Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 40
40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990
Ást er...
IO-1?
... að standast hann ekki.
TM R®q. U.S. Pat Otf.—all ríflhta raaarvad
© 1990 Loa Angalaa Timea Syndicata
Og hvað sparast, segðu
mér það ...?
Auðvitað er ég í æfingu. —
Hvert sinn sem ég stend
upp lyfti ég 130 kg ...
HÖGNI HREKKVÍSI
Dræm kirkjusókn
Til Velvakanda.
„Lengi getur vont versnað", sagði
danski presturinn Thorkild Grosböll.
Hann var að koma frá guðsþjón-
ustu, og sem svo oft áður var að-
eins einn mættur. í þetta sinn var
það þó ekki eiginkonan. „Kirkjan
er eina opinbera stofnunin í Dán-
mörku, sem ekki þarf að spara,‘‘
sagði Claus Oldenburg prestur. í
Stefánskirkju í Kaupmannahöfn var
gyllingin farin að mást af predikun-
arstólnum. Söfnuðurinn (sem sjálfir
fóru sjaldan í kirkju) heimtuðu nýja
gyllingu á stólinn, úr skíru gulli.
Þá gekk jafnvel fram af sóknar-
prestinum, Anne Braad. í Davíðs-
kirkju varð að aflýsa sex af tíu boð-
uðum guðsþjónustum af því að eng-
inn mætti. Þrátt fyrir þetta heimt-
aði biskupinn að presturinn og fimm
meðhjálparar mættu kl. 9 að morgni
hvern sunnudag.
Ef nú öll sóknarbörn þjóðkirkj-
unnar í miðborginni ákveða að fara
í kirkju sama dag, þá gæti t.d.
Marmarakirkjan hæglega rúmað
allan söfnuðinn. Samteru 13 kirkjur
með tilheyrandi prestum meðhjálp-
urum, kórum o.s.frv. í miðborginni
einni. Kirkjan þjáist af andarteppu,
fólk fer ekki í kirkju, samt má ekki
spara eyri neinstaðar, og nú eru
útgjöld til þjóðkirkjunnar komin yfír
30 milljarða í ísl. peningum (3 millj-
arða d.kr.)
„Á Nörrebro gætum við hæglega
lokað 8 af 10 kirkjum," segir Anne
Braad prestur í Stefánskirkju. Við
verðum okkur til athlægis, segja
þessir prestar þegar við verðum að
halda guðsþjónustu með organista,
kór og tilheyrandi ef einn vegfar-
andi villist inn í kirkjuna á sunnu-
dagsmorgni. Grosböll prestur hefur
þó oft orðið fyrir þessari hneisu.
í dag mætir fólk í kirkju eins og
um sjónleiki, eða tónleika væri að
ræða. Fólk hefur fengið boðskort
um skírn, brúðkaup, fermingu eða
jarðarför, og kirkjusóknin er aðeins
liður í þessari athöfn.
Síðast þegar Grosböll prestur
messaði var aftur aðeins einn mætt-
Besta jólagjöfin mín
Til Velvakanda.
Ég er búin að fá jólagjöfina mína
í ár. Þannig er mál með vexti, að
kona nokkur, sem les fyrir sjúklinga
á öldrunardeild B-5 á Borgarspítal-
anum, gaf mér óvænta jóiagjöf. Ég
hafði rætt um það við þessa konu,
að ég hafi verið búin að hjálpa börn-
um í vanþróuðum löndum í 12 ár
með því að senda. mánaðarlega
greiðslu (í dag 1.300 kr.) bréf,
myndir og gjafir sem allt hefur
komist til skila, og var þessi elsku-
lega kona glöð að til væri leið að
hjálpa þessum börnum á persónu-
legan hátt. Hafði hún strax áhuga
á að taka eitt barn að sér, og gerði
hún sig, mig og væntanlegt fóstur-
barn glöð með þessari ákvörðun.
Ef einhver sem les þetta hefur
áhuga á að hjálpa þannig einu
barni, þá er heimilisfangið: Borne-
fonden, 0sterbrogade 85, DK-2100
Kobenhavn 0, Danmark (eða
Christian Children’s Fund, Inc.,
P.O. Box 26511, Richmond, Virgin-
ia 232661, eða CCF, 52 Bedford
Row, London WCIR 4LR, England,
eða CCF Kinderhilfswerk e.V., P.O.
Box 1105, D-7440 Nuertingen,
Germany).
Ég sjálf tilheyri láglaunafólki í
þessu landi, en ég get hjálpað þess-
um börnum af því að Drottinn ger-
ir það mögulegt fyrir mig. „Og Jes-
ús sagði: Þér eruð ljós heimsins;
borg, sem stendur uppi á fjalli, fær
ekki dulist. Ekki kveikja menn held-
ur ljós og setja það undir mæliker,
heldur á ljósastikuna. Og þá lýsir
það öllum, sem eru í húsinu. Þann-
ig lýsi ljós yðar mönnunum, til þess
að þeir sjái góðverk yðar og veg-
sami Föður yðar, sem er í himnun-
um,“ Matteus 5:1.4-16.
S.R.H.
ur, herra biskupinn ... Danir skella
skollaeyrum við guðsorði, en boð-
berum fagnaðarerindisins hefur þó
orðið ágengt annars staðar, eðá
meðal heiðingja í vanþróuðum lönd-
um.
Sagan segir þannig frá trúboðs-
starfsemi í Mið-Afríku ríki þar sem
heilt hérað snerist til kristinnar trú-
ar á innan við þremurárum. Trúboð-
arnir höfðu þá líka komið færandi
hendi. Handa þeim yngstu höfðu
þeir brjóstsykur og karamellur,
plastleikföng og gúmmídúkkur.
Handa þeim eldri glansmyndir af
englabörnum og heilögu fólki, svo
og spægipylsu og Havarti ost handa
fullorðna fólkinu. Engin furða þótt
hinum hvíta manni yrði tekið fagn-
andi. Eins og fyrr segir varð trúboð-
unum mjög ágengt, og eftir þrjú
ár hafði allur hinn blakki söfnuður
tekið hina „einu réttu trú“.
Nú fannst hinum þeldökku trú-
bræðrum tími til að launa greiðann,
og jafnframt lék þeim forvitni á að
iíta það land, þaðan sem allur fagn-
aðarboðskapurinn kom. Gerður var
því út leiðangur átta kvenna, með
nesti og nýja skó, skyldu þær kynn-
ast þessu fyrirheitna iandi trúarinn-
ar betur, en miðla svo hinum af
þekkingu þegar aftur var heim snú-
ið. Skemmst er frá því að segja að
það voru átta vonsviknar blökku-
konur sem sneru heim aftur eftir
vikudvöl í fyrirheitna landinu, ein-
mitt því landi sem þær höfðu hugs-
að sér sem Paradís trúarinnar á
jörðu.
í Danmörku fengu þær niðrandi
og háðulegar móttökur þegar þær
báru upp erindi sitt. Fæstir Danir
virtu þær viðlits. Enginn virtist
þekkja guð, allir ypptu öxlum og
brostu þegar þær fóru að tala um
trú og heilaga ritningu. Jafnvel
prestamir hristu höfuðuð þegar tal-
ið barst að guði, himnaríki og
Paradís, og öllu því sem þær sjáifar
þekktu svo vel.
Úti á götu var hrópað á eftir
þeim. „Snáfið heim“, „Það er fýla
af ykkur“, „Negrakerlingar" og
þaðan af verri háðsglósur. En þetta
voru frómar, guðhræddar og góðar
konur, og þegar þær yfirgáfu landið,
daprar og vonsviknar sögðu þær þó
einum rómi, „við komum aftur,
sannið til, en næst þegar við komum
verður það til að kristna Danina".!!!
Manni er svo spurn rétt í lokin.
Hvenær heimta íslenskir prestar að
kirkjum landsins verði lokað?
Richardt Ryel
/,HANN EfZ EKKI 8/ARA V«MDn!'S/NN HANKj
ER. FJÁRRASSLEGA SjÁlFStÆÐ0«2.
Yíkveiji skrifar
Um áramótin er flestum verslun-
um lokað vegna vörutalning-
ar í einn eða tvo daga. Með tölvu-
tækni nútímans eru slíkar vörutaln-
ingar óþarfar, ný tölvuvædd lager-
kerfi sjá um að halda öllum skrám
réttum og í þeim verslunum sem
búa við slíka tækni þarf því ekki
að grípa til þess hvimleiða ráðs að
loka. Þannig eru því m.a. háttað í
nýjustu áfengisbúðunum og hjá
Bónus-verslununum. Þessi tækni
breiðist óðfluga út og telur Víkveiji
að sú tíð sé brátt á enda, að verslun-
um þurfi að loka vegna vörutalning-
ar.
XXX
Undanfarna daga hefur verið
mikil sala í hlutabréfum
þeirra íslensku fyrirtækja, sem eru
á hlutabréfamarkaði. Astæðan er,
að séu keypt hlutabréf fyrir ára-
mót, fæst verulegur skattaafsláttur
og jafnvel endurgreiðsla í ágúst á
næsta ári. Tilgangur þessara endur-
greiðslna er að örva kaup almenn-
ings á hlutabréfum og beina sparifé
inn í atvinnulífið. Ávöxtun bréfanna
er mjög mikil fyrsta árið fyrir sakir
þessa skattaafsláttar, en Víkverji
veltir því fyrir sér hversu hollt þetta
fyrirkomulag er íslenskum hluta-
bréfamarkaði. Ef fólk kaupir hluta-
bréf fyrst og fremst vegna skattaaf-
sláttar, en veltir því minna fyrir sér
hvort viðkomandi fyrirtæki sé vel
rekið, þá er hætt við því að íslenski
hlutabréfamarkaðurinn verði lengi
að þroskast. Góður hlutabréfamark-
aður ætti að gefa til kynna hversu
vel fyrirtækin eru rekin; eftirspurn
ætti að vera mest eftir þeim bréf-
um, þar sem hagnaður er mestur á
hlut. Núverandi fyrirkomulag veitir
fyrirtækjunum miklu minna aðhald
og segir minna til um stöðu þeirra
en ef skattaafslátturinn yrði afnum-
inn.
XXX
Aaugljóslega er kirkjusókn meiri
um þessar mundir en á siðast-
liðnum árum. Víkveiji fór tvisvar í
Bústaðakirkju um jól og aðventu
og í bæði skiptin var kirkjan full
út úr dyrum — bókstaflega. í safn-
aðarheimili kirkjunnar eru rúmgóð-
ir salir sem hægt er að opna inn í
kirkjuna og fylltust þeir einnig.
Víkveiji hefur á tilfinningunni að
töluverð viðhorfsbreyting hafi orðið
tii trúar og kirkjusóknar á síðustu
árum. Að minnsta kosti má sjá mun
fleira ungt fólk við messur nú en
oft áður. Aðventan hefur fengið
aukið vægi á undanförnum árum;
þá eru oft haldnar samkomur og
tónleikar í kirkjunni, sem eru utan
við ramma hins hefðbundna kirkju-
starfs. Af aðsókn á slíkar samkom-
ur er ekki hægt annað en draga
þá ályktun, að meira þyrfti að gera
af slíku. Til dæmis mætti hugsa sér
að á föstunni yrði samkomu- og
tónleikahald til undirbúnings pásk-
unum, sem þrátt fyrir allt jólatil-
standið er auðvitað mesta kirkju-
hátíð ársins.
7^=X í