Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 33

Morgunblaðið - 29.12.1990, Síða 33
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 33 Minninff: Jóhannes Jónsson frá Flóðatanga staklega samhent um að halda utan um hópinn sinn og Pétur missti mikið þegar Dodda lést. Hann var ekki margorður maður dags daglega, en traustur var hann, og ekkert var það sem hann ekki vildi gera fyrir sína fjölskyldu, og ýmsu var gaukað að afa- og lan- gafabörnunum á góðum stundum. Hann var hrókur alls fagnaðar á gleðistundum og þá þótti honum sérstaklega gaman að taka lagið. Með þakklæti og trega kveðjum við tengdaföður okkar, sem var okkur jafnt sem börnum sínum traustur og góður faðir. Pétur var lagður til hinstu hvíldar við hlið tengdamóður okkar. Bless- uð sé minning þ'eirra. Tengdabörnin Fæddur 24. júní 1895 Dáinn 21. desember 1990 Hann var fæddur í Neðri- Hundadal í Dalasýslu og ólst þar upp og dvaldist þar til þrítugs ald- urs. Hann kvæntist Ingibjörgu Sveinsdóttur frá Kolsstöðum og hófu þau búskap í Stapaseli í Staf- holtstungum. Bjuggu þau þar í tólf ár og eignuðust sjö börn og ólu upp fósturson. Árið 1937 fluttust þau að Flóðatanga í sömu sveit og bjuggu þar allt þar til 1970 er þau hættu búskap. Þá er það búið, hjá honum afa mínum, hvað það er Sem er búið er óljóst í huga mínum, sú hugsun, að ég horfði á hann fyrir stundu og nú er hann farinn kemur þess- ari tilfinningu inn hjá mér. Samt fór hann á þann fallegasta hátt sem ég get hugsað mér, leið útaf í draumi á vit nýrra heima, hafði iokið hlutverki sínu hér á jörð. I rauninni samgleðst ég honum yfir því að nú hittir hann loksins ömmu en við andlát hennar var eins og lífsorka hans hefði þorrið og það varð öllum ljóst að hann var aðeins hálfur maður án hennar. Þó að ég viti að hans tími var kominn á ég eftir að sakna hans og með honum hverfur hluti Minning: Þórður J. Jónsson Fæddur 4. janúar 1911 Dáinn 21. desember 1990 Með nokkrum orðum vil ég minn- ast Þórðar móðurbróður míns, sem til moldar verður borinn í dag. Þórður Jens var sonur hjónanna Jóns Jónssen, bónda á Suðureyri við Tálknafjörð, og Gróu Indriða- dóttur, húsfreyju. Á Suðureyri ólst Þórður upp í stórum systkinahópi og bjó þar síðar lengi með systkin- um sínum Guðrúnu og Þorleifi unz þau fluttu til, Reykjavíkur. Þórður gekk að eiga eftirlifandi konu sína Svanborgu frá bænum Felli, utar við fjörðinn, dóttur Guð- mundar Guðmundssonar, bónda þar, og Þórhöllu Oddsdóttur, hús- freyju. Á Suðureyri hófu þau Þórð- ur og Svanborg búskap sinn og bjuggu þar um árabil en fluttust síðan með börnum sínum til Bíldu- dals í húsið nr. 25 við Dalbraut. Á Bíldudal búa nú synir þeirra Jón, Guðmundur og Arnar en dóttirin Gróa, sonurinn Eiríkur og stjúpson- ur Þórðar, Kristinn, hafa hleypt heimdraganum. Þórður var lengst af sjómaður, skipstjóri á bátum frá Tálknafirði, framan af hjá öðrum en síðar á eigin bátum, lengst af á Höfrungi, fýrst þeim gamla síðan þeim nýja. Kominn fast að áttræðu réðst hann í að kaupa nýjan bát, stærri og hentugri en þann gamla. Þórður vann öll sín verk af kost- gæfni. Hann var þúsund þjala smið- ur sem kom sér vel við útgerðar- störfin. Það vakti furðu og aðdáun strákpjakks í sumardvöi á Suður- eyri fyrr á arum að horfa á hann rífa í sundur vélar. Það var sama hvað hann hlutaði þær smátt, hann kom þeim alltaf saman aftur. Það lék allt í höndum hans. Annars* fannst okkur.strákunum hann rosa- lega sjóaralegur, í dökkblárri dugg- arapeysu með rauðan tóbaksklút um hálsinn. Svo dró hann seiminn þegar hann talaði í talstöðinni eins og hinir karlarnir, það heyrðum við í útvarpinu. Eitt var það sem einkenndi Þórð, það geislaði af honum drengskapur- inn. Hann gat verið fastur fyrir og harður í horn að taka en var í raun alveg einstakt ljúfmenni. bernsku minnar. Ég á honum svo mikið að þakka fyrir allar hiýju minningarnar sem lítið afabarn á um afa sinn. Allar stundirnar sem ég kúrði fyrir ofan hann í gamla breiða rúminu með ullarteppinu og hann kenndi mér kvæði og ævintýr með söng og iestri. Oft gengum við einnig um úti og hann leiddi mig. Seinna fór þó svo að ég las fyrir hann og leiddi hann. Þegar ég hugsa til þessara stunda opnast viss partur af mér sem aðeins hann á. Jafnvel eftir að við fjarlægðumst með aldrinum þurfti hann aðeins að kalla á lóuna sína til að mér yrði það ljóst. Og þó enginn kalli á lóu framar þá verð ég það alltaf i huga mínum er ég hugsa til hans og minnist hvernig við leiddum hvort annað og sungum. Imma Þórður réri til fiskjar með sonum sínum þar til á þessu ári, orðinn 79 ára, geri aðrir betur. Eftir að hann hætti að róa vann hann við útgerðina í landi. Þórður var ekki seztur í helgan stein en eflaust hefur honum fundist halla dálítið undan fæti þegar hann hætti á sjón- um. Ég minnist hans með virðingu og söknuði. William Thomas Möller Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmæl- is- og minningargreinar til birtingar endurgjaldslaust. Tekið er við greinuin á rit- stjórn blaðsins *2. hæð í Aðal- stræti 6, Reykjavík og á skrif- stofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akureyri. Athygli skal á því vakin, að greinar verða að berast með góðum fyrirvara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðviku- dagsblaði að berast síðdegis á mánudegi og hliðstætt er með greinar aðra daga. I minningargreinum skal hinn látni ekki ávarpaður. Ekki eru tekin til birtingar frumort ljóð um hinn látna. Leyfilegt er að birta tilvitnanir í ljóð eftir þekkt skáld, og skal þá höfundar get- ið. Sama gildir ef sálmur er birt- ur. Meginregla er sú, að minn- ingargreinar birtist undir fullu nafni liöfundar. Mikil áhersla er á það lögð að handrit séu vel frá gengin, vélrituð og með góðu línubili. + Elskuleg móðir mín, amma og langamma, LÁRA GUÐJÓNSDÓTTIR, Köldukinn 24, Hafnarfirði, andaðist á Hrafnistu, Hafnarfirði, aðfaranótt jóladags. Jarðarförin fer fram frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirði fifnmtudaginn 3. janúar kl. 15.00. Atli Guðlaugsson, Rósa Lára Guðlaugsdóttir, Hulda Guðbjörg Guðlaugsdóttir, Svala Guðlaugsdóttir, Guðlaug Berglind Guðlaugsdóttir, Kamma Karlsson, Halldóra Jóna Bjarnadóttir, Eiríkur Sturla Jóhannesson, Ólafur Stefán Sigurjónsson, Ari Hjörleifsson, Árni Rafn Gíslason og barnabarnabörn. Dansað við dauðann Kvikmyndir Sæbjörn Valdimarsson Stjörnubíó: Á mörkum lífs og dauða — „Flatliners“ Leikstjóri Joel Schumacher. Aðalleikendur Kiefer Suther- land, Julia Roberts, Kevin Bac- on, William Baldwin, Oliver Platt. Bandarísk. Columbia 1990. Spurningin um líf eftir dauðan hefur verið óvenju mikið til um- ræðu að undanförnu, hér leitar Schumacher og hans fólk svara í nokkuð frumlegri og forvitnilegri hrollvekju um hvað býr handan landamæranna. Með hjálp nútíma læknavísinda framkalla þau skamman dauða og upprisu, að sjálfsögðu í blóra við allt og alla. Það kemur í ljós að nemarnir Sutherland og Roberts eru í per- sónulegri leit í þessum dauða- dansi, Bacon og Baldwin eru fyrst og fremst knúnir áfram af for- vitni. Synd væri að segja að höfundar köfuðu djúpt í leit sinni að svari við hinni stóru spurningu hvað taki við er hjartaða hættir að slá í bijóstum okkar. Enda stórt spurt. En myndin er engin undan- tekning frá öðrum góðum vísinda- skáldskap, hennar svar er for- vitnilegt, sérstakt og umhugsun- arvert. Endurspeglar hið eilífa sannmæli „einsog maðurinn sáir þannig mun hann uppskera“. Rammin er í anda efnisins, fremur óhijálegt einskismanns- land, oftar en ekki á mörkum draums og veruleika, mögnuð tón- list og kvikmyndataka undirstrika dulúðina. Leikurinn er dágóður en handritið er brokkgengt. Hug- myndin sjálf er frábær og kre- fjandi en það tekst misvel að vinna úr henni. Skemmtanagildið er ótvírætt þó heildarmyndin sé yfir- borðskennd. Einkum fara síendur- tekin, uppgerðarleg lífsvakning- aratriðin fyrir brjóstið á manni. Maður fær engin svör í mynd- inni, hinsvegar er hún óvenjuleg, að mörgu leiti vönduð afþreying, blanda hryllings og vísindaskáld- skapar og gamansemin hefur ekki orðið eftir heima. Metnaðarfyllsta mynd Scumachers. Skjaldbökur og skálkar Háskólabíó: Skjaldbökurnar — „Teenage Mutant Ninja Turtles“ Leikstjóri Steve Barron. Aðal- leikendur Judith Hoag, Elias Koteas. Skjaldbökurnar: Rafa- el: John Pais. Michelangelo: Michelan Sisti. Donatello: Leif Tilden. Leonardo: David Form- an. Bandarísk. M.C.E.G. 1990. Ekki er öll vitleysan eins, sem betur fer. Skjaldbökufaraldur fór eins og eldur í sinu um Vestur- heim í sumar, ástæðan umrædd galgopaleg fantasía um fjóra ein- staklinga af þessari eðlu dýrateg- und, nánar tiltekið þá Michelang- eio, Donatello, Rafael og Leon- ardo — stórt nafn Hákot, eins og karlinn sagði. Þessi grey verða fyrir ógurlegri lífsreynslu, komast í tæri við ógeðslegan efnaúrgang og viti menn, skjaldbökurnar náigast líkamsvöxt manna fyrir bragðið og gerast hinir her- skáustu vígamenn að hætti aust- urlenskra ninjavalhoppara. Mega nú varmenni borgarinnar gæta sín. Það er ekki að sjá annað en þessar fyrrum teiknimynda- og síðan sjónvarpsþáttafígúrur kom- ist til skila með láði á hvíta tjald- ið. Barron er að vísu enginn Ben- son en samt sem áður má hafa gaman að þessari endemis vit- leysu sem höfðar einkum til yngstu áhorfendanna. Og þessar ólíklegu kvikmyndahetjur stungu flestum aftur fyrir sig hvað að- sókn snertir í ár. „Barnið vex...u Bíóborgin/Bíóhöllin: Þrír menn og lítil dama — „Three Men and a Little Lady“ Leikstjóri Emile Ardolino. Handrit Charlie Peters, byggt á persónum úr myndinni „Trois Hoinmes et Un Couffin" e. Col- ine Serreau. Aðalleikendur Tom Selleck, Steve Guttenberg, Ted Danson, Nancy Travis, Christopher Cazenove, Fiona Shaw, Sheila Hancock, Robin Weisman. Bandarisk. Touc- hstone Pictures 1990. í framhaldsmyndinni um Maiy iitlu (Weisman) og pabbana henn- ar þijá (Selleck, Guttenberg og Danson), er sú stutta orðin fimm ára gömul og aðsteðjandi hættur ógna tilveru þessarar merkilegu fjölskyldu. Mamman og leikkonan (Travis) er nefnilega orðin ást- fangin af leikstjóranum sínum (Cazenove), sem vill koma henni í hnappelduna og taka mæðgurn- ar með sér til síns heima í Bret- landi. Brúðkaupsdagurinn nálgast og nú eru góð ráð dýr, en Selleck og félagar eru ekki af baki dottnir. Aðstandendur Þriggja manna og lítillar dömu hafa greinilega lagt mikið á sig að fanga þá hlýju, sjarma og áreynslulausu gamansemi sem einkenndi frum- myndina. En það tekst svona upp og ofan. Fyrri hlutinn er slítandi tilgerðarlegur en Eyjólfur hressist er líða tekur á og fjörið færist til Englands. Handritð gerir mönn- um misjafnt undir höfði, hér fær Guttenberg, sá geðþekki leikari, harla lítið að koma við sögu, er þarna meira af sögulegum ástæð- um. Danson líka. En það er púkk- að uyndir Selleck, enda er hann lykilmaður myndarinnar og hann stendur sig aldeilis með prýði. Sama má reyndar segja um Caz- enove í vánþakklátu hlutverki vonbiðilsins og sviðskempurnar bresku, Lewis og Hancock krydda uppá-tilveruna. Stenst engan veg- in samanburð við Þrír menn og barn, enda barnið svo gott sem dottið útúr myndinni, en í staðin kemur rómantísk gamanmynd með megináherslu samband Sellecks og Travis. Sleppur fyrir horn sem meinlaus en geðþekk fjölskylduskemmtun. + Innilegar þakkir fyrir samúð, hlýhug, blóm og minningargjafir vegna andláts og útfarar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, MARÍU S. GÍSLADÓTTUR. Sérstakar þakkir til deildar A-2 Landakotsspítala og starfsfólks Hafnarbúða. Halldóra Jóhannesdóttir, Kristján Kristjánsson, Gísli J. Kristjánsson, María Kristjánsdóttir, SteinarTr. Kristjánsson. Kristján Kristjánsson, Nína K. Guðmundsdóttir, Sigríður B. Vilhjálmsdóttir, Erla Dóra Gisladóttir,

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.