Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 20.12.1990, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 57 Djöfulleg'ir englar Hljómplötur Andrés Magnússon Það er orðið nokkuð um liðið síðan Rikshaw lét fyrst í sér heyra. Þrátt fyrir að ljóst væri að metnaðurinn var svo sannarlega fyrir hendi, hlaut hljómsveitin aldrei þá viðurkenningu sem henni bar. Gagn.rýnandi minnist meira að segja koilega sem afskrif- aði sveitina sem útþynnta eftirhermu Duran Duran! Það hefur verið hljótt um Rikshaw í nokkurn tíma, en hins vegar sópar Loðin rotta að sér áheyr- endum hvert kvöld. Á dögunum kom rottan úr skápnum og gaf út plötu. Rikshaw lifir. Platan Angels/Devils er á ensku. Fyrir nokkrum árum voru menn jarðaðir fyrir slíkt, en undirritaður verður að játa að hann sér ekkert athugavert við enskunotkun Rik- shaw. Miðað við þann leir, sem þorri íslenskra poppara lætur frá sér, lig gur við að maður óski þess að þeir láti íslenskuna vera, hún hafi ekki gert þeim neitt. Svo má náttúrulega ekki gleyma ónefndu nóbelsskáldi, sem fór til Hollywood undir dulnefn- inu Hal Lax og fékk að skrifa kvik- myndahandrit á ensku öldungis óáreittur. Richard Scobie hefur mjög gott vald á enskri tungu og þó svo hann verði varla krýndur lárviðarsveigi fyrir skáldskapinn eru textarnir fylli- lega sambærilegir við það sem ger- ist í „bransanum" ytra. Platan er ekki einungis á ensku, heldur hljómar hún líka mjög amerískt, enda að því stefnt; skífan er ekki síður gerð til þess að reyna fyrir sér á erlendri grundu. Ef stað- setja ætti hljóminn nánar er hann líkast til ættaður frá New Jersey LJOSI BARNA- HERBERGIÐ Rafkaup ÁRMÚLA 24-SÍMAR 681518-681574 eins og rækilega heyrist í titillagi plötupnar. Sumsé ósvikið rokk. Það kennir margra grasa á þess- ari skífu, allt frá Promises, Promises til Crazy, sem er þægilegt útvarps- lag, frá ballöðu eins og Celestial Garden til stuðlags eins og Medicine Man og ljúfs viskíblús eins og Fall- in’ to the Ground. Richard Scobie á megnið af lögun- um á plötunni, en félagar hans, þeir Ingólfur Guðjónsson hljómborðsleik- ari og Sigurður Gröndal gítarleikari, leggja honum einnig eitthvað til. Það er skemmst frá að segja að hér er upp til hópa um prýðilegar lagasmíð- ar að ræða og sem söngvari sækir Scobie í sig veðrið. Lagasmíðarnar eru reyndar misfmmlegar, en á það má svo sem minna að Rolling Ston- es hafa ekki sent frá sér eitt frum- legt lag frá Satisfaction og stendur reyndar lærð deila um frumleika þess. Hljóðfæraleikurinn er svo að segja óaðfinnanlegur. Sérstaklega ber að nefna gítarleik Sigurðar Gröndal í því samhengi. Sigurður hefur verið með snjallari gítarleikurum okkar, en á Angels/Devils sýnir hann svo ekki verður um villst, að hann er gítarleikari í stöðugri framför. Sig- fús trumbuleikari hefur þann fágæta eiginleika að vera agaður trutpbu- leikari án þess að glata niður keyrsl- unni, sem verður að vera til staðar í tónlist af þessu tagi. Hljómborðs- leikur Ingólfs er mjög fyllandi án þess þó að kæfa allt og alla, þó með þeim fyrirvara, sem gerður er í næstu málsgrein. Utsetningar eru mjög vandaðar, en þó hallast ég að því að sleppa hefði mátt nokkrum hljóðgervilsfyll- ingum og gamla góða Hammondið notað meira. En það er tittlingaskítur. Hér er um mjög eigulegan grip að ræða og hún ásamt nokkrum öðrum plötum, sem út koma um þessar rnundir, sannar að ný kynslóð íslenskra popp- ara er að ryðja sér rúms. Að sumu leyti undir ríkari áhrifum erlendis frá en verið hefur, en það, lesandi góður, held ég sé síður en svo af hinu slæma. kæliskápar * frystiskápar * frystikistur Seljum í dag og næstu daga nokkur lítillega útlitsgölluð GRAM tæki 3ÍSk með góðum afslætti. ára ábyr ára ábyrgð GOÐIR SKILMÁLAR TRAUST ÞJÓNUSTA /7=nnix HÁTÚNI 6A REYKJAVÍK SÍMI (91)-24420 Leiðrétting* Þau mistök urðu í blaðinu í gær, að röng ljósmynd birtist með grein Jóns Stefánssonar um Jónas Guð- laugsson ljóðskáld. Hlutaðeigendur eru beðnir afsökunar og birtist hér rétt mynd. ELTA 4220 Útvarpsklukka FM og MW með vekjara. Verð kr. 2.390,- stgr. ELTA 6080 Einfalt mónó ferðatæki FM og MW Verð kr. 4.990 stgr. ELTA 5866 Vasadiskó með útvarpi FM og MW Verð kr. 2.790,- stgr. ELTA 6248 Einfalt stereó ferðatæki FM og MW Verð kr. 5.990,- stgr. ELTA 3851 Vasaútvarp FM með heyrnartækjum og klemmu Verð kr. 1.390,- stgr. ELTA 6456 Tvöfalt stereó ferðatæki FM, MW og LW Verð kr. 6.990,- stgr. Sex sérstaklega vönduð tæki á stórgóðu verði 1 jólapakkann Berðu saman verð og gæði, gerðu góð kaup hjá okkur L. við allra hæfi Oæðiá góðuverði Faxafeni 12, Reykjavík, sími 91-670420 Glerárgötu 30, Akureyri, sími 96-22550 ■i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.