Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 72

Morgunblaðið - 20.12.1990, Síða 72
FIMMTUDAGUR 20. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. ífrostkuli við fjallarætur Geir Ófeigsson í Næfurholti í Rangárvallahreppi var úti við að gegna verkum þegar Ragnar Axelsson ljós- myndara Morgunblaðsins bar að garði einn frostkuldaginn fyrir skömmu. DAGAR TIL JÓLA Borgardómur Reykjavíkur; Ríkið endurgreiði Steinum hf. dráttar- vexti af skattasekt BORGARDÓMUR Reykjavíkur hefur fallist á þær kröfur Steina hf. í máli gegn fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs, að óheimilt sé að innheimta dráttarvexti af skattsektum. Ríkissjóði er gert að endurgreiða fyrirtækinu þær 620 þúsund krónur, sem verið hafi ofteknar af því í formi dráttarvaxta, auk vaxta og kostnaðar. greiða tveggja milljóna króna sekt í ríkissjóð. Hvorki var kveðið á um gjalddaga sektarinnar né vararefs- ingu. Höfuðstóll sektarinnar var að fullu greiddur í febrúar 1989 en fyrirtækið neitaði að greiða drátt- arvexti sem lagðir voru við höfuð- stól sektarinnar og á þá afstöðu hefur Borgardómur fallist. í niður- stöðum Óiafar Pétursdóttur, setts borgardómara, segir að ekki verði ráðið af ákvæðum söluskattslaga og laga um tekju- og eignarskatt að í þeim felist bein heimild til að leggja dráttai-vexti á gjaldfallna skattsekt og slíka heimild hafi ekki verið að finna í eldri lögum. Dómurinn tíundar ýmis þau úrræði önnur sem unnt sé að grípa til við innheimtu sektar, svo sem lögtök, rekstrarstöðvun, auk vararefsing- ar þar sem hún sé ákveðin. Þá segir í dómnum að hlutvérk dráttarvaxta sé tvíþætt; í fyrsta lagi að hvetja til lögmætra efnda á fjárkröfum og í öðru lagi að bæta kröfuhafa það tjón sem al- mennt megi ætla að greiðsludrátt- ur baki. Tiigangur skattsekta sé hins vegar að ákvarða refsingu vegna brota gegn ákvæðum skattalaga. Steinar hf. hafi greitt álag og dráttarvexti af vangoldn- um söluskatti og hafi því bætt ríkissjóði það tjón sem almennt megi ætla að fyrirtækið hafi bakað sjóðnum með greiðsludrætti sínum. Ekki verði fallist á það sjónarmið ríkissjóðs að það eigi sér stoð í settum lögum að reikna dráttar- vexti á gjaldfallna skattsekt og þar sem skattsekt sé í eðli sínu refs- ing, og beri af þeirri ástæðu ekki dráttarvexti, hafi innheimtumanni ríkissjóðs, Tollstjóranum í Reykjavík, verið óheimilt að reikna dráttarvexti á gjaldfallna sektina. Sótti 2 kg af hassi í óbygg'ðir Maður sem handtekinn var er hann sótti rúmlega 2 kíló af hassi á felustað við Selvatn, skammt. austan borgarinnar, hefur gengist við broti sínu við yfirheyrslur hjá fíkniefnadeild lögreglunnar. Lögreglan komst að því 28. nóv- ember síðastliðinn að 2,026 kíló af hassi voru geymd við Selvatn. Lög- reglan fylgdist með staðnum og efnunum alit þar til maður sótti það hinn 15. þessa mánaðar. Sá var handtekinn og úrskurðaður í varðhald til 28. desember. Hann var hins vegar látinn laus í fyrra- kvöld enda hafði hann þá gengist við broti sínu og málið var talið upplýst. í málinu var um það deilt hvort innheimtumanni rikissjóðs, Toll- stjóranum í Reykjavík, væri heim- ilt að lögum að innheimta dráttar- vexti á vangoldinni skattsekt vegna vanskila á söluskatti. Árið 1986 athugaði rannsóknar- deild ríkisskattstjóra bókhald Steina hf. og skil fyrirtækisins á söluskatti frá janúar til nóvember 1985. Á grundvelli rannsóknarinn- ar úrskurðaði ríkisskattstjóri að fyrirtækið skyldi greiða viðbótar- sölugjald af vantalinni söluskatts- skyldri veltu ásamt álagi og nam viðbótarálagning auk álags rúmum 2,7 milljónum króna. Að auki krafðist skattrannsóknarstjóri skattsektar á grundvelli laga um söluskatt. í framhaldi af því úr- skurðaði ríkisskattanefnd í nóv- ember 1986 að fyrirtækið skyldi Áhrif yfirvofandi loðnuveiðibanns: Tekjutap loðnuverksmiðja yrði rúmlega þrír milljarðar er samt meiri því með því að fara með loðnuflotann inn í botnfiskveið- arnar er verið að skerða veiðiheim- ildir annarra. Það er óskaplegt áfall ef þetta á að ganga yfir okkur," sagði hann. En þrátt jfyrir þessar niðurstöður leiðangurs Árna Friðrikssonar sagði Kristján málið ekki full kannað og mörg vafaatriði í kringum leitina. Á síðasta ári hefði einnig verið mælt mjög lítið loðnumagn í sam- bærilegum leiðöngrum. Loðnuflot- inn hefði veitt sex hundruð þúsund tonn og talið sig skilja eftir fjögur hundruð þúsund tonn. Það hefði því verið meiriháttar gat á áætlunum í fyrra sem hefði verið skýrt með því að loðnan hefði verið mjög dreifð. „Það má líka taka fram að við höfum fylgt ráðum fiskifræð- inga varðandi loðnuveiðar í áratugi svo við höfum ekki verið að ofgera stofninun umfram heimildir,“ sagði Kristján Ragnarsson. Óskar Vigfússon, formaður Sjó- mannasambands íslands, segir að það yrði meiriháttar áfall fyrir loðnusjómenn ef ekki verði veidd meiri loðna á vertíðinni og spurning með hvaða hætti yrði komið til móts við þá rúmlega fjögur hundruð sjómenn sem væru alfarið háðir þessum veiðum. „Ég vænti þess að ráðuneytið sé þegar komið í start- holurnar með að gera eitthvað í þessum efnum. Þetta er örugglega mál sem verður tekið fyrir þegar í upphafi árs. Eg sé ekki annað en að það þurfi að koma til móts við þessa sjómenn með öðrum veiðum og þá ekki nema í botnfiski. Þá verður auðvitað minna til skiptanna fyrir hina. “ Sláturleyfishafar fá 944 millj. í staðgreiðslulán SLÁTURLEYFISHAFAR fengu á mánudag um 944 milljónir króna í svokallað staðgreiðslulán frá ríkinu til að ganga frá uppgjöri við sauðfjárbændur vegna framleiðslu þessa árs. Frá því dragast, 550 milljónir, eftirstöðvar af staðgreiðsluláni til sláturleyfishafa í des- ember í fyrra. Staðgreiðslulánið nú er um 10 milljónum króna lægra en í fyrra, en að sögn Hreiðars Karlssonar, formanns Landssambands slátur- leyfishafa, er það vegna þess sam- dráttar sem orðið hefur í framleiðsl- unni á þessu ári. Hann sagðist telja að almennt ættu sláturleyfishafar að geta staðið í skilum við sauðfjár- bændur fyrir áramót, en 25. des- ember eiga afurðalán bankanna vegna sauðfjárframleiðslu að hafa verið veitt að fullu. „Það er að vísu eitthvað einstakl- ingsbundið hvort menn eru búnir að ná inn öllu söluandvirði vegna framleiðslu fyrra árs. Almennt held ég þó að þessi fjármögnun eigi að vera í lagi miðað við að afurðalán fáist að fullu í mánuðinum, en þau voru komin í 97% af áætluðu endan- legu verði,“ sagði Hreiðar. Kristján Ragnarsson, fram- kvæmdastjóri Landssambands íslenskra útgerðarmanna, segir veiðiheimildir 44 báta einungis vera bundna við loðnu. Væri það skráð í lög að ef brestur yrði í loðnuveiði og tekjur þessara báta færu undir 80% af meðaltali síðustu fimm ára, væri ráðherra heimilt að leyfa þeim að veiða aðrar tegundir. „Ef loðnu- skipunum verður hleypt í botnfisk- veiðarnai' þýðir það hins vegar að heimildir annarra skerðast þar sem heildarmagnið sem má veiða verður ekki aukið. Þetta gæti skipt tugum þúsunda tonna,“ sagði Kristján. Slegið hefði verið á að tekjutap þjóðarbúsins yrði fjórir milljarðar ef meiri loðna yrði ekki veidd og væri það ekki fjarri lagi. „Skaðinn TEKJUTAP loðnuverksmiðjanna gæti numið rúmlega þremur millj- örðum króna ef ekki verður veidd meiri loðna í vetur. Loðnuleið- angri rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar lauk í fyrradag og er niðurstaða leiðangursmanna að svo virðist sem loðnuveiðistofninn sé 370 þúsund tonn. Ef ekki finnst meiri loðna í leiðangri sem gerð- ur verður í janúar má því búast við að ekki verði mælt með meiri loðnuveiði í vetur ef halda á hrygningarstofninum í 400 þúsund tonn- um. Jón Ólafsson, framkvæmdastjóri Félags íslenskra fiskimjölsframleið- enda, segir að áætlað hafi verið að tekjur af heildarloðnukvóta upp á 475.000 tonn yrðu vel á fjórða millj- arð króna fyrir mjöl og lýsi. „Það er búið að veiða nálægt 85.000 tonnum sem þýðir að við erum kannski búnir að vinna fyrir 600-700 milljónir króna. Þar með er eftir að framleiða fyrir um og yfir 3 milljarða króna. Þessi mis- munur væri hreint og klárt tap fyr- ir vetrarvertíðina," sagði Jón. Hann sagðist ekki geta sagt til um í dag hvaða áhrif þetta hefði á verksmiðj- urnar en fari svo að ekki verði veitt meira á þessari vertíð yrði mjög erfitt fyrir margar verksmiðjur að komast í gegnum það.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.