Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
29
auk þeirra hækkana, sem féllu í
hlut BHMR. Samningsaðilar hljóta
að hafa gert sér í hugarlund að
slík samningsgerð myndi ekki kalla
fram neina sérstaka hrifningu hjá
öðrum launþegasamtökum, ekki
hvað síst þegar ljóst var að kaup-
hækkanir BHMR-samningsins voru
talsvert hærri en undangengnir
samningar hljóðuðu upp á.
Hafi siðferði bráðabirgðalaganna
verið ábótavant má vissulega segja
það sama um þann samning sem
þeim var beint gegn. Samningur
BHMR var því miður óframkvæm-
anlegur hann, gat ekki gengið upp.
Þjóðarsáttin var háð því að búnir
væru til BHMR-samningar sem
gengu upp og féllu að heildarþróun
efnahags- og kjaramála í landinu.
Ur því sem komið var voru bráða-
birgðalögin nauðsynleg. Þeirri
spurningu er svo ósvarað hvernig
kjör við viljum búa háskólamennt-
uðum ríkisstarfsmönnum í framtíð-
inni. Þróun ■ nútímaþjóðfélags er
ekki hvað síst undir því komin að
alhliða mentun og þá ekki hvað síst
háskólamenntun sé í ríkum mæli
til staðar meðal hverrar þjóðar. Enn
sem komið er erum við íslendingar
nokkuð vel staddir hvað þetta snert-
ir. Það er skylda okkar að sjá svo
til að þannig verði það áfram. Hvort
okkur mun takast það mun m.a.
koma fram í því, hvort háskóla-
menntað fólk verður reiðubúið til
að starfa hér við þau kjör sem þeim
eru boðin, Landamæralaus Evrópa
mun soga til sín menntun, framtak
og hæfileika, því á þessu byggist
velmegun nútímans framar öðru.
Það er skylda samningsaðila svo
og þjóðarinnar allrar að aldrei komi
til jjekkingarflótta frá landinu.
I framhaldsgrein mun ég velta
fyrir mér hvaða skilyrði þurfa að
skapast til að hægt verði að fram-
lengja þjóðarsáttina næsta haust —
eða hvort þess verður e.t.v. ekki
þörf.
Höfundur er hagfræðingur.
Skógræktarbókin, fagrit,
framtíðareign
Skógræktarbókin er fræðslu- og
leiðbeiningarrit um skógfræðileg efni. Með
útgáfu bókarinnar er stigið skref í þá átt að
efla þekkingu og skilning íslendinga á ræktun
landsins, einkum er dregin upp mynd af mögu-
leikum trjá- og skógræktar. • Hér er að finna á
einum stað svör við ýmsum spurningum,
ásamt fróðleik, sem kemur jafnt lærðum sem
leikum að notum. • Fjallað er um mörg
undirstöðuatriði skógfræðinnar. • í
bókinni er fjöldi litmynda og korta til
frekari skýringa á texta hennar.
•Tilvalin jólagjöf handa:
• sumarbústaðareigendum ••••
• áhugamönnum um skógrækt
• kennurum ••••••••••••••••••••
• náttúruunnendum •••••••••••
Skógræktarbókin fæst nú í flestum bókaverslunum
eða á skrifstofu Skógræktarfélags íslands, Ránargötu
18, Reykjavík, sími 91-18150
Kadarnir bera eftirfarandi heiti:
Gerð og starfsemi plantna — Skógræktarskilyrði á íslandi — Gróðurlendi — Barrtré — Lauftré — Birki á
íslandi — Um trjákynbætur — Fræ og fræsöfnun — Uppeldi trjáplantna — Vegagerö — Ræktun græölinga
— Gróðursetning skógarplantna — Umhirða skóga — Viöarnytjar —Trjáskaöar — Skráning skóglenda —
Tré og skógur — Skógmælingar — Skóghagfræði — Jólatré og grcinar — Trjárækt til skjóls, prýði og
útivistar — Skjólbelti — Ber og sveppir — Jarðvegur og jarðvegsskilyröi — Vöxtur og vistþættir —
Girðingar — Skógmælingar.
Styrktaraðili:
ÍSLANDSBANKI
SKÓLAVÖRÐUSTIG 14, SIMI 24520
BETRI SPORTVÖRUVERSLUN
, i Gear
fserð »-./*■ oKKur
%£#****
Dans France leikfimi
fatnaöur
E
r 1 LA
SALOMOm
Dynamic-skíði.
Barna- og fulloróins-
skíðapakkar. Salo-
mon- og Dynafit-skíða-
skór
A A
a"e^ð
°o tn,QðUr
e*snaiShór
L.A.Gear
körfuboltar,
aðeins kr. 990,-
VISA
sssss
DanskinX.
Toppmerkin í
barna- og fulloröins-
skíðafatnaði