Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 60
60
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990
Gunnar Guðmunds
son — Kveðjuorð
Móðurbróðir minn, Gunnar Guð-
mundsson, fyrrverandi deildarstjóri
við Útvegsbanka íslands, lést 1.
nóvember sl. eftir langa og erfiða
sjúkralegu. Ég var stödd erlendis
þegar hann var jarðsettur og langar
að minnast hans nokkrum orðum.
Gunnar var fæddur 19. nóvember
1920 á Selfossi. Foreldrar hans
voru Guðmundur Guðmundsson
síðar skrifstofustjóri í Reykjavík og
fyrri kona hans Kristín Gunnars-
dóttir. Guðmundur var sonur hjón-
anna Guðmundar Helgasonar,
prests í Reykholti í Borgarfirði af
Birtingaholtsætt og Þóru Ásmunds-
dóttur frá Odda á Rangárvöllum
en Kristín var dóttir Gunnars Gunn-
arssonar, kaupmanns í Reykjavík,
og konu hans Júlíönu ísfoldar Jóns-
dóttur. Gunnar átti þrjár systur,
Helgu og Ástu Júlíu, sem báðar dóu
í æsku, og Laufeyju, móður mína,
sem lifir bróður sinn. þegar Gunnar
var 8 ára gamall missti hann móður
sína og skömmu síðar kvæntist fað-
ir hans Lilju Sölvadóttur Víglunds-
sonar, skipstjóra í Reykjavík.
Gunnar lauk stúdentsprófi frá
MR 1939 og hóf þá störf við Út-
vegsbanka íslands. Hann var
þríkvæntur og eignaðist fjóra syni.
Fyrsta eiginkona hans var Ragn-
heiður Jóhannsdóttir móðir Jó-
hanns, starfsmanns við Skipaútgerð
ríkisins, og Guðmundar stýrimanns.
Önnur eiginkona Gunnars var Jó-
hanna Gunnarsdóttir, sem er látin,
en þeirra sonur er Gunnar, háskóla-
nemi í Bandaríkjunum. Eftirlifandi
eiginkona hans er Sigríður Theo-
dórsdóttir móðir Sverris Gríms,
grunnskólanema.
Ég man eftir frænda mínum,
ungum og ógiftum í foreldrahúsum
sem hafði mjög gaman af því að
glettast við litlu frænku sína.
Seinna kynntist ég annarri hlið
hans þegar ég fór að vinna í sumar-
leyfum undir hans stjórn í Útvegs-
bankanum. Hann reyndist ljúfur og
réttlátur yfirmaður sem allir báru
virðingu fyrir enda skarpgreindur
og fljótur að átta sig ef undirmenn
hans gerðu mistök. Gunnar var vin-
sæll meðal allra sem kynntust hon-
um. Hann var glaðvær, hafði ágæta
kímnigáfu en samt hógvær og yfir-
lætislaus og aldrei heyrði ég
styggðaryrði falla af hans vörum í
garð annarra.
í lífi Gunnars, eins og flestra
okkar, skiptust á skin og skúrir.
Áreiðanlega hefur verið erfitt fyrir
hana að missa móður sína svo ung-
ur en Lilja, stjúpmóðir hans, reynd-
ist honum vel og meðan bæði lifðu
var einstaklega kært á milli þeirra.
Systkinin, Laufey og Gunnar
voru alla tíð mjög samrýnd, voru
trúnaðarvinir og studdu hvort ann-
áð í lífsbaráttunni.
Samband Gunnars og föður hans
er mér mjög minnisstætt. Þeir höfðu
sömu áhugamál og sinntu þeim
saman ekki aðeins sem faðir og
sonur heldur sem vinir og félagar.
Náðu þeir báðir langt sem bridsspil-
arar, unnu fjölda verðlauna og m.a.
vann Gunnar silfurverðlaun ásamt
Einari Þorfinnssyni er þeir kepptu
í heimsmeistarakeppni í brids á
Bermuda 1950. Hafa íslendingar
aldrei náð svo langt í þeirri keppnis-
grein.
Gunnar hélt gleði sinni og bjart-
sýni þótt veikindi væru tekin að
hrjá hann hin síðustu ár. Hugur
hans nánustu kom vel í ljós er hann
háði sitt langa helstríð sem varaði
í 11 vikur. Eftirlifandi eiginkona
hans, Sigríður, sýndi honum mikla
umhyggju og ástúð og viku hún,
synir og systir vart frá hans sjúkra-
beði.
Að leiðarlokum kveð ég Gunnar,
frænda minn, með eftirsjá og trega
og þakka honum samfylgdina. Það
er huggun að eiga góðar minningar
um drengskaparmann, yfir þeim
ríkir birta og hlýja.
Blessuð sé minning Gunnars
Guðmundssonar.
Kristín Arnalds
Nýborgí#
Ármúla 23, sími 83636
Borðbúnaður
oggjafavara
+
Hjartkæri, litli drengurinn okkar og bróðir,
JÓN VÍDALÍN SIGURHANSSON,
andaðist laugardaginn 15. desember.
Jarðarförin fer fram frá Fossvogskapellu föstudaginn 21. desem-
ber kl. 10.30.
Erla Bára Jónsdóttir, Sigurhans Hlynsson
og börn.
t
Föðursystir mín,
ÞÓRHILDUR HJALTALÍN,
Grundargötu 6,
Akureyri,
andaðist á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri þann 1 7. desember.
Útför hennar verður gerð frá Akureyrarkirkju föstudaginn 28.
desember kl. 13.30.
Fyrir hönd vandamanna,
Rafn Hjaltalín.
t
Eiginkona mín, móðir okkar og tengdamóðir,
ELÍN JÓNSDÓTTIR,
Árgötu 8,
Húsavík,
sem lést hinn 15. desember, verður jarðsungin frá Húsavíkur-
kirkju laugardaginn 22. desember kl. 14.00.
Gunnar Maríusson,
börn og tengdabörn. —
+
Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi,
BRYNJÓLFUR BJÖRNSSON,
Ártúni 6, Selfossi,
verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardaginn 22. desember
kl. 15.
Guðbjörg Sveinsdóttir,
Kristín Brynjólfsdóttir Hultgren,
Sveinbjörg Þóra Brynjólfsdóttir, Alfreð Guðmundsson
Björn Brynjólfsson, Rósa Magnúsdóttir,
Hulda Brynjólfsdóttir, Fróði Larsen
og barnabörn.
+
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma og langamma,
HUGBORG GUÐJÓNSDÓTTIR,
Álfaskeiði 35,
Hafnarfirði,
sem lést laugardaginn 15. desember sl., verður jarðsungin frá
Fríkirkjunni í Hafnarfirði föstudaginn 21. desember kl. 15.00.
Kjartan Guðmundsson,
Guðrún Kjartansdóttir, Gústav Sófusson,
Ómar Önfjörð Kjartansson,
barnabörn og barnabarnabörn.
+
Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og útför
MILUTINS KOJIC.
Guðrún Óskarsdóttir,
Irena G. Kojic, Helena Kojic, Aleksandra Kojic.
Milunka Kojic, Karl Aspelund,
Ármann Kojic Jónsson, Persida Guðný Þorgrimsdóttir.
Minning:
Jóhanna Siguijóns-
dóttir Skagaströnd
Fædd 13. júní 1928
Dáin 14. desember 1990
í dag verður til grafar borin
tengdamóðir mín, Jóhanna Sigur-
jónsdóttir. Eftir erfiðan sjúkdóm
sem hún barðist við með sinni ein-
stöku hörku og dugnaði, hefur hún
nú fengið hvíld. Já, Hanna var dug-
leg og sterk kona sem kom vel í
ljós þegar hún missti manninn sinn,
snögglega 1977. Ég dáðist þá að
styrk hennar.
Hanna var fædd og uppalin í
Vestmannaeyjum. Hún fór í
Kvennaskólann á Blönduósi. Þar
kynntist hún honum Adda sínum
frá Balaskarði, eins og hann var
alltaf kallaður, en hét Astmar Ingi-
marsson. Þau byrjuðu sinn búskap
á Skagaströnd, og eignuðust 4
börn, Siguijón, f. 1949, Signýju, f.
1950, Ingvar, f. 1954, og Kára, f.
1961. Bamabörnin eru 12.
Fjölskyldan var Hönnu allt. Hún
var oft mjög skemmtileg, sérstak-
lega í þröngum vinahóp. Mér er ljúft
að minnast þegar hún og Bíbí, syst-
ir hennar, heimsóttu okkur til Bol-
ungarvíkur. Þær áttu mjög vel sam-
an og þá var oft glatt á hjalla.
Þessar stundir eru mér dýrmæt
minning. Hanna átti 3 systkini,
Ingvar, Bíbi og Ásu, öll búsett í
Vestmannaeyjum. Einnig er eftirlif-
andi móðir hennar í Vestmannaeyj-
um, Hólmfríður Guðjónsdóttir.
Tengdamóðir hennar liggur á Hér-
aðshælinu á Blönduósi, Signý Bene-
diktsdóttir frá Balaskarði, orðin 90
ára. Hanna bjó áfram á sínu heim-
ili á Skagaströnd eftir að maður
hennar dó, allt þar til hún var flutt
á Héraðshælið á Blönduósi 21. nóv.
sl. og lést þar.
Elsku Hönnu þakka ég allar
stundirnar sem við áttum saman,
hve hún var mér góð og vildi allt
fyrir mig gera. Ég man þá stund
er ég kom í fyrsta sinn til hennar
og Adda. Ég var svo kvíðin. En það
var óþarfi. Þau tóku mér strax opn-
um örmum.
Megi góður Guð geyma hana og
gefa ættingjum hennar styrk í
þeirra sorg.
Drottinn blessi minningu Hönnu.
Legg ég nú bæði líf og önd
ljúfi Jesú í þina hönd
síðast þegar sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
Jóna
Kveðjuorð:
Ingi Gests Sveinsson
Fæddur 21. júlí 1968
Dáinn 13. desember 1990
Það sem einkenndi Inga bróður
var lífsgleði, jákvæðni og vilji til
að vera góður við alla þá sem hann
unni og gera það besta úr hlutunum
hveiju sinni, það var einnig það sem
gerði honum kleift að beijast langri
og hatrammri baráttu við sjúkdóm-
inn sem hann varð þó að gefast upp
fyrir að lokum.
„Þeir deyja ungir sem guðirnir
elska.“
Löngum og ströngum þjáningum
hans er lokið og er ég þess fullviss
að hann hefur fundið friðinn í landi
eilífðar.
Minningin um indælan og góðan
dreng mun búa í hjörtum okkar sem
eftir lifum. Megi Guð blessa hann
og halda verndarhendi sinni yfír
elsku Inga mínum.
Vala
Hinn 13. desember sl. lést skóla-
bróðir okkar, Ingi Gests, á Borg-
arspítalanum, eftir langvarandi
veikindi. Við minnumst Inga fulls
lífsorku og gleði. Ef eitthvað var
að gerast, þá var hann alltaf tilbú-
inn að taka þátt í öllu. Hans helsta
áhugamál var tónlist og dans. Hann
var virkur í keppni og sýningum
og stóð sig alltaf vel.
Stórt skarð er höggvið í okkar
hóp eftir fráfall Inga. Við vottum
Ijölskyldu Inga okkar dýpstu sam-
úð. Guð gefi þeim styrk á þessari
erfiðu stund.
Skólasystkini úr
Grunnskóla Grindavíkur
Birtíng afmælis-
og minningargreina
Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birting-
ar endurgjaldslaust. Tekið er við greinum á ritsljórn blaðsins á
2. hæð í Aðalstræti 6, Reykjavík og á skrifstofu blaðsins í Hafn-
arstræti 85, Akureyri.
Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum
fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði að
berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga.
í minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tek-
in til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta til-
vitnanir í ljóð, tvö erindi, eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar
getið. Sama gildir ef sálmur er birtur. Meginregla er sú, að minning-
argreinar birtist undir fullu nafni höfundar.
Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar
greinar um fólk sem er 70 ára eða eldra. Hins vegar eru birtar afmæl-
isfréttir með mynd í dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra.
Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð
og með góðu línubili.