Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 35
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
35
Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir
Þórhallur Guðmundsson vaxtarræktarmáður sýnir hvernig nota á tækin. Heimamenn fylgjast anda-
gtugir með.
/ ÞORSHOFN
Heilsuræktin endumýjuð
Heil$uræktin á Þórshöfn var
opnuð formlega fyrir
nokkru. Miklar endurbætur hafa
verið gerðar á húsi félagsins og
auk þess keypt vaxtarræktartæki,
bekkir og þrekhjól frá Weider.
Þórhallur Guðmundsson vaxtar-
ræktarmaður kom með tækin og
mun hann kenna rétta notkun
þeirra. Þórhallur varð í 3. sæti í
vaxtarrækt í fyrra, svo hann er
Þórshafnarkarlmönnum ágæt fyr-
irmynd!
Heilsuræktarfélagið var upp-
haflega stofnað árið 1973 og voru
aðalhvatamenn að þvýhjónin Ásta
Guðvarðardóttir og Úlfur Rágn-
arsson læknir, sem þá starfaði
hér. Bytja þurfti á því að útvega
starfseminni samastað og varð
lausnin sú, að byggt var við
líkhúsið, sem stendur á lóð gömlu
heilsugæslustöðvarinnar. Þróunin
í þorpinu var hvort sem er sú, að
meiri þörf var fyrir heilsuræktar-
starfsemi heldur en líkhús. Öll
byggingarvinna var unnin í sjálf-
boðavinnu og áttu konur í þorpinu
þar stóran hlut að máli.
Nuverandi formaður heilsu-
ræktarfélagsins er Sæmundur
Jóhannesson og er það í fyrsta
sinn í sögu félagsins, sem karl-
maður hlýtur formannstitilinn og
mun það vera spor í jafnréttisátt
fyrir karlmenn! - L.S.
SLYSFARIR
Ron Wood
brotnaði
á báðum
Ron Wood, gítarleikari Rolling
Stones, mun ekki geysast um
sviðið á næstu vikum og mánuðum.
Ekki svo að skilja að hann sé beinlín-
is frægur fyrir fjörbrot á hljómleik-
um. En Woody, eins og vinir hans
sumir kaila hann og skírskota þá til
svips sem hann og Villi Spæta deila,
er nú fótbrotinn á báðum eftir að
hafa lent í umferðarslysi ásamt konu
sinni, Jo, og börnunum tveim, Leu
og Tyronne. Kona og börn sluppu
með skrámur, en óvenjuleg atburða-
rás olli því að Wood slapp ekki með
skrámur eins og hin, heldur slasaðist
sýnu meira.
Jo var við stýrið og þau voru á
talsverðum hraða á hraðbraut
skammt utan Lundúna, er bifreið á
sömu leið rann til og skall utan í
BMW-inn hans Wood. Runnu bílarn-
ir talsverðan spotta og beygluðust
töluvert, en engan sakaði alvarlega.
En það var myrkur og slæmt skyggni
og Wood óttaðist að aðvífandi bifreið-
ir myndu ekki sjá óhappið og aka á
Wood var hinn hressasti er
fréttamenn fengu að líta til hans,
sötraði bjór og reitti af sér
brandara. Eiginkonan Jo situr
andspænis honum á myndinni.
fullri ferð í kösina með ófyrirsjáan-
legum afleiðingum. Hann vippaði sér
því.út úr bílnum og hóf að beina
untferð frá slysstaðnum með handap-
ati. Ekki gekk það dæmi upp hjá
honum, því ökumaður einn sem kom
aðvífandi sá ekki manninn með
handapatið og ók hann niður. Þeytt-
ist Woody marga metra og er hann
skall loks til jarðar utan vegar dtjúg-
an spotta í burtu, höfðu tveir brotnir
fætur bæst við nokkrar rispur sem
hann hlaut í fyrra óhappinu. Lög-
regluvarðstjóri einn sem kom á slys-
stað sagði tiltæki Woods hafa verið
sambland af hugprýði og heimsku,
en vel rnegi ímynda sér að hann
hafi bjargað íjölskyldu sinni frá verra
óhappi með tiltækinu.
COSPER
tuit.
Ég er ekki með ryksuguna í hvert sinn sem ég kem inn í
stofu.
RITSTÖRF
Carly Simon skrifar
barnabækur
Söngkonan kunna Carly Simon
lætur sér ekki nségja að syngja
vinsæl popplög , fyrir skömmu sendi
hún frá sér barnabókina „The boy
of the bell“. Þetta er önnur bók henn-
ar og er falleg jólasaga. Fyrri bókin
heitir „Amy, the dancing bear“.
Bækur hennar hafa hlotið náð fyrir
augum bókmenntagagnrýnenda fyrir
vestan haf og sjálf segist hún vera
bytjuð á þriðju bókinni.
Simon segir að sér sé nákvæmlega
sama hvað gagnrýnendur segi yfir-
leitt og engu breytti þótt þeir brytj-
uðu bækur sínar í spað. „Það sem
mestu skiptir ér, að ég fæ þúsundir
bréfa frá glöðum litlum börnum sem
segja að bækurnar séu frábærar. Það
er stóridómur," segir söngkonan
Carly Simon.
Ungfrúin segir að bækurnar séu
tileinkaðar börnum sínum tveimur,
Ben og Sally, sem eru nú táningar.
Simon segir að sjálf hafi hún aldrei
verið sem fullorðin í uppeldi þeirra,
fremur verið þriðja barnið og með
þeim hætti hafi verið með þeim sér-
stök vinátta. Er þau uxu úr grasi,
uxu þau einnig frá móður sinni sem
algengt er, en söknuðurinn um gömlu
góðu dagana rekur Carly áfram við
skriftirnar. Þau eru börn Carly og
söngvarans James Taylor, en þau
skildu árið 1982. „Ég gæti setið og
skrifað daglangt allt árið um kring.
Ég fæ rniklu meira út úr því að
skrifa heldur en að syngja þótt söng-
urinn gefi meiri veraldlegan auð í
aðra hönd. Sem stendur er ég sátt
að vera á báðunt vígstöðvum," segir
Catiy Simon.
UMTAL
Madonna hneykslar enn
viðkvæmar sálir
Söng- og leikkonan Madonna er búin að ger'a allt
hífandi vit laust á nýjan leik og eitt af nýjustu
myndböndum hennar, með laginú „Justify my love“,
hefur verið sett á bannlista hjá fjölmörgum sjón-
varpsstöðvum fyrir vestan haf. Eitt þeirra er MTV
og talsmaður þess segir: „Madonna er frábær lista-
maður og hún gerir frábær myndbönd. Þetta mynd-
band er einnig frábært. En við getum ekki sýnt
það, því miður. Það er svo djarft að við myndum
missa þúsundir áskrifenda. Fólk hér um slóðir vill
ekki fá svona hispurlaust kynlíf inn í stofu til sín.“
Myndbandið sem um ræðir hefur ekki verið bann-
að í Evrópu, enda ekki sama siðgæðismatið fyrir
vestan haf eða fyrir austan það. Á bandinu syngur
Madonna auðvitað lag sitt, en gerir það itman um
iðandi kös af hálfnöktum karl- og kvenkroppum.
Þar kennir ýmissa grasa, m.a. er þar að finna klæða-
skiptinga í kvenmannsnærfötum og karlmenn og
konur í samkynja faðmlögum og kossafansi. í öllum
æsingnum eru hendur að stijúka Madonnu út og
suður.
Madonna segir sjálf að það sé ekkert á myndband-
inu sem ekki sé að finna í hugarfylgsnum flestra
hvort sem þeir viðurkenni það eður ei. Hvað varði
bann MTV og fleiri sjónvarpsstöðva segir Madonna
að samstarf sitt við þessar stöðvar hafi alltaf verið
hið ágætasta, en forráðamenn þessara stöðva þekki
best sjálfir sína kúnna og verði að breyta eftir því.
Hún skilji það mætavel og muni ekki erfa eitt eða
neitt. „Ánnars eykur svona umræða áhugann og
söluna miklu meira en nokkuð annað,“ segir söng-
sálunt. konanogveitþvínákvæmlegahvaðhúneraðgera.
Madonna enn að ganga fram af viðkvæmum