Morgunblaðið - 20.12.1990, Side 49
MORGUNBLAÐIÐ FIMMtUDAGUR 20. DESEMBEK 1990
49
GRÍN OG GAMANMÁL
Bókmenntir
Sigurður Haukur Guðjónsson
Grín og gamanmál.
Safnað hefir: Guðjón Ingi
Eiríksson.
Prentverk: Steinholt hf.
Bókband: Félagsbókbandið
Bókfell hf.
Útgefandi: Örn og Örlygur.
Einhverju sinni las ég: „Hlátur-
inn lengir lífið“, og sé sú fullyrðing
rétt, þá er þessi bók holl lesning.
Hitt er öruggt, að margur mun
brosa, skella uppúr, hlæja hátt og
lengi við lesturinn, já, og lika dag-
inn eftir.
Já, undarlegir erum við menn, '
alltaf að safna að okkur því er
vekur athygli. Sumir safna
frímerkjum; sumir spilum; sumir
bókum; sumir fasteignum; sumir
skuldum, og svo væri lengi hægt
að telja. í þessu felst mennskan,
það er líklega aðeins glysgjarn
hrafninn sem nálgast okkur á
þessu sviði.
Segðu mér hveiju þú safnar,
og ég skal segja þér hver þú ert.
Guðjón Ingi hlýtur að vera háð-
fugl mesti, hafa unun af tilburðum
okkar við að sýnast menn. Hann
hefir safnað í hirzlu sína spaugi-
legum tilsvörum, spaugilegum at-
burðum, háðskum lýsingum, ekki
aðeins meðal okkar þjóðar, heldur
leitar hann fanga langt út fyrir
landsteina. Þetta er því sýnishorn
um alþjóðakímni, kímni sem engan
særir, en margan kætir.
Safnarinn skiptir bókinni í 22
flokka, ekki alltaf ljóst hvað veld-
ur, og síðan bætir hann við: He-
furðu heyrt um .. . og spurningar
án svara. Fyndni er erfitt að fanga
í orð, því býð ég þér örfá sýnishorn:
☆ ☆ ☆
Fangelsisprestur spurði eitt sinn
fanga sem búið var að dæma í
rafmagnsstólinn hver hans hinsta
ósk væri.
„Eg vildi gjarnan að þú héldir
í hendina á mér, þegar þeir setja
rafmagnið á,“ svaraði sá dauða-
dæmdi.
☆ ☆ ☆
Kennarinn: „Hvaðan hefur
drengurinn yðar þennan mikla
fróðleiksþorsta?"
Móðirin: „Fróðleikinn hefur
hann frá mér, en þorstann frá
föður sínum.“
☆ ☆ ☆
Maður nokkur fór með úrið sitt
í viðgerð. Og þar sem lítið var að
gera hjá úrsmiðnum tók hann úrið
strax í sundur. Kom þá í ljós dauð
fluga inn í úrinu. Hann sýndi eig-
andanum það, sem starði furðu
lostinn á, en mælti því næst:
„Það er engin furða að úrið
skuli hafa stoppað fyrst vélstjórinn
er dauður.“
☆ ☆ ☆
Lögreglumaðurinn: „Það er
stranglega bannað að synda í
tjörninni."
Maðurinn: „Ég kann ekki að
synda. Ég datt bara út í og er
alveg að drukkna."
Lögi’eglumaðurinn: „Jæja, þá
er þetta allt í lagi.“
☆ ☆ ☆
Er líkfylgd fór framhjá golfvell-
inum, sleppti Jónas kylfunni, tók
ofan húfuna og sagði við félaga
sinn:
„Maðurinn verður nú að vera
hátíðlegur við svona tækifæri. Ég
er nú búinn að vera giftur dóttur
hennar í 25 ár.“
Frágangur bókar er allur mjög
smekklegur, útgáfunni til sóma.
Góða skemmtun.
Kryddhilla, kr. 1.875.
Ketill, kr. 2.985.
Stórgóð
jolagjof
HÚSASMIOJAN
SKÚTUVOGI 16 S I M I. 687700
Heimasmiðjan
KRINGLUNNI SÍMI: 685440
FRÁSAGNIR
ÆVIBROT efftir Dr. Gunnlaug Þórðcrson
Gunnlaugur hefur ávallt verið hres (fasí og talað tæpitungulaust
I þessari bók kemur hann svo sannartega til dyranna eins og hann
er klæddur. Rekinn úr skóla - Að upplifa dauðann - Ritari forseta
fslands - Smiður á Lögbergi - Húðstrýktur fyrir kirkjudyrum.
- Þetta eru nokkur lýsandi kaflaheiti sem segja meira en mörg orð
um það hvers lesandinn má vænta. Fjðldi Ijósmynda prýðir bókina.
k LANDAKOTI
eftir Dr. Bjarna Jönsson yfirlækni
Dr. Bjarni Jónsson var um áraraðlr fremsti sérfræðingur fslendinga
(bæklunarsjúkdómum og meðferð hófuðslysa. Þetta er saga af merkri
stofnun og Ifknarstarfi í nærri heila öld þar sem margir af fremstu
læknum iandsins koma við sögu. Bókina prýða 60 Ijósmyndir.
. s
SETBERG