Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 13

Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANUAR 1991 13 Morgunhlaðið/ÞorkeU EHnborg Jónsdóttir ásamt f.v. Birgi Hilmarssyni, Lovísu Dagmar Eyjólfsdóttur, Tómasi Eiríkssyni og Bryndisi Ýr Pétursdóttur sagði frekar niikið talað um stríðið heima hjá sér, hvernig það gæti far- ið og hver yrði vandinn eftir að því lyki. Egill kvaðst ekki hafa tekið þátt í friðarstund en teldi samt að bænastundjr gætu haft áhrif ef mik- ið væri um þær rætt eða af þeim fréttist út úr landinu. Litlu börnin vonsvikin að vera ekki bænheyrð í Fossvogsskóla var haldin sam- eiginleg bænastund fyrir alla nem- endur skólans og var séra Pálmi Matthíasson fenginn til þess að tala á bænastundinni. Að sögn Elínborgar Jónsdóttur kennara var sameiginlega bænastundin ákveðin vegna tilmæla frá fræðsluyfirvöldum og var meiri- hluti fyrir þeirri ákvörðun hjá kenn- araráði sem ásamt skólastjóra Kára Arnórssyni stóð að þessari ákvörðun. „Við hefðum þó viljað hafa meiri fyrirvara. En við töldum rétt að gera þetta, krakkarnir höfðu spurt mikið og virtust mörg hálfhrædd. Þau fylgjast vel með fjölmiðlum og þetta mál hefur verið blásið mikið upp þar, þau skynja vel þann spenning." sagði Elínborg. „Presturinn talaði alveg sérstaklega v.el til þeirra en þau voru svolítið hissa þegar hann bað þau að biðja fyrir Hússein, fannst skrítið að biðja fyrir andstæðingun- um. Hann sagði líka við þau að þó þau bæðu fyrir friði þá væri ekki víst að þau yrðu bænheyrð. Eldri börnin skildu þetta en yngri börnin eru vonsvikin yfir því að þau voru búin að biðja guð um frið en það varð samt stríð. Það er slæmt að börn skuli verða svo mjög vör við umfjöllun um stríðsógnir. Þeim finnst þetta svo nálægt sér þegar talað er svona mikið um þetta. Þessi helgi- stund er andsvar skóians við öllu þessu fjölmiðlafári. Það var að mínu mati góð lausn að hafa bænastund- ina, en ef ég hefði ráðið hefði ég takmarkað þátttökuna við tíu ára aldur, Ég held að þátttaka yngri barna í slíkum umræðum eða sam- eiginlegum bænum geri þeim ekkert gott, En eldri börni hugsa mikið um þessi mál. Þegar 12 ára börnin byrj- uðu fyrir skömmu í iandafræði þá var þeirra fyrsta verk að fietta upp á því hvað írak væri langt í burtu frá okkur og reyna að setja sér fyrir sjónir hvað myndi gerast ef kjarn- orkusprengja yrði sprengd þarna nið- ur frá, hvað áhrif hennar myndu ná langt.“ Fjórir 12 ára gamlir nemendur Elínborgar, Tómas Einksson, Birgir Hilmarsson, Bryndís Ýr Pétursdóttir og Lovísa Dagmar Eyjólfsdóttir ræddu skamma stund við blaðamann um hugmyndir sínar um stríðið við Persaflóa.Þau voru sammála um að samverustundin með prestinum hefði gert þeim gott. „Við höfðum auðvitað gert okkur grein fyrir fyrir ástandi mála nleð því að hlusta á fréttir. Við höfum einnig fylgst með sjónvarpinu undanfarna tvo morgna. Við erum ekki hrædd, þetta er svo langt frá okkur. Þeir ná ekki til okkar. Það varð að taka á þessu, annars hefði Hússein haldið áfram. Við styðjum öll Bush. Við höfum ekki orðið vör við að krakkarnir í kringum okkur séu neitt hrædd að ráði. Sum þeirra hugsa ekki einu sinni um þetta. En við förum sum og hlustum á fréttir í bókasafninu núna. Bryndís sagði að heima hjá henni fylgdist öll flöl- skyldan með fréttunum en Birgir sagði að hann hefði mestan áhuga á framvindu mála heima hjá sér. „Ég fór að hlusta á fréttir um þetta eftir að Tómas sagði mér að spáð hefði verið heimsstyijöld eftir jólin,“ sagði Birgir, „Hvað ertu að segja," sagði ég og og fór að fylgjast með fréttum og geri það enn. Nú finnst mér að friður mætti taka við af stríðinu sem fyrst. Við vonum að stríðið verði ekki langt, Dragist það á langinn óttumst við matarskort og olíuskort, sagði Tómas. En við höldum ekki að hér verði barist. Svartsýni sjón- varpsmanna veldur þó því að maður verður stundum svolítið hræddur. ^Einnig hið alvarlega ástand í Lithá- en. En við aðra krakka viljum við segja: Þið þurfið ekki að vera hrædd, þetta stríð ætti ekki að ná til okkar.“ Þeir ætla víst að sprengja þar sem Jesús átti heima Blaðamaður hitti einnig tvö átta ára börn að máli í Fossvogsskóla, þau Hilmar Gunnarsson og Klöru Regínu Tómasdóttir Ludvig. Þau voru spurð hvort þau óttuðust stríðið. Hilmar kvað nei við en sagði að þetta kæmi sennilega illa niður á efna- hagnum. Klara var öllu svartsýnni og kvaðst óttast að stríðið kæmi kannski hingað. „’Eg vona að það gangi vel hjá góðu mönnunum.“ Þeir eru nú búnir að eyða efnaverksmiðj- um Hússeins grípur Hilmar inn í. „Þeir ætla víst að sprengja óskaplega stórar sprengjur þar sem Jesús átti heima,“ segir Klara. „Heldur þú að það komi stríð í Bandaríkjunum?" „Já,“ svarar Hilmar. „Ó, Guð minn góður/ segir Klara og snýr sér und- an. „Eg er hrædd út af því að pabbi minn er bandarískur og mamma hans og aðrir í fjölskyldu hans eiga heima þar.' Ég heimsótti þau í fyrra. Ég er svo hrædd um fjölskyldu mína þar að ég hef átt erfitt með að sofa. Hilmar segist ekki hafa átt bágt með að sofa. „Ég hef aldrei verið svo hræddur við neitt að ég hafi átt bágt með að sofa,“ segir Hilmar og hlær. „Þessi stund sem við áttum héma var ljúf helgistund,“ segir Kári Arn- órsson skólastjóri. Foreldrar hafa ekki hringt hingað til þess að gagn- rýna hana. Við höfum ekki orðið vör við að börn séu hræddari eftir þessa stund en áður. Þetta er allt úr fjöl- miðlunum. Börn hafa horft á hræði- lega hluti í sjónvarpinu, t.d. myndir frá ofbeldisverkunum (Litháen. Börn í dag eru sjónvarpsbörn og fylgjast með, Það skýtur því skökku við að halda að það valdi þeim ótta að ræða mál sem þau horfa á myndir af dag- lega heima hjá sér. Menn verða að átta sig á að heimurinn í da'g er opinn, ef svo má segja. Börn sjá allt sem kemur í sjónvarpinu. Mér finnst rétt að nota svona atburði til að ræða við börn um samskipti fólks, Hvetja þau til að leysa sín mál frið- samlega og sýna þeim fram á að ofbeldi leysir engann vanda. Við ræddum líka þá sérstöðu íslendingaa að við höfum ekki öldum saman bor- ið vopn og reynum að leysa okkar mál vmeð samningum við aðrar þjóð- ir. Börn taka hvort sem er þátt í þessu gegnum fjölmiðla og gera sér' hugmyndir um það sem er að ger- ast. Þess vegan þarf að ræða við þau um ástand heimsmálanna. Þetta er allt annað en var fyrir 20 til 30 árum. Þá voru allir atburðir svo langt frá okkur. Mér finnst að það eigi að vera hlutverk skólanna að fræða börn um heiminn og gefa þéim tæki- færi til að tjá sig um þau mál.“ Hver myrti Sir Jeffrey Smith? Sakamálagetraun Rásar 2 byrjar á morgun í þættinum 9-fjögur milli kl. 14 og 15. Vinningur: Ferð fyrir tvo í Lundúnaþokuna. Rás 2. Spennandi. Fm 90,1 á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.