Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 4
4
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
Vagn Margeir Hrólfsson Gunnar Örn Svavarsson
Fórust með Hauki ÍS
Bolungarvík.
MENNIRNIR tveir sem leitað hefur verið að frá því bátur þeirra,
Haukur ÍS 195, fannst mannlaus í ísafjarðardjúpi 18. desember
sl. eru taldir af og skipulagðri leit verið hætt. Félagar úr Björgun-
arsveitinni Erni leita þó með ströndum og á fjörum eftir því sem
veður leyfir næstu daga.
Mennimir sem'fórust voru:
Vagn Margeir Hrólfsson, skip-
stjóri, til heimilis á Þjóðólfsvegi 5
í Bolungarvík. Hann var 52 ára
gamall, fæddur 25. apríl 1938, og
lætur eftir sig eiginkonu, Bimu
Hjaltalín Pálsdóttur, og sjö upp-
komin böm.
Gunnar Örn Svavarsson, háseti,
Traðarlandi 19 í Bolungarvík.
Hann var 29 ára, fæddur 3. janúar
1961, og'lætur eftir sig eiginkonu,
Margréti Vagnsdóttur. Gunnar Örn
var tengdasonur Vagns og Birnu.
Gunnar
Fá að taka einn til tvo
loðnufarma sem greiðslu
- stærstu og fullkomnustu skipin valin til
leitarinnar, segir sjávarútvegsráðherra
„ÞAÐ er mikið í húfi hvað varðar mögulegar loðnuveiðar eftir ára-
mótin og til rannsókna á því sviði verður ekki sparað. Eg hef kynnt
það fyrir ríkissljórninni hvernig að þessu verður staðið og þann
kosiiaðarauka umfram fjárhagsáætlun Hafrannsóknastofnunar, sem
hlýzt af rannsóknunum, sem höfðu ekki verið áætlaðar," segir sjávar-
útvegsráðherra. Skipin 6, sem verða við rannsóknirnar með rann-
sóknarskipunum, fá leyfi til að taka einn til tvo farma af loðnu sem
greiðslu, en þau voru valin eftir stærð og burðum til leitar við erfið-
ar aðstæður.
Hjálmar Vilhjálmsson, fiskifræð-
ingur, verður leiðangursstjóri í leit-
inni, en rannsóknarskipin tvö Árni
Friðriksson og Bjarni Sæmundsson,
leggja úr höfn um hádegi annan
janúar og loðnuskipin eins fljót og
unnt verður eða að áliðnum þeim
degi. Hlutverk loðnuskipanna verð-
ur bein leit og munu rannsóknar-
skipin síðan stunda mælingar í sam-
ræmi við árangur af leitinni. Þann-
ig nýtist tími állra skipanna bezt
að mati Hjálmars. Hjálmar telur
að með þessu móti eigi að nást við-
VEÐUR
VEÐURHORFUR / DAG, 29. DESEMBER
YFIRLIT í GÆR: Á Grænlandshafi er minnkandi 952 mb lægð og
þaðan skarpt lægðardrag austur um sunnanvert landið. Millí ís-
lands og Jan Mayen er álíka lægð og skammt suðaustur af landinu
er vaxandi 950 mb lægð sem fer norðaustur.
SPÁ: Stinningskaldi syðst á landinu en norðaustan gola eða kaldi
í öðrum landshlutum. Víða él, einna síst vestanlands og í innsveit-
um á vestanverðu Norðurlandi. Frost 3-10 stig.
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á SUNNUDAG OG MÁNUDAG: Norðlæg átt, víðast frem-
ur hæg. Él um landið norðanvert en bjart veður syðra. Frost 3-8 stig.
x Norðan, 4 vindstig:
* Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
/ / /
/ / / / Rigning
/ / /
* / *
/ * / * Slydda
/ * /
* * *
* * * * Snjókoma
0 Hitastig:
10 gráður á Celsíus
X/ Skúrir
*
V E1
— Þoka
= Þokumóða
’, ’ Súld
OO Mistur
—j- Skafrenningur
Þrumuveður
VEÐUR VÍÐA UM HEIM kl. 12:00 í gær að ísl. tíma hiti voður Akureyri +8 léttskýjað Reykjavík +3 snjóél
Bergen 6 alskýjað
Helsinki 2 skúr
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Narssarssuaq +18 skýjað
Nuuk +18 skafrenningur
Osló 0 alskýjað
Stokkhólmur 1 iéttskýjað
Þórshöfn 4 slydda
Algarve 15 alskýjað
Amsterdam 6 rigning
Barcelona 13 léttskýjað
Berlín 3 léttskýjað
Chlcago +1 þokumóða
Feneyjar 2 þoka
Frankfurt 8 skýjað
Glasgow A skúr
Hamborg 4 skýjað
Las Palmas 19 skýjað
London 10 rigning
Los Angeles 12 heiðskfrt
Lúxemborg 2 skýjað
Madrfd 9 Þokumóða
Malaga 17 iéttskýjað
Mallorca 12 hálfskýjað
Montreal +8 snjókoma
New York 2 alskýjað
Orlando 26 skýjað
Parfs 7 rigning
Róm 9 heíðskfrt
Vín 2 heiðskfrt
Washlngton 0 þokumóða
Winnipeg +23 skafrenningur
unandi yfirferð yfir loðnusvæðið
norður og austur af landinu á sem
skemmstum tíma.
Boðað hefur verið til fundar með
skipstjómarmönnum loðnuskipa í
Borgatúni 18 árdegis í dag að frum-
kvæði FFSÍ og mun Hjálmar Vil-
hjálmsson kynna þar rannsóknar-
áætlun Hafrannsóknastofnunar.
Skipin, sem hafa verið valin til
þátttöku í leiðangrinum eru Börkur
NK, Hólmaborg SU, Helga II RE,
Hilmir SU, Víldngur AK og Júpíter
RE. Halldór Ásgrímsson, sjávarút-
vegsráðherra, segir að mikill áhugi
hafi verið á þátttöku í leiðangrinum
meðal útgerðarmanna og til greina
hefði komið að draga um það hvaða
skip yrðu fyrir valinu. Sú leið hefði
hins vegar verið ákveðin, að velja
til fararinnar skip úr hópi þeirra
stærstu og fullkomnustu, sem ekki
ætluðu til annarra verkefna. Niður-
staðan hefði orðið fyrrgreind skip,
en ákveðið hefi verið að ekki yrði
nema um eitt skip frá hverri útgerð
að ræða. Halldór segir það mikil-
vægt að til leitarinnar veljist skip,
sem geti stundað veiðar við erfiðar
aðstæður enda sé allra veðra von á
þessum tíma og frátafir vegna veð-
urs komi sér iila. Náist einhver afli
við leitina verður skipunum heimilt
að taka einn farm (um og yfir 1.000
tonn) fyrir hveija byijaða viku, en
talið er að verkefninu ljúki á 14
dögum eða skemmri tíma. Veiðist
engin loðna, verður ekki um neina
greiðslu til skipanna að ræða.
Rannsóknir þessar voru ekki á
fjárhagsáætlun Hafrannsókna-
stofnunar og því þarf að koma til
viðbótarfé frá hinu opinbera eigi
aðrar rannsóknir ekki að skerðast.
Sjávarútvegsráðherra kynnti þessa
stöðu á ríkisstjórnarfundi í gær-
morgun: „Þessi leiðangur mun
kosta töluvert fé umfram það, sem
áætlað var við rekstur Hafrann-
sóknastofnunar, en engu verður til
hans sparað. Eg vildi ekki binda
hendur ríkissjóðs hvað varðar fjár-
framlag án þess að kynna það inn-
an ríkisstjórnarinnar og það hef ég
gert,“ segir Halldór.
Þess má geta hvað varðar aftur-
köllun leyfa til loðnuveiðanna, að
gert hafði verið ráð fyrir því, að
meirihluti íslenzku loðnuskipanna
hæfi veiðar strax eftir áramót. Jafn-
framt höfðu Norðmenn ætlað sér
að taka einn túr hér við land, áður
en veiðarnar í Barentshafi yrðu
heimilaðar 15. janúar. Alls mega
25 norsk loðnuskip vera samtímis
innan íslenzku lögsögunnar, sam-
kvæmt samningi það að lútandi
milli þjóðanna. Með afturköllun
veiðileyfanna, verður ekkert um
þessa fyrirhuguðu veiði. I janúar
og febrúar í fyrra veiddust um
300.000 tonn hvorn mánuð.
Miklar endurbætur
nauðsynlegar á Oðni
VARÐSKIPIÐ Óðinn þarfnast á næstunni viðgerða og endurbóta fyrir
um 350 milljónir króna, eigi skipið að nýtast við landhelgisgæslu til
frambúðar, að sögn Gunnars Bergsteinssonar, forstjóra Landhelgis-
gæslunnar. Að sögn hans er brýn þörf á að skipta um vélar skipsins
og gera gagngerar endurbætur á flestu öðru en skrokki þess. Fyrr-
greind upphæð nemur um tveimur þriðju hlutum af smíðaverði varð-
skipa sem vitað er til að smíðuð hafi verið erlendis nýlega.
Að sögn Gunnars Bergsteinssonar
er sérstaklega brýnt að skipta um
báðar aðalvélar Óðins en þær hafa
verið í skipinu frá upphafi, þarfnast
tíðra viðgerða og varahluta sem nú
orðið þarf að láta sérsmíða. Þá fer
því fjarri að vistarverur skipveija
fullnægi kröfum tímans hvað hita
og einangrun snertir.
Landhelgisgæslan gerir nú út þijú
skip: Tý, sem er smíðaður 1975,
Ægi, smíðaðan 1968, og Óðinn, sem
smíðaður var 1960, og er eitt elsta
skip íslenska flotans. Að sögn Gunn-
ars Bergsteinssonar, skortir nokkuð
á að unnt sé að sinna öllum beiðnum
um aðstoð með þessum skipakosti.
Gunnar Bergsteinsson segir—að
engar ákvarðanir hafí verið teknar
um hvað verði "gert í þessum málum
og að ekkert fé hafi verið veitt til
þess verkefnis. Sú könnun.sem liggi
að baki ofangreindum tölum hafí ein-
ungis verið gerð til að menn gætu
undirbúið -að taka innan um það bil
tveggja ára ákvörðun um hvaða úr-
bætur eigi að gera á skipakosti gæsl-
unnar.
97.648 íbúar í Reykjavík 1. desember 1990:
Ibúum Breiðholts fækkar
um 213 frá fyrra ári
ALLS voru 97.648 manns með lögheimill í Reykjavík þann 1. desember
síðastliðinn, samkvæmt yfirliti Hagstofunnar. Þar af voru karlar 47.395
og konur 50.253 eða 2.858 fleiri en karlar. Breiðholt er sem fyrr fjöl-
mennasti bæjarhlutinn með 23.643 íbúa og hefur fækkað þar um 213
manns síðan í fyrra. íbúum Árbæjar hefur fjölgað mest, einkum í
Grafarvogshverfi, og voru 1. desember alls 13.731, þar af 5.454 í Graf-
arvogi. Fjölgun í Árbæ er 1.124, þar af 926 í Grafarvogi. Hraunbær
er eins og í fyrra lang fjölmennasta gatan með 2.415 íbúa.
Árið 1980 voru íbúar Reykjavíkur
83.449 og hefur þeim því fjölgað um
14.199 á síðastliðnum áratug, eða
um 17%. 72.991 er á kosningaaldri.
Á aldrinum • 0-6 ára eru 10,8%
Reykvíkinga, 17,5% eru 7-18 ára,
60,2% eru 19-66 ára og 11,6% eru
67 ára og eldri.
Hæst hlutfall barna og lægst hlut-
fall aldraðra er í Grafarvogi. Þar eru
17,3% íbúa 6 ára og yngri, 25% eru
7-18 ára og 1,6% eru 67 ára og
eldri. Hæst hlutfall eldra fólks er í
Voga- og Langholtshverfi, þar eru
22,8% íbúa 67 ára og eldri, 21,1%
eru 18 ára og yngri.
Af einstökum götum hefur Hraun-
bær lang flesta íbúa, 2.415. Næst
flestir búa við Vesturberg, 1.458.
Við Kleppsveg búa 1.429, við Háa-
leitisbraut 1.295 og 944 við Lang-
holtsveg.
Alls eru 54 götur skráðar með
færri en 10 íbúa, þar af eru 17 göt-
ur með einn íbúa skráðan.