Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 32
32 MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 ATVINNUA UGL YSINGAR IRIKISSPITALAK Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991 Geðdeild Landspítalans Hjúkrunarfræðingar - aðstoðardeildar- stjóri óskast á barna- og unglingageðdeild Landspítalans. Um er að ræða fullt starf, sem felur í sér hjúkrun barna með geðrænar truflanir. Vaktavinna. Einnig óskast fóstra í fullt starf. Um er ræða umönnun barna með geðrænar truflanir. Vaktavinna. Nánari upplýsingar veitir Anna Ásmunds- dóttir, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 602500. Iðjuþjálfun Eftirtaldar stöður eru lausar við Iðjuþjálfun geðdeildar Landspi'talans: Staða deildariðjuþjálfa og stöður aðstoðar- manna iðjuþjálfa (í keramik, saumastofu, smíðum, leðurvinnu o.fl. Við óskum eftir starfsfólki, sem er jákvætt, sjálfstætt, áreið- anlegt og á auðvelt með samskipti. Nánari upplýsingar gefur yfiriðjuþjálfi í síma 601795. RIKISSPITALAR - Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991 Kópavogshæli Lausar eru tvær stöður deildarþroskaþjálfa á vinnustofum: 1. 100% starf í hæfingu. Stárfið felst aðallega í markvissri þjálfun og skipulagningu. 2. 100% starf í vinnusala. Um er að ræða stjórnunar- og skipulagsstarf ásamt starfs- þjálfun. Allar nánari upplýsingar veitir yfirþroska- þjálfi á vinnustofum Kópavogshælis í síma 602735 eða yfirþroskaþjálfi Kópavogshælis í síma 602700. íþróttafræðingur - íþróttakennari íþróttafræðingur eða íþróttakennari óskast til að sjá uæm sundþjálfun og íþróttir þroska- heftra á Kópavogshæli. Starfshlutfall sam- komulag. Aðstoðarmaður Ennfremur óskast aðstoðarmaður til starfa við sundlaug Kópavogshælis. Kjörið fyrir konur og karla sem eru að fara út á vinnu- markaðinn á ný. Starfshlutfall samkomulag. Upplýsingar gefur Guðný Jónsdóttir, yfir- sjúkraþjálfari, í síma 602726. Yfirvélstjóri Yfirvélstjóri óskast á 150 lesta togskip. Góð laun í boði fyrir vanan mann. Tilboðum óskast skilað inn á auglýsingadeild Mbl. fyrir 16. janúar merktum: „Vélstjóri - 12053“. Skipstjóri - bátur Vanur skipstjóri óskar eftir skipstjóraplássi á bát frá Suðvesturlandi. Allt kemur til greina. Upplýsingar sendist auglýsingadeild Mbl. merktar: „B - 6731 “. RÍKISSPÍTALAR Reyklaus vinnustaður frá 1. jan. 1991 Hjúkrunarfræðingar athugið! í byrjun árs eru lausar stöður á nokkrum deildum á lyflækningasviði: Á taugadeild 32-A verður farið af stað með fræðslunámskeið um miðjan janúar. Farið verður yfir hjúkrun og meðferð sjúklinga með ýmsa taugasjúkdóma, sem og önnur atriði, sem eiga að bæta þá meðferð sem veitt er. Vinnuaðstaða er mjög góð og deildin vel þúin hjálpartækjum. Á lyflækningadeild 11-A er laus staða hjúkr- unarfræðings. Deildin er með 19 rúm og aðaláherslan er á meltingar- og innkirtlasjúk- dóma, smit- og lungnasjúkdóma. Næturvakt- ir eingöngu koma vel til greina. Á lyflækningadeild 11-B vantar hjúkrunar- fræðing í 100% starf frá 6. janúar 1991. Deildin er nú rekin sem 5 daga deild fyrir lyflæknissjúklinga. Á lyflækningadeild 14-G er 22 rúma deild, með aðaláherslu á gigtar- og nýrnasjúk- dóma. Ýmis konar vaktafyrirkomulag kemur til greina, t.d. næturvaktir eingöngu. Gjörið svo vel að koma og skoða deildirnar og leitið upplýsinga hjá deildarstjórum við- komandi deilda og hjá Hrund Sch. Thor- steinsson, hjúkrunarframkvæmdastjóra, í símum 601290 og 601300. Sjúkraliðar athugið! Nokkrar stöður sjúkraliða á lyflækningasviði losna eða eru lausar í byrjun ársins. Gjörið svo vel að koma og leita upplýsinga og.skoða deildirnar. Um margs konar vaktafyrirkomu- lag er að ræða. Upplýsingar gefur Hrund Sch. Thorsteins- son, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í símum 601290 og 601300. Hjúkrunarfræðingar - sjúkraliðar Hjúkrunarfræðinga vantar á allar vaktir á krabbameinslækningadeild 11-E, Landspít- ala. Einnig vantar sjúkraliða á sömu deild (einkum næturvaktir). Deildin þjónar bæði einstaklingum með krabbamein og einstaklingum með illkynja blóðsjúkdóma. Unnið er 4ðu hverja helgi og einstaklingshæfð aðlögun er í boði. Um er að ræða fjölbreytt og gefandi starf. Sérverk- efni fyrir hjúkrunarfræðinga, sem unnið er í samráði við fleiri meðferðaraðila er í boði. Upplýsingar gefa Kristín Sóphusdóttir, hjúkr- unardeildarstjóri, í síma 601225, og Birna G. Flygenring, hjúkrunarframkvæmdastjóri, í síma 601290 eða 601300. Skrifstofustarf á auglýsingastofu Traust auglýsingastofa, með góða starfstað- stöðu, óskar eftir startfskrafti til að sjá um símavörslu, umsjón auglýsingabirtinga og fleira þess háttar. Viðkomandi verður að hafa tölvukunnáttu og reynslu í ritvinnslu. Við leitum að áhugasömum starfskrafti, sem hefur reynslu í almennum skrifstofustörfum og getur starfað sjálfstætt. Æskilegt er að viðkomandi reyki ekki og geti hafið störf eigi síðar en 1. mars. Hér er um framtíðarstarf að ræða. Skrifleg umsókn, með upplýsingum um ald- ur, menntun og fyrri störf, sendist til auglýs- ingadeildar Mbl. fyrir 18. janúar merkt: „Aug- lýsingastofa - 7802". Prentari Óskum eftir að ráða prentara eða mann van- an prentun. Mötuneyti á staðnum. Upplýsingar í síma 671900 milli kl. 13.00 og 15.00. PDaisdd®s3 KRÓKHÁLSI 6 Starf félagsmálastjóra Laust er til umsóknar starf félagsmálastjóra á ísafirði. Um er að ræða fullt starf sem er laust nú þegar eða eftir samkomulagi. Undir félagsmálastjóra heyra m.a. dagvistarmál, öldrunarmál, fjölskyldumálefni, fjárhagsað- stoð o.fl. Skilyrði er að umsækjandi sé fé- lágsráðgjafi eða hafi aðra menntun og starfs- reynslu á sviði félags- eða sálarfræða sem nýst gætu í starfi sem þessu. Félagsmála- stjóri hefur aðsetur í nýju Stjórnsýsluhúsi kaupstaðarins og gert er ráð fyrir að hann muni ráða sér til aðstoðar starfsmann í 50% starf. Umsóknarfrestur er til 15. janúar 1991. Nánari upplýsingar gefur félagsmálastjóri eða undirritaður í síma 94-3722. Bæjarstjórinn á ísafirði. FJÓRÐUNGSSJÚKRAHÚSIÐ A AKUREYRI Fóstra og starfsmaður óskast á Stekk, barnaheimili Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Barnaheimilið er reyklaus vinnustaður og því kjörinn fyrir þá sem ekki. reykja. Vinnutími er frá kl. 7.10-19.00. Umsóknarfrestur er til 26. janúar 1991. Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu hjúkrunarstjórnar F.S.Á. og hjá forstöðu- manni Stekkjar. Upplýsingar gefur forstöðumaður, Sigurjóna Jóhannsdóttir, á staðnum, ekki í síma, á milli kl. 13.00 og 14.00 virka daga. Hjúkrunarfræðingar Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga á Barna- deild nú þegar eða eftir samkomulagi. Boðið er upp á einstaklingshæfða þjálfun þar til viðkomandi hefur náð fullri færni í starfi. Á deildinni eru 10 rúm fyrir börn á aldrinum 4-14 ára. Innan hennar er gjörgæsla fyrir- bura og mikið veikra ungbarna. Hjúkrun á deildinni er í sífelldri þróun og unnið er sam- kvæmt hjúkrunarferlinu. Nánari upplýsingar gefa Valgerður Valgarðs- dóttir, deildarstjóri, og Sonja Sveinsdóttir, hjúkrunarframkvæmdarstjóri, í síma 22100 á milli kl. 13.00 og 14.00 virka daga. Óskum að ráða hjúkrunarfræðinga til starfa á lyflækningadeild II. Deildin er 5 daga deild, opin frá mánudegi til föstudags. Skjólstæðingar hennar eru ein- staklingar, sem þurfa skamma innlögn, vegna rannsókna eða skammtíma meðferð- ar. Nú vantar okkur hjúkrunarfræðing í 60% starf, en alveg sérstaklega á 2 næturvaktir íviku, aðfaranótt þriðjudags og miðvikudags. Nánari upplýsingar gefa Elín Hallgrímsdóttir, deildarstjóri, og Sonja Sveinsdóttir, hjúkr- unarframkvæmdastjóri, á milli kl. 13.00 og 14.00 virka daga.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.