Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 1
104 SIÐUR B/C
10. tbl. 79. árg.________________ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991__________PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS
Sovéskir fallhlífahermenn leggja undir sig fleiri mikilvægar stjórnstöðvar í Vilnius:
Jeltsín Rússlandsforseti for-
dæmir ofbeldi Moskvuvaldsins
Vilnius, Moskvu, Varsjá. Reuter.
LEIÐTOGAR Sovétlýðveldisins Rússlands fordæmdu í gær ofbeldisað-
gerðir fallhlífasveita Rauða hersins í Litháen og lýsti forsætisnefnd
þingsins, sem kölluð var saman til skyndifundar, yfir „þungum áhyggj-
um“ vegna ástandsins. Þess var krafist að Míkhaíl S. Gorbatsjov
Sovétleiðtogi og sljórn hans tækju tafarlaust upp samningaviðræður
við litháísk stjórnvöld, að sögn talsmanns Borísar Jeltsíns forseta.
Þingleiðtogar í Eistlandi og Lettlandi ítrekuðu fyrri yfirlýsingar um
að Eystrasaltsríkin þrjú myndu sem fyrr standa saman í sjálfstæðis-
baráttunni. Fyrirhugað var að Æðsta ráðið, þing Sovétríkjanna, ræddi
aðgerðir Rauða hersins í Litháen á fundi sínum síðdegis í gær að
kröfu þingmanna frá Úkraínu og fleiri lýðveldum.
„Beiting herliðs gegn friðsömum
íbúum Eystrasaltsríkjanna er óaf-
sakanlegt athæfi," sagði Jelstín
Rússlandsforseti. „Þetta getur
hrundið af stað auknu ofbeldi þar
og á fleiri svæðum, orðið hvati mik-
illa innanlandsátaka.“ Sambands-
ráðið, þar sem seturétt eiga æðstu
menn allra lýðvelda Sovétríkjanna,
kom saman í gær og samþykkti
ályktun þar sem segir að leysa skuli
deiluna vegna Litháens með póli-
tískum aðgerðum. Ekki var nánar
útskýrt hvað átt væri við með þeim
orðum.
Aðfaranótt laugardags lagði
Sovétherliðið ,í Litháen undir sig
fleiri mikilvægar byggingar í höfuð-
borginni Vilnius. Eitt af húsum
ráðuneytis varnarmála var tekið
með áhlaupi, dyrnar sprengdar í
loft upp með dínamíti. Daginn áður
höfðu aðalstöðvar ráðuneytisins ver-
ið herteknar og slösuðust nokkrir í
átökunum. Hermenn, studdir 20
brynvörðum bílum, tóku höfuðstöðv-
ar sérþjálfaðra lögreglumanna
skammt utan við borgina um þijú-
leytið að staðartíma aðfaranótt
laugardags. 40 mönnum tókst að
flýja út um glugga en öll samskipti
við stöðvarnar voru rofin. Síðar var
ein af deildum lögregluskóla lands-
ins hertekin en áður tókst Litháum
að koma nokkrum tugum riffla og
nokkru af skotfærum undan. For-
maður landvarnaráðs þingsins,
Zignas Baisvila, sagði að Sovéther-
liðinu hefði með aðgerðunum tekist
að útiloka alla möguleika á vopn-
aðri andspyrnu. Stjórnvöld i Vilnius
dreifðu gasgrímum til sjálfboðaliða
á föstudag og létu reisa vegatálma
á nokkrum götum.
Pólska þingið lýsti miklum
áhyggjum vegna þróunar mála í
Litháen, sagði valdbeitinguna veiq'a
ótta vegna „skuggalegra minninga"
og hvatti til friðsamlegrar lausnar.
Litháíska fréttastofan ELTA hafði
eftir útvarpi landsmanna að Sovét-
herlið með brynvarin farartæki,
líklega frá Kaliningrad, hefði komið
sér fyrir við landamæri Litháens og
Póllands, einnig hefðu verið settir
upp vegatálmar.
1 yfirlýsingu lettneskra þingleið-
toga var Sovétstjórnin sökuð um að
efna til „ógnarstjórnar hersins“ í
Litháen. Aðgerðirnar hefðu verið
vandlega undirbúnar til að hægt
yrði að „kæfa með ruddalegu of-
beldi anda frelsis og lýðræðis sem
alltaf hefur valdið skelfingu í röðum
kommúnistaflokksins dg meðal
ráðamanna í forystu hersins og her-
gagnaiðnaðinum. Aðgerðunum i Lit-
háen er ekki eingöngu beint gegn
íbúum Eystrasaltsríkjanna heldur
einnig öllum þeim sem trúa á endur-
reisn þjóða Sovétríkjanna." Eist-
lendingar sögðu að veijast yrði
árásum „heimsvaldaaflanna" er
reyndu að notfæra sér ringulreið
sem þau hefðu sjálf staðið að. Þetta
tækist aðeins með því að Eystra-
saltsþjóðirnar stæðu saman og
héldu fast við kröfur um friðsamlega
lausn á vandanum.
Heimildarmenn í Eystrasaltsríkj-
unum og vestrænir stjórnmála-
skýrendur segja ljóst að Moskvu-
stjórnin reyni að notfæra sér að
athygli umheimsins beinist nú að
Persaflóadeilunni. Ónefndur banda-
rískur embættismaður sagði að
margir óttuðust að Gorbatsjov gerði
sér ekki grein fyrir því hve mjög
valdbeiting í Eystrasaltsríkjunum
gæti skaðað samskipti risaveldanna,
þótt hendur vestrænna leiðtoga
væru bundnar um stundarsakir
vegna mikilvægs stuðnings Sovét-
manna við stefnuna í Kúveitmálinu.
Reuter
Þátttakendur í aðgerðum Samtaka lettneskra kvenna í Ríga með spjöld þar sem mótmælt er auknum
liðsflutningum sovéskra fallhlífahermanna til Eystrasaltsríkjanna. Sovétherliðið er sagt eiga að leita
uppi unga menn er neita að gegna herskyldu í Rauða hernum en vera þess á einnig að halda aftur
af sjálfstæðissinnum sem eru í miklum meirihluta meðal íbúanna og halda um stjórnartaumana.
Líkur taldar á eftirgjöf
frá Saddam á lokastundu
Jemenar skora á Iraka að draga innrásarher sinn frá Kúveit
Washington. Kairo. London. Reuter.
HATTSETTIR bandarískir embættismenn sögðust í gær allt eins
eiga von á því að Saddam Hussein Iraksforseti myndi gefa eftir á
elleftu stundu og ákveða að draga innrásarlið sitt frá Kúveit áður
en hinn alþjóðlegi herafli á Persaflóasvæðinu legði til atlögu gegn
Iraksher. Þeir sögðu fyrri dæmi sýna að sú eðlishvöt Saddams að
sleppa lifandi væri sterkari þeim að verða píslarvottur. í gær kom
Javier Perez de Cuellar framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna til
Bagdad og hóf viðræður við íraska ráðamenn en litið er á för hans
sem lokatilraun til þess að afstýra styrjöld við Persaflóa.
Stjórnmálaskýrendur sögðu í
gær að atlaga gegn Irökum yrði
ekki dregin á langinn hefðu þeir
ekki hafið brottflutning herliðsins
frá Kúveit í síðasta lagi nk. þriðju-
.dag. Bandarískir embættismenn
sögðu að yrði engin breyting á af-
stöðu íraka myndi alþjóðaherinn
láta fljótt til skarar skríða gegn
þeim. Douglas Hurd utanríkisráð-
herra Breta sagði að Irakar yrðu
knúnir með hervaldi frá Kúveit eft-
ir 15. janúar og ekki yrði beðið lengi
með aðgerðir. James Baker utan-
ríkisráðherra Bandaríkjanna sagði
í gær að Saddam „færi fram af
hengifluginu" á miðnætti nk.
þriðjudagskvöld, eftir það ætti hann
ekki undankomu auðið.
Sérfræðingar í hernaði sögðu
flest benda til að fyrstu aðgerðir
alþjóðlegu hersveitanna myndu fel-
ast í því að gerð yrði árás á hernað-
arlega mikilvæg skotmörk í írak
með stýriflaugum sem skjóta mætti
með mikilli nákvæmni úr mörg
hundruð kílómetra fjarlægð og loft-
árásum torséðra sprengjuflugvéla.
Jemenar hafa verið i hópi örfárra
arabaþjóða sem stutt hafa Iraka en
í gær skoruðu þarlend stjórnvöld á
Saddam að draga innrásarherinn
frá Kúveit. Þá var Muammar Gadd-
afi Líbýuleiðtogi, dyggur banda-
maður Saddams, sagður hafa snúið
sér í gær til ítala og Frakka og
lýst óvenjumiklum áhyggjum sínum
og beðið þá að óska eftir tafarlaus-
um fundi í Öryggisráði Sameinuðu
þjóðanna, sem öll Miðjarðarhafsríki
og ríki Miðausturlanda sætu, til
þess að reyna að afstýra styijöld.
Saddam kvaddi byltingarráð sitt til
fundar í Bagdad í gærmorgun
skömmu fyrir ráðgerðan fund hans
með Javier Perez de Cuellar en
engar fregnir höfðu borist þaðan
þegar blaðið fór í prentun í gær.
Enskir og velskir sjó-
menn hundsa veiðibann
Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins.
SJÓMENN á Englandi og í Wales hafa samþykkt að hundsa
ákvörðun sjávarútvegsráðherra Evrópubandalagsins um átta
daga mánaðarlegt veiðibann á ýsu og þorski í Norðursjó.
Sjómennirnir segja að sam- stærri möskva en hingað til og
þykkt ráðherranna sé vitlaus og
þegnarnir eigi ekki önnur úrræði
gagnvart vitlausum ákvörðunum
en að hundsa þær. Sjómennirnir
hyggjast hins vegar taka upp
segja að slíkt sé mun vænlegra
til árangurs. Bijóti sjómenn i
bága við samþykkt ráðherranna
eiga þeir yfir höfði sér háar fjár-
sektir.