Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 46

Morgunblaðið - 20.12.1990, Page 46
Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Um útgáfuna sá Nanna Rögn- valdsdóttir Prentun: Oddi hf. Utgefandi: Iðunn „1. Hvorir eru fleiri, tölustafirnir eða bókstafirnir? (846) 2. Hvaða litir eru í norska fán- anum? (1559) 3. í hvaða heimsálfu eru heim- kynni panda-bjarnarins? (1673) 4. Um hvaða íslenskt fjall skrif- aði franski rithöfundurinn Jules Verne í einni bóka sinna? (1330) tít rm u STERKA RYKSUGAN 5. Hvernig eru krónublöð á íslenskri baldursbrá á litinn? (212) 6. Hvaða fugl er þetta: „Hann er með rauðan gogg og rauða fætur, svarta kollhettu en að öðru leyti hvítur. Hann ræðst oft á þá er nálgast varpsvæði hans.“ (223)“ Þetta er bráðsnjöll, afarkærkomin bók. Já, hversu oft er ekki erfitt að finna leik, sem fjölskyldunni hæfir allri, ungur og gamall gangi jafnir til hans? Úr þessu er bókinni ætlað að bæta. Spurningum er raðað í 6 flokka, misþunga, sumir hæfa barni, aðrir táningi, og þeir erfiðustu spek- ingum. Hér er glímt við gamlar gát- ur; málshætti; skólalærdóminn; bók- menntir; tónheim; umhverfið; fólk í fréttum, kvikmyndum, íþróttum, listum, stjórnmálum; og margt, margt fleira sem reynir á minni og þroska þeirra er leikinn þreyta. Stundum verður þú að kunna rétt svar, stundum ertu leiddur að því með 3 tillögum, nokkurs konar krossapróf, og á stundum ber þér að velja á milli réttrar fullyrðingar og rangrar. Eitt er víst, sá sem kann svör við spurningunum öllum er æði fróður, og það er spá mín að marg- ur verði það af kynnum við þessa bók. Því fagna ég henni, að hún sameinar fjölskyldur, eða vini, í þro- skandi leik, fræðir og skemmtir í senn. Það er bráðsnjallt hjá Nönnu að rita inngang að bókinni, benda á, hvernig hægt er að nýta hana, svo sem flestum hæfi. Um spurningarnar er lítið hægt að dæma, hvað skal taka með, hveiju sleppa, hlýtur alltaf að vera matsat- riði. Kannske hefðu spurningar 1. flokksins mátt vera enn léttari, svona til þess að auðvelda litlum snáða eða hnátu að sigra pabba eða mömmu, eldri systkini, efla þannig sjálfsöryggi, því siíkt er forsenda árangurs í námi'. Nú, svörin við sum- um spuminganna verða úrelt innan tíðar, t.d. „Er hægt að aka á bíi milli Englands og Frakklands? (bls. 120)“. Málið er yfirleitt mjög skýrt, auð- skilið hvað við er átt. Ekki skil ég af hveiju svör en ekki spurningar eru í réttri númera- röð. Þessi háttur tefur leit, ruglar. Ég hefði líka kosið, að flokkar hefðu Nanna Rögnvaldsdóttir staðið á einni síðu, ekki skipt miili tveggja. En hér er ég að ræða um smekk, og ég man að nýtni er dyggð. Nafnið skil ég alls ekki: „1999 spurninga spurningaspilið", sé líka á kápu, að teiknarinn hefur ekki gert það heldur, því þar breytir hann „spurningaspili" í „spurningaleik". Það hefði betur verið við hæfi. En þetta eru smámunir, matsat- riði, skiptir litlu, hitt er aðalatriði, að hér er rétt fram frábær bók. Hafi þeir, er að unnu, kæra þökk fyrir. HROSSIN í SKORRADAL GULLFALLEGIR PELSAR MJÖG GOTT VERÐ GREIÐSLUSKILMÁLAR Safalinn, Laugavegi 25, 2. hæð. Sími 17311 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 /P%> KÓPAVOGI - -SÍMI 41000 HAFNARFIRÐI SÍMI54411 ðHÉta ÖRYGGIí JÓLAGJÖF Vinnuslys gera ekki boð á undan sér. Samkvæmt könnun Vinnueftirlits ríkisins þá eru támeiðsl mjög algeng í hvers konar iðnaði. Támeiðsl geta oft verið varanleg og menn sem missa tær eiga erfitt með að ganga eftir það. Það er sannað að JALLATTE öryggisskórnir veita örugga vörn.Stál í tá veitir vernd gegn þrýstingi og höggi. Stálþynna í sóla er vernd gegn nöglum, egg - og oddhvössum hlutum. Hugsaðu um þína nánustu um jólin, og veldu JALLATTE öryggisskó í pakkann. Gefðu öryggi - gefðu JALLATTE öryggisskó. SPURNINGASPILIÐ Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson Höfundur: Olavur Michelsen. Þýð- ing: Hjörtur Pálsson. Myndir: Erik Hjorth Nielsen. Disklinga- vinna, umbrot og filmur: G. Ben. prentstofa hf. Prentað í Dan- mörku. Útgefandi: Örn og Örlyg- ur hf. Þetta er hugljúf myndabók, hreint ótrúlegt, hvað teiknarinn hefir lagt á sig, til þess að skilja hestinn, skilja það umhverfi og atlæti, sem hann mátti búa við. Frelsi í fjallasalnum, fimi og þróttur, hvinur í fjallsins egg, leikur vors í faxi, eldur í augum og hnegg í nösum, öllu þessu nær hann á meistaralegan hátt. Líka því, er folinn rauði ver frelsi sitt, verður samt að láta undan, þá læðzt er að honum um nótt, mótþrói í enskri námu; vinátta við John, ungan einstæðing, og svo hryllings með- ferð, augu blinduð, og í huga skepn- unnar verður það eitt eftir sem minnið kallar fram um frelsi æsku- ára. Myndir og texti falla mjög vel saman, raunsönn mynd, og saga af þeim hörmungum, er hestar máttu þola hér fyrrum, kannske enn, þegar fégræðgin lemur alla samúð úr brjósti. Myndir taka lesmáli langt fram í mínum huga. Veldur þar ekki litlu, að til er íslenzkt ljóð, Stjörnufákur, HÆGINDA- STÓLA Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! y /ponix HATÚNI 6A SÍMI (91)24420 eftir Jóhannes úr Kötlum. Það kvæði segir nákvæmlega sömu sögu, að- eins á miklu meitlaðri, listrænni hátt. Skiiji enginn mig samt svo, að ég sé hér að væna Ólav um ritstuld, nei, íjarri mér, því í hugum skálda getur vissulega sama myndin kvikn- að. Var það ekki Jónas minn Hallgr- ímsson sem virtist eiga tvíburasál í ítölsku skáldi? En sleppum þessum bollaleggingum, þær skipta engu, heldur hitt, að hér er ritað af samúð og skilningi um „skynlaust" dýr. Þýðing Hjartar er góð, lipur og fal- leg, eins og skáldi sæmir. Falleg, eiguleg bók. SIGGEIRSS0N Hesthálsi 2 ■ 4 Reykjavík. Sími 91-672110 GENGIÐ GEGN- UM 62 LJÓÐ Bókmenntir Ingi Bogi Bogason Norma Samúelsdóttir: Ganganlanga. 1990. Stíl þessarar litlu ljóðabókar mætti kannski kalla talmálslegan. Að minnsta kosti er hér lítið um orðnotkun í yfirfærðri merkingu; Myndir eru beinar og tvíræðni ein- stakra orða fjarri: „Gengur út / dimmblár himinn / blærinn angar af sjávarlykt I..." Ljóðin eru 62 talsins, auk staks ljóðs í upphafi. Fýsilegt er að líta svo á að hvert ljóð fjalli um við- burði eins dags. Sögð er saga þess sem í upphafi gengur heill um hálar götur bæjarins, missir síðan fót- anna en nær sér aftur undir lokin. Ekki sérlega í frásögur færandi eitt óg sér. Þótt tilefni yrkinganna sé aug- ljóslega raunveruleg þrautaganga liggur samt nærri að túlka göng- una, sem kemur fyrir í ýmsum til- brigðum, táknrænum skilningi. Það er hins vegar oft æði erfitt. Form ljóðanna er óvenjulegt — löng erindi og stuttar línur, sumar aðeins eitt orð; Norma Samúelsdóttir Getur ekki farið svona hægt svona hölt brýst út vein í heild skortir þessa bók töluvert til að eiga alvarlegt erindi við mann. Lesandinn hefur hér ekki úr mörgu að moða. Vera má að ágallinn liggi frekar í efniviðnum en handbragð- inu. Hann býður illa upp á þá list- rænu meðferð eða táknrænu skír- skotun sem einmitt verður að telja nauðsynlega. Metsölubbð á hvequm degi!

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.