Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 13.01.1991, Blaðsíða 36
MORGUNBLAÐIÐ ATVINNA/RAÐ/SMA SUNNUDAGUR 13. JANÚAR 1991 36 Ungur Rússi á sigurbraut á skákmótinu í Hastings Skák Margeir Pétursson UNGUR Rússi, Evgeny Bareev, 24 ára gamall, hefur tveggja vinninga forystu á hinu forn- fræga alþjóðaskákmóti í Hast- ings í Englandi þegar þrjár umferðir eru til loka mótsins, en því lýkur nú um helgina. Það kom talsvert á óvart að Bareev reyndist kominn upp í fimmta sætið á stigalista FIDE, sem birt- ur var nú um áramótin, en það virðist engin tilviljun ef marka má árangur hans í Hastings. Atta stórmeistarar tefla tvöfalda umferð, alls fjórtán skákir hver og er Helgi Olafsson í 6.-7. sæti með fjóran og hálfan vinning af ellefu mögulegum. Brezka fyrir- tækið Foreign & Colonial hefur haldið mótið undanfarin fimm ár, en skipuleggjandi þess er hinn kunni rithöfundur og stór- meistari, Raymond Keene. Einungis Kasparov, Karpov, Gelfand og Ivantsjuk eru stiga- hærri en Bareev sem stendur. Vel- gengni hans upp á síðkastið hefur líka verið mikil. Hann var t.d. eini Rússinn sem vann skák gegn ís- lendingum í síðasta Ólympíumóti og kostaði sá ósigur okkur sjötta sætið á mótinu. Það sem hefur gert gæfumuninn fyrir Bareev á Hastingsmótinu er velgengni hans með Leningradafbrigðinu gegn Nimzoindverskri vöm, 1. d4 — Rf6 2. c4 - e6 3. Rc3 - Bb4 4. Bg5!? Það hefur dugað honum til sigurs gegn þeim Chandler, Helga og Sax. Þótt ekki hafi hann fengið vænlegar stöður úr byijuninni, hef- ur hann tefit þeim mun betur í miðtafli. Staðan eftir 12 umferðir 1. BareevS'Av. 2-3. Chandler og Larsen 6'Av. 4.-5. Sax og Speelman 6 v. 6.-7. Helgi Ólafsson og King 5 v. 8. Kosten 4 'A v. Riddaraparið leikur í höndum Helga Svo sem sjá má af stöðunni í mótinu hefur Helgi Ólafsson ekki náð að blanda sér í toppbaráttuna og eftir skákunum að dæma er hann nokkuð frá sínu bezta. Hann byijaði að vísu vel með því að leggja Chandler að velli, eftir af hafa náð að rugla Englendinginn í ríminu með mannsfórn í tíma- hraki. En næsta vinningsskák kom ekki fyrr en í níundu umferð er Helgi náði að leggja Kosten að velli á nokkuð dæmigerðan hátt. Honum tókst snemma að komast út í ívið betra endatafl þar sem hann hafði biskupaparið og gat teflt áhættulaust til vinnings. í nokkrum jafnteflisskáka hans hef- ur Helgi lent í erfiðri vöm, og tvívegis náð að bjarga sér skemmti- lega með riddarapar gegn bisku- papari. Svo virðist sem Helgi tefli yfir- leitt of hratt auk þess sem hann teflir ekki nægilega hvasst með hvítu. í fyrri hluta mótsins fór frumkvæði hvítu mannanna þannig fyrir lítið með stuttum jafnteflum við Speelman og Sax og róleg byij- un gegn King gaf ekki raunhæfa vinningsmöguleika. Rétt eins og í heimsmeistaraeinvíginu um daginn hafa hvítu mennirnir reynst mun betri en þeir svörtu í Hastings. í tíundu og elleftu umferðunum unn- ust t.d. sex skákir af átta á hvítt, en hinum tveimur lauk með jafn- tefli, I síðustu umferðunum þremur mætir Helgi þeim Larsen, King og Bareev. Við skulum líta á áðurnefndar skákir Helga þar sem jiann hefur riddarapar gegn biskupaparinu: Hvítt: Tony Kosten Svart: Helgi Ólafsson Sikileyjarvörn 1. e4 - c5 2. f4 - g6 3. d4! Afbrigðið 2. f4 gegn Sikileyjar- vörn hefur verið vinsælt á meðal enskra skákmanna um árabil, sér- staklega á helgarmótum. Að hag- stætt sé að svara 2. — g6 með 3. d4! er ein nýjasta uppfinning þeirra. Ætlunin er auðvitað að svara 3. — cxd4 4. Dxd4 — Rf6 með 5. e5 og hrekja riddarann til baka. Svartur ætti þó að hafa vel teflandi stöðu, en Helgi ákveður samt að fara út í fremur óhagstætt afbrigði af Pirc-vöm 3. - Bg7 4. d5 - d6 5. Rc3 - e6 6. dxe6 — Bxc3+?! 7. bxc3 — Bxe6 8. Rf3 - Rc6 9. Bd3 - Dd7 10. f5! - gxf5 11. exf5 - Bd5 Hvítur hefur fengið mjög sterkt frumkvæði út úr byijuninni. 11. — Bxf5 12. Bxf5 — Dxf5 13. 0-0 lítur t.d. hrikalega illa út fyrir svart vegna hótunarinnar 14. Rg5 12. 0-0 - 0-0-0 13. Bb5 - a6! 14. Be2 - Bxf3 15. Bxf3 - Re5 16. f6! - Rxf6 17. Bg5 - Rfg4 18. Be4! Eftir hvassa og markvissa tafl- mennsku hvíts virðist svarta staðan hrunin vegna hótunarinnar 19. Bf5. Svar Helga er eina leiðin til að veita mótspymu, hann fórnar sjálfri drottningunni fyrir tvo fram- sækna riddara: 18. — Hhg8! 19. Bf5 - Hxg5 20. Bxd7+ - Hxd7 21. Dd2 - h6 22. De2 Nú fer Kosten að gera sjálfum sér erfítt fyrir. Hann hefur e.t.v. ætlað að leika 22. h3 en séð að því má svara með 22. — Rc4 23. De2 — Rge5. Einfaldast virðist hins vegar 22. Hf4!, sem hótar 23. h3 og eftir 22. — f5 23. Hafl fell- ur f-peðið. 22. - f5 23. Hadl - Kc7 24. Hd5?! - He7! 25. h4?? Hræðilega ljótur leikur, sem eyðileggur vinningsmöguleika hvíts alveg, því hann getur ekki lengur stuggað við riddaranum á g4- 25. - Hgg7 26. Hd2 * Nú sér hvítur að 26. Hxf5 má svara með' 26. — Rf3+!!, en það er um seinan, h-peðið er komið of langt. 26. - Hgf7 27. g3 - h5 28. Hddl - Hf6 og samið jafntefli, því þrátt fyrir liðsmuninn kemst hvítur ekki í gegnum svarta varnarmúrinn. Gamla kempan Bent Larsen átti nokkuð góðu gengi að fagna á síðasta ári, vann tvö mót, annað í London og hitt í New York og gætti sín- á því að tefla ekkert á Norðurlöndum. Hann virðist vera í góðu formi í Hastings, vann Bare- ev t.d. örugglega í níundu umferð. En djörfum stíl Danans virðast ávallt fylgja ljót töp og strax á eftir tapaði hann mjög illa fyrir Chandler, missti drottninguna eftir aðeins 20 leiki og Rússinn jók aft- ur forystuna. Gegn Larsen gerði Helgi athyglisverða tilraun til að endurlífga afbrigði lítið hefur sézt frá því Ivantsjuk koltapaði fyrir heimsmeistaranum með því: Hvítt: Bent Larsen Svart: Helgi Ólafsson Enski Ieikurinn 1. c4 - Rf6 2. Rc3 - e5 3. Rf3 - Rc6 4. g3 - Bb4 5. Bg2 - 0-0 6. 0-0 - e4 7. Rg5 - Bxc3 8. bxc3 — He8 9. f3 — exf3 10. Rxf3 d5 11. d4! - Re4 12. Dc2 - Bf5! Vert er að rifja upp hina frægu skák Kasparovs og Ivantsjuks á Sovétmeistaramótinu 1988: 12. — dxc4 13. Hbl - f5 14. g4 - De7 15. gxf5 — Rd6 16. Rg5 — Dxe2 17. Bd5+ - Kh8 18. Dxe2 - Hxe2'.19. Bf4 - Rd8 20. Bxd6 - cxd6 21. Hbel — Hxel 22. Hxel - Bd7 23. He7 - Bc6 24. f6 og svartur gaf. Eftir þessa hrikalegu útreið hefur svarta staðan átt sér formælendur fáa. 13. Rh4 - Bg6 14. Rxg6 - hxg6 15. Hbl — Ra5 16. cxd5 — Dxd5 17. Bf4 - Rc4?! Eftir þetta virðist svartur hart- nær þvingaður til að fórna peði fyrir óljósar bætur. 17. — Hac8 virðist nákvæmara og svara síðan 18. Dd3 með 18. — a6 og svartur er þá reiðubúinn til að leika c7-c5 sem ætti að færa honum mótspil. 18. Dd3 - f5 Eftir 18. - Hac8 eða 18. - He7 á svartur erfítt með að svara 19. Hb4, því 19. — b5 gengur tæplega vegna 20. Bxe4 — Hxe4 21. Hxb5. En nú missir svartur peð og finnur ekki mótspil í framhaldinu. 19. Bxc7 - Hac8 20. Bf4 - He6 21. Hb4 - b6 22. a4 - a6 23. g4 - Hec6 24. Bg3 - He8 25. h4 - b5 26. axb5 — axb5 Eftir peðsfórnina hefur svartur ekki fundið neina virka áætlun, en eytt einum óþörfum leik í b-peð sitt og tveimur í hrókana. Sézt ekki betur en 20. — b5 og síðan 21. — Hc6 hefði sparað honum heila þijá leiki miðað við þá stöðu sem nú er komin upp. Það er því ekki nema von að Larsen nái nú öruggu frumkvæði. 27. h5 - Dd7 28. gxf5 - gxf5 29. Hxb5 - Rcd2 30. Hcl - Hh6 31. Bf4 - Hxh5 32. c4 - Dd8 33. Bxd2? Larsen uggir ekki að sér og hirð- ir manninn strax, en millileikurinn 33. Hb8! virðist tryggja honum auðunnið tafl. Munurinn er auðvit- að sá að eftir 33. — De7 34. Hxe8+ — Dxe8 35. Bxd2 á svarta drottn- ingin ekki aðgang að h4 reitnum og 35. — Db8 má svara með 36. Bxe4 — fxe4 37. Dxe4 — Dh2+ 38. Kfl, því svarta sóknin er ekki nægilega hættuleg, t.d. 38. — Hh4 39. Da8+ - Kh7 40. Hc3! Að auki á hvítur hinn ágæta varnarleik 36. Hc3! (í staðinn fyrir 36. Bxe4) sem dugir ekki síður. Það er líka ólíklegt að drottning- arfómin 33. — Dxb8 34. Bxb8 — Hxb8 geti bjargað svarti, eftir 35. c5 má svara 35. — Hb3 með 36. Bxe4! 33. - Dh4 34. Be3 - Dh2+ 35. Kfl - Rg3+ 36. Kf2 - Re4+ 37. Kfl — Rg3+ 38. Kf2 og jafntefli með þráskák. KENNSLA Vélritunarkennsla Ný námskeið eru að hefjast. Vélritunarskóiinn, s. 28040. FÉLAGSLÍF I.O.O.F. 10 = 1721148'/2 = I.O.O.F. 3 = 1721148 = Fl. □ MÍMIR 599114017 - 1 ATK FRL. Hörgshlíð 12 Boðun fagnaðarerindisins. Almenn samkoma í kvöld kl. 20.00. Hvítasunnukirkjan í Keflavík Sunnudagaskóli ki. 14. Almenn samkoma kl. 16. Allir hjartanlega velkomnir. Heilsuverndarstöðin Máttur, Faxafeni 14. Byrjendanámskeið Hatha-jóga hefst 15. janúar. Lögð verður áhersla á djupöndun, slökun og teygjur. Upplýsingar í síma 689915. Fimirfætur Dansæfing verður í Templara- höllinni við Eiríksgötu í kvöld, 13. janúar, kl. 21.00. Upplýsingar í síma 54366. Skipholti 50b Samkoma í dag kl. 11.00. Sunnudagaskóli á sama tima. Allir velkomnir. M't VEGURINN V Krístið samfélag ■ Smiðjuvegi 5 Kl. 11.00, samfélagssstund. Fræðsla, lofgjörð og barnakirkja. Kl. 20.30, stórsamkoma. Fögnuður í heilögum anda. Prédikun orðsins. Verið velkomin. Sunnudagaskóli kl. 14.00. Almenn samkoma kl. 20.30. Ræðumaður: Sigmund Dale- haug. Mánudag kl. 16.00: Heim- ilasamband. Auðbrekka 2 . Kópavogur Sunnudagur: Samkoma í dag kl. 16.30. Þriðjudagur: Biblíulestur kl. 20.30. Laugardagur: Unglingasam- koma kl. 20.30. Hvítasunnukirkjan Fíladelfía Safnaðarsamkoma i dag kl. 11. Ræðumaður Hafliði Kristinsson. Barnagæsla. Almenn samkoma í dag kl. 16.30. Gideonfélagar taka þátt. Einsöngur Laufey Geirlaugs- dóttir. Sunnudagaskóli á sama tíma. Allir hjartanlega velkomnir. Munið bænastundina annað kvöld. Biðjum fyrir ástartdi heimsmála. Hvrtasunnukirkjan Völvufelli Sunnudagaskóli í dag kl. 11. ¥kfuk KFUM KFUMog KFUK Almenn samkoma í kvöld kl. 20.30 í kristniboðssalnum Háa- leitisbraut 58. „Ég mun breyta sorg þeirra í gleði“ - Jer. 31,10-13. Upphafsorð: Elísabet Magnúsdóttir. Kristniboðsþáttur: Sigurjón Gunnarsson. Ræðumaður: Har- aldur Jóhannsson. Allir velkomnir. flunhjóip Almenn samkoma verður í Þríbúðum í dag kl. 16.00. Sam- hjálparkórinn syngur. Ræðu- menn Bryniólfur Ólason og Gunnbjörg Oladóttir. Barnagæsla og kaffi eftir sam- komu. Allir velkomnir. FERÐAFELAG ÍSLANDS ÖLnUGÖTU 3 S 11798 19533 Sunnudagur 13. jan. kl. 11.00 Þingvellirað vetri Fyrsta ferð af fjórum árstíðar- ferðum til Þingvalla. Gengið verður með strönd Þingvalla- vatns frá Vellankötlu um Vatns- kot og Lambhaga að Þingvalla- kirkju. Gönguferð við allra hæfi. í Þingvallakirkju mun Heimir Steinsson, þjóðgarðsvörður taka á móti hópnum og flytja stutta helgistund og segja frá sögu staðarins. Skíðaganga á Mosfellsheiði Önnur skíöaganga ársins er um austurhluta Mosfellsheiðar. Gengið í um 3 klst. og síðan ekið til Þingvalla og þar hittast hóparnir og hlýða á helgistund í Þingvallakirkju. Brottför í ferðirnar er frá Umferð- armiðstöðinni, austanmegin. Heimkoma um kl. 16.30. Verð kr. 1.100,- frítt f. börn m/fullorðnum. Ferðirnar eru bæði líkamleg og andleg uppörvun fyrir alla og raunar góð undirstaða fyrir ferð- ir komandi árs. Byrjíð nýtt ár og nýjan áratug í ferð með Ferðafélaginu. Velkomin í hópinn. Ath. brottför kl. 11.00. Ferðafélag íslands. H ÚTIVIST 'ÓflHK11 • REYKJAVÍK • StMJAÍMSVAKI HMU Póstgangan Ný og spennandi raðganga f samvinnu við Póst og sfma. Fyrsti áfanginn verður genginn núna á sunnudaginn 13/1. Ár- degisgangan leggur af stað kl. 10.30 frá skrifstofu Útivistar, Vesturgötu 4. Þaðan verður gengið um Miöbæinn með við- komu á pósthúsinu en þarverða göngukortin stimpluð. Þá verður haldið suður Skildinganesmela að Skildinganesi og niður í Aust- urvör þar sem göngufólk fær tækifæri til þess að láta ferja sig yfir Skerjafjörð með aðstoö Björgunarsveitarinnar Ingólfs. Þeim sem ekki láta ferja sig verð- ur boðiö í rútuferð suður á Bessastaðanes. Frá Bessastöð- um liggur svo leiðin að Görðum og þaðan að Póst- og síma- minjasafninu í Hafnarfirði þar sem göngunni lýkur eftir að göngukortin hafa verið stimpluð. Eftir hádegi veröur boðið upp á styttri ferð og er brottför kl. 13.00 frá BSl-bensínsölu. Ekið að Bessastööum þarsem slegist verður I för með árdegishópn- um. Að göngu lokinni verður fólki ekið til baka á brottfararstaöi. Ekkert þátttökugjald verður í þessum fyrsta áfanga póst- göngunnar. Vikan 14.-20. janúar 18/1 kl. 20.00: Stjörnuskoðunarferð. Athugið breytta dagsetningu. 20/1 kl. 10.30: Reykjavíkur- gangan: Gengið frá Þjórsárós- um meðfram ströndinni að Stokkseyri. Kl. 13.00 ‘Dagsferð: Hraun í Ölfusi - Óseyrarbrú. Pantið tfmanlega í hina vinsælu þorrablótsferð sem farin verð- ur helgina 25.-27. janúar. Að þessu sinni er ferðinni heitið í Þjórsárdal. Tilvalið að taka gönguskíöin með. Fararstjóri verður Lovísa Christiansen. Sjáumstl Útivist.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.