Morgunblaðið - 13.01.1991, Side 29
MÖRGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991
29
ATVINNUA UGL YSINGAR
Óskum að ráða
rafvirkja eða
rafvélavirkja
með full réttindi og starfsreynslu.
Voltihf.,
Vatnagörðum 10, Reykjavík, sími 685855.
Framkvæmdastjóri
Sinfóníuhljómsveit æskunnar óskar eftir
framkvæmdastjóra. Umsækjandi þarf að
geta hafið störf strax. Góð enskukunnátta
nauðsynleg og skipulagshæfileikar.
Nánari upplýsingar veitir Hulda Birna í síma
672035 milli kl. 11.00 og 12.00.
Umsóknir sendist til auglýsingadeildar Mbl.
fyrir 19. janúar, merktar: „SÆ - 91 “.
Meðeigandi/
samstarfsaðili
óskast
Þarf að geta séð um sölu og dreifingu.
Um er að ræða lítið fyrirtæki í matvælafram-
leiðslu með mikla framtíðarmöguleika.
Svar óskast sent á auglýsingadeild Mbl.
merkt: „KB - 12583“ fyrir 21. janúar.
Menntaskólinn á
Akureyri
Vegna forfalla vantar dönskukennara að skól-
anum á vorönn sem hefst í febrúar.
Gott húsnæði í boði.
Upplýsingar gefur skólameistari í síma
96-25660.
Skólameistari.
Hjúkrunarfræðingar
Heilsugæslu A-Hún., Skagaströnd, vantar
hjúkrunarfræðing nú þegar eða eftir sam-
komulagi.
Upplýsingar veitir hjúkrunarforstjóri Heilsu-
gæslustöðvarinnar, Blönduósi, vs. 95-24206,
hs. 95-24237.
Starfsfólk óskast
Verslunarstörf
Óskum eftir að ráða starfsfólk til afgreiðslu
og sölustarfa í verslun okkar. Um er að ræða
■ hlutastörf (20-50%) sem að mestu eru unnin
fimmtudaga til laugardaga. Áhugasamir vin-
samlegast komi í verslunina mánudaginn 14.
janúar kl. 11-16.
Verslunin Metro í Mjódd.
Tölvunarfræðingur
Hugbúnaðarfyrirtæki í Reykjavík óskar eftir
tölvunarfræðingi rtil starfa. Meginstarfsvið
er þjónusta við notendur á netum, bæði et-
her/token ring-net, s.s. Lan server- og Nov-
ell-netstýrikerfi. Þekking á tölvusamskiptum
nauðsynleg.
Umsóknir berist auglýsingadeild Mbl. merkt-
ar: „Tölvunarfæðingur - 1991".
Byggingafyrirtæki
Vantar menn í byggingavinnu.
Verkstjóri: Þarf að geta unnið sjálfstætt.
Einnig vantar smiði og byggingaverkamenn.
Upplýsingar um aldur, fyrri störf og launa-
kröfur leggist inn á auglýsingadeld Mbl.
merktar: „FL - 12586“ fyrir 23. jánúar nk.
Fjármálastjóri
til starfa hjá öflugu iðnfyrirtæki á Akureyri.
Starfið: Rekstrar- og greiðsluáætlanir, yfir-
umsjón með fjármagnsstreymi og bókhaldi.
Samningagerð við innlenda og erlenda við-
skiptamenn.
Fjármálastjórinn þarf að hafa háskóla-
menntun á viðskiptasviði, góða starfsreynslu
úr hliðstæðu starfi, vera framsækinn og
metnaðarfullur. Hann þarf að geta unnið
sjálfstætt og vera góður stjórnandi.
í boði er krefjandi framtíðarstarf hjá traustu
fyrirtæki. Starfið er laust eftir nánara sam-
komulagi.
Nánari upplýsingar veitir Holger Torp á
skrifstofu FRUM hf., mánudag - miðvikudag
kl. 10.30-12.00 og 14.00-16.00.
Skriflegum umsóknum skal skilað fyrir 18.
janúar.
Starfsmannastjómun ■■■'■■■■
Ráðningaþjónusta
Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Símar 681888 og 681837
Ræsting
Stórt framleiðslufyrirtæki í borginni vill ráða
röskan starfskraft til að vinna við ræstingar
(skrifstofa/vinnusalur). Unnið er alla daga
vikunnar nema laugardaga. Vinna hefst kl.
16.00 á virkum dögum, en á sunnudögum
samkvæmt samkomulagi. Um er að ræða
3ja klst. vinnu á hverjum degi. Góð laun eru
í boði.
Umsóknir, merktar: „Ræsting - 6810“,
sendist auglýsingadeild Mbl., fyrir hádegi
miðvikudag.
Yfirmatreiðslumaður
Yfirframreiðslumaður
Góður matsölustaður í borginni vill ráða í
ofangreindar stöður. Leitað er að metnaðar-
fullum og hugmyndaríkum einstaklingum,
sem vilja takast á við krefjandi og spennandi
störf.
Allar nánari upplýsingar fást í trúnaði á skrif-
stofu okkar.
Gudnt Tónsson
RÁÐC JÖF & RÁÐN I N CARLJÓ N L1STA
TIARNARGÖTU 14, 101 REYKIAVÍK, SÍMI62 13 22
Undirfataverslun
í miðbænum óskar eftir starfskrafti strax til
framtíðarstarfa. Æskilegur aldur 35-55 ár.
Reyklaus vinnustaður.
Umsóknir með upplýsingum um aldur og
fyrri störf sendist auglýsingadeild Mbl. fyrir
17. janúar merktar: „ZX - 7802“.
atlantis
NORSK STIFTELSE FOR UNGDOMSUTVEKSUNG
„Au pair“
vistaskipti - tungumálanám
í Bandaríkjunum - Bretlandi -
Þýskalandi - Frakklandi
Ef þú ert á aldrinum 18-25 ára, með bílpróf,
reykir ekki og hefur reynslu af börnum - þá
býðst þér lærdómsrík og lögleg dvöl sem „au
pair“ á vegum viðurkenndra samtaka í hverju
landi. Hafðu samband núna, eða geymdu
auglýsinguna, því brottför er í hverjum mán-
uði.
Upplýsingar í síma 91-642458 milli kl. 15.00
og 20.00 alla daga.
Goða hf. vantar nú þegar afgreiðslumann til
starfa við móttöku, afgreiðslu og birgða-
skráningu á frostlager.
Einnig eru tvö störf laus við pökkun, verð-
merkingu og pylsugerð.
Áhersla er lögð á nákvæmni í störfum og
góð samskipti við annað starfsfólk.
Umsóknum skal skila til Starfsmannaþjón-
ustu Sambandsins, Sambandshúsinu, Kirkju-
sandi, fyrir fimmtudaginn 17. janúar.
Útgáfustjóri óskast
Við auglýsum eftir útgáfustjóra. Jafnframt
því að veita hljómplötuútgáfu forstöðu felur
starfið í sér samskipti við innkaupadeild fyrir
erlent efni auk ýmissa starfa við markaðs-
og fjölmiðlamál. Leitað er eftir hugmyndarík-
um aðila, sem hefur áhuga á tónlist og mark-
aðsmálum. Við bjóðum góða starfsaðstöðu
og nútímaleg vinnubrögð hjá ört vaxandi og
leiðandi fyrirtæki á sviði tónlistar og mynd-
banda.
Umsóknir er greini aldur, menntun, meðmæl-
endur og fyrri störf skilist á skrifstofu félags-
ins fyrir fimmtudaginn 17. janúar nk.
S • K • I • F • A • N
Skeifunni 17,
Reykjavík.
SVÆÐISSTJÓRN MÁLEFNA FATLAÐRA
Ausíurlandi
Nýtt starf
Svæðisstjórn málefna fatlaðra á Austurlandi
óskar eftir að ráða nú þegar eða eftir sam-
komulagi sérmenntaðan starfsmann í fullt
starf. Starfið felur í sér:
★ Uppbyggingu og framkvæmd á atvinnu-
leit fyrir fatlaða á Austurlandi.
★ Ráðgjöf og aðra þjónustu samkvæmt lög-
'um nr. 41, 1983, um málefni fatlaðra,
allt eftir sérmenntun viðkomandi.
Til greina kemur að ráða félagsráðgjafa, iðju-
þjálfa, sálfræðing, þroskaþjálfa eða aðra með
sérmenntun og reynslu af starfi með fatlaða.
Allar frekari upplýsingar eru veittar á skrif-
stofu Svæðisstjórnar í síma 97-11833 og
skriflegar umsóknir óskast sendar til Svæðis-
stjórnar málefna fatlaðra Austurlandi, póst-
hólf 124, 700 Egilsstöðum.
Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 1991.