Morgunblaðið - 11.01.1991, Síða 4
4'
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
r
Verðmæti útflutnings
SH iókst um fjórðung
SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús-
anna flutti út liðlega 94 þúsund
tonn af fiski á síðasta ári fyrir
tæplega 19 milljarða króna. Ut-
flutningurinn var um 2% minna
í magni en árið 1989 en hins
vegar var verðmæti hans um
fjórðungi meiri. Þetta kemur
fram í fréttatilkynningu frá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna.
Lagmeti:
Rússar greiða skuldir
STAÐFEST hefur verið að Sovétmenn hafa greitt skuld sína við
íslendinga vegna útflutnings lagmetis og þess er vænst að greiðsla
skuldar vegna útflutnings á ullarvörum berist fljótlega. Þetta kemur
fram í frétt frá utanríkisráðuneytinu í gær.
í frétt ráðuneytisins segir að
undanfarnar vikur hafí sleitulaust
verið unnið að því af hálfu utanrík-
isráðuneytisins, sendiráðs Islands í
Moskvu og .útflytjenda, að finna
lausn á þeim vanda sem skapast
hefur vegna greiðsludráttar fyrir
vörur sem fluttar hafa verið út til
Sovétríkjanna. Nú hafí verið stað-
fest að lagmetisskuld sé greidd og
ullarvörugreiðslur berist fljótlega.
Þá hefur verið ákveðið að fram-
hald samningaviðræðna um nýja
viðskiptabókun fari fram í Moskvu
14. janúar næstkomandi.
Sölumiðstöðin flytur : út nærri
fjórðung af öllum sjávarafurðum
landsmanna og árið í fyrra er eitt
hið besta í sögu félagsins hvað varð-
ar verðmæti útflutnings. Yfir 50%
af útflutningi SH fór til Vestur-Evr-
ópu en stærsta einstaka viðskipta-
landið var Bandaríkin. í fyrra varð
samdráttur í sölu til Bandaríkjanna,
Sovétríkjanna og Asíulanda.
Mesta söluaukningin varð á
mörkuðum Icelandic Freezing
Plant, dótturfyrirtækis SH í Bret-
landi, eða 33,7%, fór úr 9;5 þúsund
tonnum í 13 þúsund tonn. Sölutekj-
ur á þessum markaði jukust um
100,8%.
Þá jók SH verulega útflutning á
ferskum íslenskum laxi á síðasta
ári og seldi alls um 1.200 tonn fyr-
ir 350 milljónir kr. á fob-verði.
Árið áður seldu samtökin 225 tonn
fyrir tæplega 80 milljónir króna.
Megnið af laxinum fór á Frakk-
landsmarkað.
VEÐUR
VEÐURHORFUR I DAG, 11. JANUAR
Austur við Noreg er 975 mb lægð og minnkandi lægðardrag-
milli Færeyja og Skotlands en 1018 mb hæð yfir Grænlandi.
SPÁ: Minnkandi norðan- og norðvestanátt, fyrst vestantil. Éljagang-
ur um landið norðanvert en bjart veður syðra. Síðdegis fer einnig
að létta til norðvestanlands. Frost 2-7 stig.
r
VEÐURHORFUR NÆSTU DAGA:
HORFUR Á LAUGARDAG: Hæg breytileg átt. Sums staðar él við-
ströndina, en annars léttskýjað. Fremur kalt í veðri.
HORFUR Á SUNNUDAG: Vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða
slyddu um suðvestanvert landið en léttskýjað norðaustantil. Hlýn-
andi veður, fyrst suðvestanlands.
TAKN:
Heiðskírt
y, Norftan, 4 vindstig:
' Vindörin sýnir vind-
stefnu og fjaðrirnar
vindstyrk, heil fjöður
er 2 vindstig.
-JO' Hitastig:
10 gráður á Celsíus
M Léttskýjað
Skúrir
*
V E1
r f r
/ / / / Rigning
/ r r
* / *
/ * / * Slydda
r * r
Þoka
Þokumóða
Súld
OO Mistur
? 5
5
* * *
* * * * Snjókoma
* * *
Skafrenningur
|T Þrumuveður
■A' T'h
VEÐUR VIÐA UM HEIM
kl. 12:00 f gær að ísl. tíma
hiti veður
Akureyri +3 snjókoma
Reykjavik +2 léttskýjað
Bergen 0 skýjaft
Helsinkl 0 skýjaft
Kaupmannahöfn 9 skúrásfft.klst.
Narssarssuaq +12 léttskýjað
Nuuk +11 skýjað
Osló +1 snjókoma
Stokkhólmur 1 slydda
Þórshöfn 3 snjóél
Algarve 18 féttskýjað
Amsterdam 10 skýjað
Barcelona 18 léttskýjað
Berlin 13 skýjað
Chicago +6 þokumóða
Feneyjtr þokumóða
Frankfurt 15 skýjað
Glasgow 4 skúr á sfð. klst.
Hamborg 9 rlgn. á sfft. klst.
Las Palmas 20 léttskýjað
London 8 skýjað
LosAngeles 8 heiðskírt
Lúxemborg 11 rigning
Madrfd 12 skýjað
Maiaga 17 léttskýjað
Mallorca 16 skýjað
Montreat +11 léttskýjað
NewYork 3 léttskýjað
Orlando vantar
Parfs 8 rigning
Róm 17 þokumóða
Vín vantar
Washington vantar
Winnipeg +27 skýjað
Prentuð þingskjöl eru nú orðin 481.
Morgunblaðið/Einar Falur
Alþingi kemur til
starfa á mánudag
ALÞINGI Islendinga 113.1öggjafarþing tekur aftur til starfa á
mánudaginn að afloknu jólaleyfi þingmanna. Þinghaldið mun að
þessu sinni verða óvenju stutt. Samkvæmt starsfáætlun Alþingis
verða þinglausnir 15. mars en venjulega er þinghald fram í maí.
Á haustþinginu voru 270 mál
lögð fram. 31. frumvarp var af-
greitt sem lög frá Alþingi. Fyrsta
lagafrumvarpið var samþykkt 4.
desember, frumvarp til íjárauka-
laga fyrir 1990. 17 lagafrumvörp
voru samþykkt síðustu tvo dag-
anna fyrir jólaleyfi þingmanna. Á
haustþinginu voru 48 þingsálykt-
unartillögur lagðar fram, af þeim
hafa 9 verið samþykktar. 95 fyrir-
spurnir voru lagðar fram, af þeim
hefur 66 verið svarað.
Fjöldi mála segir þó ekki alla
sögu, við frumvörp bætast nefnd-
arálit og oft breytingartillögur;
fjöldi prentaðra þingskjala er nú
481. Ljóst er að mikil málafjöldi
á eftir að bætast við og fjöltli
þingskjala enn að aukast þegar
mál koma frá nefndum. Þess má
geta að á 112. löggjafarþingi
1989-90 voru 582 mál til með-
ferðar Alþingi og tala prentaðra
þingskjala var 1330.
Framfærsluvísitalan:
Hækkunin samsvar-
ar 7,6% verðbólgu
VÍSITALA framfærslukostnaðar samkvæmt verðlagi í byijun janúar
er 0,6% hærri en desembervísitalan. Samsvarar það 7,6% verðbólgu
á tólf mánaða tímabili. Hækkun vísitölunnar síðustu þrjá mánuði sam-
svarar 6,4% árshækkun og hækkun hennar síðustu sex mánuði samsvar-
ar 4,3% hækkun á ári. Vísitalan hefur hækkað um 7,3% undanfarna
tólf mánuði. Árið 1990 var vísitalan að meðaltali 14,8% hærri en árið
áður. Sambærileg meðalhækkun frá 1988 til 1989 var 21,1% og 25,5%
frá 1987 til 1988.
Þriðjungur af hækkun fram-
færsluvísitölunnar, eða 0,2%, stafar
af 1,2% hækkun matvæla á þessu '
tímabili. Mest munar þar um hækk-
un á grænmeti, ávöxtum.og beijum
(6,7%) annars vegar og mjólk, ijóma,
osta og eggja (3%) hinsvegdf. Föt
og skófatnaður hækkaði í verði um
0,9% og leiddi til 0,1% hækkunar
vísitölunnar, rafmagns- og húshitun-
arkostnaður hækkaði um 1,8% og
hækkaði vísitöluna um 0,1%, ferðir
og flutningar (aðallega notkun al-
mennra flutningatækja) hækkaði
vísitöluna um 0,1% og tómstundaiðk-
un og menntun, sem hækkaði að
meðaltali um 0,6%, hækkaði vísi-
töluna sömuleiðis um 0,1%.
Ef litið er á hækkanir eftir eðíi
þeirra og uppruna sést að búvörur
sem háðar eru verðlagsgrundvelli
hafa Iækkað um 0,1% á milli mán-
aða en aðrar innlendar mat bg
drykkjarvörur hafa hækkað um 2%.
Innfluttar mat- og drykkjarvörur
hafa hækkað um 1,4%. Opinber þjón-
usta hefur hækkað um 1,6% en önn-
ur þjónusta um 0,4%. Ef vörum er
skipt upp eftir því hvort þær eru
innlendar eða innfluttar sést að inn-
lendar vörur hafa hækkað meira en
innfluttar, eða um 1,1% á meðan þær
innfluttu hafa hækkað um 0,4%.
Samningafundi um orkuverð lokið:
Skilaði þeim árangri
sem vonast var eftir
-segir Jóhannes Nordal stjórnar-
formaður Landsvirkjunar
JÓHANNES Nordal stjórnarformaður Landsvirkjunar segir að fundur
samninganefndar Landsvirkjunar og Atlantsálshópsins hafi skilað
þeim árangri sem vonast var eftir. Fundinum lauk í gær.
samning. „Ef málið er skoðað í heild,
held ég að engin breyting orðið hvað
varðar okkar samningsaðila. Hins
vegar má segja að umhverfið í heim-
„Það miðaði áfram við að koma
frá ýmsum atriðum sem þurfti að
leysa, en það er ekki komið að lokaá-
fanga. Við vonum samt að á næstu
fundum, sem verða um mánaðamót-
in, muni þessi mál klárast sem rætt
var um í dag,“ sagði Jóhannes.
Hann sagði að mest hefði verið
rætt við íjárhagslega hlið raforku-
samninga og endurskoðunarákvæði,
en eingögnu var rætt um orkusölu-
inum þessa dagana sé ekki sérstak-
lega vingjarnlegt," sagði Jóhannes.
Iðnaðarráðherra mun hitta aðal-
samninga samninganefnd Atlantsáls
um næstu helgi, þar sem verður
farið yfir þá þætti málsins sem snúa
að ríkinu.