Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 12
12 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Fjármál sveitarfé- laga og atvinnulífið eftir Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson í fréttabréfi Vinnuveitendasam- bands íslands, Af vettvangi, 6. tbl., birtist grein er ber yfirskriftina „Tekjuþensla sveitarfélaga". Um- rædd grein hefur vakið athygli og úrdrættjr úr henni birst í dagblöð- unum. I greininni er annarsvegar gefið í skyn að umsvif sveitarfélag- anna hafí aukist gífurlega á síðasta áratug. Hinsvegar er reynt að gera tekjuöflun sveitarfélaganna tor- tryggilega með því að þau ætli sér nú óeðlilega stóran hlut og langt umfram raunverulegar þarfir. Vissulega hafa umsvif fjölmargra sveitarfélaga aukist, einkum vegna aukinna verkefna og þjónustu sveit- arfélaganna, en fullyrðingar um gífurlega þenslu í fjárhagsbúskap sveitarfélaganna og að sveitarfélög- in fari offari í nýtingu tekjustofna sinna eru rangar og fá ekki staðist. Óbreytt hlutdeild í gögnum Þjóðhagsstofnunar kemur glögglega fram að hlutdeild sveitarfélaganna í búskap hins op- inbera er hin sama á þessu ári og hún var á árinu 1980 eða 20,9% og hefur hún haldist mjög svipuð allt tímabilið eins og fram kemur á eftirfarandi yfirliti. 1984 25,0 6,5 31,5 1985 27,1 6,8 33,9 1986 26,2 6,8 33,0 1987 25,9 6,9 32,8 1988 29,0 7,8 36,8 ’89 Br.t 30,5 8,6 39,1 ’90 Brt. 30,9 8,2 39,1 Ár Ríkis- útgj. Útgj. sv.fél. Sam- /VLF /VLF tals 1980 25,4 6,7 32,1 1981 25,6 6,9 32,5 1982 26,4 7,3 33,7 1983 27,2 6,9 34,1 Umsvif hins opinbera hækka þó mikið sem hlutfall af landsfram- leiðslu frá og með árinu 1988. Á því er sú meginskýring að lands- framleiðslan er lægri að raungildi á árúnum 1988 til 1990_en hún var fram til ársins 1987. Ég spái því að hlutdeild sveitarfélaga minnki á næstu árum, ekki síst af þeirri ástæðu að sveitarfélög munu draga úr þátttöku sinni í atvinnurekstri, eftir því sem unnt er. Afkoma sveitarfélaganna Fjármál sveitarfélaganna hafa verið töluvert_ til umfjöllunar að undanförnu. Ástæðan er einkum þeir miklu fjárhagslegu erfiðleikar sem mörg sveitarfélög eru nú í m.a. vegna litilla tekna, of mikilla fjárfestinga og mikils fjármagns- kostnaðar margi'a þeirra vegna aukinnar skuldasöfnunar. Enn- fremur er orskanna að leita í þeirri staðreynd, að ríkisvaldið margbraut ár eftir ár lög er áður giltu (fram til 1. jan. 1990) um Jöfnunarsjóð sveitarfélaga og skilaði einungis hluta af þeim ijármunum sem því bar samkvæmt lögum að skila til sveitarfélaganna. Til viðbótar þessu hefur löggjafarvaldið oft samþykkt lög sem leggja auknar fjárhags- byrðar á herðar sveitarfélaganna án nokkurs samráðs við sveitar- stjórnarmenn. Erfiðleikar í atvinnulífi og ótiyggt atvinnuástand hafa einnig valdið mörgum sveitarfélögum ómældum fjárhagsvanda, en at- vinnuástand er mjög misjafnt eftir landshlutum og sveitarfélögum. Víða má lítið út af bera þannig að ekki skapist alvarlegt ástand. í umræddri grein er látið að því liggja að nú sé gott svigrúm hjá sveitarfélögunum til að gefa eftir af tekjum sínum og lækka álagn- ingu gjalda. Af lestri greinarinnar mætti ætla að fjárhagur sveitarfé- laganna væri almeiiht góður og traustur. Því miður er því ekki þannig varið eins og gleggst kemur fram í neðangreindu yfirliti Þjóð- hagsstofnunar um rekstrarafkomu sveitarfélaganna. tekjur. í vaxandi verðbólgu, eins og var á undanförnum árum, var raunhækkun á tekjum sveitarfélaga af þessum tekjustofnum. í lækkandi verðbólgu leiðir það hinsvegar af eðli þessara tekjustofna að raun- hækkun verður á tekjum sveitarfé- laganna. T.d. varð hækkun fasteignamats- ins milli áranna 1988 og 1989 minni en hækkun markaðsverðs og tekjur sveitarfélaganna á þessu ári sömu- leiðis minni. í ár hækkar matið því örlítið meira en nemur almennri verðlagsþróun á þessu ári. Fullyrð- ingar um að sveitarfélögin séu með óbreyttri gjaldskrá aðstöðugjalds og fasteignaskatta á árinu 1991 að hækka álögur á atvinnurekstur byggjast auk þess alfarið á því að Tekjuafgangur halli í % af tekjum 80 1,2 ’81 0,7 ’82 -1,7 ’83 -1,6 ’84 10,1 ’85 0,1 ’86 -1,0 ’87 -1,5 ’88 -0,9 ’89 -6,2 ’90 -1,1 SIGLFIRÐINGAFELAGIÐ í Reykjavík og nágrenni Jólatrésskemmtun Siglfirðingafélagsins í Reykjavík og nágrenni verður haldin í félagsheimili Kópa- vogs, Fannborg 2, sunnudaginn 30. desember kl. 15. Hófsemd í álagningu Aðalmarkmiðið með setningu nýrra tekjustofnalaga sveitarfélaga fyrir ári síðan var að jafna aðstöðu sveitarfélaganna til tekjuöflunar og bæta fjárhagsstöðu þeirra verst settu. Fullyrða má að heimildir skv. þeim lögum hafi verið nýttar var- lega og tillit tekið til þjóðarsáttar og afkomu atvinnugreina. Nú er reynt að gera ákvarðanir sveitarfé- laga um nýtingu sinna tekjustofna tortryggilegar og því haldið fram að mörg sveitarfélög leggi þungar álögur á atvinnulífið, þ.e. með fast- eignasköttum og aðstöðugjaldi. 1 Staðreyndin er hins vegar sú, að ekkert sveitarfélag fullnýtti tekju- stofna sína á þessu ári og mun heldur ekki gera á árinu 1991. Aðstöðugjöld og fasteignaskattur Aðstöðugjöld og fasteignaskattar eru tveir af þýðingarmestu tekju- stofnun sveitarfélaga. Þeir hafa þann ókost að álagningarstofninn miðast við veltu fyrirtækja og markaðsverð fasteigna árið á undan álagningu. Eðlilegast væri að tekjur sveitarfélaganna breyttust í takt við almenna verðlagsþróun innan ársins. Það gerist ekki með þessar 1 r------—-------i VEGNA HLUTABREFAKAUPA Hlutabréfasjóðurinn hf. hefur starfað síðastliðin fjögur ár. Hlutabréfasjóðurinn hf. ver hlutafé sínu til fjárfestinga í hlutabréfum og skuldabréfum traustra atvinnufyrirtækja. Spyrjist fyrir um hlutabréf í Hlutabréfasjóðnum hf., elsta og öflugasta hlutabréfasjóði Iandsins, þar sem hluthafar eru hátt á fjórtánda hundrað og eignir tæpur hálfur milljarður. Kaup einstaklinga á hlutabréfum í sjóðnum eru frádráttarbær frá skattskyldum tekjum upp að vissu marki. Áhættudreifing á einum stað. OPIÐ LAUGARDAG TIL KL. 14.00 - OPIÐ GAMLÁRSDAG TIL KL. 14.00 Hlutabréfasjóðurinn hf. Skólavörðustíg 12, 101 Reykjavík, sími 21677. spá um 7-8% verðbólgu á næsta ári haldi. Á þessu stigi er ótíma- bært að fullyrða að breytingar á þessum gjöldum verði öllu meiri en almenn verðlagshækkun á næsta ári. Betri fjármálastjórn Rekstrargjöld sveitarfélaganna voru hærri en rekstrartekjur á árinu 1989 og fjárhagsstaða einstakra sveitarfélaga afar slæm. Hinsvegar hafa töluverðar breytingar til batn- aðar átt sér stað í kjölfar nýrra laga um verkaskiptingu ríkis og sveitarfélaga og tekjustofnalaga sem tóku gildi í ársbyrjun 1990 og auk þess með staðgreiðslu útsvars. Fjármálaleg staða sveitarfélaganna hefur styrkst og sveitarstjórnar- menn almennt gera sér nú góða grein fyrir vandanum og vinna ötul- lega að því að leysa hann og koma fjármálum sveitarfélaganna í viðun- andi horf. Lánasjóður sveitarfélaga hefur á þessu ári lánað um 300 millj. kr. til skuldbreytinga. Fjölmörg sveit- arfélög hafa dregið saman fram- kvæmdir og rekstrarútgjöld og end- urskipulagt rekstur sinn. Það er því óraunhæft að ætlast til þess við þessar aðstæður að sveitarfélögin lækki tekjur sínar. Það myndi ein- ungis tefla í tvísýnu þeim árangri sem þegar hefur náðst og því starfi sem áfram verður að vinna til að fjármál margra sveitarfélaga kom- ist í jafnvægi. Fjárfesting atvinnurekstrarins Umræðan um fjárhagsmál sveit- arfélaganna er gagnleg og nauð- synleg. Hun má þó ekki leiða til þess að minni gaumur sé gefinn ýmsum öðrum þáttum efnahagslífs- ins sem ekki skipta síður máli. Það hefur t.d. verulega þýðingu fyrir efnahagslífð almennt og jafnframt rekstrarafkomu sveitarfélaganna á hvern hátt atvinnulífið ráðstafar fjármunum sínum og annarra til margvíslegrar fjárfestingar og upp- byggingu fyrirtækja. Margar óviturlegar og óarðbærar fjárfestingar hafa kostað samfélag- Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson „Það er því óraunhæft að ætlast til þess við þessar aðstæður að sveitarfélögin lækki tekjur sínar. Það myndi einungis tefla í tvísýnu þeim árangri sem þeg- ar hefur náðst og því starfi sem áfram Verð- ur að vinna til að fjár- mál margra sveitarfé- laga komist í jafnvægi.“ ið ómældar fjárhæðir, valdið þenslu og aukið verðbólgu. Forsvarsmenn atvinnulífsins mættu vel leggja énn meiri áherslu á auknu hagræðingu og hvetja til meira aðhalds og hag- sýni í fjárfestingum og rekstri fyrir- tækja. Oll þessi umræða ætti að leiða til þess að komið verði á fót skipu- legu samstarfi forsvarsmanna at- vinnulífs og sveitarfélaga í þeim tilgangi að stuðla að arðbærum fjárfestingum og fjölbreyttu at- vinnulífi sem víðast á landinu í stað þess að hinar ýmsu ríkisstofnanir og opinberir sjóðir séu að ráðskast með þessi mál. Ábyrgafstaða Sveitarfélögin tóku á sínum tíma fullan þátt í mótun þeirrar efna- hagsstefnu er leiddi til „þjóðarsátt- arinnar“ og hjöðnunar verðbólgu. Enn er það eitt stærsta hagsmuna- mál sveitarfélaganna að verðlags- mál fari ekki úr böndunum og að verðbólga verði sem minnst á næsta ári. Af þessari ástæðu hefur stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga nú með sérstakri samþykkt beint þeim tilmælum til allra sveitarfé- laga í landinu að við gerð fjárhags- áætlana og í gjaldskrármálum stofnana sveitarfélaganna fyrir árið 1991 verði gætt fyllsta aðhalds. Jafnframt beindi stjórnin þeim eindregnu tilmælum til allra sveit- arstjórna að þær nýti ekki álagning- arheimildir á árinu 1991 umfram það sem gert var 1990. Stjórn sambandsins hefur ékkert vald til að skipa sveitarstjórnum fyrir í þessum efnum því hver sveit- arstjórn hefur fullt sjálfræði um nýtingu sinna tekjustofna innan vissra marka. í ljósi þess hversu mikilvægt það er fyrir sveitarfélög- in að verðbólgunni verði haldið niðri má þó vænta þess að sveitarstjórn- ir bregðist vel við þessum tilmælum. Höfiundur cr borgarfulltrúi og formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. HLOTUREF - SKATTIIR Hef til sölu hlutabréf í almenningshlutafé- lagi, sem uppfylla skilyrði um skattendur- greiðslu. Upplýsingar í síma 622933 í dag, laugardag. Leó E. Löve, lögfræðingur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.