Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 14

Morgunblaðið - 20.01.1991, Side 14
eftir Heníy Kissinger VERÐI framhald á frelsiskúgun Sovét- manna í Litháen gæti það jafnvel orðið enn mikilvægara í sambandi við horfur á alþjóðlegri reglu en Persaflóastríðið, sem hefur skyggt á atlöguna gegn frelsi í Lit- háen. Þegar við fylgjumst með falli komm- únismans í Austur-Evrópu, fyrstu skref- um Þjóðverja til sameiningar og hreyf- ingu (að því er virtist) í Sovétríkjunum í átt að pólitísku fjölræði og markaðsbú- skap, fannst okkur eitt andartak, að ger- legt væri að trúa því, að mannkynssagan væri einhvern veginn að komast ófrávíkj- anlega inn á braut allsherjarfriðar. Nú stefnir í þveröfuga átt. Ohófleg bjartsýni gæti nú orðið að þoka fyrir jafn óhóflegri svartsýni. En lýðræðisríkin hafa ekki lengur ráð að því að flökta svona á milli stífni og friðunarsáttfýsi. Við þurfum að móta okkur fasta stefnu, gera okkur stöðuga heildarhugmynd um samskipti austurs og vesturs. Sú hugmynd, sá skiln- ingur, má ekki grundvallast á einstökum persónum eða einfölduðum framtíðar- spám, heldur á blákaldri staðreyndagrein- ingu á þjóðarhagsmunum og því, sem nauðsynlegt er til þess að halda uppi lög- um og reglu á alþjóðavettvangi. Beðið eftir vegabréfsáritun. Þeim fjölgar í Moskvu sem taka sér stöðu fyrir framan erlend sendiráð í von um að fá áritun til að komast úr landi. ALVAIDSEINRÆÐI M MORGUN.BLAÐIÐ SUNNUDAGUR 20. JANÚAR 1991 —r-4-*----'>’»■!—‘r-r.—Í'W'A f r- '■•"i ■' 1 M ' • Irr'trí—í—r t; r» A * 11 ! A 'TrT — VIÐBRÖGÐ Á VESTURLÖNDUM VID SOVESKU Takist að framfylgja núver- andi stefnu í átt að ein- valds-alræði í Sovétríkjun- um, mun brátt kom að því, að heimurinn horfist í augu við rússneskt ríki af því tagi, sem hann hef- ur ekki séð í sjö áratugi. Það verður ekki lýðræð isríki. Það verður heldur ekki staiínískt ríki. Það mun í raun mest líkjast hinu forna keisaraveldi í Rússlandi. Bandaríkjamenn verða þá að spyrja sjálfa sig nokkurra undir- stöðuspurninga: Hver verður framtíð sovézk-bandarískra samskipa? Eru til einhver utanríkispólitísk stefnu- markmið gagnvart Sovétríkjunum, sem þykja svo mikils verð, að þau verði að tryggja, jafnvel þótt það kosti, að kyngja þurfi óþolandi at- burðum innan Sovétríkjanna? Hvar finnst jafnvægi (ef nokkurs staðar) milli sambúðar og sinnaskipa (þ.e. geta ríkin tvö búið í friðsamlegri sambúð, án þess að annað breyti sér)? Til skamms tíma var það í tízku að trúa á góðar horfur sinnaskipta eða hugarhvarfsbreytingar í stjórn- arstefnu. Mikhail Gorbatsjov var í hugum manna sá, sem endanlega stæði úrslitavörð um væntanlegan sigur lýðræðis og markaðsbúskapar. „Hjáipum Gorbatsjov!" Þessi orð urðu helzta markmið í mótun ut- anríkisstefnu á Vesturlöndum. Tillit til alls annars var látið fara lönd og leið. Svo kom í ljós, að Gorbatsjov reyndist ekki eins góðgjarn og elsku- legur og viðteknar skoðanir á Vest- urlöndum gerðu ráð fyrir. Sama gilti um umbætur í Sovétríkjunum; þær reyndust flóknari í framkvæmd en menn gátu leyft sér að trúa. Við skulum horfast í augu við staðreynd- ir: Þrátt fyrir rótgróna óskhyggju manna á Vesturlöndum og góðan vilja til að trúa öðru, er sennilegasta niðurstaða þróunarinnar í Sovétríkj- unum annað hvort upplausn eða kúg- un; jafnvel hvort tveggja i senn. Kjarni kerfisins varinn Það var barnalegt frá upphafi að láta samskipti austurs og vesturs vera komin undir meintum sinna- skiptum leiðtoga, sem átti allan starfsferil sinn innan forystu sovézka kommúnistaflokksins, og ímynda sér, að hann hefði allt í einu tekið trú á vestræn giidi og lífshugsjónir. Það væri jafnhættulegt að telja nú, að hegðun Gorbatsjovs undanfarið væri stundarbilun eða stefnufrávik og að móta nýja stefnu á persónulegum vonbrigðum með hann. Leiðtogar eru knúnir áfram af krafti kerfisins og sögunnar í eigin þjóðfélagi. Öll raunsæ stefnumótun verður að mið- ast við þessa áhrifaþætti. Gorbatsjov á geysimikið hrós skil- ið fyrir að viðurkenna veikleika kerf- isins, sem ól hann, og að hafa reynt að lækna þá. Hann ákvað að leyfa brot leppríkjabaugsins handan vest- urlandamæra Sovétríkjanna, batt enda á stríðsrekstur sovézka hersins í Afganistan og losaði um grimmdar- stjórnina innanlands. Allt mun þetta tryggja honum sess á sögubekk. En allt, sem hann hefur gert, má skýra með þörf hans fyrir að varðveita kjarna sovézka kerfisins á kreppu- tíma, og að dreifa ekki dvínandi kröftum þess í heimsveldisævintýri. Enginn vafi leikur á því, að þannig réttlæti hann stefnu sína fyrir sovézku herstjóminni. Hvað svo sem kann að hafa vakað fyrir Gorhatsjov, þegar hann náði völdum, hafa umbætur innanlands hingað til reynzt næsta takmarkað- ar. í utanríkismálum gat hann náð árangri með því að afnema, hætta við og leggja niður. í innanlandsmál- um var hins vegar þörf á nýsmíði. Heima fyrir er eins og hann sé að slitna í sundur milli tveggja and- stæðra togkrafta: Annars vegar skil- ur hann, að hinum gömlu stofnunum verður að breyta hæfilega, og hins vegar er hann bundinn ævilangri fylgispekt sinni við lenínískan rétt- trúnað í landsstjórnarmálum. Sovétríkin standa frammi fyrir þremur höfuðvandamálumm innan- lands: Lækning verður að finnast á hinu hörmulega ástandi í sovézkum efnahagsmálum; koma verður á ein- hverjum skilningi á eða tilfinningu fyrir lögmæti og réttlæti í þjóðfélag- inu; og það verður að fást við yfirvof- andi sundurliðun heimsveldisins, sem Pétur mikli stofnaði fyrir um það bil þremur öldum. Vandi Gorbatsjovs er sá, að lækning við einu vandamál- anna er líklega til að geta ekki farið saman við jafn áríðandi lækningu á öðrum vandamálum. Til dæmis má taka valddreifingu og fráhvarf frá miðstýringu, sem er nauðsynlegt vegna framfara í efnahagsmálum. Einmitt þessi nauðsynlega valddreif- ing ýtir undir sjálfstæðisþrá fólks í sambandslýðveldunum. Framar öðru má ekki gleyma því, að mennirnir á efstu hæðum valdapýramídans, nóm- enklatúran, sem eiga að hrinda um- bótum í framkvæmd, telja sér ein- mitt ógnað af þessum sömu umbót- um, svo að þeim hættir til þess að eyðileggja þær af ásettu ráði. Fulltrúi gamla kerfisins Það er nú almennt viðtekin vizka, að „herbúðahagfræði“ (valdboðin skipun efnahagsmála) leiði af sér stöðnun og spillingu. Þetta er jafnvel viðurkennt nú í þjóðfélögum komm- únismans. Samt hefur hvergi tekizt enn að komast alla hina sársauka- fullu leið heilu og höldnu með þjóðfé- lagið úr sósíalisma í fijálsan mark- aðsbúskap, sem allir játa nú ást sína. Tilfærslan yfir til markaðshagfræði framkallar harðvítuga andstöðu þeirra, sem eiga eiginhagsmuna að gæta (hagsmuna, sem notið er og gætt á kostnað annarra), en þeir sem beijast fyrir breytingum og umbót- um, hafa ekki nægilegt afl í þjóðfé- laginu til þess að geta komið skoðun- um sínum fram. Markaðsbúskapur gerir með öllu óþarfar milljónir kerfiskarla og ríkis- kontórista, sem sitja í verðlagsráð- um, framleiðsluráðum, eftirlits- og úthlutunarnefndum, skömmtunar- nefndum, kvótanefndum o.s.frv. Þegar fólkinu leyfist að láta framboð og eftirspurn um að finna rétt verð á hlutunum, verður ekki hægt að komast hjá verðbólguskeiði f upp- hafi. Það stafar af því, að eitt ein- kennið á kommúnísku þjóðfélag- skerfi er að'Of mikið fé eltist við of litla vöru. Krafa um framleiðni kem- ur óhæfum fyrirtækjum á kné og eykur atvinuleysi um tíma. í Austur-Evrópu auðnaðist nýjum forystumönnum að styðjast við vin- sældir og virðingu, sem þeim hlotn- aðist í þjóðfrelsisbaráttunni, svo að þeir gátu haldið völdum á hörgultlin- um breytingar yfir í markaðsþjóðfé- lag. í Sovétríkjunum hafa sérhags- munir yfirstétta verið vandlega rækt- aðir í smá'atriðum í tíð þriggja kyn- slóða með einstaklega dýrslegu,

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.