Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.01.1991, Qupperneq 23
22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 1991 MORQUFIBLAÐIÐ FÖSTUDAQUR 11. .JANÚAR 1991 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Aðstoðarritstjóri Fulltrúarritstjóra Fréttastjórar Árvakur, Reykjavík Flaraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Bjarnason. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 691100. Auglýsingar: Aðal- stræti 6, sími 691111. Afgreiðsla: Kringlan 1, sími 691122. Áskriftar- gjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 100 kr. eintakið. Stríðið hófst 2. ágúst Morgunblaðið birtir í dag kafla úr skýrslu Amn- esty International um mann- réttindabrot í Kúveit frá því að írakar réðust inn í landið. Þar geta menn kynnst því hvernig aðili, er nýtur alþjóð- legrar virðingar og trausts, lýsir voðaverkum hermanna Saddams Husseins. Virðist grimmd þeirra og virðingar- leysi fyrir fólki engin takmörk sett. Heimurinn allur stendur nú frammi fyrir þeirri spurn- ingu, hvort hann ætli að líða einræðisherra að ryðjast þann- ig inn í annað land og heija aðgerðir, sem ekki verður líkt við annað en þjóðarmorð. Stríðið við Persaflóa hófst með innrás íraka í Kúveit 2. ágúst 1990. Frá því að Kúveit var her- numið hefur öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna samþykkt 12 ályktanir um að írakar eigi að draga herafla sinn til baka. Ályktun 678 sem var sam- þykkt 29. nóvember heimilar valdbeitingu til að tryggja að írakar hverfi frá Kúveit og þar er þeim veittur frestur til 15. janúar 1991 til að hlýðnast ályktuninni. Eftir þann dag er það ekki í andstöðu við vilja Sameinuðu þjóðanna_ að her- valdi verði beitt gegn írökum. Enn hafa menn ekki gefíð upp alla von um að írakar sjái að sér. Fundur utanríkisráð- herra Bandaríkjanna og íraks í Genf á miðvikudag bar því miður engan árangur. James Baker, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, benti á að ír- akar hefðu hvað eftir annað vaðið í villu, frá því að þeir réðust inn í Kúveit. Þeir áttuðu sig ekki á því, hvernig innrás- inni yrði svarað. Þeir töldu að með því að beita gíslum fyrir sig gætu þeir náð einhveijum árangri. Þeir vonuðu, að þeir gætu stofnað til klofnings meðal þjóðanna sem hafa sam- einast gegn þeim á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Stærstu mistök þeirra yrðu, ef þeir átt- uðu sig ekki á styrk heraflans sem hefði verið stefnt gegn þeim og staðföstum vilja til að beita honum, ef á þýrfti að halda. írakar leitast við að dreifa athyglinni frá ofbeldisverkum sínum í Kúveit með því að - krefjast þess að Palestínudeil- an verði leyst. Réðust þeir inn í Kúveit og hófu stríðið 2. ágúst síðastliðinn vegna Pal- estínu? Þótt Yasser Arafat leggi einræðisherranum í Bagdad allt það lið sem hann má, breytir það ekki örlögum Kúveita. Ungar kúveiskar stúlkur sem horfðu á fólk með hvíta friðarfána við fundarstaðinn í Genf í fyrradag sögðu við fréttaritara Morgunblaðsins: „Þeir gera sér ekki grein fyrir að stríðið hófst 2. ágúst.“ Að þessari staðreynd þyrftu fleiri að hyggja á þessum örlagatím- um. Yitlaust heimilis- fang? Eftir fund gegn stríði í Reykjavík í gær afhentu fulltrúar hans Steingrími Her- mannssyni forsætisráðherra og bandaríska sendiráðinu mótmæli sín. Sú spurning hlýt- ur að vakna, hvort ekki hafi verið farið með mótmælin á vitlausan stað. Hvorki Steingrímur né bandaríska sendiráðið eru full- trúar fyrir Saddam Hussein. Það er til hans sem boðin um friðaróskir eiga að berast. Hann hóf stríðið og hefur stofnað til blóðverkanna í Kú- veit. Hann neitar að fara að óskum Sameinuðu þjóðanna. Þá hefðu fulltrúar fundar- manna átt að hafa samband við fulltrúa Sameinuðu þjóð- anna. Öryggisráð þeirra hefur gert 12 ályktanir gegn innrás Iraka. Framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna gerir nú úrslitatilraun til að fá Iraka til að sjá að sér fyrir 15. janúar. Það eru ekki síst arabaríki og þjóðir þriðja heimsins, sem standa að aðgerðum og af- stöðu Sameinuðu þjóðanna gegn innrásarhernum í Kúveit. I þriðja lagi hefðu fundar- menn átt að leita uppi fulltrúa PLO, því að enginn hefur talað á glaðhlakkalegri hátt um stríð við Persaflóa en Yasser Ara- fat, sem ögraði liðssveitum Sameinuðu þjóðanna með þessum hætti: „Þá segi ég vel- komnir, velkomnir, velkomnir í stríð!“ írakar líta á PLO sem bestu bandamenn sína. 23 Amnesty um voða- verk Iraka í Kúvæt Amnesty International gaf út hinn 19. desember siðastliðinn _82 blaðsíðna skýrslu sem nefnist „Ir- ak. Hernumið Kúvæt. Mannrétt- indabrot síðan 2. ágúst.“ Svo segir í inngangsorðum skýrslunnar: Her frá írak hefur framið víðtæk og útbreidd brot á mannréttindum eftir innrásina í Kúvæt 2. ágúst. Meðal þessara brota eru gerræðis- fullar og ólögmætar handtökur að geðþótta; gæsluvarðhald þúsunda manna, óbreyttra borgara og her- manna, án dómsuppkvaðningar; víðtækar og útbreiddar pyntingar á þessu fólki í gæsluvarðhaldi; upp- taka dauðarefsingar án dóms og laga og aftökur á hundruðum óvopnaðra borgara, þeirra á meðal barna. Að auki er ekki kunnugt um örlög hundruða borgara í Kúvæt, sem hafa algerlega „týnst“ í gæslu- varðhaldi, en óttast er að margir þeirra séu látnir. Fram að þessu er talið að 300.000 Kúvætar hafi flúið land sitt. Einnig hafa flúið nokkur hundruð þúsunda erlendra ríkis- borgara, sem voru við störf í Kú- væt. Fráságnir þeirra af misbeitingu valds, sem þeir hafa ýmist orðið sjónarvottar að eða reynt á sjálfum sér, hafa birst í fjölmiðlum um heim allan. í þessari samantekt er sagt frá nokkrum dæmum um þessa misbeitingu, en hún t'akmarkast þó við þær tegundir brota, sem faila undir starfsvettvang og umboð Amnesty Internationab Amnesty Intemational tekur enga afstöðu til deilunnar við Persa- flóa og umber ekki eða afsakar manndráp og aðra ofbeldisverknaði, sem aðilar deilunnar fremja. Hið eina sem hér skiptir Amnesty Int- ernational máli, og það lætur sig varða, er brot á mannréttindum í þessu sambandi. Þau mannréttinda- brot, sem skýrslur em til um frá 2. ágúst, eru í einu og öllu í full- komnu samræmi við þau svívirði- legu brot á almennum mannréttind- um, sem vitað er með vissu, að hafa verið framin í írak sjálfu í mörg undanfarin ár. Þau brot eru staðfést í skjölum sem birst hafa í fjölmörgum skýrslum frá Amnesty International. Haldið er áfram að fullkomna hina altæku stefnu ríkis- stjórnarinnar í írak um grimmdar- lega niðurbælingu á öllum frávikum frá opinberri'stefnu innanlands, af hvaða tagi sem er, og það er íraska þjóðin sem áfram er þolandi þessa hrottaskapar. Amnesty Intemation- al hefur hvað eftir annað komið opinberlega á framfæri upplýsíng- um um ástandið innan íraks. Amn- esty Intemational harmar, að allt fram til innrásarinnar í Kúvæt sáu þjóðir heims ekki ástæðu til þess að beita íraksstjórn neinum alvar- legum þrýstingi í því skyni að reyna að binda enda á þessa misbeitingu valds á íröskum almenningi. Hér verða birtir kaflar og endur- sögn úr þessari skýrslu. Pyntingar á börnum og unglingum Fjölmargir aðrir vitnisburðir em í vörslu Amnesty Intemational. Ekki eru nema fáeinir þeirra birtir í þessari skýrslu. Hér fer á eftir útdráttur úr vitnisburði manna, sem haldið var á al-Kadhima-íþróttaleik- vanginum. í eftirfarandi kafla lýsir hann ástandi fólks í varðhaldinu þ. á m. 13 ára drengs: „Einn hermannanna tók okkur inn á skvassvöllinn. Við sáum marga Kúvæta þar á ýmsum aldri, á að giska frá 13 til 45 ára gamla. Sum- ir lágu í öngviti eftir pyndingar. Ég sat við hliðina á þrettán ára gömlum dreng. Húðlitur hans var orðinn blár. Ég spurði hann: „Hvað hefur þú játað á þig?“ Hann svaraði: „Glæpur minn var að hrópa „Allahu Akbar“ [það þýðir: Guð er meiri“] að hveijum einasta kúgara og ég var pyntaður með rafmagni í fjóra daga. Skinnið er allt að flagna af bakinu á mér og.ég get ekki fest blund nema sitjandi." Þama var ungur piltur. Hann gat hvorki stað- ið né haldið á neinu í höndunum af því að húðin á höndum hans og fótum var öll brennd og sprungin og var að rifna og flagna frá. Hann hafði verið kvalinn með eldblossum. Ég sá verra en þetta. Þarna var ungur maður úr andspyrnuhreyfing- unni. Neglur á tám og fingrum höfðu verið dregnar af. Hann var allur blár á hörund eftir misþyrm- ingar með rafstraumi. Hann var orðinn blindur, af því að e.k. vítissóda hafði verið skvett á hann til að auka kvalræði hans og þján- ingar. Varla er hægt að segja að hann hafi verið á lífi lengur. Hann gerði sér ekki grein fyrir þvi hvað var að gerast umhverfis hann. [Hann sagði heimildarmanni nafn sitt og sagði síðan:] „Annastu for- eldra mína, af því að ég er einkason- ur þeirra og þau eiga engan að í veröldinni annan en mig.“ Ég spurði: „Af hveiju gerðirðu þetta?“ Hann svaraði: „Mér er ekkert dýr- mætara en pabbi og mamma... nema landið mitt... Ef Kúvæt þyrstir, þá vökva ég það með blóði mínu.“ Hann fór að syngja: „Ég er Kúvæti" og ég fór að gráta, ekki af hræðslu heldur af öllu þessu . ..“ 38 ára gömul húsfreyja í Kúvæt skýrði Amnesty Intemational frá örlögum 18 ára pilts, sonar ná- granna hennar. Hann var ásakaður um að hafa borið út dreifiblöð. Hún segir: „Sonur nágranna minna [Amn- esty International geymir nöfnin hjá sér] var handtekinn seint í ágúst í al-Surra-hverfínu, þar sem hann átti heima. Þetta var eftir kvöldbæn- ir á föstudegi. Honum var haldið í tíu daga. Móðir hans fór í al-Surra- lögreglustöðina en írakarnir sögðu henni að hann væri ekki þar. Tíu dögum síðar kom hann fram. Hon- um hafði verið haldið í al-Farw- aniyya-lögreglustöðinni. Ég fór yfir til nágrannanna. Pilturinn hafði misst málið. Hann gat ekki gengið lengur með eðlilegum hætti. Hann hafði verið misnotaður kynferðis- lega, nauðgað. Rafmagnsstraumi var hleypt á getnaðarliminn. Raf- magn hafði líka verið sett í eyrun og á varirnar. Hann var látinn hanga á fótunum.“ Nokkur dæmi um nauðganir Frá septemberbyijun hefur þeim skýrslum flölgað verulega, sem Amnesty International berast um að hermenn frá Irak hafi nauðgað kúvæskum konum og öðru arabísku kvenfólki. Skv. heimildum frá egypskum sendiráðsmönnum var þremur egypskum flugfreyjum nauðgað í Hotel Meridien 3. ágúst. Egypsk hjúkrunarkona, sem vann í Múbarak-sjúkrahúsinu fram í fyrstu daga septembermánaðar, hefur skýrt Amnesty Intérnational frá því að hún viti um nokkrar arabískar konur, sem leituðu hjálpar í sjúkra- húsinu eftir að hafa verið nauðgað. Hún hafði sjálf tekið þátt í athugun á rúmlega tvítugri Palestínu-stúlku, og var ekki um neitt að villast. Hún hafði verið tekin með valdi. Hjúkr- EMBARGOED FOR 19 DECEMBER 1990 amnesty international IRAQ/OCCUPIED KUWAIT HUMAN RIGHTS VIOLATIONS SINCE 2 AUGUST DECEMBER 1990 Widespree Iraqi for These ir>c of thousa widesprea of the de hundreds addition, having ef them are have fled foreign n abuses th worldwide abuses, c Amnesty I Amnes the Gulf, violence concerns place in reported known to which hai numerous all forms the peop'. has repei and regri internat: pressure This i Huinan-Bi« 14/16/90; Anyone wí should ci INTERNATIONAL Al INDEX: MDE 14/16/90 DISTR: SC/CO/GR EMBARGOED FOR 19 DECEMBER 1990 Al INDEX: MDE 14/16/90 DISTR: SC/CO/GR IRAQ/ÖCCUPÍED KUWAIT HUMAN RIGHTS VIOLATIONS SINCE 2 AUGUST DECEMBER 1990 Amnesty International International Secretariat 1 Easton Street London WC1X 8DJ United Kingdom unarkonan sagði, að hún hefði farið að vinna í sjúkrahúsinu um miðjan ágúst. Palestínu-stúlkan var þar þá og í móðursýkiskasti. Þær upplýs- ingar fengust um hana, að hermenn hefðu handtekið hana og farið með hana í Hawalli-hverfið, þar sem fimm þeirra nauðguðu henni. Dag- inn áður en hjúkrunarkonan hóf störf á Múbarak-sjúkrahúsinu fékk kúvæsk kona þar hæli. íraskir her- menn höfðu nauðgað-dienni heima hjá henni í al-Salmiyya. Kúvæskur læknir, sem var í þjónustu Rauða hálfmánans, skýrði Amnesty Intern- ational frá því að hann vissi um fimmtán nauðganir í al-Jahra’, fimmtán í al-Rigga, og þijár konur voru teknar með valdi í Fæðingar- heimilinu. Fómarlömbin voru af mörgum þjóðernum. Meðal þeirra voru konur frá arabalöndum. Egypskur læknir, sem vann í al- Sabah-sjúkrahúsinu, sagði Amnesty International þetta: „Ég þekki kúvæska konu í al- Jabiriyya, sem á 19 ára gamla dótt- ur. . . Því miður get ég ekki sagt ykkur nöfn þeirra því að þær eru af mjög þekktri og virtri ætt. Þetta var seinast í ágúst. .. dóttirin fór út til þess að reyna að fínná ein- hvern mat. Þrír óbreyttir hermenn frá írak og einn liðsforingi fóru að^ eltá hana og vildu taka hana nauð- uga. Hún slapp aftur inn í húsið undan þeim. Þeir ruddust inn. Móð- irin kom- að og bað stúlkunni griða. Hún bað þá um að nauðga henni ekki og höfðaði til þess að hún væri aðeins ung mær, hrein mey. Hún bað þá fremur um að nauðga sér, láta sig koma í stað dóttur sinnar. Þeir gerðu það.“ Kúvæsk kona [Amnesty Inter- national gefur nafnið ekki upp], sem flýði ættland sitt 29. nóv., skýrði frá því að íraskir hermenn hefðu hótað að naugða henni og systur hennar, að bróður þeirra ásjáandi. Bróðirinn var blaðamaður, handtek- inn vegna grunsemda um þátttöku í andstöðuaðgerðum. Konan sagði þetta ástæðuna fyrir flótta sínum frá Kúvæt, og hún lýsti í smáatrið- um atburðum, nauðgunum, sem hún þekkti. Meðal þeirra var það, þegar fjórum ungum, kúvæskum systrum var nauðgað fyrir framan föður þeirra um miðjan nóvember í al- Rumaithiyya. Hún hafði sjálf séð kúvæska stúlku sem haldið var al- gerlega klæðlausri í tvær vikur (fram að 29. nóv.) í lögreglustöðinni í Sabah al-Salem. Augljóst var að henni hafði margsinnis verið nauðg- að af íröskum hermönnum í lög- reglustöðinni. Kúvæskur kvensjúkdóma- og fæðingarlæknir, sem vann í Fæðing- • arheimilinu og flýði land um miðjan nóvember, gaf þessa skýrslu um tvö nauðgunarfórnarlömb, sem hann hafði sjálfur rannsakað: „Jórdönsk stúlka. Aldur um 20 ár. Nauðgað af 5 íröskum hermönn- um. Hún skýrði svo frá að henni hefði verið rænt þegar hún fór út til að fínna eitthvað í matinn. Þeir beittu hana valdi, nauðguðu henni og köstuðu síðan frá sér á götuna. Kúvæskur drengir fundu hana á strætinu og komust með hana í sjúkrahúsið. Við rannsókn mína kom í ljós að sköp og leggöng voru þrútin vegna víðtækrar gegnum- þrengingar. Viðkomandi var enn- fremur klóruð, rispuð, særð og mar- in í andliti; á baki og á höndum. Hún var í sefasýkikasti." [11. nóvember]: „Ég var staddur í slysavarðstofu þegar íraskir lög- regluþjónar komu með tvær stúlk- ur. [í ljós kom að þær voru systur.] Önnur var ógefin mey, 22 ára að aldri. Hún sagði mér að þær systur hefðu verið sofandi heima hjá sér klukkan sex að morgni þegar íra- skir hermenn komu og ráku þær upp á loft, þar sem Ijölskyldunni var safnað saman. Síðan var farið með hana niður á neðri hæð. Meðan þar var dvalist nauðgaði hermaður henni nokkrum sinnum í endaþarm- inn. Við rannsókn fann ég fjögurra sentimetra langt sár milli enda- þarmsops og skapa. Ég setti í hana saum með fimm nálsporum. Ég tók einnig eftir marblettum og skrámum á líkama hennar vegna mótspyrnu. Þá sagði hún mér að írakarnir hefðu einnig komið með systur hennar, en það hefði líka verið ráðist á hana. Ég tók systurina því einnig til skoð- unar. Hún var 26 ára, gift. Ég Sá að henni hafði bæði verið nauðgað um leggöng og endaþarm. Hún sagði mér þá að sér hefði verið nauðgað. Eftir valdbeitinguna höfðu hermennirnir stolið því, sem fjöl- skyldan átti af peningum og gulli. Ég hef heyrt margar frásagnir af sams konar dæmum, en konurnar koma ekki í sjúkrahúsin vegna þess- arar smánar og skammar, sem þær hafa orðið fyrir.“ Morð á nýfæddum börnum Að auki eru skýrslur um meira en 300 fyrirbura [börn, sem fæðast fyrir tímann], er dóu, eftir að írask- ir hermenn tóku þá úr hitakössum. Kössunum var síðan stolið. Skýrslur eru til um slíkan dauðdaga ung- barna frá al-Razi-sjúkrahúsinu, al- ’Addan-sjúkrahúsinu og Fæðingar- heimilinu. Þetta segir læknir, sem starfaði hjá Rauða hálfmánanum [sambærileg stofnun við Rauða krossinn meðal kristinna þjóða]: „Fyrirburar í Fæðingarheimilinu dóu, eftir að íraskir hermenn höfðu tekið þá út úr hitakössum. Þetta gerðist í ágúst, skömmu eftir inn- rásina. í Fæðingarheimilinu létust 312 börn með þessum hætti. Sjálfur var ég viðstaddur, þegar 72 þeirra voru grafín samtímis í grafreitnum í al-Rigga.“ Annar læknir, sem vann í al- ’Addan-sjúkrahúsinu, skýrði frá því, að bróðir hans hefði gerzt grafari í sjálfboðaliðavinnu. 36 ungbörn, sem voru drepin með þessum hætti, voru grafín aðeins á einum og sama degi í einum grafreit. Þetta var í ágúst. Við höfum vitnisburð sjónarvotts að slíkum morðum í al-’Addan-sjúkra- húsinu. Fimmtán ára gömul stúlka bar vitni frammi fyrir Mannrétt- indanefnd bandaríska Þjóðþingsins hinn 10. október: „í annarri viku eftir innrás gaf ég mig fram til sjálfboðaliðastarfa við al-’Addan-sjúkrahúsið . . . Ég var yngsti sjálfboðaliðinn. Þarna sá ég íraska hermenn með byssur koma inn í sjúkrahúsið. Þeir fóru inn í herbergi, þar sem 15 nýfædd börn lágu í hitakössum. Þeir tóku ung- börnin upp úr hitakössunum. Þeir fóru burtu með kassana og skildu börnin eftir á köldu gólfinu til að deyja. Þetta var hryllilegt.“ . Kúvæzkur læknir, sem vann við al-Razi-sjúkrahúsið,... nefndi nokkur dæmi. [Hér er eitt þeirra:] „Ég þekki konu, sem hefur lengi verið óbyija. Loks nú á þessu ári eignaðist hún ijórbura, þijú svein- börn og eitt meybarn. Hún ól þau á sjöunda mánuði meðgöngutíma, svo að þau voru sett í hitakassa. Tveimur klukkutímum eftir barns- burðinn, var herini skipað að fara burtu úr sjúkrahúsinu. Næsta dag var hringt þaðan heim til hennar og henni sagt að koma og hirða börnin sín. Hún kvaðst ekki geta séð um þau, þar eð þau þörfnuðust sérstakrar umönnunar og næringar. Þá var sagt í símann: „Eins og þú vilt.“ Konan hraðaði sér til sjúkra- hússins og komst að því, að börnin höfðu verið tekin út úr hitakössun- um. Hún fór með þau heim. Næsta dag dóu þau öll, hvert á fætur öðru.“ Faðir segir sögu af sjö sonum 53 ára gamall flóttamaður frá Kúvæt gaf Amnesty International skýrslu, sem hér er stytt og endur- sögð: Ég átti sjö syni. Hinir elztu fímm voru í kúvæzka hernum og eru horfnir. Yngstu synirnir voru heima, Hassan, 24 ára gamall kenn- ari, og Abdúlla, 18 ára skólanem- andi. Irakar komu fjórum sinnum heim. Þeir voru að leita að mönnum, sem höfðu verið í kúvæzka hernum. Eftir hernámið var Hassan í sjálf- boðaliðavinnu við kaupfélagið í sveitinni, en Abdúila fór til að hjálpa gröfurunum í grafreitnum í al- Rigga. Irakarnir leituðu í öllu húsinu í hvert skipti, sem þeir komu. I fjórða skiptið, 16. sept., handtóku þeir báða piltana. Þeir börðu Hassan með málmstöng í magann, unz hon- um fór að blæða útvortis. Abdúlla hentu þeir til jarðar og tröðkuðu á honum í hermannastígvélunum. Svo fóru þeir með þá. í átta daga og átta nætur vissum við ekkert um þá. Á níunda degi komu þeir með Abdúlla heim. Þetta var kiukkan átta um morguninn, og ég var að ljúka við morgunbænir. Ég heyrði hringingu frá dyrabjöllunni og síðan tvo skothveUj. Ég hljóp niður stig- ann og opnaði útidymar. Ég sá Abdúlla minn liggjandi á jörðinni. Hann var með svart bindi um aug- un. Þeir höfðu skotið hann í höfuð- ið. Hann var dáinn. Við bjuggum* um líkið og fluttum það til greftrun- ar. Þegar við komum aftur heim, gekk Palestínumaður, sem ég þekki ekki, að mér og spurði, hvort ég væri faðir fimm hermanna og nefndi þá alla með nafni. Ég játaði því, og hann sagði: „Varaðu þig. Synirþínir voru í hernum. Þú ættir að fíýja. Annars koma þeir eftir þér.“ Næstu viku var ég í felum, svaf eina nótt á hveijum stað. Svo fannst mér ég verða að fínna síðasta soninn, Hass- an. Ég fór í fímm lögreglustöðvar. Ég var hæddur í orðum. Að lokum frétti ég, að hann væri í Markaz al-Ib’-ad. Hermennirnir þar sögðust geta selt mér hann fyrir sjónvarps- tæki, vídeó-tæki og 500 dínara. Ég útvegaði þetta. Eftir margra klukkustunda bið, var Hassan bor- inn út. Hann getur ekki gengið leng- ur. Mér tókst að koma honum heim til mágs míns í al-Rumaithiyya. Honum hafði verið misþyrmt hroða- lega. Andlitið var stokkbólgið eftir barsmíðar. Ég þorði ekki að fara með hann í neitt sjúkrahús. Ég beið, þangað til mér tókst að taka hann með mér burtu frá ættjörðinni. Reglan um aftökur fyrir framan fjölskylduna „Upp úr miðjum ágúst fórum við að fá 4-5 lík daglega í stöðina okk- ar. Það var meðaltalið, en suma dagana gátu þau orðið 10. Öll líkin voru af karlmönnum á ýmsum aldri. Hinn yngsti hefur verið um 16 ára. 18. ágúst fengum við lík af 12 ára telpu. Margir karlmannanna, sem SJÁ BLS. 27 Áður en írakar brutu andspyrnu Kúvæta á bak aftur mótmæltu kúvæskar konur á götum úti. SUNDURLIÐUN Á PYNTINGAR- AÐFERÐUM Hér fer á eftir flokkun á dæmum um pyntingar og illa með- ferð, sem Amnesty International hafa borist síðan 2. ágúst og fram í desember. Sum þeirra eru studd læknisvottorðum og ljós- myndum. Skýrslur um þetta eru í einu og öllu í fullkomnu sam- ræmi við pyntingaraðferðir og illa meðferð, sem vitað er, að hefur viðgengist í Irak í mörg umliðin ár_[sjá einkum skýrslu Amnesty International í apríl 1985, „Pyntingar í írak 1982— 1984) og ársskýrslur samtakanna]... 1. Fólk er barið alls staðar á líkamanum. Hér er talið með þeg- ar það er slegið með krepptum hnefa, lamið með flötum lófa, barið með karate-höggum og sparkað í það með þungum her- mannaklossum og stígvélum. Einnig er talið með þegar það er barið með áhöldum, en meðal þeirra eru stafir, málmstengur, svipur, stálreipi, kaðlar, vatns- slöngur, gúmmíkylfur og byssu-- skefti, sem notuð eru eins og bar- efli. 2. „Falaqa" er notað um lang- varandi barsmíð á iljar. Stundum er fanginn neyddur tii þess að ganga eða hlaupa á eftir. 3. Gæzlufanginn er hengdur upp á fótunum, eða höndunum, sem hafa þá verið bundnar saman fyrir aftan bak. 4. Fanginn er bundinn við vængi loftræstingarviftu uppi undir lofti, látinn hanga og barinn meðan snældan snýst. 5. Handleggir eru brotnir, fót- leggir og rifbein. Öxl og olnboga kippt úr liði. 6. Fanganum er Iyft hátt á loft og síðan látinn detta. Beinbrot fylgja stundum. 7. Þrýst fast á fíngur með klemmu eða þvingu. 8. Fanginn er skorinn og ristur með hnífum í andliti, á handleggj- um eða fótleggjum. 9. Neglur dregnar af tám og fingrum. 10. Hola boruð í fótlegg með nafri. 11. Tunguskurður og eyrna- skurður (líffærin skorin af í heilu lagi). 12. Augu krækt úr augntóftum. 13. Gelding. 14. Naglar negldir í hendur. 15. Húðstungur með pijónum eða vírhefturum. 16. Kúlu skotið úr byssu af ör- skotsfæri í hand- eða fótlegg; synjað um læknishjálp. 17. Konum (hreinar meyjar með- taldar) nauðgað; svo og drengjum og piltum. 18. Flöskuhálsum, stundum stút- brotum, stungið inn í endaþarm. 19. Snæri vafið um reðurinn og síðan hert fast að. 20. Lofti dælt um pípu inn og upp um endaþarm. Þetta er eink- um gert við unga drengi. 21. Rafstraumi hleypt á við- kvæma líkamshluta. Meðal þeirra eru eyru, varir, tunga, fíngur, tær og æxlunarfæri. Stundum er fanginn bleyttur með vatni áður en rafstraumi er hleypt á. Ymis rafmagnstæki eru notuð. Meðal þeirra eru rafmagnsstafir og stautar, svo og rafmagnsvírar með klemmum, (líkjast rafmagn- sköplum sem notaðir eru til að endurhlaða rafhlöður í bílum, en heldur minni). 22. Ýmsir staðir á líkamanum eru brenndir svo sem kynfærin. Ýmis heimilistæki eru oft notuð til þess, oft straujárn. Stundum er notast við opinn eld, loga eða blossa. 23. Drepið er í vindlingum í aug- um fanga (augnalokinu lyft áður) eða á öðrum stöðum líkamans. Nefna má getnaðarfæri karla og fæðingarveg kvenna, geirvörtur, bringur og hendur. 24. Heitu og köldu vatni er au- sið til skiptis yfír fangann. 25. Fanginn er Iokaður inn í mjög köldu herbergi (loftkældu) í nokkrar klukkustundir en síðan er hann skyndilega settur í heitt herbergi. 26. Einhveiju sýruefni er skvett á húðina. 27. Brennandi eða tærandi efn- um (vítissóda) er skvett í augu. Fanginn verður blindur. 28. Andlitshárum (einkum skegghár) er kippt burtu með flísatöngum, klípitöngum og litl- um naglbít. 29. Blýþungum hlutum hlaðið ofan á fanga. 30. Hrækt upp í munn fanga. 31. Fangar látnir stikna naktir í sólskini klukkustundum saman án þess að fá vatn. 32. Aftökuleikur eða gerviaf- taka. Meðai aðferða skulu þessar nefndar: Höfði fanga er haldið niðri í vatni uns honum liggur við drukknum; hermt .er eftir form- legri aftöku frammi fyrir aftöku- sveit með byssur; byssu er haldið að höfði fangans eða byssuhlaupi stungið í munn honum og tekið í gikkinn að lokum. 33. Gæslufanginn er neyddur til þess að horfa á aðra pínda eða hlusta á kvalaöskur þeirra. 34. Skyldmenni fangans eru kvalin eða þeim nauðgað í návist hans eða hennar. Þeim er líka oft hótað að slíkt verði gert. 35. Gæslufanganum er hótað með pyndingum (t.d. að vera bundinn í rafmagnsstólinn, „al- Kursi al-Rajjaj“) eða með dauða (t.d. með því að honum verði stungið ofan í sýrukerald). 36. Læknishjálp bönnuð. 37. Svipting svefns, matar, vatns og fersks lofts. Ekki leyft að fara á salerni eða þvo sér. 38. Fanginn er niðurlægður með klámyrðum og smánaður með ærumeiðingum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.