Morgunblaðið - 11.01.1991, Side 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
9
hefst mánudaginn 14.janúar.
Styrkjandi og liðkandi æfingar fyrir konur
á öllum aldri.
Byrjenda- og framhaldstímar. Kennsla fer
fram í íþróttahúsi Melaskóla.
Kennari Gígja Hermannsdóttir.
Upplýsingar og innritun í síma 13022
um helgar og virka daga í sama síma
eftir kl. 16.
Alþingi er orðið
eins og leiksvið
Leiksviðið kvatt
. Reyndasti og áreiðanlega virtasti þing-
maður Alþýðubandalagsins, Geir Gunn-
arsson, lætur af rúmlega þrjátíu ára þing-
setu eftir kosningar í vor. í viðtali, sem
birtist fyrir skömmu í málgagni flokksins
í Hafnarfirði, Vegamótum, segir m.a., að
það hafi aldrei verið jafnmikið bil á milli
ráðherra flokksins og þingflokksins og í
þessari ríkisstjórn. Mikilvæg mál, eins
og t.d BHMR-málið, séu einfaldlega ekki
borin undir þingflokkinn.
Mannréttindi
Viðtalið i Vegamótum
er eins konar kveðjuvið-
tal við Geir, þar sem
hann lítur yfir farinn veg
og kemur inn á margs
konar mál. Viðtalið nefn-
ist „Alþingi er orðið eins
og leiksvið“ og í upphafi
þess er Geir spurður um
afstöðuna til bráða-
birgðalaga ríkisstjómar-
innar á samninga BHMR,
en hann greiddi atkvæði
gegn staðfestingu þeirra
í neðri deild. I upphafi
viðtalsins segir m.a.:
„Þú sagðir á þingi að
þessi lög snémst um
grundvallarmannréttindi
en ekki um þjóðarsátt
„Já. Þetta snerist um
spuminguna hvort virða
eigi niannréttindi eða
ekki. Fyrst em gerðir
samningar, svo er reynt
að fara eftir þeim en
þegar dómur er felldur
þá er skellt á bráða-
birgðalögum."
Þetta em mjög svipuð
rök og þjá Þorsteini Páls-
syni.
„Eg held því fram að
þetta sé brot á öllum
mannréttindum því það
er ekki einungis ráðist á
samningsréttinn heldur
einnig á dómsvaldið."
Nú hefur þú setið á
þingi í rúmlega 30 ár.
Finnst þér viðhorf stjóm-
málamanna hafa breyst
gagnvart svona málum?
„Mér finnst menn vera
famir að teygja sig
lengra. Það hafa áður
verið gerðar svona ráð-
stafanir sem varða
verkidýðshreyfinguna al-
mennt. En hér er um að
ræða einn sérstakan
samning sem ríkisstjórn-
in stendur sjálf að. Síðan
gerir hún aiman samning
þar sem það er handsalað
að gera þennan samning
að engu. Seinni samning-
urinn byggist m.a. á því
að stigið verði yfir þann
samning sem er í gildi I
staðinn fyrir að segja
honum löglega upp, en
það var ekkert athuga-
vert við það að mínum
dómi. Samningamir við
BHMR hefðu þá verið
lausir í haust og þar með
hefðu víxláhrifin verið
úr sögunni. Þá hefði
BHMR fengið sin 4,5%
og hinir áttu von á 2,5%
um svipað leyti. Þannig
að víxláhrifin hefðu orðið
lítil sem engin.““
Ráðherrar í
fflabeinstumi
Undir lok viðtalsins
kemur Geir inn á fram-
komu núverandi ráð-
herra Alþýðubandalags-
ins við þingflokkinn og
er hann ómyrkur í máli.
Þar segir m.a.:
„Sú gagnrýni hefur
heyrst að ráðherramir
sitji í sinum filabeinstumi
og ráðgist ekki við fólk
sitt.
„Það er undir hverjum
og einum komið hvermg
þeir vinna sín verk. Ég
hef kvartað yfir því í
þingflokknum varðandi
þessa rikisstjórn að það
virðist aldrei hafa verið
eins mikið bil á milli þing-
flokksins og ríkisstjóm-
arinnar eins og í þessari
ríkisstjóm. Við fréttum
t.d. um ákvörðun mála í
fjölmiðlum áður en þau
hafa verið rædd í þing-
flokknum. Sú ákvörðun,
sem er grundvöllurinn
að þeim deilum sem núna
standa, að borga ekki
BHMR mömium sam-
kvæmt samningi 4,5% 1.
júlí, hún var aldrei borin
undir þingflokkinn.
Mér finnst bera meira
á því í þessari ríkisstjóm
en áður, að ráðherrar
em að afgreiða mál án
þess að þingflokkurinn
komi þar nærri.“
Það sem
vantar
Geir Gunnarsson lýkur
viðtalinu á þökkum til
flokksmanna sinna í
Hafnarfirði, og annars
staðar í kjördæminu,
sveitarstjómarmanna og
þingmanna í kjördæm-
inu, sem hann hefur ver-
ið samtiða, og þá einkum
og sérstaklega nefnir
hann Matthías Á. Mathie-
sen.
Það er margt athyglis-
vert i þessu viðtali en
athyglisverðast er þó, að
Geir minnist ekki einu
aukateknu orði á vænt-
anlegan eftirmann siim í
1. sæti listans í Reykja-
neskjördæmi. En hann
er enginn amiar en sjálf-
ur flokksformaðurinn,
Ólafur Ragnar Grímsson
fjármálaráðherra. Hann
er ekki boðinn velkominn
til þingsetu fyrir Alþýðu-
bandalagið. Enda á hann
ekki upp á pallborðið
ineðal flokksmaima í
heimabæ Geirs, Hafnar-
firði, sem hafa mótmælt
aðfömm við tilnefningu
hans í 1. sætið. Ennfrem-
ur má miima á, að það
var sjálfur flokksformað-
urimi sem gerði samn-
ingimi fræga við BHMR,
skaut ágreiningi um
haim til Félagsdóms og
setti síðan bráðabirgða-
lög á niðurstöðu dómsins
og eigin samning. Eins
og Geir minntist á þá var
Ólafur Ragnar ekkert að
hafa fyrir þvi að bera
bráðabirgðalögin undir
þingflokkinn. Ólafur
hafði ekki einu shmi fyr-
ir því að bera málið und-
ir þingmami Alþýðu-
bandalagsms í Reykja-
neskjördæmi, en svo vill
til að Ólafur Ragnar er
einmitt varamaður hans.
Það er ekki að furða
að Geir Gunnarsson sé
búinn að fá sig fullsadd-
an.
SÍMINN ER
689400
BYGGT & BÚIÐ
KRINGLUNNI
FOSTUDAGUR TIL FJAR
STARTKAFLAR
í DAG
Á KOSTNAÐARVERÐI
BYGGTÖBÖltí
I KRINGLUNNI