Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 44

Morgunblaðið - 29.12.1990, Qupperneq 44
VOLVO Ipenta I Besti vinur sjómannsins! LAUGARDAGUR 29. DESEMBER 1990 VERÐ í LAUSASÖLU 100 KR. Jökulfellið á sigl- ingu til Persaflóa fÖKULFELL, skip skipadeildar ■Sambands íslenskra samvinnufé- !aga, er nú í flutningum á Mið- jarðarhafi og mun halda áleiðis til Persaflóa eftir áramótin. Að sögn Ómars Jóhannssonar, fram- 5% hækkun á rafmagni RAFMAGNSVEITA Reykjavíkur hækkar gjaldskrá sína um 5% nú um áramótin, samkvæmt sam- þykkt borgarráðs. Síðast breytti Rafmagnsveita Reykjavíkur gjaldskrá sinni 1. mars 1990, en þá voru gjöldin lækkuð um 2,4%. Þann 15. janúar 1990 var gjaldskráin hins vegar hækkuð um 10% að meðaltali. Aðalsteinn Guðjohnsen segir að hækkun gjaldskrár sé nauðsynleg nú um áramótin, annars vegar vegna hækkunar á orkuverði frá Landsvirkjun og hins vegar vegna verðbólgu. Þessi hækkun dugi Raf- -^magnsveitunni ekki til að halda í við verðbólguna og ekki sé útlit fyrir að rekstur fyrirtækisins verði að óbreyttu hallalaus á næsta ári. kvæmdasljóra skipadeildarinn- ar, verður tekin ákvörðun um hvort skipið verður látið sigla inn á flóann upp úr áramótum með tilliti til hernaðarástandsins á svæðinu. Áætlað er að Jökulfellið komi til Port Said í Egyptalandi 2. janúar. Þaðan verður svo haldið í gegnum Súezskurðinn. Skipinu er ætlað að sigla til Ástralíu með kjötfarm en flutningurinn til Persaflóa er fyrir enska aðila, að sögn Omars, og mun skipið taka á sig krók í átt til Persaflóa og væntanlega verða þar um miðjan janúar. „Það eru ákveðin svæði þarna suðúr frá við Oman og sunnanverð- an Persaflóa sem hafa verið gefin sem áfangastaðir og þegar skipið nálgast svæðið munu leigutakar óska eftir að skipið sigli að ákveðn- um höfnum. Við munum vega það og meta þegar þar að kemur hvort það sé í það leggjandi að sigla inn á flóann," sagði Ómar. Um borð í Jökulfellinu er tólf manna íslensk áhöfn. Ekki er vitað um fleiri íslensk flutningaskip á siglingu á þessu svæði en Goðafoss mun vera í flutningum milli Tyrk- lands og Líbýu og er hluti áhafnar- innar íslenskur. Morgunblaðið/Kristján Jónsson Borgarísjakar við Rit TF-SÝN, Fokkervél Landhelgisgæslu íslands, fór í ískönnunarleiðang- ur í gærmorgun. Að sögn Kristjáns Jónssonar, flugmanns, hefur meg- inísinn færst utar frá því sem hann var fyrir jól og er hann nú um fimmtíu mílur norðvestur af Straumnesi. Borgarísjakar hefðu verið við og úti af Rit og einn jaki var fjórar mflur norðvestur af Bolungarvík. Þórkatla GK 97 á bálkestinum í Njarðvík. Morgunblaðið/Björn Blöndal Kvótalausir á brennu í Njarðvík Keflavík. EIN stærsta brenna landsins um þessi áramót verður án efa brenn- an í Innri-Njarðvík og á henni verða meðal annars tveir trébátar um 70 lestir. Annar bátanna sem á nýársnótt verður eldinum að bráð hét Þórkatla GK 97 og var bæði mikið afla- og happafley. Þórkatla var smíðuð í Vestur- Þýskalandi 1960 og var systur- skip Þorbjörns GK 540 sem var smíðaður árið á undan. Bátarnir voru teiknaðir af Agli Þorbjörns- syni í Keflavík. Þórkatla kom til landsins 10. apríl 1960 og frá 15. apríl til 15. maí fiskaði hún 500 tonn. Á vertíðinni 1961 fískaði Þórk'atla 1.467 tonn og Þorbjörn 1.468 tonn. Skipstjórar á bátun- um voru Erling Kristjánsson á Þórkötlu og Þórarinn Ólafsson á Þorbirni. Þórkatla hefur staðið í slipp undanfarin 4 ár, reyna átti að selja bátinn sem var í ágætu lagi en það tókst ekki og þá var kvóti hans seldur og báturinn settur í úreldingu. Endalok Þorbjörns urðu þau að honum var sökkt í fyrra út af Garðskaga. - BB Kjaradeila aðstoðarlækna: Gripið til uppsagna takist samningar ekki Á ALMENNUM félagsfundi í Félagi ungra lækna, sem haldinn var í gær, var samþykkt ályktun Sverrir Hermannsson um vaxtahækkun Landsbankans; Nauðsynleg áfanga- hækkun nafnvaxta þar sem skorað er á stjórnvöld að ganga að réttindakröfum sjúkrahúslækna þar sem þær feli í sér mun raunhæfari og ódýrari lausn fyrir þjóðfélagið en það sem stjórnvöld hafa lagt fram. Kristján Oddsson, formaður Fé- lags ungra lækna, sagði að á fundinum hefði verið samþykkt einróma að grípa til uppsagna takist samningar ekki innan skamms, en ekki hefði verið rætt um neina ákveðna tímasetningu í því sambandi. Af hálfu samn- inganefndar rikisins hefur verið boðað til samningafundar í kjaradeilu aðstoðarlækna í dag. breytt þyrfti að kalla til miklu fleiri lækna til að vinna á sjúkrahúsun- um. Þá þýðir breytt vaktafyrir- komulag að þjónusta við sjúklinga mun versna verulega. Á þessum forsendum getum við ekki sam- þykkt þennan samning þó hann sé okkur launalega mjög hagstæður," sagði hann. Aðspurður um hvort möguleiki væri á því að gert yrði bráðabirgða- samkomulag í kjaradeilunni þar til endanlegt samkomulag næðist sagði Kristján að það væri ótvíræð stefna aðstoðarlækna að draga að- gerðir sínar ekki til baka fyrr en samningar hefðu verið undirritaðir. Á FUNDI bankaráðs Landsbankans í gær var ákveðið að hækka nafnvexti af inn- og útlánum um 1-1,5%, og segir Sverrir Hermanns- son, bankastjóri Landsbankans, að þessi áfangahækkun nafnvaxta hafi verið nauðsynleg. Þá hafa sparisjóðirnir ákveðið að hækka nafnvexti á inn- og útlánum um 0,25% um áramótin, en vextir af yfirdráttarlánum hækka um 0,5%. í frétt frá Landsbankanum segir að ákvörðun um vaxtahækkunina sé tekin til að halda jafnvægi milli óverðtryggðra og verðtryggðra inn- og útlánsforma og að vaxtahækk- unin sé aðlögun vaxta óverð- 'v tryggðra inn- og útlána að hærri verðbólgu miðað við lánskjaravísi- tölu. Steingrímur Hermannssson, for- sætisráðherra, ræddi sérstaklega vaxtamál á ríkisstjórnarfundi í gær. í samtali við Morgunblaðið sagði hann að sú stefna væri mörk- uð í lögum um Seðlabanka íslands að raunvextir útlána innlánsstofn- ana verði ekki hærri en þeir eru að jafnaði í helstu viðskiptalöndum íslands, og þar kæmi einnig greini- lega fram að Seðlabankanum sé ætlað að draga úr óhóflegum vaxta- mun milli inn- og útlána. Sam- kvæmt skýrslu Seðlabankans frá 15. nóvember væru raunvextir verðtryggðra lána hér á landi 8,5%, en hins vegar 7,2% í helstu við- skiptalöndunum í Evrópu og 3,2% í Bandaríkjunum og þar kæmi einn- ig fram að vaxtamunur hefði hækk- að frá 1989 úr 3,43% í 4,5%. Sagði Steingrímur að með tilvísan til þessa hefði hann óskað eftir því að Seðlabankinn gerði ríkisstjórninni grein fyrir því hvernig hann hygð- ist tryggja markmið laga um raun- vexti og draga úr vaxtamun. Sjá ennfremur á miðopnu. Kristján Oddsson sagði í samtali við Morgunblaðið að samningstilboð ríkisins, sem fyrst var lagt fram 17. desember, fæli í sér að gera aðstoðarlækna að vaktavinnufólki, sem að meðaltali gengi 8 tíma vakt- ir. „Þetta þýðir í raun og veru að með óbreyttu vaktafyrirkomulagi verður þetta mun dýrara heldur en það sem við förum fram á. Við höfum reiknað út að núna kostar vaktin um 16 þúsund krónur. Væri farið að okkar kröfum mundi hún kosta 23 þúsund krónur, en sam- kvæmt tilboði ríkisins mundi vaktin hins vegar kosta 30 þúsund krón- ur. Yrði vaktafyrirkomulaginu Örn Smári Arnarson, formaður læknaráðs Borgarspítalans, sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að kjaradeila aðstoðarlækna bitnaði verst á slysamóttöku spítalans. Slysavakt er á Borgarspítalanum á gamlársdag og nýársnótt, og sagði Om Smári að það væru vinsamleg tilmæli til fólks að reyna að draga það að koma með meiðsli, sem það telur að geti beðið næsta morguns. „Ég held að allir geri sér ljóst að þetta ástand getur ekki varað miklu lengur. Það verður reynt að þrauka hérna yfir hátíðina, en staðreyndin er sú að menn eru hreinlega að gefast upp,“ sagði hann.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.