Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 12
Sh
Í-!‘M HAUMAl .gí HJOAaUWMIia QIOiLiaMJQHOM
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991
4
rSTAKKASKIPTI A SIGIUFIRÐIi
Gagnrýnum sðl-
unn hnrðlega
Ríkið vnr trygg-
ur vinnuveitnndi
- segja Runólfur Birg-
isson og Sigurður Hilm-
orsson, sem buðuí
Þormóð ramma ósamt
hópi Siglfirðinga
„KAUPIN á hlutafé ríkisins í Þor-
móði ramma eru eitt mál og sam-
eining Drafnars hf. og Egilssíldar
hf. í þetta fyrirtæki er annað
mál. Við höfum sérstaklega gagn-
rýnt sameininguna. Við teljum að
þessar eignir séu verulega of-
metnar við sameininguna í saman-
burði við matið á Þormóði ramma.
Við gagnrýnum líka harðlega
vinnubrögðin við söluna," segja
Runólfur Birgisson, skrifstofu-
stjóri Þormóðs ramma, og Sigurð-
ur Hilmarsson, eigandi Siglufjarð-
arleiða, en þeir hafa verið i for-
svari fyrir samstarfshóp Siglfirð-
inga sem gerðu tilboð í fyrirtækið
en urðu að láta í minni pokann
fyrir Drafnari og Egilssíld. Lögðu
þeir fram lista með nöfnum 175
Siglfirðinga og segja næsta víst
að þeim hefði tekist að safna
umtalsverðum hlutafjárloforðum
ef ráðherra hefði sýnt tilboði
þeirra áhuga.
Ef reikningar til söludags eru lagð-
ir fram hljóta þeir að sýna að
staðan er önnur en hún var um
mitt ár eins og miðað var við í söl-
unni. Matið á eigin fé fyrirtækjanna
getur ekki verið rétt. Á Siglufirði
ganga eignir á hálfu brunabótamati
og það er réttara að miða við það,“
sagði Runólfur.
Þeir hafa gagnrýnt söluaðferðir
ráðherra harðlega eins og fram hefur
komið í fréttum. „Vinnubrögðin eru
forkastanleg. Drafnar og Egilssíld
lögðu áreiðanlega aldrei fram tilboð
á undan okkur. Það er mjög einkenni-
legt að þeirra tilboð skuli vera nán-
ast eftirlíking af okkar tilboði. Við
fengum aldrei að sitja við sama borð
og þeir gagnvart ráðherra. Okkur
var aðeins sagt að skila inn tilboði
með örskömmum fyrirvara en var
ekki boðið upp á að sýna tryggingar
og svo var ekkert talað við okkur
Sameiningin er stórpólitískt mál.
Sigurður Hilmarsson og Runólfur Birgisson.
meira,“ segir Sigurður. „Ráðherra
ber það mikið fyrir sig að Drafnar
og Egilssíld hafi haft baktryggingu
Jökla hf., dótturfyrirtækis Sölumið-
stöðvar hraðfrystihúsanna. Það væri
fróðlegt að fá svör SH við því hvort
Jöklar hefðu viljað veita okkur slíka
tryggingu,“ segja þeir og benda á
að Róbert Guðfinnsson, fram-
kvæmdastjóri Þormóðs ramma og
annar eigandi Egilssíldar, er stjóm-
armaður í Jöklum.
Þeir segja að sú ofuráhersla sem
kaupendur ög ráðherra hafa lagt á
að ganga frá sölunni í desember sé
einkennileg. „Af hveiju var ekki beð-
ið til áramóta og reikninga fyrir árið
allt. Það hlýtur að vera óeðlilegt
þegar um svona stórar tölur er að
ræða að fá ekki nýtt uppgjör. Ætla
kaupendumir kannski að nýta tapið
á Þormóði ramma sem em engir
smáaurar, uppsafnað og frádráttar-
bært, eða 611 milljónir?" spyija þeir.
„Þetta er stórpólitískt mál. Það
er ljóst að hluti bæjarstjómar og
bæjarstjóri standa á bak við Drafnar
og Egilssíld. F-listinn sem er í meiri-
hluta _er studdur af Alþýðubandalag-
inu. Ólafur Marteinsson er fulltrúi
hans. Róbert Guðfinnsson er stuðn-
ingsmaður, nýráðinn bæjarstjóri er
5. maður á listanum. Óttar Proppé
stjórnarformaður er alþýðubanda-
lagsmaður, Svanfríður Jónasdóttir
sem einnig _ annaðist söluna ásamt
Óttari og Ólafí Ragnari er einnig
alþýðubandalagsmaður. Formaður
verkalýðsfélagsins er stuðningsmað-
ur listans. Og svo mætti áfram telja.
Þessi sala hefur verið undirbúin Iengi
og er stórpólitísk," segir Runólfur
en þess má geta að hann hefur einn-
ig haft afskipti af bæjarpólitíkinni
og er varafulltrúi Sjálfstæðisflokks-
ins í bæjarstjórn.
„Það eina sem við fengum í hend-
ur þegar við undirbjuggum okkar
tilboð var fimm mánaða uppgjör og
að sjálfsögðu buðum við í fyrirtækið
á grundvelli þess. Við töldum okkur
vera að vinna samkvæmt yfirlýsing-
um ráðherra og samþykktum bæjar-
stjómarinnar og stóðum heiðarlega
að þessu að öllu leyti. Við töldum
að það ætti að efla fyrirtækið meðal
Siglfirðinga en ekki koma því í hend-
ur tveggja fjölskyldna."
Þeir segja einnig að fróðlegt væri
að fá úr því skorið hvort Ólafur
Nílsson, endurskoðandi, sem ráð-
herra kallað til, hafi borið tilboðin
saman og gert samanburð á stöðu
fyrirtækjanna. „Þessi sameining er
eingöngu til góða fyrir smáfyrirtæk-
in tvö. Þormóður rammi þarf ekkert
á þeim að halda. Drafnar og Eg-
ilssíld eru með rekstur sem kemur
Þormóði ramma Iítið við.
„Allir sem skrifuðu undir okkar
lista þegar við gerðum tilboðið voru
tilbúnir til að kaupa hlut í Þormóði
ramma eins og hann var fyrir sam-
einingu. Nú er hlutafjárútboð að fara
af stað. Það eru verulega minni líkur
á að þeir geti selt þetta sameinaða
fyrirtæki en hlutafé í Þormóði ramma
eins og hann var,“ segir Runólfur.
- segir Hafþór Rós-
mundsson, formaður
verkalýðsfélagsins Vöku
„VIÐ mótmæltum sölunni af þeirri
ástæðu einni að við kærðum okkur
ekki um að ríkið seldi sinn hlut.
Við töldum okkur vera með trygg-
an atvinnurekanda. Horfur eru
nokkuð góðar i sjávarútvegi og
ríkið hefði því hugsanlega geta
hagnast á fyrirtækinu á næst-
unni,“ segir Hafþór Rósmundsson,
formaður verkalýðsfélagsins
Vöku á Siglufirði.
Við erum ennþá svekktir eftir
reynsluna af því þegar Albert
Guðmundsson þáverandi íjár-
málaráðherra seldi lagmetisiðjuna
Siglósíld. Fjárhagslega veikir ein-
staklingar eiga ekki sömu möguleika
á að halda rekstri gangandi þegar
tímabundnir erfiðleikar steðja að eins
og vinnuveitandi á borð við ríkið,“
sagði Hafþór. Hann segir að gjald-
þrot Sigló hafi komið illilega niður á
bæjarfélaginu og verkafólki. „Við
óttumst að sama sagan geti endur-
tekið sig við sölu Þormóðs ramrna,"
sagði Hafþór.
I ályktun stjórnar Vöku 16. des-
ember sl. þar sem sölunni á Þormóði
ramma var mótmælt var bent á að
50-60% alls verkafólks á Siglufirði
starfaði hjá fyrirtækinu. „Meirihluta-
eign fjárhagslegra veikra aðila að
fyrirtækinu getur stefnt atvinnu-
öryggi alls þessa fólks í voða og jafn-
vel ógnað tilveru byggðarlagsins,"
sagði í ályktuninni.
— Á ríkið þá að standa undir at-
vinnulífinu út á landsbyggðinni?
„Nei, ekki endilega en við sjáum
ekkert athugavert við að ríkið eigi
atvinnufyrirtæki, sérstaklega út á
landsbyggðinni til að tryggja at-
vinnugrundvöllinn."
— Var ekki reynslan af Þormóði
ramma samt sú að fyrirtækið safn-
aði gríðarmiklum skuldum?
„Jú, en tilfellið er að ef Þormóður
rammi hefði verið stofnaður sem
hlutafélag í eigu einstaklinga væri
hann löngu kominn á hausinn og þá
væru Siglfirðingar flestir farnir á
brott. Það fylgir þessu fyrirtæki mik-
il óhappasaga frá upphafi. Það var
stofnað félag um reksturinn og veitt
ákveðnu fjármagni í fyrirtækið. Voru
það stórhuga menn sem ákváðu að
byggja eitt alstærsta frystihús í Evr-
ópu með allt að 150 tonna afkasta-
getu á dag. Frystiklefinn kostaði
miklu meira en nam öllu hlutafé fyr-
irtækisins og fyrir vikið var ekki
gert neitt meira í frystihúsmálum í
tíu ár eða fram yfir 1980. Steinkum-
baldinn, 10-12 metra hár, stóð sem
minnismerki og hefur aldrei komist
allur í notkun.
Svo náðust samningar við íslenska
skipasmíðastöð og var ákveðið að
smíða fyrsta skuttogarann á íslandi,
Stálvíkina, en hún var ekki frágeng-
in þegar hún var afhent, og fór ekki
að ganga fyrr en að tveimur árum
liðnum. Þar tala ég af reynslu, því
ég var stýrimaður á skipinu í fjögur
ár. Sömu raunasögu má segja af
hinu skipi fyrirtækisins, Sigluvíkinni,
sem var einn af fimm togurum sem
ákveðið var að láta smíða á Spáni.
Fjórir þeirra voru smíðaðir í stórri
skipasmíðastöð en sá fimmti var sett-
ur í einhverskonar atvinnubótaverk-
efni i lítilli skipasmíðastöð — það var
togari Þormóðs ramma. Endaði mál-
ið þannig að togarinn var hirtur hálf-
kláraður úr skipasmíðastöðinni og
tók svipaðan tíma að gera skipið
fullklárt hér heima eins og Stálvík-
ina. Þetta gerði fyrirtækinu mjög
erfitt fyrir í byijun og reksturinn
gekk illa. Þetta er hörmungarsaga
sem hefur háð fyrirtækinu fram á
þennan dag þótt rekstur þess hafi
snúist til hins betra á síðari árum
með tilliti til þess að aflinn hefur
verið unnin hér að nær öllu Ieyti,“
sagði Hafþór.
Hann kvaðst efast um að Siglfirð-
ingar gætu tekið stóran þátt í þeirri
hlutafjáraukningu sem nú stendur
fyrir dyrum, þrátt fyrir vilja margra
til þess. „Það er ekkert lausafé hér
á flakki. Verkalýðsfélagið er ekki í
stakk búið til að leggja háar upphæð-
ir í þetta, bæjarfélagið ekki heldur,“
sagði hann. Verkalýðsfélagið á lítinn
hlut í fyrirtækinu og getur því fylgst
með gangi þess.
Fulltrúar Vöku sátu ekki hluthafa-
Höf um tryggt kaup-
endur aö hlutafénu
— segir Ólafur Marteinsson, framkvæmdastjóri
Drafnars hf. og Þormóðs rgmma hf.
„ÞAÐ verða engar breytingar á rekstri Drafnars hf. við sameining-
una. Við höfum unnið um 1.000 tonn af rækju á ári og reiknum með
að framleiðslan verði svipuð,“ segir Ólafur Marteinsson, framkvæmda-
stjóri Drafnars hf. Rækjuverksmiðjan er í eigu feðganna Marteins
Haraldssonar og Ólafs, Rúnars og Haraldar Marteinssona. Marteinn
hefur stundað saltfiskvinnslu á Siglufirði í tuttugu ár en Ólafur hefur
verið framkvæmdastjóri fyrirtækisins síðustu árin eftir að rækju-
vinnsla hófst þar. Fyrirtækið hefur nýlega skipt um nafn, hét áður
Hafnarfell. Við sameininguna í Þormóði ramma hf. um áramótin tekur
Marteinn sæti í stjórn Þormóðs ramma en Ólafur verður framkvæmda-
stjóri við hlið Róberts Guðfinnsonar. Rúnar og Haraldur starfa báðir
hjá Drafnari.
Fjárfesting til framtíðar.
Eigendur Drafnars hf., feðgamir Haraldur, Ólafur og Rúnar Marteinssynir,ásamt Marteini Haraldssyni.
Olafur sagði að hugmyndin að
kaupunum á hlut ríkisins í
Þormóði ramma hefði kvikn-
að í haust þegar fjármálaráðherra
var á Siglufirði vegna sölunnar á
Sigló til Ingimundar hf. í Reykjavík.
Þá lýsti hann yfir möguleika 'a að
selja heimaaðilum Þormóð ramma.
„Við fréttum að nokkur fyrirtæki
utan Siglufjarðar væru að kanna
möguleika á að kaupa,“ sagði Ólaf-
ur. Vildi hann ekki nafngreina þá
en þar mun hafa verið um að ræða
útgerðaraðila á Akureyri og Suður-
nesjum. „Sennilega hefur það ráðið
mestu um að ríkið fór að íhuga sölu
á fyrirtækinu," sagði hann.
Kaupverðið á hlut ríkissjóðs í Þor-
móði ramma var rúmar 87 milljónir.
Drafnar keypti 65% en hlutur Egils-
sfldar er 35%. Fjárhagsmat fyrir-
tækjanna hefur verið harðlega gagn-
rýnt en Ólafur svarar því til að Drafn-
ar sé steVkt fyrirtæki og velti 160
milljónum á ári. „Það er búið að
skoða þetta mál frá öllum hliðum.
Ríkið fékk óháða endurskoðendur til
að fara ofaní saumana á ijárhags-
stöðu fyrirtækjanna og þess má geta
að Þormóður rammi hefur nýverið
farið í gegnum Skuldbreytingu hjá
Islandsbanka en hann er viðskipta-
banki allra þessara fyrirtækja og
bankinn hefði aldrei liðið það að sam-
einingin hefði á einhvern hátt veikt
stöðu Þormóðs ramma," sagði Ólaf-
ur.
„Nú er unnið að því að bjóða út
hlutafé á Siglufirði til að styrkja fyr-
irtækið og gefa fleirum kost á að
taka þátt í þessum rekstri. í fram-
haldi af því ætlum við að gefa okkur
tíma til að keyra fyrirtækin saman
og bjóða því næst út meira hlutafé.
Við verðum því orðnir minnihlutaeig-
endur að fyrirtækinu eftir eitt eða
tvö ár,“ sagði hann.
„Ef ríkið hefði haldið hlut sínum
í Þormóði ramma hefði áreiðanlega
aldrei komið til greina að það setti
meira fé í fyrirtækið til að styrkja
eiginijárstöðu þess. Skip fyrirtækis-
ins eru að verða tuttugu ára og þar
þarf að endurnýja. Eina leiðin til að
efla útgerðarþáttinn er að koma
rekstrinum í betra horf á tveimur
árum og bjóða síðan út nýtt hlutafé
með það fyrir augum að endumýja
skipastólinn. Fljótlega ætlum við líka
að kaupa bát sem getur stundað línu-
veiðar á haustmánuðum og rækju í
annan tíma,“ sagði Ólafur.
Að sögn Ólafs eru nettóskuldir
Þormóðs ramma í dag um 600 millj-
ónir. „Nettóskuldir Drafnars og Eg-
ilssíldar eru engar í dag. En þau
velta sameiginlega á þriðja hundrað
milljónum árlega á sama tíma og
velta Þormóðs ramma er 800 milljón-
ir. Afkoma Drafnars og Egilssíldar
hefur verið góð,“ sagði hann.
Ólafur segir að sú pólitík sem
hlaupið hafi í málið vegna sölunnar
og valdið miklu moldviðri sé þeim
með öllu óviðkomandi. „Við erum að