Morgunblaðið - 13.01.1991, Síða 18
18
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
Dreifing á loftsteinagígum og svæðum þar sem loftsteinar hafa fallið.
Hver er þá skýringin á tortímingunni
miklu?
Ekki hefur enn fengist nein góð skýring á
tortímingunni miklu á KT-tímamótunum, en
sennilega hefur hún orsakast af mörgum þátt-
um, sem allir eru tengdir loftsteinsfallinu á
einhvern hátt. Eitt algengasta efnið í and-
rúmslofti jarðar er köfnunarefni: N,. Þegar
risastór loftsteinn fellur til jat'ðar, veldur hit-
inn og þrýstingsbreytingin snöggum efna-
breytingum í andrúmslofti og er ein sú, að
köfnunarefni sameinast súrefni og myndar
N02 sem sameinast síðan vatnsgufu í loftinu
og rnyndar sterka saltpéturssýru. Af þessu
verður svo sýruregn til jarðar, með sýrustigi
(pH) um 0 til 1,5. Vegna þess hvað mikið er
af köfnunarefni í andrúmsloftinu, er magnið
og áhrifin af þessu sýruregni alveg óhugnan-
leg, en ein afleiðingin er lækkun á sýrustigi
sjávar, og það mikið, að kalkið í skeljum sjáv-
ardýra leysist upp, dýrin deyja út og kolsýra
rýkur úr sjónum uppí andrúmsloftið. Þar sem
saltpéturssýran er svo auðveldlega uppleysan-
leg, er nær engin von um að finna merki um
hana nú í leirlaginu eða öðru seti frá KT-tíma-
mörkum, og er því hætt við, að þessi kenning
um sýrurigninguna, sem er tvímælalaust sú
sterkasta, verði aldrei fullkomlega sönnuð.
Þegar loftsteinn sprengir-stóran gíg í yfir-
borð jarðar kastast upp þúsundir af rúmkíló-
metrum af bergi, bæði bræddu og óbræddu,
og mikið af því er fínt eins og ryk. Það berst
því hátt í loft og vefst um jörðina eins og
þunn slæða, tugi km fyrir ofan yfirborð jarð-
ar. Mikið af rykinu fellur fljótt til jarðar, en
töluvert af því fínkornaða helst á lofti nægi-
lega lengi til að endurkasta sólargeislum út í
geim og valda ískulda og myrkri á jörðu í
vikur, mánuði eða jafnvel ár, með alvarlegum
afleiðingum. í leirlaginu frá KT-tímamótum
hefur einnig fundist töluvert magn af sóti, sem
hefur verið tengt miklum skógareldum á jörð-
inni í kjölfar loftsteinsfaiisins. Einnig má nefna
loftslagsáhrif frá kolsýru og brennisteini í
andrúmslofti, og er því af nógu að taka þegar
skýra þarf útrýminguna.
Loftsteinar framtíðarinnar
Loftsteinn eða smáhnöttur getur náð hraða
sem nemur 20 til 30 km á sekúndu og rekst
því á jörðina með hraða sem samsvarar meira
en 72.000 km á klukkustund. Orkan sem leys-
ist úr læðingi við áreksturinn er í beinu hlut-
falli við efnismagn smáhnattarins, en orka við
árekstur loftsteins sem er 10 km í þvermál
er 108 megatonn eða jafnt og sprenging með
100.000 milijörðum tonna af dýnamíti. Orkan
fer aðallega í þrennt: að grafa gíg, sem getur
verið um 100 km í þvermál og tugir km á
dýpt, að bræða jarðskorpuna í gígnum og að
þeyta henni bráðinni út í geiminn. Hiti sem
myndast við áreksturinn er áætlaður 2.000
til 10.000°C, en til samanburðar er venjulegt
glóandi íslenskt hraun um 1.200°C.
Steinar sem falla til jarðar hafa löngum
vakið furðu og mikið umtal, eins og áritunin
á loftsteininum sem féll hinn sjöunda nóvem-
ber árið 1492 nálægt Ensishem í Þýskalandi
lýsir vel, en hann er nú geymdur í kirkju þorps-
ins. Á steininn er letrað: „De hoc multi muita,
omnes aliquid, nemo satis“ sem þýðir: „Um
þennan stein hafa márgir sagt mikið, allir
eitthvað, en enginn nóg.“ Þrátt fyrir það, þá
hefur loftsteinum verið lítið sinnt í jarðvísind-
um, og allt fram á síðasta áratug voru árekstr-
ar risaloftsteina við jörðina ekki teknir til
greina sem mikilvægur þáttur í landmótun,
náttúruhamförum eða umhverfísbreytingum.
Jarðfræðingar voru jarðbundnir í fyllstu merk-
ingu, og þegar stungið var upp á því á nítj-
ándu öld, að gígarnir á tunglinu væru mynd-
aðir af loftsteinaárekstrum, þá var hugmynd-
inni vísað frá með þeim „rökum“ að slíkt
gæti ekki átt sér stað, þar sem engir loftstei-
nagígar fyndust á jörðinni. Annars er eðlilegt
að samlíkingin við tunglið hafi ruglað menn.
Eins og sjá má í venjulegum sjónauka, er
yfirborð mánans eins og illa bólugrafinn ungl-
ingur, þakið gígum af öllum stærðum. Nú er
vel kunnugt að allir tunglgígarnir eru mynd-
aðir af loftsteinaskothríðinni sem tunglið hef-
ur orðið fyrir síðastliðin 3.700 miiljón ár, en
hin einstaka varðveisla gíganna er eingöngu
vegna þess að á tunglinu er hvorki vatn né
vindar, og þar af leiðandi ekkert rof. Á yfir-
borði jarðar væri sjálfsagt samskonar tungl-
landslag ef ekki gætti hér eyðingarafla vatns
og vinda, og hinnar stöðugu hreyfingar jarð-
skorpunnar vegna áhrifa innri krafta í'djúpum
jarðar. Hér hafa því allir stórgígarnir þurrk-
ast út, og aðeins varðveist um eitt hundrað
þekktir gígar.
Tíðni loftsteina sem fallatil jarðar („stjömu-
hröp“) er í öfugu hlutfalli við stærð stein-
anna: litlir steinar faila daglega til jarðar ein-
hvers staðar á hnettinum, en stórir steinar á
margra milljón ára fresti.
Þeir eru reyndar engin smá-
stykki, nokkrir kílómetrar í
þvermál og má kalla þá smá-
hnetti (asteroids). Nú er vit-
að um meira en 80 smá-
hnetti á ferli í geimnum, sem
eru á brautum sem skera eða
fara nærri sporbraut jarðar.
Þar af fundust 42 á síðustu
tíu árum og má telja víst að
margir nýir verði uppgötvað-
ir á næstunni, en alls er gert
ráð fyrir að 1.080 smáhnett-
ir séu á ferli nærri braut
jarðarinnar. En það er fleira
en smáhnettir sem ógnar
jörðinni. Halastjörnur eru
algengar í geimnum, en þær
eru ekki gerðar úr gijóti og
bergi eins og smáhnettimir,
heldur líkari drullugum ísk-
úlum eða risastórum snjó-
boltum. Talið er að árekstur
jarðar við 10 km smáhnött
eða kómetu geti gérst einu
sinni á hundrað milljón ára fresti, en smáhnött-
ur af þessari stærð getur myndað 150 km víð-
an gíg. Enn smærri hnettir eru auðvitað miklu
algengari, og myndast t.d. 10 km gígar ein-
hvers staðar á jörðinni á aðeins eitt hundrað
þúsund ára fresti að meðaltali. Við eigum því
von á alvarlegum árekstmm í framtíðinni.
Bandarískir verkfræðingar og vísindamenn
hafa þegar gert áætlanir um hvernig afstýra
megi slíkum ragnarökum með því að fylgjast
með brautum halastjarna og smáhnatta, og
hafa stungið upp á aðferðum til að koma slík-
um óvelkomnum gestum á aðra og hættulausa
braut áður en þeir ná til jarðar með því að
senda á móti þeim kjarnorkuvopnuð geimför.
Sjá einnig vísindapistil Sverris Ólafssonar c/o.
Haraldur Sigurðsson jarðfræðingur er
prófessor við Rhode Island-háskólann í
Bandaríkjunum. Hann hefur víða komið við
sögu á merkilegum tímamótum í rannsókn-
um á ýmsum stöðum á jörðinni, m.a. Krak-
atá í Indónesíu, Kamerún í Afríku, Pom-
peii á Ítalíu en á öllum þessum stöðum
hafa niðurstöður Haraldar leitt til nýrrar
sýnar og kenningar hans hafa umbylt fyrri
niðurstöðum og leyst úr aldagömlum spum-
ingum.
II f * i f®
nurpotnr
ÞVOTTAVEL
Model 9535, — 4.1 kg.
Tveir vinduhraöar, 500 og
1000 snúningar á mínútu 20
þvottakerfi, t.d. sparkerfi —
hraðkerfi — ullarkerfi o.s.frv.
Tromla úr ryðfriu stáli. Heitt
og kalt vatn. Hæð 85 cm -
breidd 59,5 cm - dýpt 56,3 cm.
Verð kr. 65.313.- stgr.
ÞVOTTAVEL
Model 9525- 4.1 kg.
Vinduhraðar, 500 og 800 snún-
ingarámínútu 20 þvottakerfi.
Tromla úr ryðfrlu stáli. Hæð
85 cm - breidd 59,5 cm - dýpt
56,3 cm.
Verð kr. 55.196.- stgr.
KÆLI- OG FRYSTISKÁPAR
Model 8326
232 lltra, hæð 134,9 - breidd 55
cm - dýpt 60 cm. Verð 51.267,-
Model 8342
288 lltra, hæð 159,0 - breidd 55 cm
- dýpt 60 cm.
Verð kr. 54.626.- stgr.
UPPÞVOTTAVEL
Model 7822
12 manna matarstell, 3 þvotta-
kerfi, hæð 85 cm - breidd 60
cm - dýpt 60 cm.
Verð kr. 56.772.- stgr.
UPPÞVOTTAVEL
(SLIM LINE)
Model 7800
7 manna matarstell, 3 þvotta-
kerfi. Hæð 85 cm - breidd 45
cm - dýpt 60 cm.
Verð kr. 56.772.- stgr,
LOKSINS AFTUR Á ÍSLANDI
Nú hefur Hekla hafið sölu á hinum heimsþekktu -Hotpoint heimilistækjum.
Ensk afburða tæki á góðu verði.
Okkar viðurkennda varahluta- og viðgerðaþjónusta.
HEKLAHF
iLaugavegi 170 -174 Simi 695500