Þær eru vand- virknislega unnar og gefa sögunni meiri dýpt en ella. Núna heitir hann bara Pétur Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Núna heitir hann bara Pétur Höfundur: Guðrún Helgadóttir Myndir: Hörður Hauksson Prentverk: Prentsmiðjan Oddi hf. Útgefandi: Iðunn Guðrún kann sannarlega að segja sögu, breytir einföldustu at- burðum í ævintýr, sem þroska, bæta. Hún hlýtur að unna bömum mjög. Sagan um Pétur, fjögurra ára snáða, sem á í stökustu vand- ræðum með að hætta að væta brækur. Hann lætur fortölur, háð og snuprar lönd og leið, fyllist mótþróa. En svo er það sunnudag einn, að endumar á Tjörninni taka pjakkinn í eftirminnilegan tíma. Með pabba og mömmu heldur Pétur til Tjarnarinnar með brauð í poka. Á leiðinni vætir hann ekki aðeins buxur, heldur líka brauðið. Er endurnar koma fagnandi móti honum, til þess að hljóta góðgæ- Guðrún Helgadóttir tið, bregðurlieim heldur en ekki í brún, er bitamir í goggnum þeirra eru gegnsósa af slíkum við- bjóði, að þær kasta allar upp. Hugsi og hnugginn heldur Pétur heim, strengir þess heit, að slíka smánarstund skuli hann ekki lifa aftur. Hann reynir allt hvað hann gétur að' gæta sín, hegða sér að hætti fullorðinna en ekki pela- bama. Honum tekst það, svo móð- irin hefir orð á, hve strákurinn er orðinn stór. Pétur lætur lítið yfir, segist aðeins ætla að hafa þennan hátt á í eina viku. Sunnudagur á ný, 'og fjölskyldan heldur til Tjam- arinnar. Nú er Pétri tekið á annan hátt, endur og álftir ráða sér ekki fýrir kæti, senda honum spreng- saddar þakkarbra. Það gera húsin við Tjörnina líka, meira að segja skýin hætta að væta jörð, sólin skín. Litlum snáða lærist að láta af barnaskapnum, það er svo miklu, miklu þægilegra, þegar allt kemur til alls. Pjörleg, skemmtileg saga, ör- ugglega mörgum sem líkt er ástatt um hvatning að líkja eftir. Myndir Harðar era ekki fallegar að minu viti, en þær era sterkar í einfaldleika sínum, fullar af fjöri. Bók sem lítil börn vilja heyra aftur og aftur. Sérstsed þíngsályktunartillaga frá Árna Johnsen: Eitt stykki Móna Lísu-mynd, Erró minn... Sigmund og þjóðarsáttín List og hönnun BragiÁsgeirsson Á borði mínu liggur bók er nefnist Sigmund og þjóðarsátt- in, sem er gefín út af Prenthús- inu sf. Sigmund og teikningar hans þarf ekki að kynna, enda þekkja allir íslendingar komnir til vits og ára teikningar hans, sem fylgja Morgunblaðinu daglega ög létta mörgum lund. Kannski gera ekki allir sér grein fyrir því, hve slíkar teikn: ingar hafa mikla þýðingu fyrir blaðaútgáfu, en þeir munu ófá- ir, sem láta gæði teiknimynda- sagna ráða kaupum sínum á dagblöðum. Nafnkenndir teiknarar hafa meira að segja svo til verið kennimark heimsblaðanna og ómissandi og er þeir féllu frá, var þeirra sárt saknað, um leið og viðkomandi blað virkaði eitt- hvað svo tómlegra. Þetta á einkum við þá tegund teiknara, sem vinna á vettvangi þjóðfélagsháðs og ádeilu og satt að segja þá era þeir iðulega gagnorðari í einni teikningu en margur í heilli grein. Auðvitað eru þeir umdeildir og þá einkum af andstæðum blöðum og það hefur. Sigmund áreiðanlega orðið var við, en hvert væri mat manna á honum í herbúðum vinstri manna, ef hann teiknaði t.d. daglega í Þjóðviljann? Sigmund nýtur þó þess frelsis að geta að ég best veit óáreittur skopast að framferði manna til hægri sem vinstri, án þess að það dragi dilk á eftir sér, en það gæti hann naumast gert, væri hann teiknari blaðs á vinstri vængnum, en menn eru yfírleitt mun hörandsárari á eigin per- sónu í þeim herbúðum. Það má koma fram, að teikn- ingar í blöð erlendis eru iðulega samvinnuverkefni og fær þá teiknarinn oftar en ekki ákveð- inn texta til að teikna eftir og jafnvel aðstoð við útfærslu teikningarinnar. Hver teikning verður þá til eftir nokkurn und- irbúning og umræður. En hér á landi verða listamenn að gera flest aleinir og svo mun einnig um Sigmund og er það með ólík- indum, hversu fundvís hann er á skoplegu hliðarnar í þjóðlífínu jafn lítið og það er, en hér koma auðvitað kjörnir fulltrúar þjóð- arinnar til hjálpar með furðuleg- um samþykktum og uppátækj- um. Það er lúmskur broddur í myndum Sigmunds og má margt lesa úr þeim, en það er aðalatriðið, að hann er aldrei leiðinlegur, en oftar snjall, segir einmitt það í mynd, sem öðrum dettur síður í hug að skrifa um, og kemst sem betur fer upp með það. WWte Hielter L, Frlfta FramWeypna JamMbmtalá Fríða Framhleypnc | Skjaldborg Ármúla 23-108 Reykjavík Símar: 67 24 00 6724 01 t 31599 I
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.