Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 22
22
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
23
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Aðstoðarritstjóri
, Fulltrúar ritstjóra
Fréttastjórar
Árvakur, Reykjavík
HaraldurSveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Björn Bjarnason.
Þorbjörn Guðmundsson,
Björn Jóhannsson,
Árni Jörgensen.
Freysteinn Jóhannsson,
Magnús Finnsson,
Sigtryggur Sigtryggsson,
Ágúst Ingi Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal-
stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar-
gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið:
Hrófatildur
Ríkisstjórn og ráðherrar eru
allt í senn: höfuðsmiðir
fjárlaga, framkvæmdastjórar
íjárlaga — og pólitískir
ábyrgðarmenn fjárlaga. Þrátt
fyrir þessa staðreynd og þrátt
fyrir þann stöðugleika í launa-,
verðlags- og gengismálum,
sem þjóðarsáttin hefur lágt
upp í hendur stjórnvalda, hafa
fáar fjármálaáætlanir orðið sér
jafn rækilega til skammar og
seinni tíma fjárlög íslenzka
ríkisins.
Fjárlög ársins 1988 voru
samþykkt hallalaus, sem þýðir
einfaldlega, að eyðslu A-hluta
ríkissjóðs bar að halda innan
árstekna hans. Niðurstaðan
var samt sem áður 7.200 millj-
óna króna eyðsla umfram tekj-
ur. Árið 1989 var boðuð mikil
bragarbót. Samkvæmt fjárlög-
um þess árs átti A-hluti ríkis-
sjóðs að skila 600 m.kr. tekjum
umfram lögleyfð útgjöld. Nið-
urstaðan var engu að síður
6.100 m.kr. eyðsla umfram
tekjur. Fjárlög líðandi árs voru
afgreidd með 3.700 m.kr.
eyðslu umfram tekjur. Nú er
hins vegar gert ráð fyrir að
endanlegur halli A-hluta ríkis-
sjóðs 1990 verði 5.500-6000
m.kr.
Fjárlög komandi árs voru
afgreidd með 4.069 m.kr.
eyðslu umfram tekjur. Næsta
víst er að sú áætlun stenzt
engu betur en fjárlög þriggja
ára þar á undan, enda eru
vinnubrögð íjármálaráðherra
og meirihluta þingsins við fjár-
lagasmíðina engu trúverðugri
en fyrr. Líkur standa þvert á
móti til þess að fjárlagahallinn
verði verulega hærri en hér
er áætlað, að óbreyttum að-
stæðum í ríkis- og þjóðarbú-
skap.
Pálmi Jónsson, alþingismað-
ur, gagnrýndi fjárlögin harð-
lega í þingræðu. I fyrsta lagi
staðhæfði hann að teygt hafi
verið úr tekjuhlið frumvarpsins
— bæði áætluðum tekjuskött-
um og virðisauka — með þeim
hætti, að ólíklegt sé að eftir
gangi. I annan stað séu ýmsir
gjaldaliðir frumvarpsins stór-
lega vanáætlaðir, m.a. lífeyris-
tryggingar, en þar skortir að
mati Pálma allt að eins mánað-
ar útgjöldum, ef standa á við
skuldbindingar. „Ef fram fer
sem horfir,“ sagði þingmaður-
inn, „má búast við fjárlaga-
halía á næsta ári að íjárhæð
hvorki meira né minna en 6-7
milljarðar króna og að tekjur
ríkissjóðs vaxi að raungildi í
hlutfalli við landsframleiðslu
úr 27,6% í 28,1%.“
í greinargerð fulltrúa Sjálf-
stæðisflokksins í fjárveitinga-
nefnd segir m.a.:
„Miðað við fjárlagafrum-
varp við 3ju umræðu hafa
skattar til ríkissjóðs á árs-
grundvelli hækkað um 16
milljarða króna frá og með
1988 til 1991. Þetta gerir því
á ári rúmar 240 þúsund krónur
á ijögurra manna fjölskyldu.
Þrátt fyrir þessar skattahækk-
anir stefnir í það að saman-
safnaður halli ríkissjóðs árin
1988-1991 verði yfír 30 millj-
arðar króna á verðlagi fjár-
lagafrumvarpsins. “
Viðvarandi mikill fjárlaga-
halli, þrátt fyrir stóraukna
skattheimtu og þrátt fyrir
stöðugleika í launa-, verðlags-
og gengismálum, sem þjóðar-
sátt fylgdi, hefur kallað á stór-
fellda skuldasöfnun, bæði hér-
lendis- og erlendis. Erlendar
skuldir þjóðarbúsins hafa aldr-
ei verið hærri sem hlutfall af
landsframleiðslu en á þessu
ári. Fjárlagahallinn hefur samt
sem áður verið fjármagnaður
að stærstum hluta með inn-
lendum lántökum hin síðari
misserin, sem er út af fyrir sig
rétt. Lántökur opinberra aðila
á innlendum lánsfjármarkaði
eru áætlaðar hvorki meira né
minni en rúmir 30 milljarðar
á næsta ári [rúmir 20 milljarð-
ar að frádregnum afborgun-
um]. „Þetta samsvarar 53%
af áætluðum peningalegum
spamaði landsmanna 1991,“
segir í greinargerð fulltrúa
Sjálfstæðisflokksins í ijárveit-
inganefnd. Af sjálfu leiðir að
innlend lánsíjáreftirspurn af
þessari stærðargráðu ýtir und-
ir hátt vaxtastig.
Mergurinn málsins er að
fjárlagagerð ársins 1991 er
hálfgert hrófatildur — sem
fjárlagagerðir næstliðinna ára.
Ríkið hefur hvergi nærri axlað
sinn samdráttar- og sparnað-
arhlut í þjóðarsáttinni. Þvert á
móti ógna skattahækkanir,
sem ríkisstjórnin hefur fram-
kvæmt og fyrirhugar, þjóðar-
sáttinni, auk þess sem þær
stuðla að samdrætti í atvinnu-
lífínu og ýta undir gjaldþrot
og atvinnuleysi. Það er engin
tilviljun að hagvöxtur er mun
minni hér en í öðrum OECD-
löndum og lífskjör þar af leið-
andi lakari. Það er sífellt verið
að höggva að þeim hvötum í
þjóðarbúskapnum sem em for-
sendur raunvemlegs lífskjara-
bata.
Nafnvextir Landsbanka
hækkaum 1-1,5% 1. jan.
„Sorglegt að hið frjálsa markaðskerfi skuli sýna sig svona
algjörlega berstrípað,“ segir forsætisráðherra
ÁKVEÐIÐ var á fundi bankaráðs Landsbankans í gær að hækka nafn-
vexti af inn- og útlánum um 1 til 1,5%. Fjórir af fimm bankaráðsmönn-
um greiddu þessari tillögu atkvæði sitt, en Friðrik Sophusson sat hjá.
I frétt frá Landsbankanum segir að þessi ákvörðun sé tekin til að
halda jafnvægi milli óverðtryggðra og verðtryggðra inn- og útláns-
forma. Vaxtahækkunin sé aðlögun vaxta óverðtryggðra inn- og útlána
að hærri verðbólgu miðað við lánskjaravísitölu. Steingrímur Her-
mannsson forsætisráðherra óskaði eftir því á ríkisstjórnarfundi í
gærmorgun að Seðlabankinn geri ríkisstjórninni grein fyrir því hvern-
ig hann hyggst tryggja markmið laga um raunvexti og draga úr vaxta-
mun.
Hrafnista:
Eldur í þvottahúsi
ELDUR kom upp í þvottahúsi í kjallara dval-
arheimilisins Hrafnistu við Laugarás í
Reykjavík i gærdag. Slökkviliðinu var til-
kynnt að kviknað hefði í rafmagnsmótor í
þvottavél kl. 14.17 og þegar komið var á stað-
inn var töluverður reykur kominn fram á
gang. -Greiðlega gekk að slökkva eldinn.
Þrír reykkafarar fóru inn í þvottahúsið, sem er
í c-álmu hússins, og notuðu handslökkvitæki
til að slökkva eldinn, sem var í rafmótor og
köplum í einni þvottavél. Tveir reykblásarar
voru notaðir til að loftræsta ganga og þvotta-
hús. Ekki munu hafa orðið skemmdir vegna
reyks en þvottavélin er ónýt.
Mjög mikilvæg skák
hjá Hannesi á EM í dag
Morgunblaðið/Jón Svavarsson
Talsverður reykur myndaðist þegar eldur kviknaði í
þvottavél á Hrafnistu í gær og þurfti að nota tvo reyk-
blásara til að ræsta ganga og þvottahús.
Grunnvextir Kjörbókar. hækka
um 1%, svo og véxtir almennra
sparisjóðsbóka og annarra innláns-
forma, en vextir almennra tékka-
reikninga hækka um 0,5%.
Vextir óverðtryggðra útlána,
víxla, skuldabréfa og innlendra af-
urðalána hækka um 1%, en vextir
á yfirdráttarheimildum hækka um
1%.
„Þessi áfangahækkun nafnvaxta
var vissulega nauðsynleg og við
væntum þess að vera búnir að ná
upp í þær hæðir sem verðbólgan
mælir þetta þann 1. febrúar næst-
komandi," sagði Sverrir Hermanns-
son bankastjóri Landsbankans í
samtali við Morgunblaðið í' gær.
Eins og kom fram á baksíðu Morg-
unblaðsins í gær hefur Morgunblað-
ið upplýsingar um að ákveðnir
bankaráðsmenn telji nauðsynlegt
að nafnvextir á tímabilinu 1. des-
ember 1990 til 1. febrúar 1991
hækki um 3 til 3,5%.
Steingrímur Hermannsson for-
sætisráðherra ræddi sérstaklega
vaxtamál á fundi ríkisstjórnarinnar
í gærmorgun. Hann sagði í samtali
við Morgunblaðið í gær að í 9. grein
laga um Seðlabanka íslands væri
sú stefna mörkuð, að raunvextir
útlána innlánsstofnana verði eigi
hærri en þeir eru að jafnaði í helstu
viðskiptalöndum íslands. „Þar er
einnig greinilega sagt að Seðla-
bankanum er ætlað að draga úr
óhóflegum vaxtamun milli inn- og
útlána. Samkvæmt skýrslu Seðla-
bankans frá Í5. nóvember eru raun-
vextir verðtryggðra lána hér á landi
um það bil 8,5 af hundraði, en 7,2%
í okkar helstu viðskiptalöndum í
Evrópu og 3,2% í Bandaríkjunum,
en þetta eru okkar helstu viðskipta-
svæði,“ sagði- Steingrímur. Hann
sagði -að í skýrslunni kæmi einnig
fram að vaxtamunur hefði hækkað
frá 1989 úr 3,43% í 4,5%.
„Þetta er því ósköp einfalt. Bara
með tilvísan til þessa þá óskaði ég
eftir því að Seðlabankinn gerði
ríkisstjórninni grein fyrir því hvern-
ig hann hyggst tryggja markmið
laga um raunvexti og draga úr
vaxtamun," sagði forsætisráðherra.
Steingrímur kvaðst vonast eftir því
að slík greinargerð bærist fljótlega
frá Seðlabankanum.
Steingrímur sagði sérstaklega
um nafnvaxtahækkun Landsbank-
ans sem ákveðin var í gær, að hún
minnti hann helst á sönginn um litlu
birnina sem tækju hver í rófuna á
öðrum, þá Einbjörn, Tvíbjorn og
Þríbjörn. „Fyrst hækkar íslands-
banki, þá sparisjóðirnir, síðan Bún-
aðarbankinn og þá getur Lands-
bankinn sjálfur ekki látið vera að
hækka. Þetta er hinn frjálsi mark-
aður sem augljóslega verkar svona
og það er sorglegt að hið frjálsa
markaðskerfi skuli sýna sig svona
algjörlega berstrípað," sagði for-
sætisráðherra.
Bankarnir á leið
í vítahring vaxtahækkana
Guðmundur J. Guðmundsson for-
maður Dagsbrúnar kveðst vera
mótfallinn ákvörðun bankaráðs
Landsbankans um vaxtahækkun en
segir að hún hafi ekki komið honum
á óvart. „Landsbankinn hefur meiri
skuldbindingar gagnvart atvinnulíf-
inu en aðrir bankar og er ekki eins
fijáls í útlánum og því er ekki furða
þótt hann fylgi á eftir öðrum bönk-
um. En ég furða mig á þeim fræði-
hjúp sem settur er um þetta og
spyr, af hverju voru bankarnir
svona seinir að lækka raunvextina
í sumar? Vextir á verðtryggðum
skuldabréfum bankanna hafa
hækkað frá 1. febrúar þrátt fyrir1
að lífeyrissjóðirnir hafi lækkað
raunvexti úr 8% í 7%. Að meðaltali
hafa þeir hækkað hjá bönkunum
úr 7,9% í 8,2%. Þetta hefur gerst
á þjóðarsáttartímabilinu," segir
Guðmundur.
Guðmundur sagði að ekki dygði
fyrir bankana að reyna að dylja
eigin gróða á árinu. „Hjá Lands-
bankanum nemur hann um milljarði
og gróði Búnaðarbankans, sem er
almennur verslunar- og viðskipta-
banki, er um 900 milljónir," sagði
hann.
Guðmundur gagnrýndi einnig
röksemdir bankanna fyrir vaxta-
hækkunum um verðbólguþróun.
„Hvað ‘dvaldi orminn langa að
lækka vextina í sumar og hvers
vegna eru bankarnir svona fljótir
til að hækka núna? Þetta leiðir af
sér meiri verðbólgu og hefur keðju-
verkun í för með sér út í verðlag
og atvinnulífið og framkallar síðan
aðra vaxtahækkun. Bankarnir eru
að fara inn í vítahring," sagði hann
Hann kvaðst sérstaklega furða
sig á að fulltrúi Kvennalistans í
bankaráði Landsbankans hefði gert
tiilögu um mestu vaxtahækkanirn-
ar.
„Þetta er ógæfuþróun og torskil-
in hagfræði. Eflaust standa bank-
arnir frammi fyrir því í mars að
ákveða að hækka vextina aftur,“
sagði Guðmundur.
Dagsbrún tók út innstæður fé-
lagsins úr íslandsbanka vegna
vaxtahækkunar bankans í haust.
Guðmundur var spurður hvort fé-
lagið hygðist taka eignir sinar einn-
ig út úr Landsbankanum í kjölfar
hækkunarinnar nú. „Nei, enda er
ekki margt að flýja. Okkur fannst
hart að Islandsbanki skyldi hafa
riðið á vaðið og stöndum enn á
okkar afstöðu og munum losa um
eignaraðild okkar á honum. Þar er
um 40 milljónir að ræða,“ svaraði
hann.
Guðmundur bætti því við að
vaxtahækkanirnar undanfarið
stefndu þjóðarsáttinni í voða og ef
hún færi út um þúfur væri von-
laust að reyna hana aftur næstu 5
til 7 árin.
___________Skák
Margeir Pétursson
Hannes Hlífar Stefánsson, al-
þjóðlegur skákmeistari, hefur
byrjað frábærlega vel á Evrópu-
meistaramóti unglinga 20 ára og
yngri í Arnhem í Hollandi. Hann-
es vann séx fyrstu skákir sínar
og í gær gerði hann sitt fyrsta
jafntelfi við Hollendinginn Van
Wely. Hannes hefur heilan vinn-
ing í forskot á næsta mann, Spán-
verjann Comas Fabrego, og tefla
þeir innbyrðis í dag í áttundu
umferð. Spánverjinn þarf nauð-
synlega á sigri að halda til að ná
Hannesi. Jafntefli nægir Hannesi
hins vegar til að halda vinnings
forskoti og sigur myndi þýða að
forskot hans ykist í a.m.k. einn
og hálfan vinning. Alls verða
tefldar ellefu umferðir á mótinu,
níunda umferðin verður tefld á-
morgun, sú tíunda á gamlársdag
og eftir frí á nýársdag lýkur
mótinu 2. janúar.
Hvernig svo sem skák Hannesar
fer í dag er nokkuð líklegt að and-
stæðingur hans á morgun verði hinn
fimmtán ára gamli Sovétmaður
-Kramnik, sem fór mjög illa af stað,
en er nú að ná sér á strik, kominn
í 4.-8. sæti. Þótt Hannes standi vel
að vígi er allt of snemmt að ætla
honum efsta sætið, íjórar erfiðar
skákir eru eftir.
íslendingur hefur aldrej orðið
hlutskarpastur á stóru mótunum í
þessum aldursflokki, þ.e. Evrópu-
og heimsmeistaramótum 20 ára og
yngri. Aðrir Norðurlandabúar hafa
hins vegar náð þeim árangri. Svíinn
Akesson sigraði á EM 1981 og Dan-
inn Curt Hansen árið eftir. Svíinn
Ferdinand Hellers varð síðan yngsti
Evrópumeistari unglinga árið 1985,
er hann vann mótið aðeins 15 ára
gamall. Síðan þá hafa Rússar einok-
að efsta sætið, þeir Halifman, Ivan-
chuk, Gelfand, Dreev og Serper hafa
sigrað undanfarin fimm ár.
Hannes var einnig með á mótinu
í fyrra en varð þá að sætta sig við
níunda sætið. Með honum á mótinu
nú er annar af okkar efnilegustu
skákmönnum, Sigurður Daði Sig-
fússon. Hann er kunnur fyrir traust-
an stíl og ætti því að geta lagt Hann-
esi lífsreglurnar í síðustu umferðun-
um, en í þessari stöðu skiptir öllu
máli að tefla traust og tapa ekki
skák. Það eru hins vegar miklar líkur
á því að keppinautar Hannesar.koll-
keyri sig á því að reyna að vinna
hann og brúa bilið upp í efsta sætið.
Staðan eftir 7 umferðir:
1. Hannes Hlífar Stefánsson 6 'A v.
2. Comas Fabrego, Spáni 5 'h v.
3. Van Wely, Hollandi 5 v.
4. -8. Kramnik, Sovétríkjunum,
Degraeve, Frakklandi, Somlai,
Ungverjalandi, Mliller, V-Þýska-
landi og Moldova, Rúmeníu, 4 'h v.
Stigahæsti keppandinn á mótinu,
Tékkinn Hracek, sem hefur 2.475
Elo-stig og var í liði Tékka sem
náði fjórða sæti á Ólympíumótinu,
kemur næstur með fjóra vinninga,
eftir mjög slaka byijun. Þá var skák
Hollendingsins Reindermann ólokið
í gær en útlit var fyrir að hann ynni
og bættist þá í hóp þeirra sem hafa
4 ’/2 v.
Taflmennska Hannesar á mótinu
til þessa hefur verið mjög góð og
hann hefur síður en svo verið hepp-
inn með andstæðinga, sem hafa allir
verið fulltrúar öflugra skákþjóða.
Strax í fyrstu umferð mætti hann\
enska þátttakandanum, en Englend-
ingar hafa löngum verið frægir fyrir
að eiga unga og efnilega skákmenn.
Hannes náði þó að vinna andstæðing
sinn í aðeins 28 leikjum og notaði
aðeins 48 mínútur af 2ja klukku-
stunda umhugsunartíma sínum:
Hvítt: Hannes Hlífar Stefáns-
son.
Svart: Tozer, Englandi.
Hollensk vörn.
1. d4 - f5, 2. c4 - Rf6, 3. g3
- g6, 4. Bg2 - Bg7, 5. Rf3 -
0-0, 6. 0-0 - d6, 7. Rc3 - De8, 8.
b3 - c6.
Ef svartur ætlar að byggja upp
sóknarfæri á kóngsvæng ætti hann
að leika 8. — h6 og 9. — g5 strax.
9. Ba3 - h6, 10. Dc2 - g5, 11. e4
- fxe4,12. Rxe4 — Dg6,13. Rxf6+
- Dxf6, 14. Hael! - Bf5, 15. Dd2
- Bg4?!
Svartur þvingar fram peðsvinn-
ing, en verður langt á eftir í liðsskip-
an.
16. He3 - Bxf3, 17. Bxf3 - Dxd4,
18. De2 - Df6, 19. Bg4 - e5, 20.
Hdl - Hd8, 21. Hf3 - Dg6?
22. Bh5!
Nú hrynur svarta staðan, því
svarta drottingin fellur eftir 22. —
Dxh5, 23. Hf8+.
22. - Dh7, 23. Bxd6 - c5, 24.
Bxe5 - Hxdl+, 25. Dxdl - Rc6,
26. Bxg7 - Dxg7, 27. Hf7 - Db2,
28. Dd3 og svartur gafst upp.
í annarri umferð vann Hannes
hinn tékkneska þátttakandann, Pol-
ak, örugglega í 52 leikjum með
svörtu í spánska leiknum. í þeirri
þriðju hafði hann síðan hvítt gegn
Búlgaranum Delchev, sem beitti
sjaldséðu afbrigði spánska leiksins.
Staðan virtist u.þ.b. í jafnvægi, en
Hannes hafði ívið traustari kóngs-
stöðu og miklu betri tíma. Búlgarinn
lenti hins vegar í tímaþröng og
missti þá öll tök á stöðunni.
í fjórðu umferð vann Hannes
Þjóðveijann Miiller mjög örugglega
og fyrirhafnarlítið með svörtu. Hann
komst snemma út í betra endatafl
og Þjóðvetjinn réð ekki við neitt.
Aftur þurfti Hannes að nota mjög
lítinn tíma, aðeins 58 mínútur. Vel-
gengni hefur oft þau áhrif á skák-
menn að þeir verða of öruggir með
sig og í fimmtu umferðinni átti
Hannes sinn versta dag gegn Frakk-
anum Degraeve. Hann setti allt sitt
traust á frípeð á a-línunni og Frakk-
inn náði mjög hættulegum sóknar-
færum og unnu tafli að því er virt-
ist. Hannes náði hins vegar að bjarga
sér á undraverðan hátt, þótt hann
lenti með manni minna í endatafli,
þá reyndist a-peð hans jafnoki ridd-
ara. Svo virtist sem Degraeve tryði
ekki sínum eigin augum, hann not-
aði alltof mikinn tíma í leit að vinn-
ingsleið og endaði með því að leika
skákinni alla leið niður í tap í tíma-
hraki:
Hvítt: Hannes Hlífar Stefánsson
Svart: Degraeve, Frakklandi
Kóngindversk vörn
I. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3 -
Bg7, 4. e4 - d6, 5. Be2 - 0-0, 6.
Rf3 - e5, 7. 0-0 - Rc6, 8. d5 -
Re7, 9. Rd2 - c6, 10. b4 - a5,
II. bxa5 — Dxa5, 12. Bb2 — Re8,
13. Rb3 - Dd8, 14. a4 - f5, 15.
dxc6 — bxc6, 16. a5 — Be6, 17.
Ha3 - Rf6, 18. exf5
Það er mjög hæpið að gefa eftir
miðborðið með peðauppskiptunum í
15., 18. og 20. leik og svartur fær
nú mjög fijálsa stöðu.
18. - gxf5, 19. f4 - Db8, 20. fxe5
- dxe5, 21. Ra4 - Re4, 22. Bd3
- Db4, 23. Del - Dd6, 24. Bxe4
- fxe4, 25. Hxf8+ - Hxf8, 26. c5
- Dd8, 27. Rb6 - e3, 28. a6 -
Bxb3, 29. a7!?
Hvítur setur allt sitt traust á a-
peðið, því eftir 29. Hxb3 — Dd2
30. Bc3 — Da2 myndi hann miss;
það og eiga erfiða vörn fyrir hönd
um.
29. - Dd2, 30. Bc3 - Df2+, 31
Dxf2 - exf2+, 32. Kfl - Rd5!
Eftir þennan öfluga leik sem hól
ar m.a. 33. — Re3+ er með ólíkinc
um að hvítur skuli geta bjargað sér.
33. Bd2 - Rxb6, 34. Hxb3 - Raí
35. Be3 - h6?, 36. Bxf2 - Khr,
37. Hb8 - Kg6, 38. Ke2 - Kfi
39. Ke3 - He8, 40. Ke4 - Bft
41. g4 - Be7?, 42. Kxe5 - Bf64
43. Kf5 - He5+, 44. Kf4 - Het
45. Kf3 - Hh8, 46. Bg3 - Kgt
47. Ke4 - Hd8, 48. Bd6 - Kg5
Eftir marga tilgangslausa o
óskiljanlega leiki er svartur komin
með tapað tafl. Hann er lentur í leik
þröng, t.d. er 48. — Hh8 svarað me
49. Bf8 og 48. - Kf7 með 49. Kf5.
19. Hxd8 - Bxd8,50. Ke5 - Kxg4
51. Ke6 og svartur gafst upp, þ\
hvíti kóngurinn veður áfram og hirí
ir svarta riddarann á a8.
AF INNLENDUM
VETTVANGI
AGNES BRAGADÓTTIR
Bankaráð Landsbankans:
Símhringingar viðskiptaráðherra
hleyptu illu blóði í ráðsmenn
Halldór Guðbjarnason fékk öll atkvæði bankaráðsins
HVESSA tók allhressilega á fundi bankaráðs Landsbankans í gær,-
eftir að ákvörðun um hækkun nafnvaxta hafði verið tekin og banka-
stjórn hafði vikið af fundi, þar sem næsta mál á dagskrá var ráðning
nýs bankastjóra Landsbankans. í mikla brýnu sló á milli þeirra Eyj-
ólfs K. Siguijónssonar, formanns bankaráðsins, og Kristins Finnboga-
sonar, fulltrúa Framsóknarflokksins, þegar Eyjólfur vildi fresta
ákvörðun bankaráðsins. Kristinn krafðist þess að málið yrði afgreitt
á fundinum og hafði sitt fram. Hann gerði tillögu um Halldór Guð-
bjarnason, fyrrum bankastjóra Utvegsbanka Islands, og var tillaga
hans samþykkt með öllum fimm atkvæðum bankaráðsmanna.
Aður en þetta gerðist hafði Eyj-
ólfur rætt við viðskiptaráð
herra símleiðis af fundinum. Jón
Sigurðsson viðskiptaráðherra gekk
á forsætisráðherra á ríkisstjórnar-
fundi í gærmorgun og spurði hann
hver væri fulltrúi Framsóknar-
flokksins í bankastjórastöðuna.
Forsætisráðherra svaraði því til að
hann hefði gert tillögu um Geir
Magnússon í október síðastliðnum
og hann hefði enga breytingu gert
frá því þá.
Afskipti ráðherra ollu
miklu fjaðrafoki
Með þetta svar vék viðskiptaráð-
herra af ríkisstjórnarfundi, fór beint
í símann og tjáði bankaráðsfor-
manninum að Geir væri kandídat
framsóknarmanna. Samkvæmt
mínum upplýsingum olli þessi upp-
hringing ráðherrans miklu fjaðra-
foki í bankaráði og var Eyjólfur
helst á því að fresta bæri af-
greiðslu málsins. Reyndar höfðu
símhringingar viðskiptaráðherra
inn á bankaráösfundinn þveröfug
áhrif við líklega ætlan hans, þar
sem bankaráðsmenn reiddust mjög
íhlutun hans og Friðrik Sophusson
lýsti því sérstaklega yfir að þessi
ákvörðun væri ekki á valdi ráðherra
heldur bankaráðsins og aðrir
bankaráðsmenn tóku undir þá skoð-
un.
Kristinn Finnbogason var ekki á
þeim buxunum að fresta afgreiðslu
málsins enn, heldur krafðist hann
þess þvert á móti að málið yrði
afgreitt á fundinum. Hann hefði
fullt umboð Framsóknarflokksins
til þess að gera tillögu um nýjan
bankastjóra á þessum fundi og hana
ætlaði hann sér að gera. Ekki þarf
að orðlengja það að tillaga Kristins
hljóðaði upp á það að Halldór Guð-
bjarnason yrði ráðinn bankastjóri
Landsbankans og hlaut sú tillaga
hans atkvæði allra bankaráðsmann-
anna, þeirra Kristins Finnbogason-
ar, Eyjólfs K. Siguijónssonar,
Kristínar Sigurðardóttur, Friðriks
Sophussonar og Lúðvíks Jósefsson-
ar. Lúðvík og Friðrik gerðu sérstaka
grein fyrir sínu atkvæði og lýstu
því yfir að þeir litu þannig á að
samkvæmt þeirri hefð sem skapast
hefði, þá ætti Framsóknarflokkur-
inn að fá að tilnefna arftaka Vals
heitins Arnþórssonar í bankastjóra-
stól og fulltrúar annarra flokka
ættu ekki að vera með nein af-
skipti þar, svo fremi sem viðkom-
andi væri hæfur til starfans. Auk
þess sögðust þeir telja að engum
blöðum væri um það að fletta að
fulltrúi Framsóknarflokksins í
bankaráðinu færi með umboð
flokksins er hann gerði tillögu um
Halldór, og því styddu þeir hann í
bankastjórastöðuna.
Steingrímur lék pólitíska
refskák nokkuð vel
Reyndar telja viðmælendur mínir
að Steingrímur Hermannsson hafi
leikið pólitíska refskák í þessu máli
og leikið nokkuð vel. Hann hafi
búið svo um hnútana að helstu for-
svarsmenn samvinnuhreyfingarinn-
ar sem hafa eindregið viljað sjá
Geir í bankastjórastöðu Landsbank-
ans geti ekki reiðst, þar sem tillaga
Framsóknarflokksins hafi hljóðað
upp á Geir. Hann geti hins vegar
ekki ábyrgst gerðir Kristins Finn-
bogasonar og ekkert við því sagt
þótt hann gerði tillögu um Halldór,
enda hefur Steingrímur marglýst
því yfir að hann telji báða mennina
mæta og hæfa bankamenn og góða
framsóknarmenn. Auk þess sem
ákveðnir forsvarsmenn samvinnu-
hreyfingarinnar hafa viljað sjá Geir
í bankastjórastöðunni, hefur legið
Ijóst fyrir að þingflokkur Fram-
sóknarflokksins hefur ekki verið
einhuga í málinu. Til að byija með
var Guðmundur G. Þórarinsson al-
þingismaður þriðji kandídatinn, en
hann heltist úr lestinni. Tveir sterk-
ir áhrifamenn þingflokksins, þeir
Halldór Ásgrímsson, sjávarútvegs-
ráðherra og Páll Pétursson, formað-
ur þingflokksins studdu sinn
kandídatinn hvor: Halldór studdi
Geir og Páll studdi Halldór.
Steingrímur var því í klípu og átti
bágt með að beita sér í málinu.
Sagði einatt: Þetta eru báðir hæfir
og mætir menn.
Því kann vel að vera að Kristinn
sé að bjóða sitt breiða bak fram til
þess að taka við svipuhöggum
þeirra SÍS-manna, enda er það hald
manna að hann muni ekki mikið
um slíkt.
Steingrímur Hermannsson sagði
í samtali við Morgunblaðið áður en
ríkisstjórnarfundurinn hófst í gær-
morgun að hann hefði sagt Hall-
dóri í haust að hann gæti ekki gert
um hann tillögu vegna þess að hans
mál væru fyrir dómstólum til með-
ferðar. „Síðan þetta var hef ég
engin afskipti haft af málinu, og
ekki snúið við blaðinu þótt dómur-
inn hafi gengið á þann hátt sem
varð. Ég gerði tillögu um Geir
Magnússon og stend við hana,“
sagði formaður Framsóknarflokks-
ins.
Þegar Morgunblaðið ræddi um
niðurstöðu bankaráðsins við forsæt-
isráðherra síðdegis í gær og það
að Kristinn gerði tillögu um annan
en hann hafði lagt til sagði
Steingrímur: „Þarna var um tvo
mjög góða menn að ræða. í lok
október gerði ég tillögu um Geir.
Ég hef ekkert meira um það að
segja. Halldór er prýðismaður og
vissulega vel að þessu kominn. Ég
sagði Jóni Sigurðssyni á ríkisstjórn-
arfundi í morgun að í lok október
gerði ég tillögu um Geir Magnússon
og ég hef ekki gert neina tillögu
síðan. Ég hef ekki rætt við Kristin
Finnbogason um málið síðan.“
Aðspurður um það hvort Halldór
væri ekki fulltrúi Framsóknar-
flokksins svaraði Steingrímur:
„Halldór Guðbjarnason er mjög
góður framsóknarmaður og það er
Geir líka. Ég var beðinn um tillögu
í lok október og þá var mér sagt
að það lægi einhver ósköp á að
ganga frá þessum málum. Þá kom
mér algjörlega á óvart að málinu
skyldi frestað og að formaður
bankaráðsins skyldi samþykkjaþað.
Mér hafði skilist á honum að hann
teldi mikilvægt að ganga sem fyrst
frá þessum málum. Síðan hef ég
ekki komið nálægt málinu.“
Er stoltur af Halldóri
— Er Halldór þá ekki fulltrúi
Framsóknarflokksins?
Og Steingrímur svarar með ann-
arri spurningu: „Eru bankastjórar
fulltrúar stjórnmálaflokkanna? Ég
vil ekki viðurkenna það. Ég hefði
út af fyrir sig alveg eins getað sagt:
Þarna eru tveir góðir menn — velj-
ið þið. En í október þegar ég var
spurður þá voru ákveðnar ástæður
fyrir því, eins og kunnugt er, að
ég benti á Geir.“
Steingrímur segist ekki munu
gera neina athugasemd við það að
Kristinn Finnbogason gerði ekki
tillögu um Geir í bankaráðinu: „Mér
sýnist svona eftir á litið að Kristinn
hafi haft þetta í huga frá upphafi,
því hann gerði á sínum tíma tillögu
um frestun málsins í bankaráði,“
sagði Steingrímur.
Forsætisráðherra virðist síður en
svo óánægður með þessi málalok
og segist ekki hafa trú á því að
þessi niðurstaða hafi nein eftirmál
í för með sér. Ákvörðun bankaráðs-
ins hafi verið tekin og henni verði
ekki breytt og framsóknarmenn
geti vel við unað. „Ég lít á Halldór
sem mjög góðan bankastjóra og ég
er mjög stoltur af honum þar.“