Morgunblaðið - 11.01.1991, Side 21
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991
21
Reuter
Israelskir hermenn við eftirlit meðfram jórdönsku landamærunum
skammt frá Jeríkó í gær. Israelski herinn hefur aukið viðbúnað
meðfram landamærunum vegna stríðshættunnar á Persaflóasvæðinu.
> *
Irakar segjast munu ráðast á Israel
komi til átaka við Persaflóa:
Israelar segjast
ekki ráðgera að
verða fyrri til
New York. Reuter.
ÍSRAELAR neituðu því í gær að þeir hefðu uppi áform um að vera
fyrri til og gera ásás á skotmörk í írak færi svo að stríð brytist út
við Persaflóa. Ehud Olmert heilbrigðismálaráðherra sagði í samtali
við bandaríska sjónvarpsstöð að Israelar væru undirbúnir undir stríð
og myndu svara hugsanlegri árás íraka með afdrifaríkum hætti. Tals-
maður Yitzhaks Shamirs forsætisráðherra sagði að líkur á átökum
færu vaxandi með degi hveijum og almenningur byrgði sig upp af
matvælum og öðrum nauðsynjum til að vera við öllu búinn.
„Dirfist írökum að ráðast á ísrael
munu þeir iðrast þess síðar, það er
þeir sem á annað borð lifa af,“ sagði
Olmert. Tareq Aziz utanríkisráðherra
íraks sagði afdráttarlaust á blaða-
mannafundi eftir fund þeirra James
Bakers utanríkisráðherra Banda-
ríkjanna í Genf í fyrradag að írakar
myndu ráðast á ísrael kæmi til átaka
við Persaflóa. Moshe Arens varnar-
málaráðherra sagði ísraela vera til-
búnir til átaka sem þeir þó hefðu
engan áhuga á að brytust út. Banda-
ríkjamenn eru sagðir hafa lagt að
ísraelum að reyna ekki að verða fyrri
til vegna hugsanlegra árása frá írak.
í yfirlýsingu sem ísraelska sendi-
ráðið í Washington sendi frá sér í
gær sagði að fullyrðingar Aziz á
blaðamannafundinum þess efnis að
ísraelar hefðu ráðgert árásir á írak
í fyrra væru uppspuni.
Yitzhak Rabin fyrrum varnar-
málaráðherra ísraels sagði í viðtali
við franska blaðið Le Figaro í gær,
að yrði fundin friðsamleg lausn á
deilunni við íraka áður en frestur
þeirra til að kalla innrásarher sinn
frá Kúveit rennur út bæri að efla
heri Irans til að vega upp herstyrk
íraka. „Leysist deilan friðsamlega
nú má allt eins búast við annari
íraskri árás innan hálfs annars árs.
Til að hindra það verður að koma á
ný því hemaðarlega jafnvægi sem
ríkti 1980. Þáverandi herstyrkur ír-
ana hélt aftur af írökum því þeir
höfðu ekki það svigrúm til athafna
sem þeir hafa nú,“ sagði Rabin.
Hann sagði ennfremur að þörf væri
fyrir áframhaldandi veru 100-150
þúsund manna herliðs Bandaríkja-
manna og bandamanna þeirra í
Saudi-Arabíu eftir að deilan um
Kúveit væri leyst.
Ráðherraráð EB:
Lúxemborgarar
taka við forsæti
Brussel. Frá Kristófer M. KnsUnssym, fréttaritara Morgunblaðsins.
Lúxemborgarar tóku við forsæti í ráðherraráði Evrópubandalags-
ins (EB) um áramótin af Itölum og gegna því fyrra misseri þessa
árs.
Það kemur því að öllum líkindum
í hlut Lúxemborgar að leiða samn-
ingaviðræðurnar við Fríverslunar-
bandalag Evrópu (EFTA) til lykta
og sömuleiðis að stjórna innanrík-
isráðstefnum EB um endurskoðun
sáttmála bandalagsins. Á tímabil-
inu verða haldnir 39 ráðherrafund-
ir auk leiðtogafundar EB sem verð-
ur í Lúxemborg 28. og 29. júní.
Innanríkisráðstefnumar sem
fjalla annars vegar um nánara
stjórnmálasamstarf aðildarríkj-
anna og hins vegar um aukið sam-
starf í efnahags- og gjaldeyrismál-
um hefjast um miðjan mánuðinn í
Brussel. Fastafulltrúar aðildarríkj-
anna munu hittast viku- eða hálfs-
mánaðarlega til að fjalla um þessi
efni en einu sinni í mánuði verða
ráðherrafundir. Ráðgert er að nið-
urstöður ráðstefnanna liggi fyrir
næsta haust.
Ný samningalota á milli EFTA
og EB hefst í vikunni með fundum
í samninganefndum eitt og tvö en
henni mun ljúka með sameiginleg-
um fundi yfirsamninganefnda
bandalaganna 22. og 23. janúar.
Stefnt er að því að ljúka samninga-
viðræðunum fyrir vorið.
VERTU MEÐ - ÞAÐ ER GALDURINN
UPPLÝSINGAR: SlMSVARI: 681511 LUKKULÍNA: 991000