Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 16

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 HEIMSENDISGLERKULURNAR FRA HAITIOG eftir Harald Sigurósson jarðfræðing ÞAÐ var um áramótin 1986 að Jim Zachos, jarðfræði- stúdent við Rhode Island-háíkóla í Bandaríkjunum, var sendur af stað til hitabeltiseyjarinnar Haiti í Karíbahafi. Erindi hans var að safna grjóti úr jarðlög- um þeim, sem marka skiptin frá krítartíma til tertíer- tíma, en þessi merku tímamót urðu fyrir 65 milljón árum. Það hefur lengi verið vitað, að miklar hamfar- ir áttu sér stað á þessum tíma, annaðhvort stórfeng- leg eldgos eða árekstur loftsteins og jarðar, og leiddu þau ragnarök til tortímingar helmings af öllum lífteg- undum jarðarinnar, bæði í sjó og á landi. Jim Zachos hafði í huga að safna skeljum af götungum, bæði fyrir ofan og neðan krítar/ tertíertímamörkin (stytt hér sem KT), en götungar eru örsmáir einfrumungar sem lifa í sjó. Með efnagreiningu á súrefnis- og kola- isótópum í götungunum hugðist hann ákvarða breyt- ingar í sjávarhita og loftslagsbreytingar, sem gætu hafa átt sér stað á KT og varpað þannig ljósi á orsak- ir tortímingarinnar miklu. Jim var spenntur að kom- ast í hitabeltissólina, en gekk ferðin vel á allan hátt og safnaði hann miklu gijóti. Þegar heim kom hó- fust rannsóknir hans á grjótinu, sem innihélt mikið af götungum, en þeir reyndust allir ummyndaðir af kristöllum, og því ónýtir til efnagreiningar. Þetta voru auðvitað mikil vonbrigði fyrir Jim, sem gafst upp á Haitigijótinu sem verkefni í doktorsritgerð, raðaði því niður í skúffur í Rhode Island-háskóla, sneri sér að öðrum verkefnum og kemur ekki meir hér við sögu. í ágúst síðastliðnum byrjaði ég svo að róta í gijótskúffunni og rakst á glerkúlur, sem eru efni þessa pistils, og hafa fært sönnur á orsakir eyð- ingarinnar miklu. Mynd af glerkúlu sem Haraldur hefur rannsakað. Hvíta strikið er 0,1 mm. Loftsteinn rekst á jörðina.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.