Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 41

Morgunblaðið - 29.12.1990, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 41 Vald ráðherra Blaðberar Vesturbær Morgunbláðið óskar eftir blað- berum í eftirtalin hverfi: Oddagötu og Aragötu. Ægisíðu. Ennfremur vantarblaðbera í Skerjafjörð, norðan flugvallar. Austurbær Austurgerði og Byggðarenda. Breiðholt Stekki Kópavogur Kársnesbraut Hressandi morguntrimm sem borgarsig. Upplýsingar eru gefnar í síma 691253. Til Veivakanda. Það er ekki lítið vald sem ráð- herra fær í hendur þegar hann virð- ist geta ráðið hvaða byggðarlag fer í eyði og hvaða byggðarlag fær náðarsamlegast að tóra. Hann leyf- ir sér að segja í útvarpið í eyru alþjóðar að hann geti vel hugsað sér að veita aukakvóta þegar at- vinnuleysi er orðið svo mikið í ákveðnum plássum á landsbyggð- inni að þau séu að leggjast í eyði. Mánudaginn 3. desember komst ráðherra þannig að orði, að hann gæti t.d. vel hugsað sér að Grímsey fái að haldast í byggð og jafnvel Borgarfjörður-eystri og Bakka- fjörður, auka mætti trillukvóta til þessara þorpa til að þau legðust ekki í eyði (þvílíkur rausnarskap- ur). Væri nú ekki alveg tilvalið fyr- ir framsóknarfólk í þessum plássum að festa sér þetta vel í minni og verðlauna svo framsókn í næstu kosningum í samræmi við það? í sjávarútvegsráðuneytinu hefur ríkt þannig hentistefna að eitt er samþykkt í dag og síðan rifið niður næsta dag. Um eitt er ég sammála Halldóri Asgrímssyni, að fískiskipa- stóllinn sé of stór miðað við þá tækni, sem hann hefur yfir að búa. En hefur Halldór nokkuð spornað þar við? Svarið er nei, ef marka má öll þau skip, sem smíðuð hafa verið erlendis undanfarin ár. TÝNDUR KÖTTUR Kötturinn á myndinni tapaðist frá Þórufelli 14 laugardaginn 15. desember. Kisi gegnir nafninu Dep- ill, þeir sem hafa orðið varir við hann eru vinsamlegast beðnir að hringja í síma 670062 eða 71381. Það er alveg ljóst að lýðræðinu er mjög hætt komið þegar einum ráðherra er falið það vald í hendur að hann geti stjórnað með tilskipun- um, svo sem kom berlega í ljós er sjávarútvegsráðherra hótaði al- kunnum aflaskipstjórum að setja veiðibann á þá ef þeir sigldu ekki skipum sínum strax í land. En þeir hugðust halda áfram loðnuveiðum í trássi við valdboð ráðherra. Það sýnir svo hentistefnu hans að hann sendir skip til loðnuleitar til að firra sig frekari mótmælum sjómanna. Ég hef hér í fáum orðum fjallað um vald ráðherra, ekki til að gerast dómari, heldur aðeins að vekja at- hygli á því hvernig menn beita því valdi, sem þeir telja sig hafa. Karl Ormsson, raftækjavörður. Ósannindi Til Velvakanda. Nú gengur yfir mig. Islensku þjóð- inni hefur tekist það ótrúlegasta, að dæma Sjálfstæðisflokkinn fyrir að sprengja svokallaða þjóðarsátt með því að þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins skuli voga sér að kjósa á móti bráðabirgðalögum ríkisstjórnarinn- ar. Hvað um Kvennalistann og stjórnarliða sem einnig ætla að kjósa á móti? Hvað er að? Þegar Davíð Oddsson borgarstjóri lýsti lögleysu ríkisstjórnarinnar yfir hvað eftir annað í sjónvarpsþætti með Steingrími Hermannssyni voru orð hans höfð að engu. Þegar Persaflóadeilan kom til umræðu hér á íslandi þá sagði for- sætisráðherra að íslendingar ættu að aðstoða flóttamenn. Allt gott um það að segja. En forsætisráðherra bætti við, „en við tökum ekki þátt í hernaðaruppbyggingu við Persa- flóa“. Þetta eru ósannindi. ísland er NATO-þjóð og er að taka þátt í hernaðaruppbyggingu við Persaflóa hvort sem okkur líkar betur eða verr. Við skulum vona að Saddam Hussein hugsi ekki að herstöðin á Keflavíkurflugvelli sé honum hættu- leg, annars eigum við ekki von á góðu. Að lokum vil ég benda lands- mönnum á að lesa grein eftir dr. Hannes Hólmstein Gissurarson um þjóðarsáttina í Pressunni 6. desemb- er. Frábær lexía í hagfræði. Við eig- um að þakka Guði fyrir að dr. Hann- es skuli nenna að vera með okkur hér á íslandi. Vilhjálmur Alfreðsson AUGLÝSING UM INNLAUSNAFtVERÐ VERÐTRYGGEIRA SPARISKIRTEINA RlKISSJÓES FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* 10.000 GKR. SKÍRTEINI 1975-1. fl. 10.01.91-10.01.92 kr. 19.532,32 1975-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 14.744,83 1976-1. fl. 10.03.91-10.03.92 kr. 14.045,24 1976-2. fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 10.675,34 197V-1.fl. 25.03.91 -25.03.92 kr. 9.963,65 1978-1.fl. 25.03.91-25.03.92 kr. 6.755,61 1979-1. fl. 25.02.91 -25.02.92 kr. 4.467,21 FLOKKUR INNLAUSNARTÍMABIL INNLAUSNARVERÐ* Á KR. 10.000,00 1981-1 .fl. 25.01.91-25.01.92 kr. 180.357,77 1985-1. fl.A 10.01.91-10.07.91 kr. 44.290,93 1985-1 .fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 29.512,92** 1986-1. fl.A 3ár 10.01.91-10.07.91 kr. 30.529,16 1986-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 32.729,89 1986-1. fl.B 10.01.91-10.07.91 kr. 21.766,86** 1986-2. fl.A 4ár 01.01.91-01.07.91 kr. 28.099,85 1987-1. fl.A 2ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1987-1. fl.A 4ár 10.01.91-10.07.91 kr. 24.405,86 1986-1. fl.SDR 10.01.91 kr. *** 1988-1. fl.SDR 11.01.91 kr. *** 1988-1.fl. ECU 11.01.91 kr. *** ‘Innlausnarverð er höfuðstóll, vextir, vaxtavextir og verðbót. **Við innlausn fylgi ógjaldfallnir vaxtamiðar spariskírteinis. ***Sjá skilmála. Innlausn spariskírteina ríkissjóðsferfram í afgreiðslu Seðlabanka íslands, Kalkofnsvegi 1, og liggja þar jafnframt frammi nánari upplýsingar um skírteinin. Reykjavík, desember 1990 SEÐLABANKIÍSLANDS

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.