Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 17

Morgunblaðið - 13.01.1991, Page 17
MftPQHN A7 ar tvímælalaust ríkjum í dýraríki jarðar, en sá mikli flokkur gjöreyddist og spendýrin, forfeður okkar, erfðu ríkið. Ekki voru áhrifin aðeins á landi heldur einnig á sjó, og dóu til dæmis margar tegundir af svifi út. Arið 1956 stakk jarðfræðingurinn M.W. de Laubenfels upp á að risastór ioftsteinn hefði grandað risa- eðlunum, en sú uppástunga var byggð á fáum rökum og engum gögnum, og týndist fljótt á hillum háskólabókasafnanna eins og margar aðrar góðar hugmyndir fyrr og síðar. Iridíum og Alvarez-kenningin Árið 1980 uppgötvaði bandaríski eðlisfræð- ingurinn Louis Alvarez og félagar hans að frumefnið iridíum (Ir) finnst í óvenju ríkum mæli í seti á KT-tímamörkum. Iridíum er málmur sem er náskyldur platínu, en miklu sjaldgæfari, og er að jafnaði varla mælanleg- ur í jarðmyndunum. Hins vegar fínnst iridíum hlutfallslega í miklum mæli í loftsteinum og öðrum efnum úti í geimnum. Það vakti því mikla undrun þegar Alvarez og félagar til- kynntu að þeir hefðu fundið mikið iridíum í seti frá KT-tímamörkum víðs vegar um jörðu. Alvarez var virtur vísindamaður sem hafði hlotið Nóbelsverðlaun í efnafræði, og vó því þungt á metunum þegar hann setti fram kenn- ingu sína um tortímingu lífvera á jörðinni vegna árekstrar risastórs loftsteins við jörðu. Aðal uppistaðan í kenningunni var hið mikla iridíum sem þeir félagar fundu í u.þ.b. 2 sm þykka leirlaginu sem finnst allstaðar í seti á mörkum krítar- og tertíertíma. Heildarmagn iridíum í laginu samsvarar því magni sem borist gæti til jarðar með 10 km loftsteini. Árið 1984 fundust svo kvartskristallar í leir- laginu frá KT-tíma- mótum, og þar sem kristallarnir höfðu brotfleti sem venju- lega myndast ein- göngu við mikinn þrýsting, þá þótti þessi fundur frekar styrkja loftsteins- kenninguna, en sumir eldgosamenn mölduðu í móinn og héldu því stíft fram að slíkir brotfletir í kvartsi gætu líka myndast við sprengigos. Eldgosakenn- ingin Loftsteinskenn- ing Alvarez varð strax umdeild, og fljótlega kom önnur á móti: eldgosa- kenningin. Þar sem iridíum getur einnig verið nokkuð mikið í ryki frá sumum eldfjöll- um, og vitað er að stórkostlegir hraunstraum- ar flæddu yfir Indland einmitt á KT-tímamót- unum, þá var stungið uppá því að náttúruham- farirnar sem urðu risaeðlunum og öðru lífríki að aldurtila ættu rætur að rekja til eldgosa. Blágrýtishraunin á Indlandi nefnast Deccan Traps, og hefur verið áætlað að hraunmyndun- in þar hafí verið meiri en sjö Skaftáreldar á hveiju ári í hundrað þúsund ár. Stór eldgos geta haft djúp áhrif á loftslag og oft og tíðum fylgir þeim kuldakast, sem getur varað í tvö til þijú ár. Rannsóknir síð- ustu ára hafa sýnt fram á, að reyndar er það ekki eldfjallaaskan sem veldur kólnun, heldur brennisteinsgas sem eldfjallið dælir út í svo- kölluð heiðhvolf, í allt að 20 til 45 km hæð. Brennisteinsgasið breytist í örsmáa dropa af brennisteinssýru í heiðhvolfum og myndast þá þunnt lag eða úði af sýru umhverfis jörð- ina. Þessi úði hefur þá eiginleika að endur- kasta sólargeislum og getur því dregið úr sólarhita niðri á yfirborði jarðar, og þar af leiðandi kólnað. Þá hafa aðrir eldfjallavinir stungið upp á því, að það hafi ekki verið kuldi af völdum brennisteins sem drap risaeðlurnar, heldur hafi þær og annað lífríki á KT-tímamótum dáið út vegna ofsahita, sem orsakaðist af miklu magni af kolsýru frá stórgosum. Kolsýra frá hraunflóðinu mikla á Indlandi fyrir 65 milljón árum mundi hafa borist út í andrúmsloftið og gæti hafa valdið gróðurhúsa- áhrifum. Deilan milli stuðningsmanna loftsteinskenn- ingarinnar og eldgosakenningarinnar hélt áfram, en ekki virtist sjáanleg endanleg lausn á málinu þar sem leirlagið var svo ummyndað að ómögulegt var að skera úr um, hvort það hefði upprunalega verið myndað af eldfjalla- ösku eða loftsteinsösku. Þegar smáir jafnt sem stórir loftsteinar falla til jarðar, þá er fallhrað- inn svo mikill, að jarðlög í gígnum bráðna og kastast síðan bráðin hátt upp í andrúmsloftið sem logandi heitt regn, sem snöggkælist í glerdropa og falla þeir svo til jarðar. Slíkir dropar geta verið allt frá broti úr millimetra upp í nokkra cm í þvermál. Flestir voru von- litlir um að nokkurn tíma fyndist gler í KT-Iag- inu, þar sem svo gamalt gler er óþekkt á jörðu, Risaeðlurnar urðu útdauðar. en gler er fremur óvaranlegt efni, veðrast fljótt og verður að leir í jarðlögum. Vitnisburður glersins frá Haiti Snúum nú aftur til Karíbahafsins og lítum á gijótið sem Jim Zachos safnaði á suðvestur- hluta Haiti. Lagið á Haiti er óvenjulega þykkt, eða 50 cm, aðallega úr kalksteini og leir. Þegar við leystum upp kalkið í saltsýru, þá kom í ljós að í laginu var mikið af svörtum sandi, sem var greinilega glerkenndur og leit út eins og vikur við fyrstu sýn. Eg varð því strax spenntur og grunaði að hér gæti e.t.v. verið vitneskja um stórkpstleg eldgos á KT- tímamótum, en sem eldfjallafræðingur var ég óneitanlega dálítið hlutdrægur í deilunni um orsakir tortímingarinnar, einkum þar sem ég hef undanfarið kannað töluvert umhverfis- áhrif eldgosa á jörðinni almennt. Glerkornin eru hnöttótt, einn til sex millimetrar í þver- mál, svört, glansandi en dálítið óregluleg á yfirborði. Við nánari athugun kom í ljós, að öll glerkornin höfðu verið umlukin skel, sem var gerð úr leirtegund sem heitir smektít, sem myndast þegar gler breytist af völdum veð- runar. Upphaflega höfðu því kornin verið hnöttóttar kúlur, alveg sléttar, en með tíman- um höfðu þær veðrast að utan, þar til aðeins var eftir óveðraður glerkjarni i miðjunni, eins og rauða í eggi. Glersandurinn leit því nú ekki beint út sem vikur lengur. Þegar við grúskuðum frekar í sandinum, þá kom í ljós, að auk svarta glersins var líka fyrir hendi gult gler, sem var mjög sjaldgæft. Næst gerðum við efnagreiningar á glerinu sem sýndu að svarta og gula glerið var mjög ólíkt. Það svarta hefur sömu efnasamsetningu og jarðskorpa meginlandanna, eða eins og granítberg, en gula glerið hafði sérstaklega mikið af kalsíum, eða um 30% CaO, og var engíbjarðnesku bergi líkt. Auk þess kom í ljós, að þessar tvær glertegundir höfðu blandast saman, og í smásjá litu þau korn út eins og marmari, með'rákir og bylgjur af gulu gleri inní því svarta. Þótt svarta glerið hefði svip- aða e£iigsamsetningu og sumt gosberg (and- esít), þá var ekki nokkur leið að finna gos- berg á jörðu líkt gula glerinu að samsetningu. Einnig voru glerkúlurnar gjörólíkar vikri í formi, en eins og allir íslendingar vita, þá eru Loftsteinagígar í Ástralíu og Kanada. vikunnolar, smáir og stórir, ávallt mjög óregl- ulegir í laginu og mynda aldrei sléttar og fín- ar glerkúlur. Nú fór okkur því að gruna að glerið væri frekar afleiðing loftsteinshraps en eldgosa. Það hefur lengi verið kunnugt að árekstrar smærri loftsteina á jörðina hafa brætt jarð- skorpu og dreift yfir umhverfið glerdropum sem kallast tektít og hafa sömu efnasamsetn- ingu og jarðskorpan í grennd við gíginn. Tekt- ít er dregið af gríska orðinu tektos, sem þýð- ir bráðnun, og á jörðinni hafa áður fundist fjögur tektítlög í sétmyndunum. Hið yngsta er um 0,7 milljón ára og myndar dreif sem finnst aðallega í Ástralíu og Ásíu, en er senni- lega frá óuppgötvuðum loftsteinsgíg einhvers staðar í Ástralíu. Víða í setlögum í Atlants- hafi finnst milljón ára gömul tektít dreif, og einnig á Fílabeinsströnd í Afríku, en hún er rakin til Bosumtwi-loftsteinsgígsins í Ghana. í 14,8 milljón ára gömlu seti í Tékkóslóvakíu og víðar í Evrópu finnst tektítgler sem er komið frá Ries-loftsteinsgígnum í Þýskalandi. Að lokum er 35 milljón ára gamalt tektítlag eða dreif að finna í seti í Norður-Ameríku, en upprunastaður þess er enn ófundinn. Gier- ið frá Haiti, sem við höfðum í höndunum, virt- ist vel geta verið fyrsta vitneskjan um fimmta tektítlagið á jörðu, það elsta (65 milljón ára) og það langstærsta. Hvernig getum við skýrt hina óvenjulegu samsetningu gula glersins? Eftir nokkrar vangaveltur varð mér Ijóst að hægt var að búa til mjög venjulega og algenga bergtegund úr gula glerinu með því að bæta við einu efni: kolsýru eða C02 og með því búa til kalkríkt sjávarset eða marl, sem er eitt algengasta setið á landgrunninu umhverfis meginlönd jarðar. Við hinn háa hita sem loftsteinsfallið veldur, rýkur öll kolsýran út í andrúmsloftið og eftir verður kalsíumrík bráð, sem slettist út í geiminn og myndar gulu glerkúlurnar. Undir kalkríka leirsteininum var granítjarð- skorpa sem einnig bráðnaði, slettist út í geim- inn og myndaði svarta glerið. Ekki virðist vera um aðra skýringu að ræða á uppruna glersins í Haiti, og má nú telja fullvíst að leir- lagið á KT-tímamótum sé myndað við loft- steinsfall á jörðina, en veðrun á laginu síðast- liðin 65 milljón ár hefur gereytt glerinu nær alls staðar í leir, nema á Haiti. Menn spyija nú: hvers vegna varðveittist glerið á Haiti? Það er líklegast að varðveislan sé tengd stærð glerkúlnanna, en á Haiti eru þær nægilega stórar til þess að veðrun utan frá hefur aðeins náð að ummynda glerið um það bil þriðjung af leiðinni inn í miðju kúlnanna. Annars stað- ar á jörðinni, þar sem leirlagið hefur verið kannað, finnast í því aðeins smærri leirkúlur, sem nú má telja víst að séu ummyndaðar gler- kúlur. Eins og minnst var á, þá er þykkt lags- ins á Haiti 50 cm, en aðeins 1 til 2 cm ann- ars staðar, svo sem í Nýju Mexíkó, Kóloradó í Bandaríkjunum, í Stevns Klint í Danmörku, á Nýja Sjálandi o.s.frv. Bæði stærð kúlnanna og þykkt lagsins benda því til að Haiti sé mun nær loftsteinsgígnum en aðrir fundarstaðir leirlagsins á KT-tímamótum. Fyrir nokkrum árum fannst 35 km loft- steinsgígur undir bænum Manson í Iowa-fylki í Bandaríkjunum, og hefur hann verið aldurs- greindur 65 milljón ára. Einnig er athugavert að jarðlagaskipan við gíginn er sú sama sem við spáum samkvæmt glerinu frá Haiti: granít- skorpa undir, og kalkríkt sjávarset ofan á. Vandinn er sá, að Manson-gígurinn er senni- lega of lítill til að skýra útbreiðslu leirlagsins - og aðra þætti í sambandi við KT-mörkin. í ár fannst svo 180 km loftsteinsgígur á Yucat- án-skaga í Mexíkó, einnig frá KT-mörkum, og er þar viðeigandi jarðlagaskipan, með an- desítbergi og öðru meginlandsskoipubergi undir, en ofaná eru kalkrík sjávarsetlög. Þessi gígur er tiltölulega nálægt Haiti, og er af þeirri stærðargráðu sem búast má við þegar tekið er tillit til leirlagsins, iridíummagnsins og hinna ýmsu þátta KT-tímamóta. Enn hefur þessi loftsteinsgígur ekki verið kannaður, enda að mestu grafinn undir-yngri setlögum. Til að framleiða leirlagið úr svörtum gler- kúlunum sem dreift er um allan heim, þarf að minnsta kosti 1.000 knr' af bergi megin- landsjarðskorpu’ og til að framleiða gula gler- ið þarf meira en 25 km* af kalkríku sjávar- seti. Það magn af kolsýru (CO.,) sem leysist úr læðingi frá sjávarsetinu við foftsteinsfallið og rýkur út í andnimsloftið er um 10.000.000.000 tonn, eða um helmingi meira en öll sú kolsýra sem fer út í andrúmsloftið á ári af manna völdum, þ.e. frá iðnaði, bílum, kola- og olíubrennslu o.s.fn'. Þetta er há tala, en er hún nógu há til að geta skýrt tortím- ingu á lifverum á KT-tímamótunum af völdum gróðurhúsaáhrifa? Sennilega ekki, en kolsýran hefur þó sjálfsagt hjálpað til á sinn hátt.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.