Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 33 BBC hefur rekst- ur heimssjónvarps Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. BRESKA ríkissjónvarpið, BBC, hefur ákveðið að hefja gervi- hnattasendingar á fréttum og öðru vönduðu efni til sjónvarps- áhorfenda víða um heim. Ætlun- in er sú að endurtaka leikinn frá árinu 1932 er hafnar voru út- varpssendingar Heimsþjónustu BBC (BBC World Serviee), sem nýtur mikillar virðingar fyrir vandaða dagskrárgerð og áreið- anlega fréttamennsku. Að sögn talsmanns BBC verða fréttasendingar hafnar snemma á næsta ári og verður í fyrstu um að ræða hálftíma fréttaþátt sem send- ur verður út á vegum Evrópuþjón- Bretland; Dauðarefs- ingum fyrir morðhafnað Lundúnum. Daily Telegraph. BRESKA þingið felldi á mánu- dagskvöld tillögu íhaldsmanna um að dauðarefsingar yrðu heimilaðar að nýju fyrir morð. Þær voru afnumdar fyrir 25 árum. Atkvæðagreiðslan leiddi í ljós að mun fleiri þingmenn eru andvígir dauðarefsingum nú en fyrir þremur árum, er slík tillaga var síðast lögð fram. Þetta er því mikill ósigur fyr- ir þá sem hafa barist fyrir því að hengingar verði teknar upp að nýju. Aðeins 186 greiddu atkvæði með tillögunni en 349 á móti. Hins vegar var saniþykkt að heimila áfram dauðarefsingar fyrir landráð og sjórán. John Major forsætisráðherra og flestir ráðherranna í stjórn hans voru andvígir tillögunni þótt Marg- aret Thatcher, fyrrverandi forsætis- ráðherra, væri fylgjandi dauðarefs- ingum. Stuðningsmenn tillögunnar sögðu að stór hluti almennings vildi dauðarefsingar fyrir morð þar sem glæpum færi fjölgandi og ekkert lát væri á starfsemi hermdarverka- manna. Reuter Neil Bush á hál- um ís í banka- viðskiptum Neil Bush, sonur George Bush Bandaríkjaforseta, er þarna að leika sér við dóttur sína Lauren fyrir utan forsetaskrifstofuna í Hvíta húsinu. Á þriðjudag mælti sérstakur dómari á vegum alrík- isstjórnarinnar með því að tak- markanir yrðu settar á afskipti hans af bankastarfsemi vegna embættisfærslu hans í starfi sparisjóðsstjóra Denver Sil- verado-sparisjóðsins sem komst í greiðsluþrot og kostaði banda- rísku þjóðina um einn milljarð dollara. Neil Bush segist ekki hafa aðhafst neitt ólöglegt. ustu BBC á degi hveijum. Eftir því sem næst verður komist er einung- is unnt að taka á móti sendingum Evrópuþjónustunnar á íslandi með mun stærri móttökudiskum en al- mennt tíðkast hér. Framkvæmda- stjóri heimssjónvarpsins sagðist í gær stefna að því að hægt yrði að ná sendingum þessum um allan heim við lok næsta árs. Síðar á árinu er stefnt að því að þrír fréttaþættir verði sendir út daglega auk þess sem fréttayfirlit verður þá einnig birt á öðrum tung- umálum en ensku. Að auki verður áhorfendum boðið upp á vandað efni sem nú er sýnt á rásum BBC á Bretlandi og í Evrópu. Gert er ráð fyrir að þessu efni verði síðar einnig dreift til Bandaríkjanna og Japans. Áhorfendur verða ekki krafnir um leyfisgjald og er það ætlun for- ráðamanna BBC að tekjum af Evr- ópuþjónustunni verði varið til að byggja upp heimssjónvarpið. Um sjö milljónir heimila hafa nú aðgang að Evrópuþjónustunni en talið er að 120 milljónir manna nýti sér sendingar Heimsþjón- ustunnar .sem útvarpað er á 37 tungumálum auk ensku. Metsölulisti New York Times (16 12) Mest seldu kiljurnar <í> The Bad Place eftir Dean R. Koontz. 4 Gentle Rouge eftir Johanna Lindsay. Dawn eftir V.C. Andrews. | The Dark Half eftir Stephen King. | Reasonable Doubt eftir Philip Friedman. j Foucaults Pendulum eftir Umberto Eco. j Daddy eftir Danielle Steel. | Misery eftir Stephen King. | It eftir Stephen King. Silver Wedding eftir Maeve Binchy. IThe Bonfire of the Vanities eftirTom Wolfe. IHome is the Hunter eftir Dana Kramer-Rolls. IRama II eftir Arthur C. Clarke og Gentry Lee. j Dances with Wolves, eftir Michael Blak6. IOIdest Uving Confederate Widow Tells All eftir Allan Gurganus. A6 sjálfsögöu fást allar þcssar kiljur í vcrslunum Eymundsson. AUSTURSTRÆTl - VIÐ HLEMM - MJÖDD - KRINGLUNNI - EIÐISTORGI 9148880 91-29311 91-76650 91-68785« 91-611700 LýTT SÍMANÚMER BLAÐAAFGRöÐSLU fl9R0 Nýarsfagnaðnr á Breidvangi Fjórréttaður hátíðarmatseðill ásamt úrvals fordrykk Matseðiíl Forréttur: Svanamelodía Milliréttur: Reykt nautalund með graslaukssósu Aðalréttur: Kampavínssoðnir humarhalar með appelsínumintsósu og grcenum aspas Eftirréttur: Hdtíðarterta Breiðvangs Kaffi og konfekt Rautt og hvítt sérínnflutt eðalvín verður boríð fram með hátíðarverðinum Stórkostlegt nýárskvöld á Breiðvangi þar sem sérstaklega verður vandað til og mun allt verða gert til að gera þetta að einni veglegustu veislu ársins. Frábærír skemmtikraftar munu heiðra gesti Breiðvangs með nærveru sinni. Flosi Ólafsson flytur ræðu kvöldsins Garðar Cortes syngur létt lög Jóhannes Kristjánsson fer með gamanmál Danspör frá Dansskóla Sigurðar Hákonarsonar sýna dans. Svo er eitt atriði í viðbót sem verður rúsína í pylsuendanum. Hljómsveit Gunnars Þórðarsonar, ásamt söngvurunum Helgu Möller og Eyjólfi Kristjánssyni mun sjá um fjörið fram á rauða nótt. Borðapantanir á Breiovangi alla virka daga frá kl. 1—6 e.h. í síma 77500. IIIIIYVM11 IMJCDD

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.