Morgunblaðið - 11.01.1991, Side 1
64 SIÐUR B/C/D
8. tbl. 79. árg.
FOSTUDAGUR 11. JANUAR 1991
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hörð átök
í Aþenu
Aþenu. Reuter.
ÓEIRÐALÖGREGLA í Grikk-
landi skaut mörg þúsund tára-
gashylkjum að nemendum úr
framhaldsskólum í Aþenu í gær
er hinir síðarnefndu gengu ber--
serksgang um miðborgina að
lokinni mótmælagöngu. Efnt var
til hennar í mótmælaskyni við
dráp óþekktra árásarmanna á
kennara og fyrirhugaðar breyt-
ingar í menntamálum.
Sjónarvottar segja að mótmæl-
endur hafi kastað gijóthnullungum
á lögi'eglumennina, beitt kylfum
og lokað götum með brennandi
bílum. Þeir kveiktu einnig í stór-
verslun í borginni og ungur maður
fannst látinn í henni í gærkvöldi.
Á ánnað hundrað manns slösuðust
eða urðu fyrir reykeitrunum.
Um 60.000 nemendur, kennarar
og verkamenn tóku þátt í kröfu-
göngunni í Aþenu og kennarasam-
bandið lýsti yfir tveggja sólar-
hringa verkfalli vegna drápsins á
kennaranum, Nokos Temponeras.
Hann týndi lífi á miðvikudag er
25 menn, sem ekki voru borin
kennsl á og vopnast höfðu járn-
stöngum, reyndu að reka á brott
nemendur sem lagt höfðu undir sig
skóla í borginni Patras. Nemendur
hafa lagt undir sig eða lokað um
1.000 af 2.500 framhaldsskólum
landsins frá því um miðbik desem-
ber til að mótmæla tillögum stjórn-
valda um nýja tilhögun í skólunum.
Reuter
Slökkviliðsmenn reyna að ráða niðurlögum elds i verslunarbygg-
ingu í Aþenu, sem nemendur úr menntaskólum kveiktu í er þeir
gengu berserksgang um götur borgarinnar í gær.
Gorbatsjov hótar að
færa Litháen und-
ir beina stjórn sína
Moskvu, Vilnius. Reuter.
MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, krafðist þess í gær að
stjórnvöld í Litháen færu að sovéskum lögum og varaði við því að
ella yrði landið fært undir beina stjórn Sovétforsetans.
„Alþýðan krefst þess að komið
verði á lögum og reglu, að tryggt
verði að hún geti lifað við öryggi.
Hún krefst þess að forsetinn taki
völdin í sínar hendur," sagði Gorb-
atsjov í viðtali við sovésku fréttastof-
una TASS. Hann bætti við að
ófremdarástand hefði skapast í Lit-
háen vegna þess að leiðtogar þess
hefðu ítrekað brotið stjórnarskrá
landsins gróflega. Áður höfðu lithá-
ískir kommúnistar krafist þess að
forsetinn færði lýðveldið undir beina
stjórn sína og sögðust ætla að efna
til allsherjarverkfalls uns géngið yrði
að kröfu þeirra.
Um þúsund fallhlífahermenn hafa
verið sendir til Litháens og talsmað-
ur sovéska hersins hefur vísað því á
bug að valdarán sé á. döfinni. Audr-
ius Butkevicius, varnarmálaráðherra
Litháens, sagði þó í gær að kommún-
istar og Rauði herinn væru að reyna
að skapa spennu í Litháen til að
réttlæta hernaðaraðgerðir.
Andstæðingar sjálfstæðisbaráttu
Litháa hertóku stjórnstöð lestastöðv-
ar í Vilnius í tvær klukkustundir í
gærkvöldi og boðuðu verkföll í dag.
Albertas Simenas, fertugur hag-
fræðingur, var kjörinn forsætisráð-
herra lýðveldisins í stað Kazimiera
Prunskiene, er sagði af sér vegna
verðhækkana sem hún studdi. Sim-
enas, sem er talinn til miðjumanna
á litháiska þinginu, lofaði að grípa
til aðgerða sem miðuðu að því að
bæta almenningi upp verðhækkan-
irnar.
• Jón Baldvin Hannibalsson ut-
anríkisráðherra boðaði Igor N.
Krasavin, sendiherra Sovétríkjanna,
á sinn fund í gær og lýsti áhyggjum
íslensku ríkisstjórnarinnar vegna
þróunar mála í Litháen undanfarið.
Utanríkisráðherra lagði áherslu á
að hervaldi yrði ekki beitt í deilum
stjórnvalda í Sovétríkjunum og
Eystrasaltsríkjunum og að fundin
yrði friðsamleg lausn á þeim með
samningaviðræðum.
Sjá „Eystrasaltsþjóðirnar taki
tillit...“ á bls. 20.
Perez de Cuellar reynir að miðla málum í Persaflóadeilunni í Bagdad:
Hlutlausíir friðargæslusveit-
ir SÞ verði sendar til Kúveits
Róm, París, Washington. Reuter.
JAVIER Perez de Cuellar, framkvæmdasljóri Sameinuðu þjóðanna
(SÞ), hyggst bjóða Irökum að sendar verði hlutlausar friðargæslusveit-
ir, án bandarískra hermanna, til Kúveits að því tilskildu að þeir köll-
uðu hersveitir sínar í landinu heim, að sögn Gianni De Michelis, ut-
anríkisráðherra Ítalíu, í gær. Ráðherrann sagði að þetta væri það
helsta sem de Cuellar hefði fram að færa á fundi sinum með íröskum
sljórnvöldum í Bagdad um helgina.
„Sameinuðu þjóðirnar eru reiðu-
búnar að stofna hersveitir,_ sem
sendar yrðu til Kúveits ef írakar
færu þaðan og yrðu ekki skipaðar
hermönnum frá óvinalöndum Iraka,
svo sem Bandaríkjunum, Saudi-
Arabíu eða Egyptalandi,“ sagði
ítalski utanríkisráðherrann. Tals-
maður Sameinuðu þjóðanna vísaði
þó ummælum ráðherrans á bug í
gærkvöldi, þótt hann segði að slíkar
hugmyndir kynni að bera á góma.
Utanríkisráðherrar Evrópubanda-
lagsins (EB) ræða við Perez de Cuell-
ar í Genf í dag um friðarumleitanir
hans í Bagdad. De Michelis sagði
að bandalagið væri reiðubúið að
senda fulltrúa til viðræðna við Tareq
Aziz, utanríkisráðherra íraks, fyrir
mánudag, eða daginn áður en frest-
urinn sem írakar hafa til að fara
úr Kúveit rennur út. Evrópubanda-
lagið hefur boðið Aziz til viðræðna
í Alsír en hann hafnaði því. ítalskir
embættismenn eru þó vongóðir um
að að írakar fallist á viðræðurnar
ef stjórnvöld í
Alsír hafa milli-
göngu um þær.
Jean-Pierre .
Chevenement,
varnarmálaráð-
herra Frakk-
lands, hvatti
Bandaríkja-
menn til að fall-
ast á kröfu ír-
aka um alþjóð-
lega ráðstefnu
um málefni
Mið-Austúr-
landa og sagði að slíkt ætti ekki að
vera of stór biti að kyngja. Banda-
ríkjamenn segja að ekki komi til
greina að verðlauna yfirgang íraka
með slíkri eftirgjöf.
Þingmenn úr báðum flokkunum á
fulltrúaþingi Bandaríkjanna mæltu
í gær fyrir ályktun sem heimilar
George Bush Bandaríkjaforseta að
beita hervaldi til að leiða Persaflóa-
deiluna til lykta. Talið er að gengið
Perez de Cuellar
verði til atkvæða um hana í deild-
inni á morgun, laugardag, bg flutn-
ingsmennirnir spáðu því að hún yrði
samþykkt. Verið er að undirbúa svip-
aða ályktun fyrir öldungadeildina.
Stjórnvöld í Bagdad lýstu því yfir
að íraski herinn væri „áfjáður í
lokauppgjör og reiðubúinn að færa
fórnir“ vegna deilunnar um Kúveit.
Sjá fréttir um Persaflóadeiluna
á bls. 2 og 20-21, svo og grein
um mannréttindabrot Iraka í
Kúveit á miðopnu.
Noregur:
Öngluðu pen-
ingaúrbanka
Ósló. Reuter.
TVEIR ungir Norðmenn
hafa verið staðnir að ólög-
legum veiðum - við nætur-
hólf stærsta banka Nor-
egs, Den norske Bank.
Mennirnir, báðir tvítugir,
beittu venjulegum öngli til að
krækjæ-í peningabúnt úr næt-
urhólfí útibús bankans í Sanda-
firði, þar sem kaupmenn höfðu
lagt inn veltu dagsins.
Þeim tókst að öngla upp alls
150.000 norskum krónum
(hálfri annarri milljón ÍSK)
áður en lögreglan stóð þá að
verki, að sögn norska blaðsins
Dagbladet í gær.
Fjárlög kynnt í Svíþjóð:
Lækkun útgjalda og verð-
bólgu auðveldi EB-aðild
Stokkhólmi. Reuter.
ALLAN Larsson, fjármálaráðlierra Svíþjóðar, lagði í gær fram fjárlög
fyrir næsta fjárhagsár er hefst 1. júlí nk. og er gert ráð fyrir veruleg-
um niðurskurði ríkisútgjalda. Stefnt er að því að lækka verðbólgu,
sem nú mælist 11,5%, svo að landið eigi auðveldara með að ganga í
Evrópubandalagið (EB) en búist er við aðildarumsókn Svía á þessu ári.
„Verðbólgan er of mikil, hagvöxt-
ur hefur minnkað og það er halli á
utanríkisviðskiptum okkar,“ sagði
Larsson. Hann taldi þessi vandamál
stafa af of mikilli kostnaðaraukn-
ingu að undanförnu en hagfræðing-
ar hafa varað ákaft við kauphækk-
unum. Ráðherrann sagði að tækist
stjórnvöldum ekki að koma, í veg
fyrir kauphækkanir yrðu landsmenn
að horfast í augu við æ lélegri sam-
keppnisaðstöðu á alþjóðamörkuðum
og aukið atvinnuleysi. Larsson sagði
að verið væri að undirbúa umsókn
um inngöngu í EB en lét ekkeil
uppi um væntanlega tímasetningu
hennar.
Niðurstöðutölur fjárlaganna eru
um 455 milljarðar sænskra króna
eða um 4.500 milljarðar ÍSK. Sam-
kvæmt lögunum verða sparaðir 15
milijarðar SKR (um 150 milljarðar
ÍSK) með því að lækka m.a. útgjöld
til varnarmála, atvinnumála, stjórn-
sýslu ríkisins og greiðslu til launþega
fyrir veikindadaga. Álíka fjárhæð
næst í ríkiskassann-með nýjUm álög-
um á ríkisfyfþ'tæki og sveitarstjórn-
ir.