Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 13

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 13
h MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANUAR 1991 13 Óttast að sagan endurtaki sig. Hafþór Rósmundsson formaður Vöku. fund Þormóðs ramma á dögunum þegar gengið var frá sameiningu fyrirtækjanna þriggja en þá var hlutafé fyrirtækisins fært niður úr 407 milljónum í 120 milljónir. „Ég fór ekki á fundinn. Mér var sagt að honum yrði frestað þar sem stjórnar- menn fyrirtækisins hefðu ekki kom- ist til Sigluijarðar en fundurinn var engu að síður haldinn," svarar Haf- þór. Hann segist ekki vilja kveða upp dóm um eignamat við söluna á Þor- móði ramma. „Maður verður að treysta þeim óháðu _ sérfræðingum sem voru kallaðir tii. Ég hef ekki séð kaupsamninginn og þekki ekki nægi- lega þau skilyrði sem eiga að tryggja að rekstrarformið haldist óbreytt. Það má hins vegar spyrja hvers virði slík skilyrði eru, því við höfum reynslu af þvi við söluna á Sigló að eigendur þess voru skuldbundnir til að halda gaffalbitaframleiðslunni áfram. Það hélt ekki betur en svo að eigendurnir seldu vinnslulínuna til Hornaijarðar. Ahyggjur verkalýðsfélagsins bein- ast fyrst og fremst að afleiðingum þess ef rekstur Þormóðs ramma gengur illa. „Ef kvótinn verður skert- ur, verðfall verður á erlendum mörk- uðum eða aðrir erfiðieikar koma upp þá gætu eigendurnir neyðst til að láta skipin selja afia erlendis til að afla sér rekstrarfjár eða selja annan togarann með tilheyrandi kvóta. Við löbbum þá ekki til fjármálaráðherra og biðjum ríkið að taka við.“ reyna að stunda viðskipti og atvinnu- rekstur. Það er enginn í þessum hópi kaupenda sem tengist Alþýðubanda- laginu í dag. Þótt Róbert hafí á árum áður verið þar félagi þá sagði hann sig úr flokknum fyrir tíu árum,“ sagði Ólafur en hann er bæjarfulltrúi F-listans sem er sameinað framboð vinstri manna á Siglfufirði og mynd- aði meirihluta með Alþýðuflokknum í vor. Ólafur segir að ófriðinn á Siglu- firði vegna kaupanna á Þormóði ramma megi að mestu rekja til þess að bæjarbúar hafi vart kynnst öðru en ríkisreknum atvinnufyrirtækjum. „Hér hafa menn ekki staðið í beinum rekstri heldur reynt að hafa áhrif í gegnum pólitík." En hefur hann trú á að takist að selja hlutaféð sem verið er að bjóða út á Siglufirði? „Já. Við bjóðum það með forkaupsrétti á Siglufirði í ákveðinn tíma en við erum búnir að tryggja sölu þeirra. Við stukkum ekkert út í þetta óundirbúið heldur tryggðum söluna áður en við gerðum tilboðin í Þormóð ramma. Það eru ákveðnir einstaklingar og fyrirtæki sem hafa gefið loforð um að kaupa það hlutafé sem Siglfirðingar nýta ekki kauprétt á,“ sagði Olafur en vildi ekki nafngreina þessa aðila. „Við sjáum ákveðna möguleika í þessu fyrirtæki. Þetta er fjárfesting til framtíðar. Margir höfðu metið Þormóð ramma einskis virði, þ. á m. Runólfur Birgisson og félagar, því hann sagði að ríkið þyrfti Órugglega að borga með fyrirtækinu ef ætti að selja það.“ HELGARFERÐIR I JANUAR FEBRUAR OG MARS Skemmtiskrepp um helgi, kostar ekki mikið... ...með Flugleiðum. NEWYORK BALTIMORE WASHINGTOA GLASGOW mm OSLO • • KAIPMANMHOFN HELSIJVKI STOKKHOLMUR AMSTEPAM PARIS LUXEMBURG FRAMFURT ...væri ekki gaman? FLUGLEIÐIR Þegar ferðalögin liggja I loftinu Söluskrifstofur Flugleiða: Allar nánari upplysingar færðu á söluskrifstofum Flugleiða, hjá umboðsmönnum og ferðaskrifstofum ■ ■ • • ; O’ VMvATAVj '• * s? ** í * /•-' .4 $ -•. > «j « -■ •••i ••• S ^ ... : n smuiiiftii i'

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.