Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 19

Morgunblaðið - 13.01.1991, Qupperneq 19
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 19 Grænhöfðaeyjar: Missa marx- istar völdin? Praia, Grænhöfðaeyjum. Reuter. KJÓSENDUR á Grænhöfðaeyj- um ganga að kjörborði á sunnu- dag og kjósa til þings en kosning- arnar koma til með að marka upphafið að endalokum 15 ára alræðis marxista á eyjunum. Að sögn erlendra stjórnarerind- reka er talið að nýstofnaður flokkur stjórnarandstæðinga, Lýðræðis- hreyfingin (MPD), hafi góða mögu- leika á að fara með sigur af hólmi í þingkosningunum og ennfremur í forsetakosningunum sem ráðgerðar eru 17. febrúar. Frá því Grænhöfðaeyjar öðluðust sjálfstæði frá Portúgal 1975 hefur flokkur marxista farið með völd á eyjunum. í öndverðu boðaði flokk- urinn hreinan marxisma én hefur smám saman fjarlægst upphaflega stefnu sína og er núverandi stefna flokksins meira í ætt við jafnaðar- mennsku. Erlendir stjórnarerindrekar full- yrða að mikill stuðningur sé við breytingar, einkum meðal yngra fólks og muni MPD njóta þess í kosningunum að helmingur hinna 350.000 eyjaskeggja eru undir 30 ára aldri. Flugfarþeg- um bættar yfirbókanir Brussel. Frá Kristófer M. Kristinssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. Samgönguráðherrar Evrópu- bandalagsins (EB) samþykktu ný- lega reglur um bótaskyldu flugfé- laga gagnvart farþegum sem hafa bókaða miða en komast ekki með vegna yfirbókana. Farþeganum verður i sjálfsvald sett hvort hann fær miðann endurgreiddan eða tekur næstu vél eftir eigin hent- ugleikum. Samkvæmtreglunum eiga farþeg- ar sem skildir eru eftir vegna þess að flugfélagið hefur yfirbókað í til- tekna ferð rétt á að velja á milli þess hvort þeir fá miðann endur- greiddan án áfalla á staðnum, taka næstu vél sem býðst á áfangastaðinn eða fara ferðina við næsta hentug- leika. Auk þessa er flugfélaginu skylt að greiða farþeganum bætur án til- lits til framhaldsins. Vegna flugs sem er innan við 3.500 kílómetrar ber að greiða farþeganum 11.000 krónur en vegna ferða sem eru lengri en þetta 22.000 krónur auk þess sem flugfélaginu er gert að greiða síma- kostnað, mat og gistingu ef þörf krefur. Geti flugfélagið boðið ferð innan tveggja stunda á skemmri leið- um og fjögurra á lengri leiðum lækka bætur til farþega um helming. tJTSALA SR 8900 FUMAI ferSatœki (m.geislaspilara) 19.440,- CD 4904 FUNAI geislaspilari 13.515,- Öll verð miðast við staðgreiðslu HEINIIUSTÆKJADEILÚ FALKANS Suðurlandsbraut 8 - sími 84670 & i éfí- cz & 4. HOOVER ryksuga 10.730r <3 d / Alpha I 6RUNDIG rakvél 3.100r MO 6T FUNAI örbylgjuofn 19.990r RE 5515 m QQá% EMERSON klukkuútvarp I. jfjrU, VCR 7700FUNA! video 29.999,- U 5096 Lokaé mánudag! Útsalan hefst þridjudag (Nýtt greiðslukortatimabil) ■ V 3 Kringlunni 8-12 ** V/ W SJ • sími 689150

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.