Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
19
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Gylfi Héðinsson t.h. og Gunnar Þorláksson t.v. afhenda Svani
Friðgeirssyni, formanni hússtjórnar, íbúðirnar formlega við
athöfn sem fram fór 21. desember sl.
Ibúðir aldraðra við
Skúlag’ötu afhentar
BYGGINGAFÉLAG Gylfa og
Gunnars sf. afhenti nýlega
Félagi eldri borgara í
Reykjavík 65 íbúðir í þriggja
eininga kjarna við Skúlagötu
40 í Reykjavík.
íbúðirnar eru 2ja herbergja,
3-4ra herberga og nokkrar 5-6
herbergja. Þeim fylgir öllum eitt
bílastæði í bílageymslu og eru
allar búnar fullkomnu eldvarna-
og öryggiskerfí sem tengt er
stjórnstöð Securitas og húsvarð-
arherbergi. Þrír öryggishnappar
eru í hverri íbúð; í baðherbergi,
í svefnherbergi og í holi. Sjón-
varpsskermur tengdur dyrasíma
er í hverri íbúð svo íbúar geti séð
hveijir banka upp á hjá þeim.
Sameign er búin fullkomnu
sjónvarpskerfi með sjónvarps-
disk, gufubaði, heitum nuddpotti
og 130 fermetra sal með full-
komnu eldhúsi. Þá verður í sam-
eign aðstaða fyrir starfsemi
sjúkranuddara, hárgreiðslustofu,
rakara og fótsnyrtingu. Garður
í kringum íbúðakjarnann er þeg-
ar fullfrágenginn..
Byggingartími var 18 mánuðir
og höfðu félagar í Félagi eldri
borgara í Reykjavík forkaupsrétt
að íbúðunum.
Skúlagata 40.
Utivist með miðbæjargleði
í síðustu göngu sinni á árinu
ÚTIVIST býður öllum Reykvíkingum og nágrönnum þeirra í
skemmtilega gönguferð frá Arbæjarsafni eftir Elliðaárdal, með Foss-
vogi, um Oskjuhlið, Vatnsmýri og Hljómskálagarð með Tjörninni
niður í Grófina sunnudaginn 30. desember en þessi leið er neðri
hluti svokallaðrar Bláfjallalciðar.
Lagt verður af stað frá Arbæjar-
safni kl. 13.00. Boðið verður upp á
rútuferð frá bensínsölu við BSI kl.
12.30 að Árbæjarsafni. Þeim sem
Um 30 millj.
kr. í 1. vinning
í FYRSTA sinn í sögu islenska
lottósins er vinningspotturinn
fjórfaldur að þessu sinni en dreg-
ið verður í kvöld. Talið er að 1.
vinningur fari vel yfir 20 milljón-
ir kr. en vinningar alls verðir um
eða yfir 30 milljónir kr.
Ástæðan er sú að 1. vinningur
gekk ekki út sl. laugardag og fær-
ast því 14,3 milljónir kr. sem þá
voru í 1. vinning yfir á 1. vinning
í kvöld. í fréttatilkynningu frá ís-
lenskri Getspá er fólk hvatt til að
koma tímanjega á sölustaði til að
losna við óþarfa biðraðir.
koma á eigin bílum að Árbæjar-
safni og að áfangastöðunum verður
ekið til baka þegar gönguferð lýkur.
Hægt verður að koma í gönguna
við htið Skógræktarfélags Reykja-
víkur í Fossvogsdal kl. 15.00 og við
Loftleiðahótelið kl. 16.00 eða hvar
sem er á leiðinni, t.d. í síðasta spöl-
inn frá Víkurgarði (Fógetagarðin-
um) en þaðan verður gengið með
blys á lofti eins og venja hefur ver-
ið undanfarin ár í síðustu göngu
ársins. í leiðinni verður stærsti jóla-
sveinn landsins heimsóttur. Þegar
á Grófartorg kemur um kl. 17.00
hefst sannkölluð miðb’æjargleði fyr-
ir utan skrifstofu Útivistar með því
að dansað verður í kringum jólatréð
á Grófartorginu undir dynjandi
harmonikkumúsík óg ómi jólabjöll-
unnar. Síðan verður boðið upp á
léttar veitingar. Allir eru velkomnir
í gönguna og á jólatrésskemmtun-
ina. Ekkert þátttökugjald.
(Fréttatilkynning)
Konum hættara við eyðnismiti
Tíðni eyðnismitunar vex meðal kvenna
144 eyðnitilfelli voru þekkt meðal kvenna í Evrópu árið 1985 eða 9,3%
af öllum skráðum tilfellum en árið 1989 voru tilfellin 1.470 eða 14,3%
af öllum tilfellum. Sá grunur að konum sé hættara við smiti frá körlum
en körlum frá konum staðfestist æ betur, segir í frétt frá landlækni.
Um 6% af körlum virðast hafa smitast við samfarir við konur en um
27% kvenna af samförum við karla, samkvæmt niðurstöðum Eyðnimið-
stöðvar WHO (alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar) í París.
Niðurstöður rannsókna meðal
eyðnismitaðra, er lifa í sambúð eða
hjónabandi, eru að áhættan á eyðni-
smiti er að öllu jöfnu margfalt meiri
fyrir konur en karla. (Statens Serum-
institut, Kaupmannahöfn.)
Dæmi frá Danmörku sýnir að hjá
19 konum er smituðust við samfarir
voru ástæður smits eftirfarandi: 7
fengu smit frá tvíkynhneigðum
mönnum, 4 frá mönnum sem höfðu
ferðast á „áhættusvæðum", 2 frá
sprautusjúklingum, 3 frá eyðnismit-
uðum mökum og hjá þremur er ekki
vitað um áhættu.
Um 70% kvenna smituðust af körl-
um er lifa „áhættusömu lífi“. Konur
ættu því að grandskoða feril rekkju-
nauta sinna.
Sprautusmit er aðal smitleiðin í
Evrópu en þeim fjölgar er Smitast
hafa við samfarir við gagnkyn-
hneigða. Athyglisvert er að í flestum
Norður- og Vestur-Evrópulöndum
hafa langflestir gagnkynhneigðir
smitast á ferðalögum til suðrænna
landa, segir í fréttinni frá landlækni.
ÞETTA ERU SÖLUSTAÐIR OKKAR:
^REYKJAVÍK
Skátahúsiö, Snorrabraut 60,
Stilling, Skeifunni,
Hekla v/ Laugaveg,
við Kaupstað, Mjódd,
Seglagerðin Ægir, Eyrargötu 7, Örfirisey,
Bílaborgarhúsið, Fosshálsi 1,
söluskúr við Miklagarð,
á efra bílaplani v/ Kringluna,
Bílabúö Benna, Vagnhöfða.
OBARÐASTRÖND
Hjálparsveitin Lómfell.
O ÍSAFJÖRÐUR
Skátaheimiliö.
Oblönduós
Hjálparsveitarhúsið Efstubraut 3.
Odalvík
Flugeldamarkaöur i söluskúr neöan viö
Hafnarbraut.
Oakureyri
Stór-flugeldamarkaðir i Lundi,
söluskúr við Hagkaup, Norðurgötu 2,
söluskúr við verslunina Síðu,
söluskúr við Verslunarmiðstöðina Sunnuhlíð,
Glerárgata28.
O SAURBÆJAR-
HREPPURí
EYJAFIRÐI
Hjálparsveitin Dalbjörg.
-0- AÐALDALUR
Hjálparsveit skáta Aðaldal.
^EGILSSTAÐIR
Stór-flugeldamarkaöur í nýja áhaldahúsinu
við Tjarnarás.
{£ VESTMANN AEY J AR
Skátaheimilið við Faxastíg 38.
^FLÚÐIR
Hjálparsveitin Snækollur.
i^SELFOSS
Við Tryggingu hf., Austurvegi 22,
við Fjölbrautarskólann Tryggvagötu 25,
Hrísmýri 5.
NJARÐVÍK-
KEFLAVÍK
Hjálparsveitarhúsið við Holtsgötu 51,
íþróttavallarhúsið,
söluskúr v/ Hitaveituplanið,
Stakkshúsið,
Skátahúsið, Keflavík,
söluskúr v/ Skrúðgarðinn.
^GARÐABÆR
Hjálparsveitarhúsiö v/ Bæjarbraut,
viö Lyngás,
á Garöstorgi,
á Álftanesi.
Okópavogur
Toyota, Nýbýlavegi 8,
Skátaheimilið, Borgarholtsbraut 7,
viö Sparisjóö Kópavogs,
Dalvegur 14 (viö Reykjanesbraut).
FLUGELDAMARKAÐIR
HJÁLPARSVEITA SKÁTA