Morgunblaðið - 11.01.1991, Page 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
17
Gróa á Leiti
eftir Svein Hjört
Hjartarson
í Mbl. þann 25. janúar sl. birtist
athyglisverð grein um Sölumiðstöð
hraðfrystihúsanna. Þar voru reifaðir
kostir þess og gallar að. hafa slík
sölusamtök. Slík umræða er nauð-
synleg og eykur skilning manna á
því hvað okkur er fyrir bestu í mark-
aðs- og sölumálum. Væntanlega
verður þessi grein öðrum til hvatn-
ingar um að tjá sig um fleiri hliðar
þessa mikilvæga máls.
Niðurlag umræddrar greinar veld-
ur þó miklum vonbrigðum og rýrir
gildi þessarar blaðagreinar. En í nið-
urlagi greinarinnar segir blaðamað-
urinn m.a. að ýmsir velti því fyrir
sér hver sé ástæða þess að meiri-
hluti frystitogara standi fyrir utan
sölusamtökin og skýringin sem gefin
er er ekki fögur. Því er haldið fram,
eins og áður hefur komið fram hér
í Mbl., að frystitogararnir fái yfir-
vikt úti — sem sölusamtökin geti
ekki keppt við hér — slík svik séu
ekki möguleg. 10% yfirvigtin sé nán-
ast regla, og þannig eigi sér stað
stórkostlegt kvótasvindl.
í þessum vangaveltum, sem
blaðamaðurinn getur um er tvennt,
sem ekki er satt. í fyrsta lagi lætur
mikill meirihluti þeirra 22 flaka-
frystitogara, sem hér er flallað um,
sölusamtökin sjá um sölu aflans og
er í þeim. Að vísu eru þeir ekki allir
félagar í viðkomandi samtökum.
Þess eru dæmi að „óháðir" aðilar
kjósi frekar viðskipti við íslenskar
sjávarafurðir hf. (Sjávarafurðadeild
Sambandsins sem var). Þetta á við
um Venus og Ými frá Hafnarfirði.
Fjögur fyrirtæki sem eiga 6 flaka-
frystitogara hafa aftur á móti kosið
að selja aflann með öðrum hætti.
Tvö fyrirtæki hafa umboðsaðila hér
á landi, sem eru Asiaco og Ne_s. Hin
tvö fyrirtækin skipta beint við Isberg
Ltd., sem er í eigu Péturs Björnsson-
ar í Hull. Af 22 skipum um síðustu
áramót eru því 6 skip, sem ekki
selja í gegnum sölusamtökin. Það
væri vissulega efni í aðra grein að
kynna sér af hveiju þessi fyrirtæki
velji aðrar leiðir í sölumálum, en
viðskipti við sölusamtökin.
Af framansögðu má ljóst vera að
mikill meirihluti • flakafrystitogara
kýs að vera ekki utan sölusamta-
kanna og ætti þá samkvæmt ofan-
greindum vangaveltum ekki að geta
svindlað á kvóta.
Sveinn Hjörtur Hjartarson
„Þær kannanir sem
hingað til hafa verið
gerðar af ábyrgum op-
inberum aðilum eða
sölusamtökum benda
ekki til neins óeðlilegs
innihalds í pakkningum
frystitogara.“
Þær kannanir sem hingað til hafa
verið gerðar af ábyrgum opinberum
aðilum eða sölusamtökum benda
ekki til neins óeðlilegs innihalds í
pakkningum frystitogara. Það kann
hins vegar að valda misskilningi hjá
ókunnugum að gerð er krafa um
vatnsúðun í umbúðum. Fyrir heil-
frystan karfa eru þetta um 8%, grá-
lúðu 3%. Þessi ís og umbúðir að
auki þyngja að sjálfsögðu brúttóvigt
einstakra pakkninga.
Því er ekki að leyna að umræða
um frystitogara hefur verið nejkvæð
á undanförnum misserum. Ýmsar
sögur og vangaveltur, sem hæfa
Gróu á Leiti hafa verið í loftinu, en
þrátt fyrir stóraukið eftirlit með
nýtingu og vigtun afla úr frystitog-
urum hafa þessar sögusagnir ekki
átt við rök að styðjast.
Með fyrirfram þakklæti fyrir birt-
ingu.
Höfundur er hagfræðingur LÍÚ.
Launamiðum ber að skila
í síðasta Iagi21. janúar
Allir sem greitt hafa laun á árinu 1990
eiga nú að skila launamiðum
á þartil gerðum eyðublöðum til skattstjóra.
Skilafrestur rennur út 21. janúar.
REYKJAVÍK OG NÁGRENNI:
AÐALUMBOÐ
Suðurgötu 10, sími 23130
VERSLUNIN GRETTISGÖTU 26
sími 13665
SJÓBÚÐIN
Grandagarði 7,sími 16814
HAPPAHÚSIÐ
Kringlunni, sími 689780
BENSfNSALA HREYFILS
Fellsmúla 24, sími 685632
BÓKABÚÐIN HUGBORG
Grímsbæ, sími 686145
BÓKABÚÐ JÓNSAR EGGERTSSONAR
Hraunbæ 102, sími 83355
VERSLUNIN STRAUMNES
Vesturbergi 76, sími 72800
SfBS-DEILDIN REYKJALUNDI,
sími 666200
BÓKABÚÐIN ÁSFELL
Háholti 14, Mosfellsbæ, sími 666620
Vilborg Sigurjónsdóttir
BÓKABÚÐ OLIVERS STEINS
Hafnarfirði, sími 50045
BÓKABÚÐIN GRfMA
Garðatorgi 3, Garðabæ,
sími 656020
SIBS-DEILDIN VfFILSSTÖÐUM
sími 602800
BORGARBÚÐIN
Hófgerði 30, Kópavogi, sími 4263
VfDEÓMARKAÐURINN
Hamraborg 20A, Kópavogi,
sími 46777
SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS
Engihjalla 8, sími 44155
REYKJANES:
GRINDAVIK:
Ása Lóa Einarsdóttir, Borgarhrauni 7,
slmi 92-68080
SANDGERÐI:
Sigurður Bjarnason, Norðurtúni 4,
.sími 92-37483
GARÐUR:
Jóhann Jónsson, Sunnubraut 9,
sími 92-27125
KEFLAVÍK:
Umboðsskrifstofa Helga Hólm,
Hafnargötu 79, sími 92-15660
VATNSLEYSUSTRÖND:
Þórdís Símonardóttir, Borg, sími 92-46630
Láttu það eftír þér að vera með
- þú átt það skilið.
- með mestu vinningslíkumar
HÉR&NÚ AUGIÝSINGASTOFA