Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 28

Morgunblaðið - 29.12.1990, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 Dýnamitverðlaunin eftir Stefán Steinsson Margir útvarpshlustendur hafa tekið eftir því, að þegar hinn merki bókmenntafræðingur Matthías Við- ar Sæmundsson fjallar um bók- menntir í útvarpinu, minnist hann ■ jafnan snemma í erindi sínu á þrjá rithöfunda heimsbókmenntanna, til að ljá erindinu alþjóðlegan blæ. Mætti vel flokka þann sið hans undir skreytiljst, án þess að vera að tala ljótt. Þessir heimshöfundar eru Dostojevskí, Kafka og James Joyce. Auðvitað skreytir Matthías sig stundum með fleiri nöfnum, til dæmis Cervantes. En hinirþrír fyrst nefndu setja svip á öll útvarpserindi hans. Með þessu getur hann í fáum orðum sagt: „Sjáið þið hvað ég kann mikið,“ án þess að vera með neitt skrúm. Að vísu eiga nefndir rithöfundar misjafnlega mikið er- indi í erindi Matthíasar, en það var aldrei aðalatriðið, heldur skreyting- in. Nú skal ég ekki fara að stríða hér ágætum íslenskum bókmennta- fræðingum, þar sem ég sit og skrifa hugsanir mínar undir fullu tungli. En hitt er eftirtektarvert, að í dag hef ég leikið sama leikinn og Matt- hías Viðar, með aðstoð hans: í byrj- un greinarinnar nefndi ég þessa þijá höfuðrithöfunda, Dostojevskí, Kafka og James Joyce. Þar með gerði ég minn litla pistil ódauðleg- an, sem var einmitt meiningin. Það var mér nauðsyn vegna þess, að dauðlegir og bersyndugir sveita- læknar eins og ég, sem eru í tuga- tali um land allt, munu aldrei nokk- um tíma fá leyfi til að koma og tala í Ríkisútvarpið, síst um bókmennt- ir. Enda held ég reyndar, að út- varpshlustendum yrði það lítil ham- ingja. Því mun mér aldrei auðnast að sýna visku mína, eða gera neitt ódauðlegt, með því að nefna Dostojevskí, Kafka og James Joyce í. útvarpi svo að ég bið blaðið auð- mjúklega að leyfa mér að gera það hér einu sinni. Nú tökum við upp léttara hjal. Dostojevskí, Kafka og James Joyce eru ekki rithöfundar, sem nefndir eru algeríega að ástæðulausu. Nöfn þeirra munu verða i minnum höfð, svo lengi sem nokkur maður les bók, af þeim sem nú lifa. Að vísu man ég ekki, hvort nokkur þeirra hefur fengið verðlaunin sem ég ætla að tala um hér neðar. En þeir eru á sinn hátt orðnir ódauðlegir í verkum sínum, kannski ekki eins gulltryggðir og Hómer heillin, en sitja þó á traustri grein. Það hlut- skipti held ég að margir rithöfundar mundu kjósa sér, þótt ekki sé í tísku meðal þeirra, að viðurkenna það. Hér er innskot: Á eftir verður Doris Lessing nefnd á nafn. Nú í nóvember og desember eiga margir rithöfundar og skáld um sárt að binda vegna bókmenntagagnrýni í blöðum. Einn gagnrýnandinn er ávallt swireiður, annar virðist áhugalítill, þriðji segist aldrei skilja neitt (og ætti kannski að fást við eitthvað annað) og þannig mætti lengi telja. Skáldum og rithöfundum súrnar í skapi mjög, tár koma í augun, sumir tala um haglabyssur og vilja sjálfum sér í hel koma. Þessa menn ætla ég að minna á það, sem Doris Lessing segir í formálanum að Gullnu minnisbók- inni sinni, sem kom út árið 1962: „Rithöfundurinn getur aldrei gert ráð fyrir því, að gagnrýnandinn sé gáfaðri en hann.“ Svo mörg voru þau orð, viljið þið muna þetta, skáld og rithöfundar og hafa gleðileg jól og farsælt komandi ár, eða páska ef greinin birtist seint. Nú búa íslendingar svo illa, að eiga engan ódauðlegan rithöfund, sem byija mætti útvarpserindi á að nefna. Fyrr á árinu var ég að fremja mig í Ameríku og var oft spurður, hvemig þetta Island virkaði. „Það selur fisk og svolítið af áli,“ sagði ég. Það þótti þeim klént. „Eigið þið einhveija merka menn?“ „Við eig- um einn rithöfund, sem fengið hef- ur Nóbelsverðlaunin í bókmennt- um.“ „Þú átt við Pulitzer-verðlaun- in?“ Nei, ekki átti ég við þau, en fann skjótt annan mann, sem kann- aðist við Nóbelsverðlaunin. Hann þóttist reyndar vita, að þau væru bandarísk, en ég taldi þau vera sænsk. Fyrir honum kallaði ég skáldið okkar „Kiljan" eins og gert var í mínu ungdæmi og skrifaði það „Killian“ fyrir hann á miða, til að losna við leiðinlegan framburð en- skumælenda á joði. Á ensku hefur „Laxness" einhveija ósjarmerandi tilvísan til þess, sem hér í Dölum héti kannski „linka“; þannig er orð- ið „laxity" til; en auk þess er orð- stofninn „lax“ hafður um „los“, m.a. þegar talað er um liðamót, sem fólk getur sveigt aftur og fram, Stefán Steinsson sérstaklega kvenfólk, sérstaklega ein stelpa, sem var á Laugarvatni. Hún hét Hanna Stína. Ameríkaninn kannaðist ekkert við þennan „Killian" og hvergi sá ég bók eftir þann mann, hvorki í „Harvard Book Store“ í Bustúnum, né í „St. Mark’s Books“ í Austur- þorpi á Manhattan, né í þessum risastóru bókabúðum í New York, sem hvað frægastar eru og ég man ekki hvað heita, nema ef þær heita Bameys. Nú er það aumingjalegt, að fara enn einu sinni að staglast á lélegri alþýðumenntun Kana. Á henni er hamrað alla daga og hún rannsökuð vísindalega með jöfnu millibili. Vit- að er, að því stærri sem þjóðir eru, því minna vita þær um sjálfar sig og þó einkum um aðra. Fróðastir manna sem ég hef þekkt eru Færey- ingar, en þeir eru einmitt fremur fáir. Aftur á móti hélt ég, þegar ég fór þarna út, að Kiljan væri annar tveggja heimsfrægra íslend- inga, þá talinn með frú Vigdísi for- seta. Hann reyndist ekki vera það. Ekki vissu Kanar heldur mikið um Sykurmolana. Frú Vigdís stóð þá ein eftir, hún er heimsfræg, dag- fars-Kanar sem ég tók tali könnuð- ust við hana, þ.e.a.s. ekki nafnið, heldur konuna, sem er forseti í litla landinu, þar sem karlarnir héldu fundinn sinn 1986. íslendingar þurfa því ekki að beijast við þá eftirsókn eftir vindi, að eiga heimsfrægt skáld. Svíar eru að vísu stundum að hampa okkur, en það mun meira gert fyrir vin- skap við lítinn frænda. Nú vík ég fyrir alvöru að bók- menntaverðlaununum, sem kennd eru við þann mann, sem hvað fýrst- ur fór að fikta við dýnamit: Alfreð Nóbel. Líklega eiga íslendingar engan rithöfund, sem fær þessi verðlaun næstu 100 árin. Þó hefur mér stundum dottið Thor Vilhjálms- son í hug, en þess á milli fæ ég köst, þar sem mér finnst það ólík- legt. Uti í heimi hefur hins vegar eitthvað borið á „kellíngum" sem orðaðar eru við þau. Þar hafa sum- ir nefnt Doris Lessing, sem ég nefndi fyrr í pistlinum og má vera, að hún sé alls góðs makleg. Hin konan finnst mér þó miklu athygli verð ng verðskulda verðlaunin sýnu frekar, það er Astrid Lind- gren. Svo mjög hefur hún auðgað bókmenntir heimsins undanfarna áratugi, að fáir komast méð tær, LETTMETI Það var hér á árunum fyrir stríð að lífsbaráttan var almennt harðari og minna hugsað um mannlegu hliðina en nú er gert. Tengdafaðir minn var togarasjómaður og eitt haus- tið, þegar skipið kom af síldveiðum, var því lagt, en á Þorláksmessu voru festar leystar og haldið út í bræluna. Krakkarnir stóðu á bakkanum og horfðu á eftir skipinu út í sor- tann. Ekki var pabbi með í kirkjuferðinni það aðfangadagskvöldið. Litlum dreng fannst ljómi jólanna hafa dofnað, þegar hann gekk heim með móður sinni og systur. En ljósið slokknaði þó ekki alveg og það yljaði þeim þessa jólanótt sem aðrar. essi jól fékk dall- urinn á sig brot og lunningafyllti og neitaði að rétta sig við. Kolin höfðu kastast til í boxunum og lágu nú eins og klettur úti í síðu. Þeir urðu að skríða niður í box og moka til kolunum í kolsvarta myrkri upp á líf og dauða, því skipið þyldi ekki annað brot, það færi niður. Þá sýndist sandurinn renna hratt úr stundaglasi lífsins ög kominn tími til að biðja fyrir sér. Á mörk- um lífs og dauða er allur tíma- reikningur úti. Hveiju þakka skal, má liggja milli hluta, en skipið fór að rétta sig við. Þegar þeir komu, upp í birtuna fundu þeir fyrst hversu þreyttir þeir voru, en ljós jólanna hafði sigrað. Myndin af systkinunum í gyllta rammanum, sem hékk á panelveggnum, brosti á móti honum, þegar hann lagðist úrvinda í koju. A næstu jólum skyldi hann vera í landi. Þegar ég var krakki hlustaði ég alltaf á jóla- og nýárskveðjur til sjómanna á hafi úti, þótt enginn mér nákominn væri á sjónum. Ég fann til með krökkunum sem ekki höfðu pabba heima um jól og ára- mót. Og enn í dag á fjöldi barna pabba úti á sjó um hátíðamar og enn hugsa ég til þeirra, þegar ég hlusta á jóla- og nýárskveðjur ti! sjómanna. Nú þegar margir hafa kýlt vömbina um of um jólin ættum við að taka okkur smáhlé, þar til áramótin kalla á meiri mat. Lúðu- súpa með grænmeti er léttur og góður matur, en sumir eiga hangi- kjöt, sem þeir vilja nýta og er hér uppskrift af handhægum og góð- um rétti með hangikjötsleifum. Gleðilegt nýár. Lúðusúpa með grænmeti 700 g stórlúða, 2 lítrar vatn, 1 tsk. salt, 5 piparkom, É' Umsjón: KRISTÍN GESTSDÓTTIR Teikningar: SIGURÐUR ÞORKELSSON 5 allrahandakom (má sleppa), 'l-i tsk. fenugreek (má sleppa), 1 lárviðarlauf, 2 meðalstórar gulrætur, 1 stór kartafla, 1 frekar lítil rófa, 100 g hvítkál, 1 lítill blómkálshaus, 1 msk. hreinn ijómaostur, hveiti + vatn hrist saman. 1. Setjið vatn og salt í pott og látið sjóða. 2. Skafið roðið af lúðunni, skerið af henni ugga. Setjið lúðusneiðina heila í pottinn. 3. Setjið piparkorn, allrahanda- korn og fenugreek í grisju og bindið fyrir. Setjið út í. Setjið lár- viðarlaufíð út í. 4. Hreinsið gulræturnar, skerið í sneiðar og setjið út í. Afhýðið rófu og kartöflu, skerið rófumar í þunnar sneiðar en kartöflurnar í frekar þykkar sneiðar og setjið út í. Saxið hvítkálið og setjið út í. Sjóðið þetta allt við hægan hita í 15-20 mínútur. 5. Skiptið blómkálinu í greinar og sjóðið með síðustu 7 mínúturn- ar. 6. Setjið ijómaostinn í litla skál, takið ögn af soðinu úr pottinum og hrærið ijómaostinn út með því. Hellið síðan út í. 7. Setjið örlítið hveiti og vatn í hristiglas, hristið saman og hræ- rið út í. Látið sjóða vel upp. Súp- an á að vera þunn. Meðlæti: Nýbakað brauð. Pönnuréttur með hangikj ötsleifum 250—300 g hangikjötsleifar 2 stórar soðnar kartöflur 1 stór soðin gulrót 1—2 dl grænar baunir 2 msk matarolía 2 egg + 2 msk mjólk nýmalaður pipar 1. Setjið matarolíu á pönnu, sker- ið hangikjötið smátt og brúnið örlítið í olíunni, minnkið hitann að því loknu. 2. Skerið soðna gulrót í sneiðar og setjið yfír. Afhýðið kartöflur, skerið í litla bita og leggið ofan á. Setjið grænar baunir saman við. 3. Sláið eggin sundur með mjólk, og hellið yfir. Losið frá botninum með pönnuspaða. Setjið lok á pönnuna og látið vera á henni þar til eggin eru hlaupin saman. 4. Stráið pipar yfir.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.