Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 6

Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 6
6 FRÉTTIR/INNLENT ' mUr&ÚNBLAÐÍÐ SlÍNNÚbAGÚk 2K!JÍNÖÆMl 4 Mbrgunblaðið/Einar Falur Halldór Haraldsson, formaður EPTA á Islandi: Tónleikahaldið hér er lít- ill hluti af starfseminni EPTA-tónleikar verða haldnir í íslensku óperunni næstkomandi mánudagskvöld, 21. janúar, og hefjast klukkan 20.30 — og verða þeir endurteknir í Kirkjuhvoli, Garðabæ, mánudagskvöldið 28. janúar klukkan 20.30. Á tónleikunum leikur Halldór Haraldsson, píanóleik- ari. Halldór þekkja eflaust flestir Islendingar sem áhuga hafa á klass- ískri tónlist, þvi um árabil hefur hann komið fram á Listahátíð, leik- ið með Sinfóníuhljómsveit Islands, verið undirleikari — og meðleik- ari — með öðrum hljóðfæraleikurum, auk þess sem hann hefur síð- ustu árin leikið með Tríói Reykjavíkur, ásamt Guðnýju Guðmundsdótt- ur, fiðluleikara, og Gunnari Kvaran, sellóleikara. Nú eru hinsvegar liðin fímm ár síðan Halldór hélt einleikstónleika. Ein af ástæðunum fyrir því er sú, að Halldór hefur verið formaður íslandsdeildar EPTA og það vill nú oft verða svo, að þeir, sem eru í forsvari fyrir samtökum af þessu tagi, dragi sig í hlé og séu of upp- teknir af skipulagsmálum og papp- írsvinnu til að halda sjálfum sér fram. Ekki þar fyrir, eins og kemur fram hér að framan, hefúr Halldór síður en svo haldið sig langt frá hljóðfærinu — jafnvel þótt hann sé ennfremur kennari við Tónlistar- skólann í Reykjavík. En þar sem Halldór er formaður íslandsdeildar EPTA, lá beinast við að spyija hann fyrst, hvemig það hefði gefíst að endurtaka alla tónleika samtakanna í Kirkjuhvoli. „Það hefur yfírleitt gefíst mjög vel,“ svaraði Haíldór. „Hér í Reykja- vík virðist þetta vera fastur hópur sem sækir tónleikana þegar þeir eru haldnir í íslensku óperunni. Ef þeir tónleikar spyijast vel út — sem við erum svo heppin að hefur yfirleitt verið reyndin — þá hefur það áhrif á aðsóknina í Garðabæ. Þar hefur aðsóknin verið mjög góð.“ Hvers vegna hafa píanóleikarar sameinast um einleikstónleika, en ekki farið í samstarf með öðrum hljóðfæraleikara — þannig að stund- um sé leikið á önnur hljóðfæri? „EPTA eru, eins og hefur nú komið fram hér áður, Eviópusamtök píanókennara. Aðalhugmyndin með þessu tónleikahaldi — og ástæðan fyrir því að við fórum af stað, er sú að einleikstónleikar píanóleikara voru fremur sjaldgæfir hér. Það var hér fyrir þremur árum, að við vorum saman komnir, nokkrir píanóleikar- ar, eftir einleikstónleika eins úr hópnum, og vorum að tala um hversu sjaldan menn koma hér fram sem einleikarar — og hvört ekki væri raunhæft að bæta úr því. Við eigum mjög mikið af góðum píanó- leikurum, sem eiga langt og strangt nám að baki og mikla vinnu og við vildum endilega gera þeim kleift að koma fram. Við ákváðum að notfæra okkur starfsemi EPTA, sem við höfðum verið stofnaðilar að — og það er dálítið sérkennileg saga á bak við það. Þannig var að einn af fyrrverandi nemendum mínum var við nám í London, hjá mjög góðum píanó- kennara; mikilvirkri rúmenskri konu. Sú fékk þessa hugmynd um stofíiun Evrópusamtaka píanóleik- ara og nemandi minn hringdi í mig til að spyija hvort ísland vildi ekki vera með. Eg misskildi þetta eitt- hvað og hélt að samtökin væru þeg- ar til, en tók boðinu. Þessi rúmenska kona hefur gífurlega mikið samband við listaheiminn og er óhemju dug- leg — og einhvem veginn atvikaðist það svo, sjálfsagt vegna þess að við tókum fyrirspuminni svo vel, að við höfum verið einhvers konar eftirlaét- isbam hennar. Hún hefur gert gífur- lega vel við okkur.“ Tók langan tíma að safna Evr- ópulöndunum í samtökin? „Nei, þau komu hratt inn. Austur- blokkin hefur síðan smátt og smátt verið að ganga í samtökin — nú síðast Sovétríkin og yfír því varð mikill fögnuður." Hvað gera þessi samtök? „Við höldum ráðstefnur og afþví upphafsmanneskjan býr í London, er haldin ein ráðstefna þar ár hvert. Þar eru höfuðstöðvamar. Síðan er aðalráðstefna haldin á hveiju ári í einhveiju aðildarlandanna. Meining- in var að halda hana í Moskvu í ágúst á þessu ári, en vegna þeirra atburða sem eiga sér stað núna, veit ég ekki hvort af henni verður. Þessar ráðstefnur em stuttar, standa í þijá til fjóra daga og þar fá kennarar fyrirlestra um ýmislegt í þeirra fagi. Ymsar hliðar píanóleiks og píanókennslu em ræddar. Tón- skáld em tekin fyrir og kynnt, einn- ig ný verk og ýmsar aðferðir. Síðan em umræðufundir um ýmis mál er lúta að vinnu okkar og auðvitað er boðið upp á tónleika; annarsvegar með mjög frægum píanóleikumm, hinsvegar með píanóleikumm frá aðildarlöndunum. Síðan em ungir píanóleikarar kynntir. Héðan hafa margir píanóleikarar farið. Við höf- um verið mjög virk í þessari starf- semi og sent einhvem píanóleikara á hveiju ári. Þétta hefur síðan orðið til að örva sambandið milli landanna og við höfum fengið hingað mjög þekkta kennara til að vera með svokallaða Halldór Haraldsson „masterklassa,“ eða námskeið fyrir píanóleikara sem hafa þegar lokið námi og em farnir að starfa sem píanóleikarar — einnig fyrir nem- endur sem era á lokastigi. Tónleika- hald okkar hér er aðeins lítill hluti af starfseminni, eða sá hluti hennar sem er á heimavelli." Efnisskrá Halldórs á tónleikunum næstu tvo mánudaga er æði fjöl- breytt. Hún hefst á mjög frægu verki eftir Beethoven: Sónötu í c- moll op. 13, „Pathetique," sem sam- in var 1797-1798. Þá leikur hann 32 tilbrigði í c-moll, eftir sama höf- und, frá árinu 1806. Eftir hlé hefst efíiisskráin á Þremur ungverskum þjöðlögum frá Csik-héraði, eftir B. Bartók, frá árinu 1907, en þar næst koma expressjónistamir Ravei og Debussy og leikur Halldór Ois- eaux tristes frá árinu 1906, eftir þann fyrmefnda, og Pour le Piano frá árinu 1905, eftir Debussy. Tón- leikamir enda á Chopin, fyrst Nokt- úmu, í cís-moll, op. posth., frá 1830, og að lokum hinu fræga verki, Pol- onaisé í As-dúr op. 53, frá 1842- 1843. „Ég hef haft mjög gaman af að leika þessa pólónesu aftur," segir Halldór. „Nemandi, sem var að ljúka einleikaraprófi hjá mér í fyrra, æfði hana og ég fór að heyra hana alveg upp á nýtt. Það vill nefni- iega oft verða svo að þegar maður er að kenna þessi frægu verk, fær maður mikla leið á þeim - en þama gerðist það að pólonesa birtist mér sem alveg ný.“ Ég hef tekið eftir því að í kynn- ingum ykkar og auglýsingum stend- ur gjaman: „Stöndum saman og tónleikahús mun rísa.“ „Já, hjá okkur er það svo að ef ágóði af tónleikunum fer yfir visst mark, þá rennur sá hluti beint til Samtaka um byggingu tónlistar- húss. Það er ófrávíkjanleg regla,“ segir Halldór að lokum. Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir L Bretland: Offíta staf- ar einung- is af ofáti St. Andrews, Frá Guðmundi H. Frímanns- syni, fréttaritara Morgunblaðsins. OFÁT er eina orsök offitu, að því er kemur fram í niðurstöðum í rannsókn breskra vísindamanna. Eina ráðið gegn offitu er, að hafa stjórn á mataræðinu. Höfundar strangs megmnarkúrs, Cambridge Diet, stóðu að rannsókn- inni ásamt vísindamönnum frá þrem- ur breskum háskólum. I rannsókn- inni var tvennt athugað. í fyrsta la^i hvort efnaskipti hefðu áhrif á offitu. Teknir voru þrír hópar manna, mjög feitir, feitir og grann- ir, og athugað, hvort hraði efnaskip- tanna væri breytilegur í þeim. I ljós kom, að hann var nokkum veginn sá sami. En fitukeppir af ýmsum þjóðernum hafa haldið því fram, að efnaskiptin í þeim væru öðruvísi eða gengju hægar en í horrenglunum. Þess vegna væm þeir feitir. Dr. Ann Coxon, sérfræðingur í Harley-stræti í Lundúnum, sem að- stoðaði við rannsóknina, segir að vísindamenn hafi lengi verið að reyna að finna eitthvað athugavert við efnaskiptin í feitu fólki en ekk- ert hafí fundist. Þeirra niðurstaða hefði verið að fitukeppirnir svikjust um í megrunarkúmum, ef þeir grenntust ekki. í ljós kom, að vöðvar þeirra, sem voru í megrun, styrktust ef þeir þjálfuðu þá en ólíklegt er að það gerist ef vöðvar fara rýmandi. Alþjóðaorkumálastofnunin: Aðild strandar á 3,5% kostnaðar- auka við þriggja mánaða olíubirgðir AÐILD að Alþjóðaorkumálastofnuninni gæti skipt sköpum fyrir íslendinga ef langvarandi olíukreppa verður, til dæmis vegna Persaflóastríðsins. Aðildarríkin skuldbinda sig til að halda að minnsta kosti þriggja mánaða eldsneytisbirgðir og miðla hvert öðru ef olían gengur einhvers staðar til þurrð- ar. ísland, eitt OECD ríkja, er ekki aðili og hefur ekki sótt um aðild. Ástæðan virðist vera, að sögn Björns Friðfinssonar ráðuneytissljóra í viðskiptaráðuneyti, að ekki hefur náðst samkomulag um hver eigi að bera 3,5% kostnaðarauka við að halda hér þriggja mánaða birgðir í stað tveggja máriaða eins og almennt er. Fmmvarp um aðild að Alþjóða- orkumálastofnuninni var lagt tví- vegis fyrir Alþingi, 1981 og 1982, en var ekki afgreitt. Björn kvaðst alltaf hafa heyrt þá sögu, að af því að aðild mundi hækka birgðakostnað, vegna skyldu um að hafa þriggja mánaða birgðir, hafí það dregið úr áhuga manna. „Menn voru búnir að reikna það út að þetta mundi kosta um 3,5% hækkun olíuverðs," sagði hann. Fari kostnaðaraukinn út í verð- lagið með verðhækkun olíunnar hefur hækkunin áhrif á vísitölurn- ar. Hafí hann ekki áhrif á verðið, þurfa annað hvort olíufélögin eða ríkissjóður að bera kostnaðinn. Sátt hefur ekki enn náðst um þetta og á því hefur aðild að Alþjóðaork- umálastofnuninni strandað. Aðild að stofnuninni eiga öll ríki OECD, nema ísland, Finnland og Frakkland, en þau síðamefndu hafa bæði sótt um aðild. Aðildarríkin höfðu ákveðið að til vamaraðgerða kæmi gegn olíu- skorti og verð- hækkunum þeg- ar í stað, ef stríð brytist út við Persaflóann. Þeim var síðan hrint í framkvæmd á fimmtudagsmorgun. Aðgerðirnar em tvíþættar. í fyrsta lagi að draga úr olíunotkun til þess að minnka eftirspum á markaðnum, í öðru lagi er selt úr neyðarbirgðum ríkjanna af olíu, 2,5 milljónir tunna á dag. Sú aðgerð skilaði árangri þegar í stað þegar olíuverð féll á fimmtudag, þrátt fyrir stríðið. Einnig hefur verið rætt um sparnaðaraðgerðir. Norð- menn ákváðu til dæmis á miðviku- dag 10% niðurskurð á bensíni og EB ríkin hafa ákveðið 7%. Hér á landi kemur hluti aðgerða af sjálfu sér, þar sem loðnuveiðar falla niður og eftirspurn eftir bæði svartolíu og gasolíu minnkar af þeim orsökum. Ríkisstjórnin hefur hins vegar ákveðið að stefna að 7% minnkun á eldsneytisnotkun og vera samstíga hinum OECD ríkjun- um. „Það er búið að semja tillögur, fyrst og fremst um að áður en við gerum nokkuð annað verði farið í upplýsinga- og áróðursherferð og beitt fortölum," sagði Björn Frið- finnsson. „Ef það ekki dugar verð- ur gripið til einhverra annarra ráða. Þá er um tvö stig að ræða, í fyrsta lagi að banna akstur á ákveðnum dögum, bílar með sléttar tölur í númerinu megi aka einn daginn, með oddatölur hinn. Hugs- anlegt að banna eða takmarka enn frekar akstur um helgar. Svo er auðvitað þriðja skrefið sem er alvarlegast ef þarf að fara að skammta með miðum. Hinar þjóðirnar em með skömmtunar- miða í skúffunni, það er hluti af almannavarnaáætlun þeirra. Við höfum hins vegar enga prentaða seðla.“ Þótt ísland eigi ekki aðild að orkustofnuninni, hefur verið BAKSVIÐ eftir Þórhall Jósepsson ákveðið að fylgja aðildarríkjunum. „Vegna þess að við teljum að við berum þarna ábyrgð á sama hátt og þeir, skyldur og réttindi. Og við munum njóta þess. Ef við verðum olíulausir, munu þeir útvega okkur af sínum neyðarbirgðum. Þess vegna ætlum við að vera með og ekki skorast undan því að reyna að draga hér úr olíunotkun,“ sagði Björn. „Það er hins vegar ekki formlegt, við höfum ekki tekið ákvörðun um að gerast aðilar." Birgðir af olíuvörum eru tiltölu- lega miklar hér nú. Bensínbirgðir eru til 80 daga, bensínskip er á leiðinni frá Vestur- Evrópu og eftir komu þess verða birgðirnar til 98 daga. Gasolíubirgðir em til 52 daga, von er á tveimur skipum á næstu dögum, eftir komu þeirra verða til 70 daga birgðir. í febrúar eru pönt- uð tvö önnur skip með mánaðar- birgðir, sömuleiðis í mars, þannig að geymarými í landinu fyrir gas- olíu verður fullnýtt næstu tvo mán- uði. Olíufélögin stefna að því að gasolíubirgðir fari alls ekki niður fyrir tveggja mánaða birgðir. Svartolíubirgðir eru til 47 daga og farmur á leiðinni sem ætti að vera til lestunar í dag, sunnudag. Það eru mánaðar birgðir. Birgðir af þotueldsneyti nægja til 62 daga og viðbótarbirgðir eru í lestun.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.