Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
Frá æfingu á Jólaóratoríu Bachs í Langholtskirkju,
Kór Langholtskirkju:
Jólaóratoría Bachs
flutt í sjötta sinn
KÓR Langholtskirkju ásamt Kammersveit Langholtskirkju flytur
jólaóratoríu Johanns Sebastians Bachs í kvöld og annað kvöld.
Hefjast báðir tónleikarnir klukkan sautján. Þetta er í sjötta sinn
sem kórinn flytur Jólaóratoríu Bachs en síðast var verkið flutt
jólin 1987. Einsöngvarar eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, sópran,
Solveig M. Björling, alt, Michael Goldthorpe, tenór og Bergþór
Pálsson, bassi.
Jólaóratorían er mikið verk og
langt. Skiptist það í sex hluta og
er sjaldnast flutt í heilu lagi. Að
sögn Jóns Stefánssonar, stjórn-
anda Langholtskirkjukórsins,
flytur kórinn að þessu sinni fyrstu
þijá hlutana í heild sinni, síðan
tvær aríur úr fjórða hlutanum og
loks upphafskórinn í fimmta hlut-
anum.
Verkið samdi Bach á fyrstu
árum sínum í Leipzig, nánar til-
tekið árið 1734, og fjallar það um
jólaguðspjallið; fæðingu Krists.
„Sagan er sögð af guðspjalla-
manninum en hlutverk hans syng-
ur Bretinn Michael Goldthorpe
eins og svo oft áður,“ segir Jón.
„Jólaóratorían er flutt á þýsku en
það er hið upprunalega tungumál
sem hún var samin á. Auk frá-
sagnar guðspjallamannsins flétt-
ast kórar og kórasálmar inn í til
að undirstrika textann."
Hann sagði kórinn hafa byijað
að æfa verkið eftir að hann kom
heim frá Finnlandi um miðjan
nóvember og æft það ásamt jóla-
söngvunum sem fluttir voru fyrir
jól. „Margir í kórnum kunna Jóla-
óratóríuna mjög vel enda sungið
verkið oft áður. Það hefur verið
regla hjá okkur að flytja Jólaórat-
oríuna á tveggja ára fresti en í
fyrra tókum við ákvörðun um að
syngja Sköpunina eftir Haydn
með Sinfoníuhljómsveit íslands
rétt fyrir jól.“
Bergþór Pálsson syngur nú
fyrsta skipti einsöng með kórnum
í Jólaróratóríunni en hann er gam-
all kórfélagi og starfar nú við
óperusöng í Þýskalandi. Hinir ein-
söngvararnir hafa allír sungið
þessi hlutverk með kórnum áður.
Sjávaraflinn 1990:
Verðmæti jókst um
21% frá síðasta ári
SAMKVÆMT spá Fiskifélags
íslands verður heildarafli ís-
lenskra skipa 1,504 milljónir
tonna árið 1990, en í fyrra var
heildaraflinn tæplega 1,506
milljónir tonna. Þetta er sjö-
unda árið í röð sem heildarafli
landsmanna nær því að verða
ein og hálf milljón tonna, en
mesti ársafli fékkst árið 1988
þegar hann varð 1,752 milljónir
tonna. Fiskifélagið áætlar að
verðmæti aflans upp úr sjó 1990
verði um 45,2 milljarðar króna,
en það var 37,3 milljarðar árið
Samvinnubankinn
á Húsavík:
Islandsbanki
kaupir útibúið
LANDSBANKINN er að selja
íslandsbanka hf. útibú Sam-
vinnubankans á Húsavík.
Bankastjórar Landsbanka Is-
lands og Islandsbanka hafa gert
samkomulag um ramma að sölu
útibúsins, samkvæmt því sem fram
kemur í tilkynningu frá bönkunum.
Landsbankinn er sjálfur með útibú
á Húsavík.
1989 og hefur því aukist um
21% milli ára. Aætlað er að
andvirði útflutnings sjávaraf-
urða á árinu verði um 71,5 millj-
arðar króna, eða 1,222 milljarð-
ar Bandaríkjadala, en árið 1989
nam það 58,3 milljörðum króna,
eða 1,020 milljörðum dala.
Birgðir sjávarafurða eru hins
vegar allnokkru minni í árslok
nú en undanfarin ár.
Botnfiskaflinn er áætlaður 666
þúsund tonn í ár, en hann var 691
þúsund tonn í fyrra. Þorskaflinn
verður 322 þúsund tonn, sem er
um 9% minna en í fyrra, en þá
var hann 354 þúsund tonn. Ýsuafl-
inn verður um 65 þúsund tonn,
og eykst hann um þijú þúsund
tonn .frá fyrra ári, eða um 4,8%.
Ufsaaflinn eykst um 16 þúsund
tonn, eða 20%, og er þetta mesti
ufsaafli, sem fengist hefur á einu
ári. Karfaaflinn verður um 97
þúsund tonn, sem er aukning um
INNLENT
fímm þúsund tonn frá fyrra ári,
en í þessari aukningu felst meðal
annars úthafskarfí, en hann nem-
ur um ijögur þúsund tonnum. Grá-
lúðuaflinn verður hins vegar 22
þúsund tonnum minni en í fyrra,
en þá var hann 58 þúsund tonn,
sem er mesti ársafli. Miðað við
verð á grálúðu upp ur sjó minnkar
heildarverðmæti hennar um 1,6
milljarða króna.
Humaraflinn verður um 1.700
tonn árið 1990, en í fyrra var
hann 1.900 tonn. Rækjuaflinn
eykst hins vegar um rúm tvö þús-
und tonn og verður 29.300 tonn.
Hörpudiskur verður um eitt þús-
und tonnum meiri nú en í fyrra,
en þá var hann 11 þúsund tonn.
Loðnuaflinn á árinu verður 695
þúsund tonn, en á vertíðinni, jan.-
apríl, veiddúst 608 þúsund tonn,
og á nýliðinni haustvertíð veiddust
87 þúsund tonn. Vertíðina 1989
veiddust 616 þúsund tonn, og á
haustvertíðinni það ár 51 þúsund
tonn. Árið 1988 varð loðnuaflinn
909 þúsund tonn, og þá veiddust
311 þúsund tonn á haustvertíð.
Síldaraflinn verður um 88 þúsund
tonn, en hann var 97 þúsund tonn
í fyrra. Heimilt að geyma úr afla-
kvóta síldarinnar fram í janúar á
næsta ári, og er talið að útgerðir
síldarskipanna hafi nýtt sér það
sem nemur 12 þúsund tonnum.
A
Abendingar frá lögreglunni:
Meðferð flug-
elda og blysa
Skotelda má einungis selja á
stöðum, sem staðbundin leyfi lög-
reglustjóra segja til um að upp-
fylltum ákveðnum skilyrðum.
Þannig er óheimilt að bera út og
selja skotelda í heimahús og á
vinnustaði.
í reglugerð um sölu og meðferð
skotelda segir m.a. að bannað sé
að selja eða afhenda þá barni eða
unglingi innan 16 ára, ef slíks er
getið í leiðbeiningunum. Öll sala
á skoteldum til barna yngri en 12
ára sé óheimil. Þá segir í sömu
reglum að óheimilt sé að flytja inn
og selja svokallaða „kínverja",
reyk- og lyktarsprengjur ýmiss
konar og sprengikúlur. Óheimilt
sé að breyta á nokkurn hatt skot-
eldi, þannig að hann hljóti aðra
eiginleika en framleiðandi hans
ætlast til. Innflytjandi skotelda
skuli sjá um að allar tegundir skot-
elda, sem hann flytur inn og hefur
leyfi fyrir, séu með álímdum eða
áprentuðum leiðbeiningum á
íslensku. Lögreglustjóri getur þó
heimilað að minnstu og einföldustu
tegund skotelda verði ekki merkt-
ar, enda verði dreift vönduðum og
skýrum leiðbeiningarbæklingf til
kaupenda. Með skoteldum er átt
við flugelda, reyk- og hvellsprengj-
ur og ýmiss konar skrautelda.
Lögreglan vekur athygli fólks á
að fara varlega í meðferð flugelda
og blysa um áramótin. Börnin eru
stundum áköf og vilja gleyma sér
við spennandi aðstæður og vilja
þá stundum ganga lengra, en
æskilegt er. Fullorðnir þurfa að
hafa vit fyrir bömunum og gæta
þess að þeim stafí ekki hætta af
flugeldum og blysum. Allflest slys
er hægt að koma í veg fyrir með
aðgæslu.
Lesið leiðbeiningarnar, sem
fylgja flugeldum og blysum og
umfram allt; farið eftir leiðbein-
ingunum.
Lögreglan óskar öllum gleði,
farsældar og friðar á nýju ári.
Samtök spari-
fjáreigenda:
Hækkun óverð-
tryggðra vaxta
nauðsynleg
SAMTÖK sparifjáreigenda hafa
sent frá sér yfirlýsingu þar sem
segir að samtökin fagni því frum-
kvæði íslandsbanka á sínum tíma
til að samræma óverðtryggð og
verðtryggð útlán, sem síðan
muni endurspeglast í bættum
kjörum innlána. Sú vaxtabreyt-
ing sem gerð var hafi verið gerð
vegna vaxandi verðbólgu, þó
vonandi sé um tímabundna
hækkun hennar að ræða.
í yfírlýsingunni segir að Samtök
sparifjáreigenda virði siðferðilegt
þrek stjórnenda ríkisbankanna með
hliðsjón af hótunum stjórnmála-
manna, og þau hvetji allar peninga-
stofnanir til að standa ávallt vörð
um hagsmuni sparifjáreigenda. Þá
segir að samtökin vænti þess að
stjórnrrlálamenn láti af þeim hrá-
skinnaleik að reyna að stýra vöxtum
með handafli þegar ljóst sé að þeir
eigi sjálfír stóran þátt í vaxtahækk-
unum vegna stórfellds hallareksturs
ríkissjóðs.
Magnús Hreggviðsson afhendir Pálma Jónssyni skjal til staðfest-
ingar á vali hans sem „maður ársins í viðskiptalífinu" í ár.
„Maður ársins í viðskiptalífinu“:
Pálmi 1 Hagkaup
varð fyrir valinu
STÖÐ 2 og Frjáls verslun völdu Pálma Jónsson í Hagkaup „mann
ársins í viðskiptalífinu" á árinu
þessir aðilar velja mann ársins.
Nefnd sex manna annast val á
manni ársins í viðskiptalífínu. í
rökstuðningi nefndarinnar, sem
birt er í nýútkominni Fijálsri
verslun, segir meðal annars að
undir forystu Pálma hafi Hagkaup
innleitt nýja verslunarhætti hér á
landi, meðal annars með rekstri
stórmarkaða. Hann sé maður sem
láti verkin tala og hafí haft for-
ystu um lækkun neysluvöruverðs
1990. Er þetta í þriðja sinn sem
í landinu. „Framsýni og frum-
kvæði Pálma Jónssonar kom
glöggt í ljós þegar hann réðist í
að byggja Kringluna, stærstu
verslunarmiðstöð landsins, fyrir
nokkrum árum.“ Ennfremur segir
í greinargerðinni: Árið 1988
voru stjórnendur Brimborgar hf.
valdir menn ársins og á síðasta
ári urðu „Samherjafrændur" á
Akureyri fyrir valinu.