Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 16

Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 AF INNLENDUM VETTVANGI AGNES BRAGADÓTTIR Kvótinn er eins og krabbamein Félagar í Félagi fiskkaupenda á fiskmörkuðunum óttast að fiskvinnsla án útgerðar sé að líða undir lok hér á landi STJÓRNUN fiskveiða, öðru nafni kvótakerfið, hefur um árabil ver- ið mjög umdeild hér á landi, hvort sem átt hafa í hlut fiskverkend- ur, útgerðarmenn, fiskvinnslufólk eða sjómenn. Nú síðast hafa trill- usjómenn mótmælt kvótaskerðingu þeirri sem þeir þurfa að taka á sig á næsta ári, en ný lög um stjórnun fiskveiða koma til fram- kvæmda þann 1. janúar næstkomandi. I haust var stofnaður félags- skapur manna sem telja sig eiga um sárt að binda af ýmsum sökum, meðal annars vegna fyrirkomulags þess sem er á stjórnun fisk- veiða. Hér er um að ræða Félag fiskkaupenda á fiskmörkuðum (FFF) sem í eru liðlega 30 félagsmenn sem velflestir eru fiskverkendur á Suðurnesjum, bæði í flökun, frystingu og söltun. Fiskverkunarfólk í starfi hjá þeim er á bilinu 1.200 og 1.500. Þessir fiskverkendur eiga það flestir sammerkt að hafa ekki yfir neinum kvóta að ráða og eru því alfarið háðir fiskmörkuðunum hvað viðvíkur hráefnisöfl- un. Sé litið á FFF sem eina heild, er félagið stærsti kaupandinn á fiskmörkuðunum, Faxamarkaði, Fiskmarkaði Suðurnesja og Fisk- markaði Hafnarfjarðar, með að minnsta kosti 65% hlutdeild. Þeir telja að þótt gífurleg aukning hafi orðið á umfangi starfsemi fisk- markaðanna, 143% aukning fyrstu 10 mánuði þessa árs miðað við sama tíma í fyrra, sé langt í land að markmiðið um aukið magn af fiski til vinnslu hér innanlands hafi náðst. Af samtölum mínum við menn í FFF má ráða að þeir óttast mjög um hag fískvinnslu í landinu, þar sem fískverkendur eru ekki jafn- framt útgerðarmenn. „Að öllu óbreyttu, verður engin fískvinnsla hér í landinu eftir tvö ár, nema í tengslum við útgerð. Það er einfald- lega staðreynd að fískvinnslan með útgerð á kvótann á íslandi," segir Bjartmar Pétursson, framkvæmda- stjóri Skerseyrar og einn stjómar- manna í FFF. Bjartmar og félagar hans í FFF sem ég ræddi við, þeir Árni Gíslason framkvæmdastjóri Hafgulls og Geir Sigurgeirsson framkvæmdastjóri Sjávarfísks segja stöðu fískvinnslunnar á Suð- umesjum hörmulega og undirrót hörmunganna sé kvótakerfið. Telja þeir að til mikilla bóta væri ef öllum fískiskipum væri gert skylt að landa afla s'inum á uppboðsmörkuðum hér innanlands, hvort sem fískurinn er síðan fluttur út eða ekki. Aðeins þannig sitji fiskverkendur án út- gerðar við sama borð og aðrir. Kvóti til Evrópubandalagsins Þeir benda á að um 100 þúsund tonn af óunnum físki séu flutt út til Evrópubandalagsins á ári, í skjóli tollamúra. „Þetta er í reynd ekkert annað en kvótaúthlutun íslenskra stjórnvalda til Evrópubandalags- ins,“ segir Árni, „eini munurinn er að þessi kvóti er veiddur af íslensk- um fiskiskipum." Innflutningstollur Evrópubanda- lagsins á óunnum fiski er aðeins 3,7%, en 18% á ferskum flökum. Þeir segja að fullyrðingar hags- munaaðila um að hér sé verið að nýta sérstakan ferskfiskmarkað fái ekki staðist. „Þetta stenst ekki, ein- faldlega vegna þess að allur ferskur óunninn fískur sem er sendur á þessa markaði fer í flökun áður en hann fer á hina eiginlegu fersk- flakamarkaði sem fískflak, ekki heill fískur,“ segir Bjartmar. Hann segir að tollamúrar Evrópubanda- lagsins komi á hinn bóginn í veg fyrir að fiskurinn sé flakaður hér og flogið með hann á hinn eiginlega ferskflakamarkað. Auk þess liggi fyrir nýlegar upplýsingar um að meira en helmingur af ísfíski frá íslandi fari í frystingu, söltun og reykingu í beinni samkeppni við íslenska fískvinnslu. „Líkast til eru þeir hjá Evrópu- bandalaginu búnir að gera sér grein fyrir því að þeir fá ekki að veiða í lögsögu okkar,“ segir Bjartmar, „en þeirra næstbesti kostur er sá að láta okkur veiða fyrir sig aflann og nota svo tollamúra til þess að tryggja að við afhendum þeim físk- inn óunninn til úrvinnslu." „Krabbameinið er kvótinn. Af hveiju er hefð að flytja út heilan físk með haus og taka síðan haus- inn af og hrygginn úr, í Bretlandi eða Danmörku? Auðvitað er ástæða þessa sú, að þannig má komast hjá tollamúrum Evrópubandalagsins. Eg rifja upp aðalfund samtaka fískvinnslunnar í Leiru í haust, þar sem rætt var um það að setja fisk- inn á markað innanlands, áður en hann yrði seldur út og meira fijáls- ræði í verðlagsmálum. Svo koma sömu mennirnir saman í LIU og hafna öllu saman - hafna eigin til- lögum. Það voru auðvitað útgerðar- mennimir í LÍÚ, sem eru bara út- gerðarmenn sem vildu frjálst mark- aðsverð og afnema verðlagsráð sjávarútvegsins. En Jiá komu út- gerðarmennimir í LÍÚ sem eru líka Tollar EB á innfluttum þorski og þorskafuröum í ísl.kr. á hverl kg. hráefnis 1 A L 7' Y) bv! l / FFF bendir á að um 100 þúsund tonn af óunnum fiski séu flutt út til Evrópubandalagsins á ári, I skjóli tollamúra. Þetta graf sýnir tolla EB á innfluttum þorski eftir verkunaraðgerð í íslenskum krón- um per hráefniskíló. Tollamúrar Evrópubandalagsins komi í veg fyrir að fiskurinn sé flakaður hér og flogið með hann á hinn eigin- lega ferskflakamarkað. Auk þess Iiggi fyrir nýlegar upplýsingar um að meira en helming- ur af ísfiski frá Islandi fari í frystingu, söltun og reykingu í beinni samkeppni við íslenska fiskvinnslu. fiskverkendur og vilja náttúrlega fá fiskinn frá sjálfum sér eins ódýrt og hægt er. Það voru því þeir sem bera kápuna á báðum öxlum, sem höfnuðu þessu öllu saman.“ Magnið á fiskmörkuðunum jókst um 147% fyrstu 10 mánuði ársins Fyrstu 10 mánuði þessa árs fóru 53400 tonn af fiski um fiskmarkað- ina, samkvæmt upplýsingum Afla- miðlunar og miðað við sama tíma í fyrra var um 143% aukningu að ræða. Benda þeir í FFF á að þrátt fyrir þessa geysilegu aukningu hafi ekki dregið úr útflutningi á fiski. Hann sé hlutfallslega sá sami og í fyrra. Það sé rétt að meira magn komi inn á markaðina af fiski í ár, en það magn sé tekið af vinnslunni hér innanlands. Grandi hf. er ekki félagi í FFF, en er samt sem áður mjög stór kaupandi á fískmörkuð- unum. Hann er einnig stór selj- andi, og þeir í FFF segja að það sé einungis mismunur þess sem hann selur og kaupir á mörkuðun- um sem öðrum standi til boða að kaupa. Grandi hafí til dæmis sér- stakan samning við sjómenn sína um að leggja upp allan ufsa á físk- mörkuðunum, en Grandi kaupi einnig allan ufsa sem hann leggur á markaðina. Ufsaviðskiptin á mörkuðunum séu ekkert annað en verðlagningaraðferð. Endar með því að allur fiskur fer yfir innlendan markað Brynjólfur Bjarnason, forstjóri Granda hf. er einn fulltrúi þeirra stóru, sem félagar í FFF gagnrýna. Hann segir m.a.: „Eg kannast við að það sé takmörkuð hrifning á okkur og öðrum stórum. Það er ekkert nýtt og verður sjálfsagt eng- in breyting þar á í bráð. Ef reksturinn skilar afkomu, þá höfum við meiri burði. Þá förum við inn á fiskmarkaðina og kaupum fisk, þegar við teljum það vera hag- kvæmt fyrir reksturinn. Þá fer ég ekki og spyr hvort við megum kaupa í dag, eða hvernig standi á hjá smærri fiskverkendunum. Ég lít þannig á að það sé mjög mikil- vægt að við séum á markaðnum og taldi að aðrir væru sama sinnis. Við förum yfir þennan markað inn- anlands með 4 til 5 þúsund tonn og kaupum svipað. Við höfum líka rætt það að vera ekki á markaðn- um, en niðurstaða okkar er sú að við viljum vera þar. Auðvitað endar þetta með því að allur fískur fer yfir innlendan markað. Ég sé það alveg fyrlr mér, að eftir einhver X ár verði það að skyídu að allur físk- ur fari yfír markað. Þannig kæmi upp samkeppni milli staða, því þannig færi fram uppboð á sama tíma á landinu og menn gætu tekið þátt, hvar sem þeir væru staddir. Annað eins er nú fískur fluttur á milli staða til vinnslu, jafnvel á milli heimsálfa. Ef þá, hinn sama dag, fengju útlendingar að standa hér á mörkuðunum og kaupa físk- inn, þá hef ég sagt að á meðan misræmi væri í tollum, þá bæri að setja á jöfnunargjald. Það er auðvitað erfitt að gera svo að öllum líki. Ég held að þeir sem eru að gagnrýna okkur vildu hafa fyrirkomulagið þannig að þeir fengju að kaupa á mörkuðunum, en við ekki, þegar þeim hentar. Reyndar áttum við von á því 1987 þegar fískmarkaðirnir hér á Suðvesturhominu hófu rekstur sinn, að miklu fleiri víðar að á landinu kæmu inn í þessu háu verð á Suðvesturlandi, eða þá hitt að settir yrðu upp markaðir víðar á landinu, en reyndin hefur orðið. Það í sjálfu sér er nú umhugsunarvert." Ný yfirstétt á íslandi - sægreifar Þeir Bjartmar, Árni og Geir láta í ljós áhyggjur sem reyndar ýmsir aðrir hafa gert að undanförnu, vegna þess að fiskveiðikvóti lands- manna sé í æ ríkara mæli að safn- ast á æ færri hendur. „Hér á landi er að verða til ný yfírstétt örfárra manna, sem gjaman eru nefndir sægreifarnir," segja þeir. Stóru út- gerðaraðilarnir, kvótahafarnir búi hér við forréttindi sem nálgast að þeirra mati algjört siðleysi. Ekki sé við útgerðaraðilana sjálfa að sak- ast, heldur stjórnvöld sem búi svona um hnútana. Stóru útgerðaraðilarn- ir, eins og Grandi, Skagstrending- ur, Samheiji, Útgerðarfélag Akur- eyrar og fleiri séu stöðugt að auka við sig kvóta með kvótakaupum. Telja félagar í FFF, eins og svo fjölmargir aðrir að kvótaverslunin sé í sjálfu sér stórhættulegt fyrir- bæri og fái raunar ekki staðist, samkvæmt Iögunum um stjórnun fiskveiða, sem koma til fram- kvæmda nú 1. janúar 1991, en öðl- uðust gildi á Alþingi 5. maí 1990. Fyrsta setning fyrstu greinar lag- anna er svohljóðandi: „Nytjastofnar á íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinnar.“ Því spyija félagar í FFF, eins og margir aðr- ir: Hvernig getur sameign þjóðar- innar gengið kaupum og sölum? Þeir telja einnig að sala fiskiskipa með kvóta geti reynst heilu byggð- arlögunum dýrkeypt þegar til framtíðar er litið. „Það er vandséð að hugsa sér hvernig á að halda uppi byggð í landinu, ef atvinnu- tækifærin eru seld burt úr byggða- kjörnunum í stórum stíl,“ segir Geir. Félagar hans taka undir hans orð og segja að stórir útgerðaraðil- ar hafí stundað það að kaupa físki- skip með kvóta, einungis til þess að fá aukinn kvóta á skipin sem þeir eiga fyrir. Þannig nái þeir betri nýtingu, til dæmis á frysíitogarana, geti lagt nýkeypta fiskiskipinu og fengið einhveija tugi milljóna króna greidda úr Úreldingarsjóði fyrir vik- ið. Ugglaust muni þetta skila auk- inni hagkvæmni þegar til lengri tíma er litið, en margt sé eigi að síður aðfinnsluvert við þetta fyrir- komulag. Kvótasala á uppsprengdu verði Þeir stóru stjórni verðmyndun- inni, og kaupi fískiskipin á upp- sprengdu verði, til þess að komast yfír kvótann. Auðvitað heiti þetta á pappírunum kaup og sala fiski- skipa, en sé ekkert annað en kvóta- kaup. Eigendur fiskiskipsins sem selt er fái þannig skjótfenginn auð í hendur, en fiskvinnslufólkið í þeim byggðarlögum sem eiga allt sitt undir því að kvótinn haldist í byggð- arlaginu geti setið eftir með sárt ennið og ótrygga lífsafkomu. Árni segir máli sínu til stuðnings að ónýtur bátur í Sandgerði’á sl. ári, með 600 tonna kvóta hafi verið metinn á um 50 milljónir, en honum hafi verið lagt og heldur nýrri bátur keyptur. Kvótinn hafi verið færður yfír á hann, og hann nýlega seldur

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.