Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
Mýrdalshreppur:
Skíðasvæði á Mýrdalsjökli?
Ein vísitölufjölskylda tapast árlega
Hljóðsnældan Ljóð og gítar.
Ljóð og gítar
áhljómsnældu
LJOÐAKLUBBUR Almenna bóka-
félagsins hefur sent frá sér hljóð-
snældu sem ber nafnið Matthías
og Pétur Ljóð og gítar.
Á snældunni er að finna dagskrá
sem þeir Matthías Johannessen og
Pétur Jónasson fluttur í Listasafni
Sigurjóns Ólafssonar þann 16. júní
1989.
Meðal verka sem þeir Matthías
og Pétur flytja er Veglaust haf,
tónverk Atla Heimis Sveinssonar
við ljóð Matthíasar.
Snældan Ljóð og gítar er 54 mín-
útur að lengd. Upptöku annaðist
Fermata. Ljósmynd á kápu tók
Gunnar Gunnarsson og hönnun um-
búða var í höndum Amar Guðnason-
ar.
íbúar Mýrdalshrepps í V-
Skaftafellssýlu voru 614 talsins
um síðast liðin áramót. Stöðug
fækkun hefur verið á svæðinu
eða sem svarar 100 manns á 20
ára tímabili. Það svarar til þess
að fimm einstaklingar eða rúm-
lega ein vísitölufjölskylda flytji
burt á ári hveiju.
Byggðastofnun hefur sent frá sér
skýrslu um atvinnulíf og Byggða-
þróun í Mýrdalshreppi, sem unnin
er heimamanni, Páli Péturssyni í
Vík. Þar kemur fram að á sl. tutt-
ugu árum hefur fólki í hreppnum
fækkað um 13,6% á sama tíma og
fólksíjölgun í landinu nam 22,3%.
Meirihluti burtflutts fólks, eða 88%,
flutti á höfuðborgarsvæðið.
Helztu vandamál tengjast hafn-
leysi og slæmri rekstrarstöðu fyrir-
tækja, háum orkukostnaði, háum
flutningskostnaði, fjarlægð frá
stærsta markaðssvæði landsins og
fámenni.
Skýrslan tíundar ýmsa mögu-
leika til aukinnar atvinnustarfsemi,
m.a. á sviði fiskvinnslu, smáiðnað-
ar, eldis og sölu vatnafisks, fjar-
Slysavarnafélag íslands:
Menn þjálfaðir í björgnn
ar- og ruðningsstörfum
„SLYSAVARNAFELAG Islands
þjálfar flokksstjóra í björgunar-
og ruðningsstörfum en í þessum
störfum felst að fara inn á svæði,
þar sem hús og önnur mannvirki
hafa hrunið, með það að mark-
miði að bjarga sem flestum," seg-
ir Þór Magnússon erindreki
SVFI. Þór upplýsir að Almanna-
varnir ríkisins hafi árið 1986
gert samning við björgunarsveit-
ir og Rauða kross Islands um að
þjálfa mannskap til að taka þátt
í þessu verkefni.
„Við höfum kennt björgunar- og
ruðningsstörf á námskeiðum í Salt-
vík í Kjalarnesi," segir Þór Magnús-
son. „Reykjavíkurborg á gamalt
bóndabýli í Saltvík, þar sem Lög-
regluskólinn, Víkingasveitin og Al-
mannavarnir hafa aðstöðu til æf-
inga. Við höfum fengið að nota
þessi hús í Saltvík og aðstaðan þar
er mjög góð,“ segir Þór.
Hann segir að menn hafi verið
sendir á hálfsmánaðar-námskeið í
almannavarnaskóla í Danmörku til
að læra björgunar- og ruðnings-
störf og hvernig eigi að kenna þau.
„Þetta verkefni byggist á hópvinnu
og reynir mjög á verkþekkingu
manna. Þjóðir, sem lent hafa í stríði,
skiija þetta mun betur en íslending-
ar en þessi þekking og vinnutilhög-
un á rætur að rekja til stríðsár-
anna,“ upplýsir Þór.
Hann segir að á þessum nám-
skeiðum í björgunar- og ruðnings-
störfum læri menn að byija á því
að skoða svæðið og fjarlægja þá
sem sjást. Því næst eigi að leita að
fólki í húsum, sem minnst eru
skemmd. Þriðja stigið sé að leggja
í mikla vinnu við að ná fólki úr
rústunum. Hins vegar eigi ekki að
fara inn í húsin án þess að þau séu
sérstaklega styrkt. Þar næst sé lagt
í mjög erfiða vinnu við að ná fólki,
sem er innilokað og klemmt, yfir-
leitt í húsum,. sem eru mjög illa
farin og að hruni komin. Að Iokum
séu stykki fyrir stykki tekin upp í
rústunum og lögð til hliðar en alltaf
sé von um að finna fólk á lífi í
húsarústum.
„Á þessum námskeiðum kennum
við hvernig menn eiga að stjóma
sínum flokki en 84 flokksstjórar
þurfa að vera í þessum björgunar-
Morgunblaðið/Þór Magnússon
Menn þjálfaðir í björgunar- og ruðningsstörfum í Saltvík á Kjalar-
og ruðningsflokkum, samkvæmt
áætlun Almannavarna ríkisins. Nú
þegar eru 26 menn búnir að fara
á námskeið hjá okkur og við munum
halda vel áfram við þessa kennslu
á næsta ári,“ segir Þór.
Hann segir að samkvæmt skil-
greiningu Almannavarna ríkisins
eigi að vera 40 manna björgunarlið
fyrir hver 4 þúsund manns. „Við
ætlum að þjálfa 15-20 menn í björg-
unar- og ruðningsstörfum í hverjum
björgunarflokki fyrir sig. Þeir, sem
fara á námskeið í björgunar- og
ruðningsstörfum, eru félagar í
Slysavamafélagi íslands, Hjálpar-
sveitum skáta og Flugbjörgunar-
sveitinni," segir Þór.
Hann segir að þessi námskeið í
björgunar- og ruðningsstörfum
hjálpi björgunarsveitunum verulega
í snjóflóðum, sem falli hér á byggð-
ir á nokkurra ára fresti. „Á þessum
námskeiðum kennum við meðal
annars slökkvitækni, reykköfun og
skyndihjálp. Við reiknum með að
stór jarðskjálfti verði á Suðurlandi
og viljum búa okkur undir hann,
þar sem lögregla og slökkvilið verða
að öllum líkindum bundin í stórum
verkefnum í slíkum jarðskjálfta,“
segir Þór Magnússon.
vinnslu, ræktunar holdanauta og
smábátaútgerðar og tilheyrandi
hafnar. Þá er í skýrslunni sett fram
nýstárleg hugmynd um skíðasvæði
á Mýrdalsjökli í tengslum við efl-
ingu ferðaþjónustu. Ungmennafé-
lögin á staðnum keyptu skíðalyftu
árið 1988 sem sett Var upp á jöklin-
um. Talið er kjörið að koma upp
skíðaaðstöðu á þessu svæði yfir
sumartímann. Sett er fram hug-
mynd um uppbyggingu sumarhúsa-
hverfa sem kalla síðan á margv-
íslega þjónustu. Einnig er talað um
‘ nánaar samstarf við aðila á Kirkju-
bæjarklaustri um ýmis konar at-
vinnustarfsemi.
í skýrslunni kemur fram að verð
á íbúðarhúsnæði í Vík er mjög lágt,
miðað við höfuðborgarsvæðið, svo
þar er tiltölulega kostnaðarlítið að
heija þar búskap.
Saga Islands V. komin út:
Meginkaflinn
um ensku öldina
SAGA íslands V. er komin út hjá
Bókmenntafélaginu í ritstjórn
Sigurðar Líndals prófessors. Er
þar rakin sagan frá því um 1400
fram undir miðja 16. öld. Er
meginkafli bókarinnar um ensku
öldina, eftir Björn Þorsteinsson
og Guðrúnu Ásu Grímsdóttur en
Sigurður Líndal hefur samið
nokkra viðauka.
í bókinni er einnig íjallað um
hvernig ísland kom við sögu í landa-
fundunum miklu á síðari hluta 15.
aldar. Mikil tengsl voru milli íslands
og Bristol á Englandi og í janúar
1477 kom Kristófer Kólumbus
þangað og síðan fór hann í för til
Islands. Þar kynntist hann úthafinu
í fyrsta skipti og frá sjómönnum í
Bristol og Islendingum fékk hann
vitneskju um lönd í vestri.
Sérstakur kafli er um bókmennt-
asögu tímabilsins eftir Jónas Krístj-
ánsson og er þar gerð grein fyrir
riddarasögum, fornaldarsögum,
sagnadönsum, rímum og helgi-
kvæðum. Þá er myndlistarsaga eft-
ir Björn Th. Björnsson þar sem seg-
ir frá áhrifum gotneska stíisins á
Sigurður Líndal.
íslenska list síðmiðalda.
Bókin Saga íslands V. er 370
blaðsíður að stærð. Að sögn Sigurð-
ar Líndals er fyrirhugað að ritverk-
ið verði alls tíu bindi.
Bók um laxveiði eft-
ir Olaf E. Jóhannsson
FRÓÐI hf. hefur gefið út bókina
Leyndardóma laxveiðanna - list-
in að veiða lax/leiðbeiningar í
máli og myndum, eftir Ólaf E.
Jóhannsson.
Á bókarkápu segir m.a.: „Bókin
Leyndardómur laxveiðanna er
sannkölluð gullnáma fyrir alla þá
sem hafa áhuga á að stunda lax-
veiðar. Hún mun koma að góðum
notum, bæði fyrir þá sem er byrj-
endur, og þá sem lengra eru komn-
ir. í bókinni er lýst mismunandi
aðferðum við laxveiðar, bæði hvað
varðar veiðar á flugu, maðk og
spón. Að auki eru svo kynnt fyrir
lesendum ýmis þau tæki og tól sem
notuð eru við veiðarnar.
Minningar Péturs
Eggerz sendiherra
SKUGGSJÁ hefur gefið út bókina
Myndir úr lífí Péturs Eggerz,
fyrrverandi sendiherra, sem Pét-
ur ritaði sjálfur. UndiilitiII bókar-
innar er Gaman og alvara.
Á bókarkápu segir: „Hér rekur
Pétur Eggerz, fyrrverandi sendi-
herra, minningar sínar. Hann segir
fyrst frá lífi sínu sem lítill drengur
í Tjarnargötunni i Reykjavík, þegar
samfélagið var mótað af allt öðrum
viðhorfum en tíðkast nú á dögum.
Síðan fjallar hann um það, er hann
vex úr grasi og ákveður að nema
lögfræði, og síðar fer hann til starfa
í utanríkisþjónustunni og verður
sendiherra. Hann hefur kynnst
miklum fjölda fólks og þar má nefna
Svein Bjömsson forseta og Georgíu,
forsetafrú, Ólaf Thors, Vilhjálm
Þór, Jóhann Sæmundsson lækni,
Jónas Thoroddsen og fleiri. í sendi-
herrastarfmu getur margt gerst,
bæði gaman og alvara.“
Bókin er 216 blaðsíður og er
prentuð hjá Prisma í Hafnarfirði.
Pétur Eggerz
Ólafur E. Jóhannsson
Hvar liggur laxinn? Hvernig á
að „lesa vatn“? Hvenær tekur lax-
inn helst? Og af hverju tekur hann?
Þetta eru spurningar sem veiði-
menn spyrja bæði sjálfan sig og
aðra. Auðvitað er ekki hægt að
gefa tæmandi svör við þessum
spurningum en í þessari bók er þó
reynt að gefa eins ítarlegar upplýs-
ingar og frekast er unnt.
I bókinni er að finna upplýsingar
frá mörgum þekktustu laxveiði-
mönnum landsins sem miða lesend-
um af þekkingu sinni og reynslu
hver á sínu sviði. Þau ráð munu
koma mörgum til góða.“